Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 60
FÓLK Í FRÉTTUM
60 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ ríkir töluvert önnur stemmn-
ing yfir Le Sing á litla sviðinu í
Broadway en skrautsýningunum
sem undanfarin ár hafa verið sýndar í
aðalsalnum. Að hluta til er þetta
vegna þess að Norðursalurinn er
miklu minni og flytjendurnir mun
nær áhorfendum. Einnig er tónlistin
fjölbreyttari og það sem skiptir meg-
inmáli, hér eru sýndar mun fleiri hlið-
ar á flytjendunum en hæfileikar
þeirra í söng og dansi.
Titill skemmtunarinnar vísar nátt-
úrlega til söngsins, sem er þar í fyr-
irrúmi, en franski ákveðni karlkyns-
greinirinn vísar til forvígismannanna
í diskóbandinu Chic, Bernard Ed-
wards og Nile Rodgers, sem sömdu
meðal annars smellinn „Le Freak“.
Mörg helstu laga þeirra, í flutningi
Sister Sledge, Díönu Ross o.fl. voru
notuð sem undirspil þegar annað
gafst ekki um kvöldið.
Á meðan gestirnir bíða eftir mat
sínum snúast flytjendurnir sex í
kringum þá í þjónsgervi og finna upp
á ýmsum uppspuna til að stytta þeim
stundir.
Þórunn, Brynja Valdís og Erlend-
ur eru tiltölulega nýútskrifaðir leik-
arar, hvert úr sinni áttinni. Þeim
tókst að hrífa söngvarana Soffíu og
Sigurjón með sér í slaginn svo að allt
gekk þetta snurðulaust og margar
uppáfyndingar þeirra voru stórsnið-
ugar. Bjarni er leikinn töframaður og
gekk á milli borðanna og sýndi töfra-
brögð en lét heldur ekki sitt eftir
liggja að gera at í gestunum. Eðli
málsins samkvæmt ætti hópurinn að
verða æ leiknari í spunanum eftir því
sem sýningum fjölgar og hann öðlast
meiri reynslu og öryggi.
Aðalskemmtun kvöldsins fólst í
söng og dansi hópsins þar sem þau
tóku lagið ein eða fleiri á meðan mat-
ast var eða uppi á sviði í hóp skrýdd
viðeigandi búningum. Tónlistin var
mjög fjölbreytt og að mestu leyti
samanstóð hún af syrpum laga af
svipuðum toga. Þá var gjarnan einn
sem söng aðalröddina en hinir bak-
raddir með tilheyrandi hreyfingum.
Það myndi æra óstöðugan að telja
upp allan þann lagafjölda sem þau
komust yfir en í staðinn má nefna lög
þar sem hvert eitt þeirra skaraði
fram úr í söng og túlkun. Má þar
fyrst nefna „I Want to Be a Prima-
donna“, enskan „vaudeville“-slagara
frá því fyrir fyrra stríð, sem Soffía
Karlsdóttir lék og söng með frábær-
um árangri. Brynja Valdís Gísladótt-
ir lék á als oddi í „Wilkommen“ úr
söngleiknum Cabaret og Þórunn
Clausen söng með tilþrifum „Some-
where That’s Green“ úr Little Shop
of Horrors (Litlu hryllingsbúðinni).
Þær göntuðust svo saman tvær í
„Anything You Can Do“ úr Annie
Get Your Gun. Erlendur Eiríksson
(Elli) fékk áhorfendur til að efast um
að Elvis væri í raun horfinn hér úr
heimi, a.m.k. virtist rödd hans þarna
lifandi komin en Sigurjón Brink virt-
ist kunna best við sig í rokkaðri lög-
um. Bjarni Baldvinsson reyndist hafa
til að bera þónokkra raddtöfra ofan á
allt kuklið sem hann stundaði fyrr um
kvöldið.
Söngurinn var langt í frá fullkom-
inn eða jafnvel fullæfður en það kom
ekki að sök því er leið á kvöldið urðu
samlegðaráhrif fjölbreyttrar dag-
skrár og einstaklega gómsætra rétta,
úr smiðju kokksins, Sigga Sig., þau
að það skapaðist einkar skemmtileg
partístemmning í salnum. Er sýning-
unni lauk, laust eftir klukkan ellefu,
voru flestir gestanna komnir á það
stig að þeim var ekki nóg að sitja í
sætum sínum og fylgjast með heldur
vildu þeir fá að teygja úr fótunum og
reyna á danshæfileikana. Það var því
greinilegt að frammistaða sexmenn-
inganna féll í frjóan jarðveg enda
stuð á áhorfendum þegar þeir héldu
þaðan á önnur og dansvænni mið.
Partí í Norðursalnum
SKEMMTANIR
Broadway
Leikstjóri: Egill Eðvarðsson. Tónlistar-
stjórnandi: Gunnar Þórðarson. Höfundur
dans og hreyfinga: Selma Björnsdóttir.
Flytjendur: Bjarni Baldvinsson, Brynja
Valdís Gísladóttir, Erlendur Eiríksson,
Sigurjón Brink, Soffía Karlsdóttir og Þór-
unn Clausen. Laugardagur 5. október.
LE SING
Sveinn Haraldsson
Morgunblaðið/Golli
„Frammistaða sexmenninganna
féll í frjóan jarðveg“ í spuna- og
söngvasýningunni Le Sing.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga,
kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd.
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir
sýningar. Sími 562 9700
Lau 19/10 kl. 21 Uppselt
Lau 19/10 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti
Sun 20/10 kl. 21 Nokkrar ósóttar pantanir
Mið 23/10 kl. 21 Aukasýning Uppselt
Fim 24/10 kl. 21 Uppselt
Sun 27/10 kl. 21 Uppselt
Fös 1/11 kl. 21 Uppselt
Fös 1/11 kl. 23 Laus sæti
Lau 2/11 kl. 21 Uppselt
Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti
Fös 8/11 kl. 21 Uppselt
Fös 8/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti
Lau 9/11 kl. 21 Uppselt
Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti
Fim 14/11 kl. 21 Laus sæti
Fös 15/11 kl. 21 Laus sæti
Fös 15/11 kl. 23 Laus sæti
Lau 16/11 kl. 21 Uppselt
Lau 16/11 kl. 23 Laus sæti
Fös 22/11 kl. 21 Laus sæti
ATH: SÍÐASTA SÖLUVIKA ÁSKRIFTAR- OG AFSLÁTTARKORTA
7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin.
10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun
Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000
Stóra svið
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Frumsýning fö 25/10 kl 20 - UPPSELT
2. sýn Gul kort su 27/10 kl 20
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 20. okt kl 14, Su 27. okt kl 14
KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel
Í kvöld kl 20, Lau 26. okt kl 20
ATH: Fáar sýningar eftir
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fi 24/10 kl 20 - Næst síðasta sýning
Fi 31/10 kl 20 - Síðasta sýning
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Í kvöld kl 20, Fi 24/10 kl 20, Fö 25/10 kl 20,
Lau 26/10 kl 20
AND BJÖRK, OF COURSE ..
e. Þorvald Þorsteinsson
Su 20/10 kl 20, Síðasta sýning
15:15 TÓNLEIKAR
í dag kl. 15:15 Karólína Eiríksdóttir - CAPUT
Nýja sviðið
Leikferð
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
PÍKUSÖGUR Á ÍSAFIRÐI
má 21. okt. kl. 17 og kl. 21 í Edinborgarhúsinu
ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR
3. sýn. sun. 20. okt. kl. 14 örfá sæti
4. sýn. sun 27. okt. kl. 14 laus sæti
5. sýn. sun 3. nóv. kl. 14
„Grettissaga Hilmars Jónssonar er vel heppnuð sviðsetn-
ing á perlu úr okkar forna bókmenntaarfi.“ H.F. DV.
Grettissaga
saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu
lau. 19. okt. kl. 20, mið. 23. okt. kl. 14, fös. 25. okt. kl. 20, lau. 26. okt. kl. 20, fös.
1. nóv. kl. 20, lau. 2. nóv. kl. 20, fös. 8. nóv. kl. 20, lau. 9. nóv. kl. 20
Sellófon
eftir Björk Jakobsdóttur
sun. 20. okt. uppselt, þri. 22. okt. uppselt, mið. 23. okt. uppselt, fim. 24. okt.,
aukasýning nokkur sæti, sun. 27. okt. uppselt, þri. 29. okt. uppselt, mið. 30.
okt. uppselt, sun. 3. nóv. uppselt, mið. 6. nóv. uppselt, sun. 10. nóv. uppselt,
þri. 12. nóv. nokkur sæti, mið. 13. nóv. uppselt.
Vesturgötu 2, sími 551 8900
Hádegisverðartilboð
Kvöldverðarhlaðborð
kr. 990
kr. 1.990
frá kl. 11.30-14.30
frá kl. 18-22
Bylting
frá Akureyri
í kvöld
Hljómsveitin
Vesturgötu 3 Í HLAÐVARPANUM
South river band
Söngkvöld
í kvöld kl. 22.00
Ljúffengur málsverður
fyrir alla kvöldviðburði
MIÐASALA Í S. 551 9030 kl. 10-16
Símsvari eftir kl. 16.
Hamlet
eftir William Shakespeare.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson.
Sýn. í kvöld 19. okt. kl. 19 uppselt
sýn. fös. 25. okt. kl. 20 örfá laus sæti
sýn. lau. 26. okt. kl. 19 laus sæti
sýn. fös. 1. nóv. kl. 20 laus sæti
sýn. lau. 2. nóv. kl. 19 örfá laus sæti
sýn. lau. 9. nóv. kl. 19 síðasta sýning
Vörðufélagar Landsbanka Íslands
fá 25% afslátt gegn framvísun
gulldebetkorts
Miðasölusími sími 462 1400
www.leikfelag.is