Morgunblaðið - 27.10.2002, Page 16
Myndirnar sem keppa
við Hafið og Mávahlátur
Norrænu kvik-
myndaverðlaunin
afhent á þriðju-
dag í beinni sjón-
varpsútsendingu.
SÚ spænska Penelope Cruz og
bandaríska Natalie Portman
leika vinkonur á stríðstímum í
myndinni Head In the Clouds
sem senn fer í tökur í Montr-
éal. Myndin er sögð epísk saga
úr seinni heimstyrjöldinni og
leikur Portman tískuljósmynd-
ara og Cruz vinkonu hennar
sem er sígauni. Leikstjóri er
Ástralinn John Duigan, sem þekktastur er fyrir
Sirens með Hugh Grant.
Cruz og Portman í blíðu og stríðu
Penelope Cruz:
Sígauni í stríði.
NÝJASTA mynd leikstjórans
Curtis Hanson, 8 Mile með
rapparanum umdeilda Eminem
í aðalhlutverkinu, verður frum-
sýnd vestra í næsta mánuði og
fer af henni gott orðspor. Líkur
benda til að næsta verkefni
Hansons, sem frægastur er fyr-
ir LA Confidential, verði dram-
að Lucky You, sem fjallar um ungan pókerspilara
sem þarf að takast á við einkalífsvandamál á sama
tíma og hann reynir að sigra heimsmeistaramót í
þessari merku grein. Handritið skrifar Eric Roth
sem fékk Óskarsverðlaun fyrir handrit sitt að
Forrest Gump en á einnig að baki handritin að Ali,
The Horse Whisperer og The Insider.
Curtis Hanson spilar póker
Curtis Hanson:
Meiri dramatík.
MEXÍKÓSKA myndin Y tu
mama tambien eða Og
mamma þín líka hefur víða farið
og vakið hrifningu, m.a. á Kvik-
myndahátíð í Reykjavík. Nú hef-
ur annar aðalleikari hennar,
Diego Luna, verið ráðinn í aðal-
hlutverk Havana Nights, sem
er framhald af Dirty Dancing-
smellinum frá árinu 1987. Hav-
ana Nights á að gerast árið 1959 á Kúbu þar sem
ung aðflutt stúlka fellur fyrir innfæddum dansara
(Luna) sem rýfur einangrun hennar í vernduðu um-
hverfi. Leikstjóri verður Guy Ferland.
Mexíkóskt ungstirni
í framhaldi Dirty Dancing
Diego Luna:
Dansar á Kúbu.
FÁTT hefur sumsé verið um fína
drætti í þýskri kvikmyndagerð frá
því að Rainer Werner Fassbinder, Wim
Wenders, Margarethe von Trotta, Werner
Herzog, Volker Schlöndorff og Helma Sand-
ers-Brahms komu henni aftur á heim-
skortið með eftirminnilegum hætti
eftir áratuga ládeyðu og niðurlæg-
ingu, allt frá lokum gamla express-
jónismans á þriðja áratugnum (og má
minna á kvikmyndatónleikana með
Metropolis eftir Fritz Lang sem sagt er
frá hér á bíósíðum), gegnum tíma
nasismans og eftirstríðsáranna. Eins
og fram kom í fróðlegum greinum
Ólafs Jóhannessonar kvikmyndagerð-
armanns um sögu þýskra kvikmynda
í Morgunblaðinu í desember árið
2000 kom margt til. Sjóðakerfið
versnaði undir stjórn Helmuts Kohl og
mikil fjölgun sjónvarpsstöðva sogaði
til sín mesta hæfileikafólkið, svo
dæmi séu tekin. Enn hafa Þjóðverjar
ekki, frekar en margar aðrar Evr-
ópuþjóðir, náð að skapa vænleg vaxt-
arskilyrði fyrir greinina andspænis
ofurefli bandarísku Hollywoodris-
anna. Sá kraftur sem leystist úr læð-
ingi við fall Berlínarmúrsins fann
ekki varanlegar leiðir til virkjunar en
einstök verk gáfu þó góðar vonir um
að betri tíð væri í vændum. Þar réð
mestu velgengni kvikmyndarinnar
Lola Rennt eða Hlauptu Lola,
hlauptu eftir Tom Tykwer sem á ný bar
hróður þýskrar kvikmyndagerðar um
allan heim.
Á Kvikmyndahátíð í Reykjavík
höfum við fengið að sjá örfá fleiri
dæmi um að hæfileikar og sköp-
unargleði eru enn til staðar hjá þýsk-
um kvikmyndagerðarmönnum. Nú
lítur rétt einu sinni út fyrir að sú hátíð
sé í andarslitrunum, sem er sérstakt
áhyggju- og umfjöllunarefni. Kvik-
myndaklúbbur SAM-bíóanna, Film-
Undur í Háskólabíói, mun hins vegar
í vetur gefa okkur kost á að sjá
nokkrar athyglisverðar, nýjar þýskar
bíómyndir. Sú fyrsta verður frum-
sýnd nú á föstudaginn, Das Experi-
ment, sem sagt var frá hér á bíósíð-
unum fyrir skömmu.
Ef til vill má líta á Das Experiment
eða Tilraunina sem eina tegund af
viðbrögðum við Hollywoodfram-
leiðslu, þ.e. að gera eins og hún, en
bara betur. Myndin er byggð á skáld-
sögunni Svarti kassinn eftir Mario
Giordano sem aftur byggði á raunveru-
legri tilraun um manninn og Stan-
fordháskólinn í Bandaríkjunum
gekkst fyrir á 8. áratugnum. Vís-
indamenn stóðu þá fyrir atferlisrann-
sókn á 20 manna hópi sjálfboðaliða og
fór hún fram í tilbúnum fangelsis-
aðstæðum . Sjálfboðaliðarnir áttu að
fá 4.000 mörk hver þegar tilrauninni
væri lokið eftir hálfan mánuð. Tólf
þeirra gegndu hlutverkum fanga og
hinir átta fangavarða. Hinir síðar-
nefndu fengu skýr fyrirmæli um að
beita ekki ofbeldi við gæsluna en þeg-
ar þeir brutu þau fyrirmæli fljótlega
varð fjandinn laus. Aðalpersónan í
myndinni er leigubílstjóri, leikinn af
Moritz Bleibtreu, sem hyggst maka
krókinn með því að selja tímariti sögu
tilraunarinnar fyrir stórar fúlgur.
Leikstjóri Das Experiment er Oliver
Hirschbiegel og hefur myndin hlotið
mikla aðsókn og athygli víða um lönd,
m.a. í Bandaríkjunum.
Önnur ný þýsk bíómynd sem Film-
Undur mun sýna í vetur er kannski
andstæða Das Experiment að því
leyti að hún er meira í anda evr-
ópskrar hefðar þar sem er persónu-
drifið mannlegt drama. Hún heitir
Halbe Treppe, sem gæti útlagst Á
miðri leið eða Hálfnuð og fjallar ein-
mitt um fólk sem er hálfnað með lífið,
nánar tiltekið tvenn pör og rekur
annar karlmaðurinn skyndibitastað
Ljósin í þýska svartholinu
Atferlistilraun í fangelsi fer út um þúfur: Moritz Bleibtreu í aðalhlutverki Das
Experiment.
„Mjög fáir atburðir gerast á réttum tíma
og hinir gerast alls ekki,“ sagði sagn-
fræðingurinn og gæti hafa haft þýska
kvikmyndagerð í huga. Eftir það vel
tímasetta blómaskeið sem kennt er við
nýexpressjónismann og tekur mið af ár-
tölunum 1962 til 1982 myndaðist eins
konar svarthol í þýskum kvikmyndum,
þar sem fátt gerðist og enn minna af
góðu. Nú rofar til í sortanum annað slag-
ið og í vetur getur íslenskt kvikmynda-
áhugafólk kynnt sér nokkrar slíkar ljós-
týrur, þá fyrstu um næstu helgi.
SJÓNARHORN
Árni Þórarinsson
ÁRLEGIR kvikmyndatónleikar Kvik-
myndsafns Íslands og Sinfóníuhljómsveitar
Íslands verða haldnir 7. nóvember nk. í Há-
skólabíói þegar Metropolis eftir Fritz Lang
verður sýnd kl. 19:30, og 9. nóvember þeg-
ar Gullæðið eftir Chaplin verður sýnd kl.
15:00. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður
Frank Strobel. Auk þessara bíósýninga á
tveimur sígildum snilldarverkum mun Sjón-
varpið sýna heimildarþátt um þýsku gull-
öldina frá þögla tímabilinu og einnig eitt
frægasta verk Fritz Lang, myndina M.
Að sögn Oddnýjar Sen, skipuleggjanda
tónleikanna, er Metrópólis talin eitt af
furðuverkum kvikmyndasögunnar og var
valin af Lista- og menningardeild UNESC-
OS (Memory of the World) 8. nóvember
2001 sem meistarastykki þögla tímabils-
ins í kvikmyndasögunni. „Myndin var gerð
árið 1926 og er ein af frægustu kvikmynd-
um þýska expressjónismans, þessa tíma-
bils sem ríkti í þýskri kvikmyndagerð og
stóð frá fyrri heimsstyrjöld fram á síðari
hluta þriðja áratugarins. Myndin gerist árið
2000 og er einskonar spásögn af veröld
tuttugustu og fyrstu aldar. Hún gerist í
sérkennilegu samfélagi ofurmanna og
þræla sem búa í skýjakljúfaborginni Metró-
pólis. Borgarstjóri Metrópólis, ríkur iðnjöf-
ur, gerir flókið samsæri með geggjuðum
vísindamanni um að koma á óeirðum til að
berja niður yfirvofandi uppreisn þræla sem
búa við illan kost neðanjarðar. Inn í átökin
blandast sérkennileg ástarsaga á milli son-
ar iðnjöfursins og Maríu, sem gætir barna
þrælanna. Hinn geggjaði vísindamaður býr
til tvífara úr Maríu, vélmenni sem leiðir
þrælana til uppreisnar. Allt fer úr bönd-
unum og það eina sem getur bjargað
Metrópólis eru endanlegar sættir á milli
„stéttanna“ tveggja og endurfundir son-
arins og hinnar réttu Maríu.“
Lang og hrifning Hitlers
Oddný segir að myndin sé einhver dýr-
asta kvikmynd sem var gerð á þessu tíma-
bili og tók tvö ár í framleiðslu. „Alls
37.633 leikarar og statistar komu fram í
myndinni og tvö milljón fet af filmu fóru í
tökur. Lang vann hvert atriði með kvik-
myndatökumönnum sínum af mikilli ná-
kvæmni. Hann notaði gífurlegan mannskap
til að mynda geometrísk mynstur og
tæknibrellurnar vekja undrun enn þann dag
í dag. Þarna var m.a. fundin upp aðferð við
að stækka sviðsmyndina með notkun
spegla og kallast tæknibrellan Shuftan-
aðferðin. Talið er að hugmyndina að skýja-
kljúfunum megi rekja til fyrstu áhrifa
Langs af New York en hann var arkitekt
að mennt. Í Metrópólis koma fram hug-
myndir um ofurmenni og þræla, sem eru
byggðar á heimspekikerfi Nietszche sem
áttu vaxandi fylgi að fagna í Þýskalandi
með tilkomu nasismans og vann eiginkona
Langs, Thea Von Harbou, handritið að
myndinni en hún gerðist síðar virkur nas-
isti. Ætlun Langs var þó ekki að ýta undir
hugmyndakerfi nasismans, heldur reyndi
hann að sætta þrælana og ofurmennin í
lok myndarinnar. Þrátt fyrir góða viðleitni
Langs hreifst Hitler svo af myndinni að
hann bauð Lang stöðu forstöðumanns allr-
ar kvikmyndaframleiðslu þriðja ríkisins.
Lang þáði ekki stöðuna og flúði til Banda-
ríkjanna þegar Hitler komst til valda.“
Flækingurinn leitar gulls
Gullæðið er meðal frægustu mynda
Chaplins en í henni er litli flækingurinn
staddur um aldamótin 1900 í vetrarríki
Alaska í leit að gulli. „Gullæðið var ein af
eftirlætismyndum Chaplins sjálfs,“ segir
Oddný. „Hann sagði jafnan að hún væri
kvikmyndin sem hann vildi láta minnast
sín með. Hún hefur notið feikna vinsælda
allar götur síðan hún var frumsýnd árið
1925 og er einn af gullmolum þögla tíma-
bilsins í kvikmyndasögunni.
Í myndinni leitar flækingurinn skjóls
undan hríðarbyl í litlum kofa ásamt öðrum
gullgrafara (Mack Swain). Þeir félagar
komast hvergi til að leita matfanga vegna
veðursins og neyðast því til að borða
soðna skó á þakkargjörðardaginn. Þegar
veðrið gengur niður fer flækingurinn á
knæpu í grenndinni sem er fjölsótt af gull-
leitarmönnum og verður ástfanginn af
ungri stúlku að nafni Georgia (Georgia
Hale). Hún svíkur hann grimmilega en leið-
ir þeirra liggja saman síðar í myndinni á
óvæntan hátt.“
Tvífari Maríu: Vélmenni leiðir þrælana
til uppreisnar.
Gullæðið: Flækingurinn prófar nýjan matseðil.
Metropolis Fritz Lang og Gullæði Chaplins á kvikmyndatónleikum
Spásögn frá 1926 um
veröld 21. aldarinnar
Metropolis: Samfélag ofurmenna og þræla í
skýjakljúfaborginni.
BRESKI úrvalsleikarinn Tom
Wilkinson, sem var tilnefndur
til Óskarsverðlauna á þessu ári
fyrir In the Bedroom, hefur
ekki undan við að taka við til-
boðum um ný verkefni og hefur
nú valið þrjú sem öll eru innan
óháða kvikmyndageirans í
Bandaríkjunum. Þetta eru
myndirnar Girl With a Pearl
Earring eftir Peter Webber, Seventh Heaven eftir
Gillian Armstrong og Living and Breathing eftir
Keith Fulton og Louis Pepe.
Wilkinson upptekinn og óháður
Tom Wilkinson:
Nóg að gera.