Morgunblaðið - 27.10.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.10.2002, Qupperneq 8
VW Touareg – lúxusjeppi í sérflokki Sameinar kosti torfærubíls og götubíls.  ÞAÐ er engin ástæða lengur til þess að allir bílar séu á svörtum dekkjum. Continental hefur kynnt nýja framleiðslulínu sem víkur langt frá hinu hefð- bundna. Þar á meðal er ný gerð dekkja úr marglitu gúmmíi. Dekkin kallast Personalityres og það er ný framleiðslutækni sem gerir fyrirtækinu kleift að framleiða þau. Menn geta átt von á því að sjá bíla með marglit dekk í hinum ýmsu Evrópulöndum innan skamms. Hver þorir? Personalityres eru marglit.  BÍLAR Toyota Motor Corp., þ.m.t. Lexus, tróna efst á lista í sex flokkum af sjö í könnun alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækisins J.D. Power á ánægju viðskiptavina í Þýskalandi (Customer Sat- isfaction Index). Þetta er í fyrsta sinn sem J.D. Pow- er gerir slíka könnun í Þýskalandi og byggist hún á svörum frá 15 þúsund eigendum 2ja til 3ja ára gam- alla bíla þar sem þeir greina frá reynslu sinni af bíln- um, þjónustuaðilanum og kostnaði við að eiga og reka bílinn. Könnunin náði til 32 bíla og 132 mismun- andi undirgerða. Niðurstaðan varð þessi: Smábílar: Toyota Yaris. Millistærðarbílar: Toyota Corolla. Stórir millistærðarbílar: Lexus IS200. Lúxusbílar í millistærð: Nissan Maxima. Sportbílar: Toyota Celica. Jepplingar: Toyota RAV4. Fjölnotabíll: Toyota Picnic. Enn ein rós í hnappagat Toyota  VOLKSWAGEN tekur ekki ákvörðun um að smíða minni jeppa en Touareg nema fullvíst sé að hægt verði að selja slíkan bíl í 100 þúsund eintök- um í Evrópu. Fyrirtækið hefur nú alla tæknina til staðar sem hægt er að nota í jeppling sem yrði þá byggður á undirvagni Golf. 100 þúsund bíla markið er ekki áhlaupaverk þar sem mest seldi jeppling- urinn, Toyota RAV4, seldist í 54 þúsund eintökum á síðasta ári og hefur fyrstu átta mánuði þessa árs selst í 57 þúsund eintökum. Minni jeppi en Touareg ólíklegur  P. SAMÚELSSON hf. hefur tekið við umboði fyrir Yamaha-véltæki af Merkúr. Um er að ræða vélsleða, mótorhjól, utanborðsmótora og báta frá Yamaha Motors. Söludeild Yamaha verður staðsett hjá Arctic Trucks, dótturfyrirtæki P. Samúelssonar. Með þessari viðbót breikkar vörulína Arctic Trucks á lífsstílsvörum til mikilla muna. Meðal þeirra nýjunga sem Arctic Trucks mun kynna á næstunni er vélsleði frá Yamaha sem er búinn fjórgengisvél og er það fyrsti vél- sleðinn með slíkri vél. Samningur var undirrit- aður milli P. Samúelssonar hf. og Yamaha Mot- or Scandinavia á mánudag um yfirtöku umboðsins. Flutningur á lager af Yamaha- véltækjum er þegar hafinn frá Merkúr til Arctic Trucks. Sala og kynning á Yamaha-véltækjum hjá Arctic Trucks hefst innan nokkurra daga. P. Samúelsson fær Yamaha-umboð NÚ stendur yfir val á Bíl ársins 2003 í Evr- ópu. Í dómnefnd eru 58 bílablaðamenn víða úr Evrópu. Þeir völdu upphaflega 30 bíla en síðan hefur þeim verið fækkað niður í sjö bíla. Þeir sem berjast um þessa virtustu útnefningu í bílaheiminum eru eft- irtaldir bílar. Citroën C3, Ford Fiesta, Honda Jazz, Mazda 6, Mercedes-Benz E, Opel Vectra og Renault Mégane. Dómnefndarmenn sitja nú á rök- stólum fram eftir næsta mánuði og deilir hver út 25 stigum til þeirra bíla sem eftir eru. Þeir þurfa jafnframt að skila skriflegri greinargerð vegna valsins. Val á Bíl ársins 2003 verður tilkynnt 19. nóvember næst- komandi. Sjö eftir í vali um bíl ársins 2003 Renault Mégane. Opel Vectra. Mercedes-Benz E. Mazda 6. Ford Fiesta. Citroen C3. Honda Jazz. RENAULT Megane II var kynntur blaðamönnum nýlega í Lúx- emborg en þar er kominn nýr bíll frá grunni. Sala er þegar hafin í Frakklandi, Spáni og Bretlandi en Megane II er væntanlegur hingað til lands kringum áramót. Megane II er boðinn með 1,5, 1,6 og 2,0 lítra bensínvélum og 1,9 lítra dísilvél. Megane II fellur í svonefndan C-flokk og hafa kringum 5 milljónir bíla selst undanfarin ár í þeim flokki í Evrópu. Markaðs- hlutdeild Renault hefur verið milli 10 og 12% í þeim flokki. Alls seldust um 560 þúsund Megane í fyrra í Vestur-Evrópu. Nýr Renault Meg- ane II frá grunni Útlit hins nýja Megane II er fjörlegt og er bíllinn nýr frá grunni yst sem innst. Samkvæmt lögum er skylda að nota handfrjálsan búnað ef talað er í farsímann við akstur. Mundu 1. nóvember! Handfrjáls búnaður í bíla fyrir flestar gerðir GSM-síma. Ísetning á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.