Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 64
64 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VONANDI eru The Hives ekki á jafn hraðri niðurleið og lyftan í ónefndu hóteli sem blaðamaður fór í með þeim. Blaðamaður hafði uppá þeim á efstu hæð hótelsins og féllust drengirnir á að ræða við hann á leið þeirra frá hótelinu á næsta áfangastað. Ekki fór betur en svo að lyftan fór skrefi neðar en áætlað var og skall til jarðar með háum dynk og nokkru höggi. Hljómsveitinni, blaðamanni og vel klæddum erlendum kaupsýslumanni með stæðilega ferðatösku var hleypt út úr lyftunni af hótelstarfsmönnum eftir að hafa hringt neyðarbjöllunni en of margir reyndust hafa verið í lyftunni. Eftir að fullvissa var fengin um að allir væru nokkurn veginn heilir á húfi hélt viðtalið áfram í anddyri hót- elsins. Höfuðpaurinn, hinn granni og vel greiddi söngvari, Pelle, varð fyrir svörum. „Jú, það er allt í lagi með mig. Ég hef lent í verra en þessu,“ segir hann án þess að blikna að hætti sannra rokkara. Tilefni viðtalsins er auðvitað há- punktur tónlistarhátíðarinnar Ice- land Airwaves, stórtónleikar í Laug- ardalshöllinni í kvöld með Hives, Fatboy Slim, Blackalicious, Gus Gus og Apparat Organ Quartet. Pelle segir að fólk geti búist við al- vöru rokktónleikum í kvöld hjá Hives. „Þetta verður eins og fólk vill að rokk- tónleikar séu en alls ekki eins og þeir eru venjulega,“ segir hann án þess að láta meira uppi en býst við því að hljómsveitin spili í tæpan klukkutíma. Aðspurður segir hann þó að hljóm- sveitin hafi ekki fjárfest í nýjum jakkafötum fyrir þessa fyrstu Ís- landsferð sína. „Við verðum að halda okkur í stílnum,“ segir hann en eitt sérkenna Hives er einmitt að hljóm- sveitin kemur fram í samstæðum jakkafötum. Hives hafa fengið mikla fjölmiðla- athygli út á það að leita í brunn rokk- tónlistar sjöunda og áttunda áratug- arins líkt og fleiri sveitir er njóta nú vinsælda. Pelle hefur oft hugleitt þennan samanburð. „Ef fólk hefur gaman af okkur þá er auðvitað líklegt að þeir hlusti á The White Stripes og The Strokes og öfugt. Við þekkjum þessar hljómsveitir en finnst við ekki eiga það mikið sameiginlegt með þeim. En auðvitað eigum við meira sameiginlegt með þeim heldur en Limp Bizkit.“ Ódrepandi rokk Hann gefur ekki mikið fyrir þá yf- irlýsingu að nýja rokkbylgjan af gamla meiðinum sé einhver bóla held- ur sé einungis óvenju mikið líf í rokk- inu þessa stundina. Hann gengur jafnvel svo langt að segja að rokkið sé ódrepandi.„Það lýsir alltaf einhver því yfir með reglulegu millibili að rokkið sé dautt. Þessi umræða kemur aldrei upp með sálartónlist eða djass. Fólk er alltaf að segja að rokkið sé dautt en það er bara ekki rétt,“ segir hann. Húsið verður opnað klukkan 19 í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 20 og standa fram eftir nóttu. Morgunblaðið/Árni Torfason Söngvarinn Pelle er meira gefinn fyrir rokktónlist en lyftutónlist. ingarun@mbl.is Engin lyftu- tónlist ICELAND Airwaves- hátíðinni var hleypt af stokk- unum á fimmtudagskvöldið og léku tugir hljómsveita fyrir hundruð gesta vítt og breitt um borgina. Mæting var með besta móti og sums staðar þurfti fólk frá að hverfa. Það hvíldi notalegur hátíðarbragur yfir höf- uðborginni þar sem fólk rölti á milli skemmtistaðanna og naut þeirrar fjölbreyttu tón- listar sem í boði var. Í kvöld verða svo stór- tónleikar í Laugardalshöll þar sem sænska ofurrokks- veitin Hives, bandaríska rappsveitin Blackalicious og hinn heimsfrægi plötusnúður Fatboy Slim leika ásamt hinum íslensku Gus Gus og Orgel- kvartettinum Apparati.                           !"" #$%  &     ' (  )  *  + %,-,.  %&/0!1      Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Afkvæmi guðanna voru í miklu stuði. Stórtónleikar Iceland Airwaves í kvöld The Funerals léku á Vídalín fyrir fullu húsi. Morgunblaðið/Þorkell Bandaríska sveitin Remy Zero lauk kvöldinu á Nasa. Rappið réð ríkjum á Gauknum. J Live fór þar á kostum. Loftbylgjur yfir Reykjavík UNGLIST 2002, listahátíð ungs fólks, var sett formlega í Ráðhúsi Reykjavík- ur í gærkvöldi. Næstu vikuna verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, sem að mestu fer fram í Tjarnarbíói en einn- ig í Austurbæjarbíói og Ráðhúsinu. Það verður einmitt í Ráð- húsinu sem dagskrá- in fer fram í kvöld en þar verður boðið upp á glæsilega sýningu, 6. áratug síð- ustu aldar til heiðurs. Á sýningunni ber að líta afrakstur ferskustu hugmynda nemenda á fataiðn-, hönnunar- og hár- greiðslubraut Iðnskólans í Reykjavík og förðunarskóla No Name. Gestur sýningarinnar er vinningshafi frá Lunga-listahátíð ungs fólks á Selfossi. Sýningin opnar kl. 20 og aðgangur er ókeypis líkt og að öllum öðrum viðburð- um Unglistar. Framtíðin bygg- ist á fortíðinni Yfir 38.000 áhorfendur Sýnd kl. 2 og 8. B.i. 12. AL PACINO • ROBIN WILLIAMS • HILARY SWANK 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 SV. MBL 1/2 HK. DV 1/2 Kvikmyndir.com Ó.H.T. Rás2 Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 5.45 og 10. B.i. 12. Sýnd kl. 5.30, 8 10.30. B.i. 16. FRUMSÝNING Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 1.50 og 3.40. NOI&PAM og mennirnir þeirra Ný íslensk heimildarmynd eftir Ásthildi Kjartansdóttir Sýnd kl. 5.30 og 7.  SV Mbl Sýnd kl. 8.30. B.i. 14. Frábær gamanmynd gerð eftir samnefndri metsölubók Rebekku Wells sem sló svo rækilega í gegn í Bandaríkjunum. Leyndarmálið er afhjúpað anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES harvey KEITEL emily WATSON mary-louise PARKER philip seymour HOFFMAN FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER. FRUMSÝNING 2 VIK UR Á T OPP NUM Í US A Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV „Íslensktmeistaraverk..“  SFS Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2, 3.45 og 10.35. Sýnd kl. 6.15, 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Vit 453Sýnd kl. 1.45, 4, 5.45, 8 og 10.15. Vit 460 Sýnd kl. 8.10 og 10.15. Vit 435 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 429  Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is  SV. MBL „BRÁÐFYNDIN,FERSK OG FRUMLEG. ÞETTA ER BESTA BRESKA BÍÓMYNDIN SÍÐAN BRIDGET JONES’S DIARY“ THE DAILY MAIL FRUMSÝNING DV E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Bridget Jones’s Diary“. Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi. Frábær fjölskyldumynd frá Disney um grallarann Max Keeblesem gerir allt vitlaust í skólanum sínum! Sýnd kl. 2, 4 og 6. Vit 441.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.