Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Valkostur vandlátra ÍSLANDSSÍMI hefur keypt 57,31% hlut Western Wireless Int- ernational í Tali. Kaupverð bréf- anna er 2.349 milljónir króna sem jafngildir því að markaðsvirði Tals sé 4,1 milljarður króna. Í samkomu- laginu er gert ráð fyrir því að Ís- landssími muni kaupa öll hlutabréf í félaginu. Aðrir eigendur Tals eru Norður- ljós með um 35%, T-Holding, en eigendur þess eru nokkrir helstu hluthafar Norðurljósa, með um 6%, Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, með 1% og Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður með 0,59%. Þórólfur Árnason mun hætta störfum hjá félaginu en að hans sögn sótti hann eftir því að stýra fé- laginu en niðurstaða núverandi eig- enda er önnur og verður Óskar Magnússon, forstjóri Íslandssíma, forstjóri sameinaðs félags. Að sögn Óskars Magnússonar verða kaupin fjármögnuð með sölu á nýju hlutafé í Íslandssíma. Þar til munu Landsbanki Íslands og Bún- aðarbanki Íslands brúa bilið. Einnig hefur verið samið við bankana um tryggingu á sölu nýs hlutafjár. Markaðsvirði þess er 4,9 milljarðar króna. Auk bankanna tveggja taka Columbia Ventures Corporation, sem er í eigu Kenneth Peterson, Frumkvöðull, sem er í eigu Eim- skips og Talsímafélagið, sem er í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, Jóns Pálmasonar og Margeirs Pét- urssonar, þátt í sölutryggingu hlutafjárhækkunarinnar með samn- ingum við Landsbanka Íslands þar að lútandi. Nýtt hlutafé gefið út Í ár verður gefið út nýtt hlutafé í Íslandssíma fyrir 1.622 milljónir króna að nafnverði á genginu 1,85. Markaðsvirði þess er því 3 millj- arðar króna. Öll þessi hlutafjár- hækkun hefur þegar verið seld og verður Columbia Ventures stærsti hluthafinn í Íslandssíma með 40% hlut eftir hlutafjáraukninguna. Á næsta ári verður síðan boðið út í al- mennu útboði nýtt hlutafé að mark- aðsvirði 1,9 milljarðar króna. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um á hvaða gengi það útboð verður og því ekki ljóst hve mikil fjölgun hluta í Íslandssíma verður við það útboð. Að sögn Óskars verður vöru- merkið Tal væntanlega til áfram en búast megi við því að eitthvað þurfi að fækka starfsfólki við sameiningu félaganna. Engin niðurstaða er þó komin í starfsmannamál félagsins. Íslandssími kaupir 57,31% hlut í Tali á 2.349 milljónir króna Hlutur Columbia Vent- ures í Íslandssíma 40%  Íslandssími/24 ENN berast fregnir af sjaldséðum fuglum hér á landi. Nýlega sást til húmgala í Reykjavík sem er af þrastaætt og náskyldur næt- urgala en ekki með jafnrauðar fjaðrir. Eftir því sem best er vit- að hefur þessi fugl ekki sést hér áður. Gunnar Þór Hallgrímsson var í hópi þriggja fuglavina sem greindu fuglinn í heimsókn sinni í fjölbýlishús við Hæðargarð, þar sem hann flaug á rúðu í vikunni og drapst. Húmgalinn hefur latneska heit- ið Luscinia Luscinia og nefnist Thrush Nightingale á ensku. Gunnar Þór sagði við Morg- unblaðið að það hefði aðeins ver- ið tímaspursmál hvenær fuglinn kæmi til Íslands. Hann væri al- gengur flækingur á Bretlands- eyjum en væri farinn að sjást víð- ar í Evrópu. „Húmgali er mjög líkur næt- urgala í útliti og þeir syngja mjög svipað. Við getum ekki sagt að koma hans hingað sé óvænt og árstíminn ekki heldur,“ sagði Gunnar Þór. Luscinia Luscinia, húmgali. Húmgali sást hér í fyrsta sinn VINKONURNAR Elísa Björt og Erna Hörn, 5 ára, fögnuðu fyrsta snjónum á Seyðisfirði í gær en þar byrjaði að snjóa í gærmorgun. Að sögn Veðurstofu Íslands var élja- gangur á mestöllu Norðurlandi og að sögn lögreglu hvít jörð í gær og hálka víða á fjallvegum og skaf- renningur á stöku stað. Að sögn lögreglunnar á Seyð- isfirði hefur umferð gengið vel fyr- ir sig og engar tilkynningar hafa borist um umferðaróhöpp. Þar er orðið alhvítt innanbæjar og vetr- ardekkin á leiðinni undir flesta bíla. Aðfaranótt miðvikudags byrjaði að snjóa á Fjarðarheiði og var skyggni þar í gær um 150 metrar og 4 gráða frost og níu vindstig. Að sögn lögreglu er vissara fyrir fólks- bíla að aka þar um á vetrardekkj- um. Innanbæjar er öllu skaplegri færð og tilvalið að draga fram sleða og snjóþotur eins og stöllurnar á myndinni gerðu í gær. Víða hálka á fjallvegum Að sögn Vegagerðarinnar er hálka á vegum á Öxnadalsheiði, Víkurskarði og Hólasandi. Sömu- leiðis er hálka á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og hálkublettir víða annars staðar, s.s. á Sandvík- urheiði og Vopnafjarðarheiði. Hvít jörð fyrir norðan og austan Ljósmynd/Einar Bragi Bragason TVEIR jeppar ultu útaf þjóðveg- inum á svipuðum stað og tíma í Húnaþingi á sjöunda tímanum í gærkvöldi, nánar til tekið í og við Bólstaðarhlíðarbrekkuna þar sem Langidalur og Svartárdalur koma saman. Engin slys urðu á fólki en ökutækin töluvert skemmd. Annar jeppinn mun vera ónýtur, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Fimm mínútur liðu á milli óhappanna, annað var við Svartár- brúna og hitt í sjálfri brekkunni. Lögreglan sagði snjókomu síðdeg- is í gær hafa komið ökumönnum í opna skjöldu og Langidalurinn hefði verið erfiður yfirferðar í gær- kvöldi sökum skafrennings og hálku. Á vefsíðu Vegagerðarinnar í gærkvöldi voru vegirnir í Húna- þingi sagðir greiðfærir og sagðist lögreglan ekki hafa náð sambandi við vegagerðarmenn til að færa upplýsingarnar til sanns vegar. Jeppar ultu í hálku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.