Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 57 S n a ig e : G æ ð a g ri p u r á g ó ð u v e rð i. .. Gerð RF-315 hvítur HxBxD = 173x60x60 cm Kælir/frystir: 229+61 ltr. Kælivél Danfoss, kælimiðill R600A, orkuflokkur “A“, hávaði 40 dB(A) ÓTRÚLEGT VERÐ 57.990,- stgr. 2ja ára ábyrgð og fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. Snaigé kæli- og frystiskápar fást í mörgum gerðum og stærðum, hvítir, metalic og stál. ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR Upplýsingafundur Haldinn verður fjórði opni fundurinn í röð 8 upplýs- inga- og baráttufunda gegn virkjana- áformum yfirvalda á hálendi Íslands í dag, laugardaginn 19. október kl. 14– 18 efri hæð Grand Rokk, Smiðjustíg. Þema fundarins verður skilgrein- ingar á þjóðgarði. Erindi halda Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði og Sigrún Helgadóttir líf- fræðingur. Hljómsveitin Geirfugl- arnir, Einar Jóhannesson klarinettu- leikari og fleiri leika.. Einnig sýnir Jóhann Ísberg skyggnumyndir. Gönguferð á Þingvöllum Göngu- ferð verður á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum í dag, laugardag. Göngu- ferðin hefst kl.13 við Öxarárbrú hjá Valhöll og gengið meðfram vatninu með ströndinni út í Lambhaga. Gangan tekur um tvær og hálfa klst. Fjallað verður um lífríki Þingvalla- vatns og tengsl þess við jarðfræði vatnasviðsins. Fræðslumiðstöð þjóð- garðsins er opin daglega út október- mánuð, frá kl. 9–17. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Unglingalandskeppni í skák Ung- lingalandskeppni í skák fer fram á milli Íslands og Noregs í dag, laugardaginn 19. október kl. 12, á ICC á Internetinu. Það eru Taflfélagið Hellir og Skákskóli Íslands sem standa fyrir landskeppn- inni. Í hvoru liði tefla 15 skákmenn í einu og skiptast þeir í þrjá hópa. Í liði Íslands eru m.a. tveir skákmenn sem búsettir eru erlendis, Ásgeir Mogen- sen sem teflir frá Kanada og Örn Ágústsson sem teflir frá Danmörku. Sambandsráðsfundur Ungmenna- félags Íslands Ungmennafélag Ís- lands heldur sinn 33. sambandsráðs- fund á Kirkjubæjarklaustri í dag, laugardag 19. og á morgun sunnu- daginn 20. október. Dagskráin hefst báða daga kl. 9. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Á fundinum verða fulltrúar frá öllum aðildarfélögum. Formaður Ungmennafélags Íslands er Björn B. Jónsson. Í DAG Í TENGSLUM við árlega ferða- málaráðstefnu Ferðamálaráðs Ís- lands, sem haldin var á Hótel Stykk- ishólmi, afhenti Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, umhverfisverð- laun Ferðamálaráðs 2002. Að þessu sinni bárust 15 tilnefningar til verð- launanna og ferðamálaráð komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið Guð- mundur Tyrfingsson ehf. skyldi hljóta verðlaunin í ár. Verðlauna- gripurinn er höggmynd sem ber heitið Harpa og er unnin af Hall- steini Sigurðssyni myndhöggvara. Í rökstuðningi með ákvörðuninni segir m.a. að vegna stærðar landsins og þess að áhugaverðir staðir eru vítt og breitt um það, eru umfangsmiklir flutningar á farþegum einn af þeim þáttum sem einkenna íslenska ferða- þjónustu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þau tæki sem ann- ast farþegaflutninga eru fyrst og fremst knúin kolefnisorkugjöfum og eru ábyrg fyrir töluverðri myndun gróðurhúsalofttegunda í landinu. Af- staða og aðgerðir flutningafyrir- tækja í umhverfismálum og viðleitni þeirra til að halda óæskilegum áhrif- um á umhverfið í lágmarki eru því af- ar mikilvægar. Til að ná merkjanleg- um árangri á þessu sviði þurfa fyrirtæki að leggja á sig umtalsverða vinnu sem líklegast skilar ekki skjót- fenginni arðsemi en til lengri tíma litið skilar það fyrirtækinu og um- hverfinu sínu. Hinn 20. september 1999 sam- þykkti Guðmundur Tyrfingsson ehf. metnaðarfulla umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Stefnan var síðan endur- skoðuð og uppfærð 15. mars 2001 og aftur 8. júlí 2002. Í stefnunni koma fram markmið sem fyrirtækið vinnur að í umhverfismálum. Þar er m.a. kveðið á um kröfur um bifreiðir sem ætlað er að draga úr mengun, um flokkun og endurnýtingu úrgangs, þar á meðal vélaolíu, um það mark- mið að með sérstakri þjálfun temji bifreiðastjórar sér „grænt aksturs- lag“, um snyrtimennsku og ástand bifreiða og loks um notkun á um- hverfisvænum vörum. Í lokaorðum umhverfisstefnu Guð- mundar Tyrfingssonar ehf. segir: „Umhverfismál eru mál okkar allra, aldrei er nóg að gert og alltof margt í okkar samfélagi skaðar nátt- úruna og þar með okkur. Þetta eru dæmi um okkar áherslur og mark- mið í þessum málaflokki. Þessi mál eru í stanslausri skoðun hjá okkur enda er það skylda okkar að vera meðvituð og opin fyrir öllum leiðum til að draga úr mengun. Við fylgj- umst því grannt með þróun umhverf- ismála og eru vakandi yfir þessum málaflokki, því framtíðin er í húfi.“ Tilgangur verðlauna sem þessara er að hvetja ferðaþjónustuaðila til að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að huga að þeirri auðlind sem þeir nýta og hvetja þá til ábyrgðar á eigin athöfnum. Þótt fólksflutningar telj- ast seint til umhverfisvænna athafna sýnir þetta dæmi að alltaf er hægt að gera betur í umhverfismálum, hver svo sem starfsemin er. Þess má geta að hinn 26. júlí 2002 fékk fyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson ehf. stað- festa vottun og viðurkenningu Green Globe 21 samtakanna á umhverfis- stefnunni en Green Globe eru alþjóð- leg samtök á sviði umhverfismála í ferðaþjónustu. Hlaut umhverfisverð- laun Ferðamálaráðs Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, hjónin Guðmundur Tyrf- ingsson og Sigríður Benediktsdóttir og sonur þeirra Benedikt Guðmunds- son og lengst til hægri er Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. HINN 19. september sl. var stofn- fundur Mannfræðifélags Íslands haldinn í Odda, Háskóla Íslands. Mannfræðifélagi Íslands er ætlað að vera vettvangur til að efla fræðilega umræðu meðal félagsmanna og stuðla að ráðstefnum og fyrirlestr- um um mannfræðileg efni. Félagið er fagfélag og einungis ætlað þeim sem lokið hafa háskólaprófi í mann- fræði. Fundurinn var vel sóttur og gerð- ust 35 manns stofnfélagar. Rakinn var undirbúningur félagsins og lög þess og árgjald samþykkt. Kosið var í stjórn félagsins og ákveðið að stjórnin skipti með sér verkum. Í stjórn eru dr. Hallfríður Þórarins- dóttir, formaður, dr. Jónína Einars- dóttir, ritari, Maríanna Traustadótt- ir, MA, gjaldkeri, auk Gerðar Gestsdóttur, MA, og Guðrúnar Mar- grétar Guðmundsdóttur, MA-nema. Varamenn í stjórn eru dr. Unnur Dís Skaptadóttir dósent og Kristín Harðardóttir doktorsnemi við HÍ. Ákveðið hefur verið að halda mál- stofu í Alþjóðahúsinu við Hverfis- götu miðvikudagskvöldið 13. nóvem- ber nk. kl. 20. Mannfræðifélag Íslands stofnað JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, opnaði ný- lega gæðavef heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins. Á vefnum eru upplýsingar um gæðastarf heilbrigðisþjónustunnar, umbótaverkefni, ýmis rit um gæða- mál, ráðstefnur og fundi, klínískar leiðbeiningar, o.fl. Auk þess er þar að finna ýmsan fróðleik um gæði og gæðastarf í heilbrigðisþjónustu margra landa og vísað á slóðir, þar sem finna má frekari upplýsingar. Gæðavefurinn er settur fram í anda gæðaáætlunar heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins og er ætlaður fagfólki, stjórnendum og almenn- ingi. Á vefnum er ætlunin að miðla upplýsingum um gæðastarf innan heilbrigðisþjónustunnar og mun nýt- ast fagfólki um allt land ekki síst á landsbyggðinni. Gæðavefinn er að finna á heima- síðu heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, www.heilbrigdisrad- uneytid.is. Gæðavefur heilbrigðis- ráðuneytisins opnaður 20 ÁR voru liðin 18. október sl. frá því að Kaupþing hf. hóf starfsemi sína. Af því tilefni ákvað stjórn Kaupþings banka hf. að stofna Menntasjóð Kaupþings með 20 milljóna króna framlagi til að styrkja menntun í stærðfræði og fjármálafræðum. Á næstunni verður gengið frá stofnskrá sjóðsins og teknar nánari ákvarðanir um starfsemi hans. Menntasjóði Kaupþings er ætlað að styrkja menntun í stærðfræði og fjár- málafræðum á Íslandi. Leitað verður til háskólasamfélagsins í landinu um hugmyndir að styrkveitingum og verkefnum, segir í fréttatilkynningu. Kaupþing stofnar 20 milljóna menntasjóð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.