Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Haustlitirnir prýða nú landið. Gulnað lauf og sölnað gras leikur í ótal litbrigðum í sér- stakri haustbirtu dags- ins við fjalla og him- inblámann og augað gleðst með hverjum nýjum degi. Haustvindar eru enn langt suður í höfum. Mér finnst eins og það sé slík sýn sem fangaði skáldið frá Fagraskógi og hann færði í orð: „Loks eftir langan dag lít ég þig helga jörð, seiddur um sólarlag sigli ég inn Eyjafjörð.“ Þor- leifur Björnsson, vinur minn og skólabróðir, leitaði hingað norður til náms í Menntaskólann á Akureyri og héðan útskrifuðumst við fyrir hartnær 30 árum. Leið Þorleifs norður var nokkuð sjálfgefin, báðar ættir hans af Norðurlandi, móður- systkin og móðurforeldrar búsett á Akureyri og faðir hans stúdent frá MA. Hjá Þóru móðurömmu og Þor- leifi afa bjó hann í fyrstu. Þar var gott kaffi á könnunni og margt skrafað við eldhúsborðið. Þorleifur var ekki fyrir það gefinn að vekja á sér athygli en hann vakti samt eftirtekt og er eftirminnilegur fyrir glaðværa lund, gamansemi og ÞORLEIFUR BJÖRNSSON ✝ Þorleifur Björns-son fæddist í Reykjavík 28. sept- ember 1952. Hann lést í Glasgow í Skot- landi hinn 7. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 17. október. háttprýði. Á leikvangi körfuboltans var hann ekki hár í loftinu en stór vegna lipurðar með knöttinn og prúð- mennsku sem aldrei var borin ofurliði af ríkum vilja til sigurs. Traustur, hallaði aldrei illu orði að öðrum og fór vel með það sem honum var fyrir treyst: Minnist ég þess að Þorleifur afi lánaði honum oft bíl sinn. Því fylgdi skilyrði: Bílinn mátti ekki hreyfa úr stað fyrr en vélin hafði náð ákveðnu hitastigi. Við sátum oft og fylgdumst með því að nálin kæmist yfir strikið. Það var stundum einkennileg bið sem okkur fannst jafnvel kalla á spyrjandi athygli annarra sem eðli- lega vissu ekkert um skilyrði Þor- leifs afa sem aldrei var brotið. Við nutum saman áhyggjulausra menntaskólaára, sem liðu hratt, og fyrr en varði vorum við báðir sestir á skólabekk í Reykjavík. Lásum þá reglulega saman á Landsbókasafn- inu til að byrja með en svo greindust leiðir smátt og smátt en vinátta sem kviknar á mótunarskeiði ungra manna er sérstök. Við hittumst sjaldnar en fylgdumst hvor með annars hag úr fjarlægð. Haustvindar eru ókomnir. Þeir eru enn einhvers staðar suður í höf- um. Þeir koma, en mánudaginn 7. október kom mér ókunnugur og napur vindur beint í fang: Þorleifur er annar úr vinahópnum mínum sem útskrifaðist úr MA sumarið 1973 sem fellur frá. Stórskáld sagði að í íslensku væru til orð yfir allar hugsanir í heiminum en ég á erfitt með að finna góðum vini kveðjuorð, þó minnist ég þess vel að á gamansömum stundum varð Þorleifi oft að orði: „Palli, gerum eitthvað skemmtilegt … Þú á und- an.“ Þetta varð að orðtaki okkar á milli. Nú fórst þú á undan gamli vin- ur en við hittumst síðar. Þakka þér samfylgdina hingað til. Ég votta eiginkonu, börnum, for- eldrum, systkinum og elskandi ætt- ingjum dýpstu samúð mína. Páll Tryggvason. Svo dreymdi okkur drauminn um ljósið eina nótt, þegar myrkrið var þyngra og svartara en nokkurt sinn áður Það var eitthvað, sem streymdi og rann með sælutitrandi sársauka gegn um sál okkar. Og augu okkar störðu sturluð og undrandi á fölleitan glampa, sem flökti um sviðið í óra fjarlægð. Og einn okkar spurði í feiminni ákefð: Hvað er það? Og annar svaraði fagnandi rómi: Ljósið, ljósið! (Steinn Steinarr.) Þegar maður í blóma lífs síns er fyrirvaralaust brottkallaður vakna margar áleitnar spurningar. En engin lausn er á gátu lífs og dauða, við getum aðeins þakkað það sem var. Þorleifur, gamli, góði vinur. Við munum ætíð sakna þín en samveru- stundirnar góðu lifa í minningunni og fyrir þær þökkum við. Fjölskyldu Þorleifs og öllum vin- um og vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Loftur, Kata, Fjóla, Kristján og Hulda. Þegar ég frétti skyndilegt andlát Þorleifs Björnssonar kom það yfir mig eins og jökulköld gusa. Ísköldu baði er hægt að forða sér upp úr. Ekki þessu baði. Þetta er hið fimb- ulkalda bað áfalls og sorgar. Upp úr því hoppar enginn í hendingu – því miður. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að geta kallað Þorleif vin minn. Hann var einn þessara ekta íslensku séntilmanna sem því miður eru fá- gætir á okkar ágæta landi. Hann var gæddur þessari líka fimu glaðlegu kímni sem engan meiddi. Hann hafði þennan styrk sem leitaði jákvæðra lausna meðan aðrir voru að fara á taugum. Hann hafði þessa líka þægi- legu nærveru. Það var gott að setj- ast niður með honum og spjalla – og hann gat spjallað um allt! Þar var ekki komið að tómum kofunum. Þorleifur hafði lag á því að leiða deilumál til lykta því hann var mannasættir. Við slíka atburði sem þennan leið- um við hugann að því hvað er mik- ilvægt í lífinu. Eitt það mikilvægasta í mínum huga gagnvart okkar nán- ustu er að njóta nærverunnar. Og þá eru orð og athafnir óþarfi! Elsku Bogga mín, Ragna og Kári og aðrir nánustu vandamenn. Innilegustu samúðarkveðjur til ykkar. Megi all- ar góðar vættir geyma ykkur. Ægir Rafn Ingólfsson. ✝ Guðbjörg Jón-munda Péturs- dóttir fæddist á Lambafelli undir Eyjafjöllum 14.4. 1911. Hún lést á Landspítala – Há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 9.10. síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Steinunn Jónsdótt- ir, f. 15.11. 1875 og Pétur Hróbjartsson, f. 21.11. 1874. Guð- björg átti fjögur systkini. Þau eru Hallgrímur, Hró- bjartur og Guðjón, allir látnir og Sólveig búsett í Vestmannaeyj- um. Guðbjörg giftist 16.6. 1937 fossi, þau eiga fimm börn. 4) Pétur, f. 14.8. 1941, giftur Bjarn- eyju Sigurlaugsdóttur, búsett á Selfossi, þau eiga fjögur börn. 5) Alda, f. 19.5. 1943 gift Tryggva Gestssyni, búsett á Selfossi, þau eiga fjögur börn. 6) Hermann, f. 8.11. 1944, búsettur á Krosshóli í Hraungerðishreppi. 7)Hreggvið- ur, f. 18.7. 1950, giftur Hjördísi Helgadóttur, búsett í Langholti í Hraungerðishreppi. Barnabörn Guðbjargar eru 26, barnabarna- börn eru á fimmta tug og barna- barnabarnabarn er eitt. Guðbjörg ólst upp á Lamba- felli undir Eyjafjöllum. Þau Her- mann hófu búskap í Langholti í Flóa þegar þau giftust og bjuggu allan sinn búskap í Langholti. Eftir lát Hermanns flutti Guð- björg á Selfoss og bjó síðustu æviárin í þjónustuíbúðum aldr- aðra við Grænumörk á Selfossi. Útför Guðbjargar verður gerð frá Hraungerðiskirkju í Flóa í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hermanni Þorsteins- syni frá Langholti, f. 16. október 1903, d. 22. ágúst 1994. Þau eignuðust sjö börn, þau eru: 1) Þor- steinn, f. 25.4. 1938, fyrri kona hans Jór- unn Lárusdóttir, þau eignuðust þrjú börn, seinni kona Þorsteins er Bára Guðmunds- dóttir, þau eru bú- sett á Akranesi og eiga tvö börn. 2) Steinunn, f. 11.6. 1939, búsett á Sel- fossi, maki Ingi- mundur Reimarsson, látinn, þau eignuðust fimm börn, eitt þeirra látið. 3) Helga, f. 15.7. 1940, gift Óla Haraldssyni, búsett á Sel- Heiðurskonan amma er fallin frá í hárri elli. Þegar leiðir skilur reikar hugurinn aftur í tímann og ótal stundir koma upp í hugann þar sem amma kemur við sögu og einhvern veginn skín húmorinn hennar alltaf í gegnum allt. Í minningunni voru amma og afi snillingar, afi kunni að prjóna og amma gat með einu skrýtnu stálboxi og einhverjum bréf- miðum búið sjálf til sígarettur. Samband ömmu og afa var með eindæmum gott og ég minnist þess að alltaf fannst mér svo fallegt þegar afi ávarpaði ömmu með orðunum „góða mín“. Það var ekki fyrr en seinna að ég áttaði mig á því að það sem einkenndi samband þeirra var mikil vinátta og ást og óendanleg virðing hvort fyrir öðru. Ég kynntist ömmu einna best á mínum fullorðinsárum, þegar hún var flutt á Selfoss og sat þar með prjónana sína við gluggann og spjall- aði um heima og geima. Hún var al- veg ótrúlega minnug á menn og mál- efni og það var alveg sama hvar var borið niður. Henni varð tíðrætt um gamla tíma og greinilegt var að æskuslóðirnar skipuðu stóran sess í hjarta hennar, Eyjafjöllin voru henni óendanlega kær og eftir að hafa alist þar upp fannst henni heldur flatt í Flóanum. Hún hafði á orði að hún hefði nú alla tíð saknað fjallanna sinna, en í staðinn lifað hamingju- sömu lífi með góðum manni. Við minnumst 90 ára afmælis hennar, heimsóknar hennar til okkar í sumar, allra sokkana sem hún færði okkur og gleði hennar yfir einum steini og nokkrum stráum sem við færðum henni af fjallinu hennar kæra, Lambafelli. Ekki síst minn- umst við konu sem lifði í sátt við guð og menn. Amma hefur fengið hvíld- ina sem hún þráði, því þrátt fyrir hressan huga og glatt hjarta var lík- aminn farinn að þreytast. Amma lifði með reisn og hún dó með reisn, sú virðing og væntumþykja sem hún bar fyrir landinu sínu, mönnum og dýrum er okkur sem eftir lifum til eftirbreytni. Við þökkum ömmu samfylgdina, eftir situr söknuður en ekki síður gleði og þakklæti yfir að hafa fengið að kynnast slíkri konu og vera sam- ferða henni um stund. Hrafnhildur, Bragi Þór og Ester Alda. Elsku amma, þá ertu farin og finnst mér sárt að þurfa að kveðja þig. Þótti mér vænt um að geta verið hjá þér undir það síðasta. Þú varst al- veg ótrúleg, þarna lást þú og stapp- aðir stálinu í mig. Ég sem ætlaði að hafa það öfugt. Og það sem þú sagðir við mig þá mun fylgja mér alla tíð. Svo þegar ég kvaddi þig var eins og þú vissir hvað koma skyldi. Þú varst sátt þegar þú sagðir Hörpu hver ætti að fá þessa og hina sokkana og að hún ætti að koma þeim til skila. Hafðir þú á orði, með bros á vör, að það yrði nú vel tekið á móti þér. Þú varst fljót að sjá björtu hliðarnar á þessari veru þinni þarna. Jú, við Harpa hefðum loksins hist og getað talað saman. Þér fannst það svo mik- ilvægt. Þú varst hreint og beint einstök, alltaf í takt við allt og alla og skildir allt svo vel. Ég vissi að einhvern tíma kæmi að kveðjustund en innst inni var ekki alveg gert ráð fyrir henni. En samverustund okkar á laugar- daginn var mér mikilvægari en orð fá lýst. Þarna varstu svo róleg og yf- irveguð og barst þig vel. Þessi veik- indi væru nú ekki mikið til að tala um og ekki kvartaðir þú. Hugur minn leitar ósjálfrátt til baka, þegar ég fékk að koma í „vinnu“ til ykkar afa upp að Lang- holti á hverju vori. Það var eitthvað svo merkilegt við það að mæta með gömlu ferðatöskuna hennar mömmu og vita að maður fengi að sofa hjá ömmu og afa í heila viku. Merkileg- ast fannst mér að koma með katt- armatinn handa kettinum sem var fljótur að komast upp á lagið þegar hann vissi að það væri hægt að fá að borða um miðja nótt, bara með því að koma inn um gluggann en ég þorði víst aldrei að segja þér frá því. Já, amma, þín verður sárt saknað. Það er erfitt að hugsa um þá stað- reynd að þú skulir vera farin. Ég brosi þó örlítið að þeirri hugsun þeg- ar afi tekur á móti þér með prjónana eða er að klára kapal. Guð geymi þig, elsku amma, þín Guðbjörg Steinunn. Elsku amma, mig langar hér að fá að kveðja þig í örfáum orðum. Það eru ófáar minningarnar sem að koma upp í hugann er ég hugsa til baka og þar eru mér mikilvægastar þær stundir sem að við áttum saman. Það var alltaf svo gaman að koma til þín og spjalla við þig um allt milli himins og jarðar, það lá alltaf svo vel á þér og þú hafðir alltaf svo mikinn skilning á öllu, sama hvað það var. Þú hefur vissulega lifað tímana tvenna og einu mun ég aldrei gleyma, þegar að þú varst að lýsa þínum fyrri árum og sagðir mér að þú hefðir ekki farið út fyrir túngarðinn í þau níu ár sem þó ólst börnin þín. Það fannst mér ótrúlegt og ég er svo stolt af þraut- seigju þinni og lífsgleði. Þú varst iðulega með prjónana við höndina og það eru ófáir ullarsokk- arnir sem að þú hefur gefið mér í gegnum tíðina og eiga þeir eftir að koma sér ósköp vel. Það eru ekki margir dagar síðan þú gafst mér litla barnasokka, ég hafði lofað að kaupa garnið og sagði að það lægi nú ekkert á þeim. En auðvitað varst þú búin með þá næst þegar að ég kom til þín en þér fannst það nú ekki mikið mál og auk þess hefði verið til nóg af af- gangs garni. En hlutirnir eru fljótir að gerast og gera ekki boð á undan sér. Þú varst alltaf ánægð með lífið og til- veruna alveg fram á þinn síðasta dag og allaf varst þú glöð í bragði sama hvað bjátaði á. Elsku amma, mig langar að þakka þér fyrir allar samverustundirnar í gegnum tíðina og vona að þér líði sem allra best. Megi þú hvíla í friði. Þín Álfheiður. Amma mín hefur kvatt þennan heim, sátt við sjálfa sig og líf sitt. Við systkinin nutum þeirra forréttinda að búa og alast upp á sama hlaði og amma og afi, þau voru stór partur af tilverunni, alltaf til staðar og okkur þótti vænna um þau en orð fá lýst. Afi minn fór fyrir átta árum en amma fylgdi okkur inn á fullorðinsárin, hún var vinur í raun og hægt að tala við hana um allt; ástina, lífið, barnaupp- eldi og hvernig ætti að prjóna hæl á sokk. Hún var aldrei ráðrík en hafði alltaf ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hún eignaðist líka marga vini á lífs- leiðinni, undir fjöllunum, á búskapar- árum sínum í Langholti og ekki síst á Grænumörkinni þar sem hún bjó síð- ustu árin. Ég sakna hennar en á um hana ótal góðar minningar sem fylgja mér allt mitt líf. Harpa. Nú er hún Guðbjörg amma mín farin yfir móðuna miklu. Hún var hreinskilin og sagði alltaf sína mein- ingu, það kunni ég ekki alltaf að meta framan af en lærðist það með tím- anum. Hún var sterk andlega og lík- amlega fram á síðustu stundu, trúði á hið góða í heiminum og vildi öllum vel. Amma var fædd á Lambafelli und- ir Eyjafjöllum og batt ævarandi tryggð við sveitina og fjöllin. Oft sagði hún mér frá ýmsu skemmtilegu sem gerðist á æskuárum hennar þar, t.d. sundferðum í Seljavallalaug, út- reiðartúrum um sveitina, ærslagangi í heyskapnum o.fl. Þetta voru ævin- týri lífs hennar. Um tvítugt fór hún að heiman, stundaði t.d. sjóróðra frá Sandgerði, barnagæslu í Reykjavík en réðst síð- an sem kaupakona hjá Hermanni afa mínum í Langholti, giftist honum og átti með honum 7 börn sem öll eru á lífi og eru afkomendur þeirra að nálgast hundraðið. Ekki er hægt að segja annað en amma og afi hafi átt farsæla ævi, undu glöð við búskap og barnaupp- eldi en upplifðu jafnframt mestu breytingar sem nokkur kynslóð hef- ur lifað, fæddust í torfbæ en dóu á tímum tölvu og tæknivæðingar. Amma var einstök kona og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Jónas Már. Með þessu ljóði kveð ég kæra fóst- ursystur og frænku. Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskraut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (G.E.V.) Við Sæunn vottum fjölskyldu Guð- bjargar og Sólveigu systur hennar okkar dýpstu samúð. Góð kona er gengin. Guð blessi minningu hennar. Sigurður Sigurðsson. GUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálks- entimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.