Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 55

Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 55 Á OPNUM borgarafundi Samfylkingarinnar um framtíðartengsl Íslands og Evrópusam- bandsins (ESB), sem fram fór í Austurbæj- arbíói á fimmtudagskvöld, var velt upp ýms- um hliðum á því hverju það myndi breyta fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Frummælendurnir, Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur, Árni Páll Árnason lögmaður, Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, og Jónína Bjartmarz alþingismaður úr Fram- sóknarflokknum, tíunduðu ýmis rök fyrir því að hagsmunum Íslendinga væri bezt þjónað með því að þjóðin skoðaði fordómalaust hverju Evrópusambandsaðild myndi breyta fyrir okkur, en fimmti frummælandinn, Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður og núverandi forystumaður samtakanna Heimssýnar, mælti gegn því Íslendingar stigju nokkurt það skref sem kynni að færa þjóðina nær ESB-aðild en orðið er með þátt- tökunni í Evrópska efnahagssvæðinu. Fund- arstjóri var Svanfríður Jónasdóttir alþing- ismaður. Eftir framsögur og fyrirspurnir úr sal, þar sem víða var komið við, flutti Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingarinnar, loka- ávarp. Sagði hann þar að spurningin um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusamband- inu væri ein mikilvægasta spurningin sem Ís- lendingar þyrftu að taka afstöðu til. Hrósaði Framsókn Óskaði Össur þess að þjóðin myndi bera gæfu til þess, í umræðunni um þessa stóru spurningu, að falla ekki í skotgrafir svipað og umræðan um hlutverk Íslands í alþjóðakerf- inu festist í á tímum kalda stríðsins. Tók Öss- ur undir orð Jónínu Bjartmarz um að það mikilvægasta í þessu ferli væri að fordóma- laus, opinská og lýðræðisleg umræða færi fram um þetta mikla hagsmunamál þjóðar- innar. Hrósaði Össur Framsóknarflokknum fyrir það hvernig hann hefði tekið á umræðu um þessi mál í sínum röðum. Eftir að hafa skoðað málin ofan í kjölinn sjálfur sagðist Össur hafa sannfærzt um að skynsamlegast væri fyrir Íslendinga að skil- greina samningsmarkmið sín, hefja síðan aðildarviðræður við Evrópusambandið og leggja loks samningsniðurstöðuna í dóm kjós- enda. Morgunblaðið/Kristinn. Svanfríður Jónasdóttir stýrði borgarafundinum. Við pallborð sátu (f.v.) Ágúst Ólafur Ágústs- son, Jónína Bjartmarz, Ragnar Arnalds, Árni Páll Árnason og Eiríkur Bergmann Einarsson. Borgarafundur Samfylkingar um Evrópumál Þjóðin reyni að forðast að falla í skotgrafir ÁHUGI er fyrir því í Færeyjum að tengjast rafstreng ef hann yrði lagð- ur frá Íslandi um færeyska lögsögu til Bretlands, að því er fram kemur í færeyska blaðinu Dimmalætting. Þar er sagt frá hagkvæmniathugun Landsvirkjunar, Statoil og Statnett í Noregi á lagningu rafstrengs og m.a. rætt við Kára Thomsen, formann Náttúruverndarfélags Færeyja, sem telur að færeysk stjórnvöld eigi að skoða þennan möguleika alvarlega. Kári telur að raforka sem þessi frá vatns- og gufuaflsvirkjunum á Ís- landi sé mun umhverfisvænni en þær olíudrifnu rafstöðvar sem notaðar eru í Færeyjum og geti einnig verið hagkvæmari. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, sagðist í samtali við Morgunblaðið kannast við áhuga Færeyinga. Færeysk stjórnvöld hefðu reyndar ekki haft samband eftir að fréttir spurðust út á dögunum um samkomulagið við Norðmenn heldur hefðu forráða- menn rafveitu sveitarfélaganna í Færeyjum verið í heimsókn hér á landi í byrjun september sl. Um al- menna kynnis- og skemmtiferð hefði verið að ræða en flutningur á raforku frá Íslandi um sæstreng hefði m.a. borið á góma. Færeyingarnir hefðu sýnt þeirri umræðu mikinn áhuga. Varðandi sjálfa hagkvæmniathug- un á lagningu strengsins vildi Þor- steinn árétta að ekki stæði til að reisa 600 megavatta (MW) gufuafls- virkjun á Íslandi, eins og forráða- menn Statoil hefðu haldið fram. Hann sagði að samkvæmt samn- ingi sem undirritaður var í síðasta mánuði myndi Landsvirkjun leggja til upplýsingar um orkuöflun en norsku fyrirtækin Statoil og Statnett kanna markaðs- og tæknimál í tengslum við strenginn. Áður verið kannað Hugmyndir um flutning raforku um sæstreng eru ekki nýjar af nál- inni hér á landi. Árið 1991 lét Lands- virkjun breskt ráðgjafarfyrirtæki vinna hagkvæmniathugun á lagn- ingu rafstrengs milli Íslands og Skotlands. Sú athugun leiddi í ljós að þetta var tæknilega mögulegt á hag- kvæman hátt. Um svipað leyti settu ítalski sæstrengsframleiðandinn Pir- elli og franska fjarskiptafyrirtækið Alcatel sig í samband við Lands- virkjun um að kanna lagningu raf- strengs milli Íslands og Evrópu. Fram fór útboð á gerð hagkvæmni- athugunar árið 1992 og tilboði Pirelli var tekið. Athugun Ítalanna leiddi í ljós svipaða niðurstöðu og hjá Bret- um; þetta var talið framkvæmanlegt í nánustu framtíð en gríðarlega kostnaðarsamt. Þá var talað um 220 milljarða króna kostnað við lagningu tveggja strengja frá Íslandi til Skot- lands og þaðan til meginlands Evr- ópu. Á núvirði eru þetta rúmir 300 milljarðar króna. Þá var Landsvirkj- un einnig í svipuðu samstarfi við sænska veitufyrirtækið Vattenfall, skoska raforkufyrirtækið Scottish Hydro Electric og rafveitu Ham- borgar í Þýskalandi, sem áhuga höfðu á lagningu sæstrengs. Fyrir um tíu árum settu hollenskir aðilar sig í samband við Reykjavík- urborg sem einnig var í sæstrengs- hugleiðingum. Settur var á laggirnar svonefndur ICENET-hópur sem ásamt lagningu sæstrengs kannaði möguleika á að koma upp sæstrengs- verksmiðju í Reykjavík. Hópurinn samanstóð í upphafi af fulltrúum Reykjavíkurborgar og hollenskra fyrirtækja og síðar var Landsvirkj- un falið að leiða þetta starf. Þorsteinn Hilmarsson segir að ICENET-hópurinn hafi smám sam- an lognast út af og í raun lítið sem ekkert gerst hjá Landsvirkjun frá árunum 1995–1997, þar til að nú var gerður samningur við Norðmenn. Aðspurður um skýringu á þessu seg- ist Þorsteinn telja að áherslur og áhugi manna hafi breyst „Árin 1990 til 1995 var ekkert að gerast hér í fjárfestingum í stóriðju. Umfram- orka var þá til staðar og við vorum að leita að mörkuðum og tækifærum. Á árunum 1995 og 1996 var svo farið að tala um miklar fjárfestingar í stór- iðju hér innanlands. Landsvirkjun gerði upp frá því samning við Ísal um stækkun álversins, Norðurál kom í kjölfarið sem og stækkun á Járn- blendiverksmiðjunni. Frá árinu 1996 til 2001 varð 60% aukning á raforku- framleiðslu innanlands. Flestir hljóta að telja það skynsamlegra og hagkvæmara þjóðhagslega séð að leita markaða innanlands fyrir raf- orku frekar en að flytja hana út,“ segir Þorsteinn. Aðrar veitur fylgjast með Hann segir að á allra síðustu árum hafi Landsvirkjun fylgst lauslega með mögulegum tækifærum á nýj- um raforkumörkuðum. Nýlegur samningur við Norðmenn sé tæki- færi til að dusta rykið af fyrri athug- unum á lagningu rafstrengs til út- landa. Hér sé um framtíðarverkefni að ræða. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, OR, segir enga skoðun í gangi á vegum fyrir- tækisins í rafstrengsmálum en fylgst verði með athugun Landsvirkjunar og Norðmanna á næstunni. Fulltrú- ar Statoil og Statnett hittu einnig fulltrúa OR og Hitaveitu Suðurnesja að máli á dögunum er skrifað var undir samninginn við Landsvirkjun. Misskilningur að reisa eigi 600 MW gufuaflsvirkjun Færeyingar sýna rafstrengnum áhuga EKKI verður um frekari bein- an innflutning á lambakjöti til Færeyja að ræða á þessu hausti vegna þess að Evrópu- sambandið samþykkir ekki að landamærastöðin í Kollafirði skoði lambakjötið eins og búið var að semja um milli íslenskra og færeyskra stjórnvalda. Nú liggur fyrir að þetta mál verð- ur ekki leyst með öðrum hætti en að byggja skoðunarstöð í Þórshöfn. Á síðasta ári tók gildi samn- ingur milli Færeyja og ESB um dýraheilbrigði, en hann hafði í för með sér að ekki mátti flytja inn íslenskt lambakjöt til Fær- eyja öðrvísi en að flytja kjötið fyrst til Danmerkur þar sem það var heilbrigðisskoðað. Þetta þýddi umtalsvert óhagræði og kostnað fyrir þá sem flytja út lambakjöt til Færeyja. Færey- ingar hafa verið stærstu kaup- endur lambakjöts frá Íslandi, en þeir keyptu 384 tonn af kjöti í fyrra fyrir 132 milljónir króna. Í sumar varð að samkomulagi að skoðunarstöð í Kollafirði tæki að sér heilbrigðisskoðun á innfluttu lambakjöti frá Íslandi, en meginverkefni stöðvarinnar er að hafa eftirlit með fiskafurð- um. Kjötinu var skipað í land í Þórshöfn og flutt 17 km leið til skoðunar í Kollafirði. Í haust fóru tveir gámar af lambakjöti frá Íslandi til Færeyja og komu ekki upp nein vandamál við inn- flutninginn. Á fundi Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og Anfinn Kallsbergs lögmanns Færeyja í lok september var samkomulag um þessa lausn staðfest. Þegar embættismenn hjá Evrópusambandinu fréttu af þessari lausn sendu þeir bréf til færeyskra stjórnvalda þar sem segir að hún sé ekki í samræmi við tilskipuna um dýraheilbrigði. Í bréfinu er einkum gerð at- hugasemd við flutninginn frá Þórshöfn að Kollafirði. Skoðunarstöð verður byggð í Þórshöfn Viðræður hafa farið fram milli færeyskra og íslenskra stjórn- valda og samkvæmt upplýsing- um úr utanríkisráðuneytinu hafa stjórnvöld í Færeyjum heitið því að finna lausn á mál- inu. Eina lausnin sem menn sjá fyrir sér er að Færeyingar reisi landamærastöð í Þórshöfn. Sú stöð verður hins vegar ekki tilbúin fyrr en á næsta ári. Út- flutningur á lambakjöti til Fær- eyja í ár mun því fara fram í gegn um Danmörku líkt og í fyrra, ef þeir tveir gámar sem fóru í september eru undan- skildir. Íslendingar fyrirhuguðu að selja svínakjöt og egg til Fær- eyja í haust, en sá útflutningur er í uppnámi. Byggja verður nýja skoðunar- stöð í Þórshöfn KÆRUNEFND um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi hefur vísað frá kæru stofnfjáreigenda í SPRON en hann krafðist þess m.a. að sala eða framsal stofnfjáreigenda í SPRON til þriðja aðila á hærra verði en end- urmetnu nafnvirði yrði lýst óheimil og ólögmæt. Kærunefndin vísaði kærunni frá þar sem hún telur hana ekki vera kæranlega stjórnsýslu- ákvörðun. Í niðurstöðu nefndarinnar er þó á það bent að það sé óhjákvæmilega í verkahring Fjármálaeftirlitsins að taka afstöðu til þeirra lagalegu álita- efna sem hafi verið nauðsynleg for- senda þess að geta tekið endanlega afstöðu til þeirrar umsóknar sem fyr- ir Fjármálaeftirlitinu lá frá stofnfjár- eigendunum fimm um kaup og end- ursölu á stofnfé SPRON. Stofnfjáreigandinn kærði ákvörð- un Fjármálaeftirlitsins frá 19. júlí en í greinargerð sama dags taldi Fjár- máleftirlitið að núgildandi löggjöf „feli ekki í sér bann við að stofnfjár- eigandi geti selt eða framselt þriðja aðila stofnfjárhlut sinn á hærra verði en endurmetnu nafnvirði“. Í athugasemdum Fjármáleftirlits- ins til kærunefndarinnar segir að með greinargerð þess hafi það ekki lokið meðferð þess stjórnsýslumáls sem kæran sé sprottin af; ekki hafi verið tekin endanleg stjórnvalds- ákvörðun. Kæran sé því til komin vegna athugunar á grundvelli slíkar umsóknar. Óheppilegt að niðurstaða hafi sérstaklega verið tekin út Í niðurstöðu kærunefndar kemur fram að það sé mat hennar að hin kærða niðurstaða hafi einungis falið í sér lögfræðilega túlkun á ákvæðum laga um banka og sparisjóði en ekki endanlega ákvörðun með bindandi réttaráhrifum. En jafnframt er á það bent að það hafi verið í verkahring Fjármálaeftirlitsins að taka á laga- legum álitaefnum þannig að það gæti tekið endanlega afstöðu til umsóknar stofnfjáreigendanna fimm og það „verður að telja það óheppilegt, út frá þeim kröfum sem almennt verður að gera til stjórnsýsluákvarðana, að slík niðurstaða sé sérstaklega tekin út úr máli sem Fjármálaeftirlitinu lá á að taka afstöðu til samkvæmt lög- um,“ segir í niðurstöðu kærunefndar. Fjármálaeftirliti bar að ná niðurstöðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.