Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Valkostur
vandlátra
ÍSLANDSSÍMI hefur keypt
57,31% hlut Western Wireless Int-
ernational í Tali. Kaupverð bréf-
anna er 2.349 milljónir króna sem
jafngildir því að markaðsvirði Tals
sé 4,1 milljarður króna. Í samkomu-
laginu er gert ráð fyrir því að Ís-
landssími muni kaupa öll hlutabréf í
félaginu.
Aðrir eigendur Tals eru Norður-
ljós með um 35%, T-Holding, en
eigendur þess eru nokkrir helstu
hluthafar Norðurljósa, með um 6%,
Þórólfur Árnason, forstjóri Tals,
með 1% og Ragnar Aðalsteinsson,
lögmaður með 0,59%.
Þórólfur Árnason mun hætta
störfum hjá félaginu en að hans
sögn sótti hann eftir því að stýra fé-
laginu en niðurstaða núverandi eig-
enda er önnur og verður Óskar
Magnússon, forstjóri Íslandssíma,
forstjóri sameinaðs félags.
Að sögn Óskars Magnússonar
verða kaupin fjármögnuð með sölu
á nýju hlutafé í Íslandssíma. Þar til
munu Landsbanki Íslands og Bún-
aðarbanki Íslands brúa bilið. Einnig
hefur verið samið við bankana um
tryggingu á sölu nýs hlutafjár.
Markaðsvirði þess er 4,9 milljarðar
króna. Auk bankanna tveggja taka
Columbia Ventures Corporation,
sem er í eigu Kenneth Peterson,
Frumkvöðull, sem er í eigu Eim-
skips og Talsímafélagið, sem er í
eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar,
Jóns Pálmasonar og Margeirs Pét-
urssonar, þátt í sölutryggingu
hlutafjárhækkunarinnar með samn-
ingum við Landsbanka Íslands þar
að lútandi.
Nýtt hlutafé gefið út
Í ár verður gefið út nýtt hlutafé í
Íslandssíma fyrir 1.622 milljónir
króna að nafnverði á genginu 1,85.
Markaðsvirði þess er því 3 millj-
arðar króna. Öll þessi hlutafjár-
hækkun hefur þegar verið seld og
verður Columbia Ventures stærsti
hluthafinn í Íslandssíma með 40%
hlut eftir hlutafjáraukninguna. Á
næsta ári verður síðan boðið út í al-
mennu útboði nýtt hlutafé að mark-
aðsvirði 1,9 milljarðar króna. Enn
hefur ekki verið tekin ákvörðun um
á hvaða gengi það útboð verður og
því ekki ljóst hve mikil fjölgun hluta
í Íslandssíma verður við það útboð.
Að sögn Óskars verður vöru-
merkið Tal væntanlega til áfram en
búast megi við því að eitthvað þurfi
að fækka starfsfólki við sameiningu
félaganna. Engin niðurstaða er þó
komin í starfsmannamál félagsins.
Íslandssími kaupir 57,31% hlut í Tali á 2.349 milljónir króna
Hlutur Columbia Vent-
ures í Íslandssíma 40%
Íslandssími/24
ENN berast fregnir af sjaldséðum
fuglum hér á landi. Nýlega sást
til húmgala í Reykjavík sem er af
þrastaætt og náskyldur næt-
urgala en ekki með jafnrauðar
fjaðrir. Eftir því sem best er vit-
að hefur þessi fugl ekki sést hér
áður.
Gunnar Þór Hallgrímsson var í
hópi þriggja fuglavina sem
greindu fuglinn í heimsókn sinni í
fjölbýlishús við Hæðargarð, þar
sem hann flaug á rúðu í vikunni
og drapst.
Húmgalinn hefur latneska heit-
ið Luscinia Luscinia og nefnist
Thrush Nightingale á ensku.
Gunnar Þór sagði við Morg-
unblaðið að það hefði aðeins ver-
ið tímaspursmál hvenær fuglinn
kæmi til Íslands. Hann væri al-
gengur flækingur á Bretlands-
eyjum en væri farinn að sjást víð-
ar í Evrópu.
„Húmgali er mjög líkur næt-
urgala í útliti og þeir syngja
mjög svipað. Við getum ekki sagt
að koma hans hingað sé óvænt og
árstíminn ekki heldur,“ sagði
Gunnar Þór.
Luscinia Luscinia, húmgali.
Húmgali
sást hér í
fyrsta sinn
VINKONURNAR Elísa Björt og
Erna Hörn, 5 ára, fögnuðu fyrsta
snjónum á Seyðisfirði í gær en þar
byrjaði að snjóa í gærmorgun. Að
sögn Veðurstofu Íslands var élja-
gangur á mestöllu Norðurlandi og
að sögn lögreglu hvít jörð í gær og
hálka víða á fjallvegum og skaf-
renningur á stöku stað.
Að sögn lögreglunnar á Seyð-
isfirði hefur umferð gengið vel fyr-
ir sig og engar tilkynningar hafa
borist um umferðaróhöpp. Þar er
orðið alhvítt innanbæjar og vetr-
ardekkin á leiðinni undir flesta bíla.
Aðfaranótt miðvikudags byrjaði
að snjóa á Fjarðarheiði og var
skyggni þar í gær um 150 metrar
og 4 gráða frost og níu vindstig. Að
sögn lögreglu er vissara fyrir fólks-
bíla að aka þar um á vetrardekkj-
um.
Innanbæjar er öllu skaplegri
færð og tilvalið að draga fram sleða
og snjóþotur eins og stöllurnar á
myndinni gerðu í gær.
Víða hálka á fjallvegum
Að sögn Vegagerðarinnar er
hálka á vegum á Öxnadalsheiði,
Víkurskarði og Hólasandi. Sömu-
leiðis er hálka á Mývatns- og
Möðrudalsöræfum og hálkublettir
víða annars staðar, s.s. á Sandvík-
urheiði og Vopnafjarðarheiði.
Hvít jörð
fyrir
norðan
og austan
Ljósmynd/Einar Bragi Bragason
TVEIR jeppar ultu útaf þjóðveg-
inum á svipuðum stað og tíma í
Húnaþingi á sjöunda tímanum í
gærkvöldi, nánar til tekið í og við
Bólstaðarhlíðarbrekkuna þar sem
Langidalur og Svartárdalur koma
saman. Engin slys urðu á fólki en
ökutækin töluvert skemmd. Annar
jeppinn mun vera ónýtur, að sögn
lögreglunnar á Blönduósi.
Fimm mínútur liðu á milli
óhappanna, annað var við Svartár-
brúna og hitt í sjálfri brekkunni.
Lögreglan sagði snjókomu síðdeg-
is í gær hafa komið ökumönnum í
opna skjöldu og Langidalurinn
hefði verið erfiður yfirferðar í gær-
kvöldi sökum skafrennings og
hálku. Á vefsíðu Vegagerðarinnar í
gærkvöldi voru vegirnir í Húna-
þingi sagðir greiðfærir og sagðist
lögreglan ekki hafa náð sambandi
við vegagerðarmenn til að færa
upplýsingarnar til sanns vegar.
Jeppar ultu í hálku