Morgunblaðið - 27.10.2002, Page 12

Morgunblaðið - 27.10.2002, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bílar VOLKSWAGEN kynnti fjölmiðlum nýlega fyrsta jeppann sem fyrirtæk- ið framleiðir, Touareg, í hlíðum Pýreneafjalla. Þangað var ferðinni heitið til að prófa bílinn jafnt í mann- gerðum torfærubrautum og á hrað- brautum Spánar, en VW hefur ein- mitt lagt áherslu í kynningu sinni á þá hlið bílsins sem lýtur að meintum, jafngóðum eiginleikum hans í tor- færum og á malbiki. Hekla hf. hefur fengið fyrsta bílinn til landsins og verður hann frumsýndur hérlendis 1. nóvember nk. Hekla verður þar með fyrsta Volkswagen-umboðið í heiminum til að kynna Touareg. Jeppinn verður þó aðeins í þrjár vik- ur hérlendis en hann er væntanleg- ur á almennan markað hér á næsta ári. Touareg, sem fær nafn sitt frá þjóðflokki hirðingja og flökkufólks í norðanverðri Afríku, var sýndur í fyrsta sinn á bílasýningunni í París í síðasta mánuði. Touareg er stór bíll, 4,75 metrar á lengd, en þó einungis fimm manna og með lægra þaki og sportlegra útliti en margir keppi- nautarnir. VW fer þá leið að hafa bíl- inn ekki á sjálfstæðri stálgrind en með nýstárlegu drifkerfi og frábæru fjöðrunarkerfi tekst VW að sameina kosti torfærubílsins og götubílsins eins og að var stefnt. V6 bensín og V10 dísil Frá flugvellinum í Barcelona voru blaðamenn frá Danmörku, Spáni og Íslandi, fluttir með þyrlum upp til fjalla. Þar hafði VW leigt landskika og útbúið skemmtilega og krefjandi torfærubraut. Þar reyndi sérstak- lega á fjöðrunarkerfi bílsins því hlið- arhallinn var allt upp í 45° á vissum hlutum brautarinnar, sem er nærri eðlisfræðilegum þolmörkum bif- reiða. Til prófunar var Touareg með V6 bensínvél, 220 hestafla og með 305 Nm togi frá 3.200 snúningum á mín- útu. Vélin er skyld 3,2 lítra vélinni í lúxusbílnum Phaeton og Golf R32 en var engu að síður sérhönnuð til nota í jeppa. Vélin hentar bílnum; er afl- mikil og hljóðlát en gefur um leið sportlegt hljóð frá sér við mikla inn- gjöf. Flaggskipið í línunni er með V10 dísilvél með forþjöppu og pumpu- innsprautun, sem er svar VW við samrásarinnsprautun, og sprautar dísilolíu inn á strokkahólfin undir allt að 2.050 bara þrýstingi. Þetta er gríðarlega aflmikil og óvenjuleg vél, sú togmesta í flokki jeppa í heim- inum. Hestaflafjöldinn er 313 en togið er hvorki meira né minna en 750 Nm strax við 2.000 snúninga á mínútu. Þetta gríðarmikla tog fleyt- ir bílnum yfir örgustu torfærur áreynslulaust og bíllinn getur dregið á eftir sér kerru með hemlakerfi með allt að 3,5 tonna þyngd. Það magnaða við þessa vél, fyrir utan allt aflið og hröðunina, er hve hljóð- lát hún er. Einu hljóðin sem angra er vindgnauð frá stórum hliðar- speglunum þegar ekið er á yfir 100 km hraða. Bíllinn verður boðinn með fleiri vélum. Á næsta ári kemur hann með 2,5 lítra, fimm strokka dísilvél með forþjöppu, (174 hestafla), og V8 bensínvél, 310 hestafla. Jafnframt kom fram á blaðamannafundi að ekki er útilokað að Touareg verði boðinn með W12 bensínvél. V6-bíllinn kemur á gormafjöðrun og er fáanlegur með loftpúðafjöðrun en V10-bíllinn er með loftpúðafjöðr- un í staðalbúnaði. V6-bíllinn fór létt í gegnum krefj- andi brautina og þar nýttist augljós- lega mun minni þyngd hans. Bíllinn er ákaflega notendavænn strax og sest er inn í hann og auðveldur í akstri. Staðalbúnaður í bílunum er svokallað „upphill system“, brekku- bremsa, sem heldur bílnum kyrrum jafnvel í 45° halla án þess að stigið sé á hemil eða eldsneytisgjöf. Þessi búnaður er bæði í beinskiptum og sjálfskiptum bílum. Sömuleiðis er Touareg með svokallað „downhill system“ sem hægir á bílnum þegar farið er niður bratta brekku án þess að stíga þurfi á hemla. Svipað kerfi er að finna í Land Rover. Athygli vöktu sérstakar þéttingar við allar dyr bílsins. Hlutverk þeirra er að varna því að vatn komist inn í hann þegar farið er yfir vatn. Breytileg mismunadrifslæsing Touareg hefur verið fimm ár í hönnun sem er langur tími þegar lit- ið er á þróunartíma nýrra bíla. VW þurfti að byrja með hreint borð. Samstarf var með VW og Porsche, sem nýlega kynnti sína jeppaútgáfu, Cayenne, á bílasýningunni í París. Bílarnir eru með sama undirvagni en þó gerólíkir, jafnt í útliti sem uppsetningu á undirvagni. Meðan Touareg dreifir aflinu jafnt milli öxla við allan venjulegan akstur á vegum, er afldreifingin í Cayenne meira í takt við sportlega ímynd Porsche, þ.e. 62% drif til afturöxuls og 38% til framöxuls. Prófunarbílarnir voru allir með sex þrepa sjálfskiptingu með hand- skiptivali, (Tiptronic), en Touareg verður líka boðinn með sex þrepa sjálfskiptingu án Tiptronic og einnig með sex gíra handskiptum kassa. Gírkassarnir eru með úttökum fyrir mismunadrif. Í Touareg er ný kyn- slóð fjórhjóladrifskerfis sem er al- gerlega rafeindastýrt. Þetta er bún- aður sem er ekki allajafna fyrir augunum á mönnum en önnur skyn- færi verða hans áþreifanlega vör. Þegar t.d. farið var yfir skorninga, hóla og hæðir á torfærubrautinni heyrðist skruðningur frá undirvagn- inum; ekki ósvipað hljóð og þegar stigið er af afli á ABS-hemla. Hljóðið kemur frá mismunadriflæsingu í miðri drifrásinni, sem er fyrir aftan gírkassann. Mismunadrifið sjálft flytur drifafl sjálfvirkt til öxlanna eftir þörfum og læsir þeim eftir þörfum hverju sinni, allt upp í 100% læsingu. Þetta er nýjung í bílaheim- inum og ætti að nýtast þeim sér- staklega vel sem nota bílinn við krefjandi aðstæður. Við vissar að- stæður, svo sem ef framhjól spólar í aurbleytu, flytur kerfið allt að 100% af drifaflinu til afturöxulsins, þar sem gripið er meira. En að auki er hægt að læsa afturdrifinu 100% handvirkt og yfirtaka þar með sjálf- virknina. Drifkerfið kallar VW sí- tengt 4XMotion og það snarvirkaði í torfærubrautinni í hlíðum Pýrenea. Veghæð frá 16—30 cm Eins og fyrr greinir er V6-bíllinn með hefðbundinni stálgormafjöðrun sem gefur honum mýkt í götuakstri og talsverða getu utanvegar. Veg- hæðin er 23,7 cm. Hægt er að fá V6 bílinn einnig með loftpúðafjöðrun sem aukabúnað. V10-bíllinn á hinn bóginn er með loftpúðafjöðrun sem staðalbúnað. Ökumaður getur stillt búnaðinn á margvíslega vegu með snúningsrofa við hlið ökumannssæt- is. Hægt er að stilla veghæð bílsins frá því að vera 16 cm, sem hentar vel þegar verið er að hlaða bílinn, upp í það að vera 30 cm, sem er kjörið við erfiðustu aðstæður utanvega. Kerfið er að vissu marki sjálfvirkt en einnig getur ökumaður ráðið stillingunni að nokkru leyti. Við venjulegan akstur er veghæðin 21,5 cm en fer niður í 19 cm um leið og 125 km/klst hraða er náð. Við 180 km/klst á hraðbrautum lækkar veghæðin sjálfvirkt niður í 18 cm sem er kjörið við slíkar að- stæður vegna minni loftmótstöðu og þar með minni eyðslu, og meiri stöð- ugleika bílsins. Engin varadekk Varadekk er ekki staðalbúnaður með Touareg. Þess í stað fylgir lofts- langa með bílnum með loftpúða- fjöðruninni sem tengd er við loft- dælubúnaðinn sem öðru jöfnu dælir lofti inn á loftpúðana. Þetta er bún- aður sem hentar íslenskum jeppa- mönnum sem gjarnan hleypa lofti úr dekkjum til að fá meira flot í snjó. Lítil rafmagnsloftdæla fylgir síðan bílnum með stálgormafjöðruninni. V10-bíllinn er líka úlfur í sauð- argæru – sannkallaður hraðbrautar- vagn en um leið virkilega duglegur í torfærum. Bíllinn vegur rúm 2,5 tonn en upptakið er eins og í aflmikl- um fólksbíl, 7,8 sekúndur úr kyrr- stöðu í 100 km/klst og hámarkshrað- inn 225 km/klst. Kældir diskahemlar eru á öllum hjólum og eyðslan er að jafnaði 12,2 lítrar á hverja 100 km. VW ráðgerir að selja 65 þúsund Touareg á ári og ná strax 8–9% markaðshlutdeild í heiminum í þess- um flokki bíla. Þar af er gert ráð fyr- ir sölu á 33.000 bílum í Bandaríkj- unum og 30.000 í Evrópu, eða 15% markaðshlutdeild. Bíllinn kemur á markað hérlendis næsta vor. V6 bíll- inn mun kosta um 5,5 milljónir kr. en V10 bíllinn um 8 milljónir kr. Bíllinn er hinn glæsilegasti að innan og um leið hátæknivæddur. Meðal aukabúnaðar er rafstýring á dráttarkúlunni. Meðal búnaðar er breytileg mismunadrifslæsing. VW Touareg – lúxusjeppi í sérflokki Touareg er fáanlegur með V6-bensínvél eða V10-dísilvél. Veghæðina er hægt að stilla frá 16 cm upp í 30 cm með loftpúðafjöðruninni. REYNSLUAKSTUR VW Touareg Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.