Morgunblaðið - 27.10.2002, Page 13

Morgunblaðið - 27.10.2002, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 B 13 bílar  PORSCHE hefur lýst því yfir að fyr- irtækið sé langt komið með að hanna nýjan bíl sem á að etja kappi við nýjan Bentley Continental GT Coupé. Orð- rómur hefur lengi verið í gangi um að Porsche hygðist smíða fjögurra sæta sportbíl til að keppa við nýjan Bentley en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er staðfest af forystu fyrirtækisins. Þegar Porsche Cayenne jeppanum var formlega hleypt af stokkunum fyr- ir skemmstu sagði Wendelin Wiedek- ing, stjórnarformaður Porsche, að framleiðslulína fyrirtækisins myndi breikka á næstu árum. „Ef menn íhuga þann bíl sem margir telja merkilegustu nýjungina á bílasýningunni í París þá fá þeir góða hugmynd um hvað er í vændum frá okkur,“ sagði Wiedeking. Eins og myndin að ofan ber með sér dregur fjögurra sæta Porsche GT dám af 911 bílnum hvað ytra útlit varðar. GT verður flaggskip Porsche í sportbíla- deildinni og má fastlega búast við að bíllinn verði tæknilegt undur. Hann verður smíðaður á sama undirvagn og flaggskip Volkswagen, Phaeton, en notar jafnframt tæknikerfi úr Cayenne jeppanum, þar á meðal fjórhjólakerfið sem getur dreift átaki milli fram- og afturhjóla á marga mismunandi vegu. Sömuleiðis verður bíllinn með Aisin- gírkassanum sem var sérstaklega hannaður fyrir Cayenne. Sú vél er gerð til að þola V10 dísilvélina í VW Touareg jeppanum sem skilar hvorki meira né minna en 750 Nm hámarkstogi. Vélar í GT verða væntanlega V8 for- þjöppuvél sem skilar að hámarki 650 hestöflum og verður þá hámarkshrað- inn 320 km á klst. Einnig er hugs- anlegt að bíllinn fái enn aflmeiri vél, þ.e. 5,5 lítra V10 vélina sem er að finna í Carrera GT. Þótt nýr Porsche GT verði hagnýt- ari bíll að mörgu leyti, ekki síst vegna fjögurra sæta, er búist við að þessi bíll verði skólabókardæmi um hámarks- aksturseiginleika og veggrip í ætt við bæði 911 og Boxster. Porsche GT verður flaggskipið. Flaggskip Porsche í burðarliðnum BÍLANAUST hf. tók í ágúst síðast- liðnum við Blaupunkt-umboðinu á Íslandi. Blaupunkt hefur um ára- tugaskeið verið leiðandi fyrirtæki í heiminum með hljómtæki í bíla og er vel þekkt á Íslandi. Gríðarleg framþróun hefur átt sér stað á út- varpstækjum í bíla og gefa þau full- komnustu heimagræjum lítið eftir í tærleika og afli. Blaupunkt býður upp á fjölmargar gerðir kassettu- og geislaspilara frá 4x45w upp í 4x65w. Nýjasta tækið er með MP3 spilara og MMC, (Mulimedia Card), sem getur innihaldið tónlist sem samsvarar 12–16 venjulegum geisla- diskum og getur jafnframt spilað venjulega geisladiska. Antares T60 DJ er sambyggt út- varp og GSM sími með 8W send- istyrk, (venjulegur GSM sími er með 2W), og er handfrjáls. Við Antares er hægt að tengja 5 diska magasín af sömu stærð og venjulegt útvarp og passar það í mælaborð flestra bíla. Blaupunkt býður einning upp á útvarp með sjónvarpsskjá sem hægt er að tengja við DVD spilar og leiðsögukerfi. Einnig er hægt að fá staka skjái sem hægt er að festa á mismunandi staði í bílnum og tengja við leikjatölvur og DVD spilara. Bílanaust hf. rekur 10 verslanir og verða útvörp og hátalarar til sölu í þeim öllum en sérhæfðari tæki, við- gerðir og ísetningar verða í Radio- þjónustu Bílanausts að Síðumúla 17, áður Radioþjónusta Bjarna ehf. Bílanaust yfir- tekur Blau- punkt-umboðið  BANDARÍSKA bílatímaritið Motor Trend valdi Volvo XC90 jeppa ársins 2003. Volvo XC90 uppfyllir öll grundvall- argildi Volvo varðandi öryggi, um- hyggju fyrir umhverfinu og góð kaup. En ekki síður eins og Motor Trend orðaði það, „er þetta jeppi með sam- visku.“ Er þar vísað í hinar mörgu örygg- isnýjungar sem eru enn mikilvægari en áður í kjölfar umræðu um falskt ör- yggi jeppa, en Volvo tekur sérstaklega á helstu áhættuþáttunum sem eru árekstur við minni fólksbíla og hættu á veltu. Þetta er gert á tvennan hátt. Í fyrsta lagi er Volvo XC90 búinn sérstökum búnaði í framhluta sem gerir það að verkum að í árekstri að framan þá lendir alltaf sterkari hluti jeppans á sterkasta hluta fólksbílsins, þ.e. stuðurum. Í öðru lagi er Volvo XC90 búinn tölvustýrði veltivörn sem skynjar þeg- ar líkur aukast á að bíllinn velti og dregur umsvifalaust úr hraða bílsins, löngu áður en ökumaður hefði getað brugðist við. Ef svo vill til við mjög óvenjulegar aðstæður að bíllinn veltur er yfirbygging hans gerð úr svoköll- uðu boron-stáli sem er fjórum sinnum sterkara en hefðbundið stál og þolir Volvo XC90 yfir 30 tonna álag á yf- irbyggingu án þess að leggjast sam- an. Motor Trend prófaði 14 jeppa og til þess að komast í prófið urðu þeir að vera annaðhvort alveg nýir eða veru- lega breyttir fyrir sölu á árinu 2003. Motor Trend sagði: „Enginn annar jeppi hefur breytt jafn miklu í þessum flokki bíla. Hann hefur aksturseig- inleika fólksbíls, dráttargetu eins og pallbíll, hæfileika til utanvegaaksturs eins og öflugustu jeppar og hefur rými og sæti fyrir sjö manns eins og stærsti fjölnotabíll.“ Brimborg hf., umboðsaðili Volvo, fær takmarkað magn af XC90 á næsta ári vegna mikillar eftirspurnar um allan heim. Fyrstu bílarnir koma í janúar. Þegar hafa verið seldir 16 bílar hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, en verðið á bílnum er 5.490.000 kr. til 5.990.000 kr. Volvo XC90 var sýndur á bílasýningunni í París. Volvo XC90 bíll ársins hjá Motor Trend Málning fyrir vandláta Saw Palmetto FRÁ Fyrir blöðruhálskirtilinn H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið Ódýr djúphreinsun, bón og tjöruþvottur á bíla Upplýsingar í síma 899 9667 Skoda Fabia Comfort 1.4, f.skr.d. 04.05. 2001, ek. 39 þús. km., 5 dyra, bsk., 15" álfelgur, sóllúga, vindskeið o.fl. Verð 1.210.000 Auglýsing um sveinspróf í matvæla- og framreiðslugreinum Sveinspróf verða haldin í bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu 7.-9. janúar 2003 í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Umsóknarfrestur er til 1. des. nk. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma. Upplýsingar og umsóknir: Fræðsluráð hótel- og matvælagreina, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík. Sími 580 5254. Fax 580 5255. http://www.fhm.is Fræðsluráð hefur heimild til að fresta prófi í einstökum greinum ef þátttaka verður ónóg. Með umsókn skal fylgja afrit af námssamningi og brautskráningarskírteini eða námsferilsblað iðnmenntaskóla. Fræðsluráð hótel- og matvælagreina. Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Einkatímar í sjálfstyrkingu - Áhrifarík meðferð fyrir eyrnaveik börn 09. — 10. nóv. 1. stig. Helgarnámskeið. 16. — 17. nóv. 2. stig. Helgarnámskeið. Námskeið í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.