Morgunblaðið - 27.10.2002, Page 17

Morgunblaðið - 27.10.2002, Page 17
sem nefnist einmitt Halbe Treppe. Samspil þessa fólks skapar þeim ör- lög sem bæði eru kómísk og harmræn og hefur myndin notið mikilla vin- sælda í heimalandi og hlotið afburða dóma. Leikstjórinn er Andreas Dresen sem við þekkjum hér af Nacht- gestalten og sýnd var á Kvik- myndahátíð í Reykjavík. Sú var prýðilega heppnuð hópsaga að hætti Short Cuts Altmans en Halbe Treppe er annars eðlis og einbeitir sér að fáum persónum sem leikararnir mót- uðu og spunnu að hætti Mikes Leigh. Það er tilhlökkunarefni að eiga von á þessum þýsku gestum, og vonandi fleirum í vetur. Gaman væri ef í hóp- inn bættist til dæmis Nirgendwo in Afrika eða Hvergi í Afríku eftir Car- oline Link sem sópaði til sín þýsku kvik- myndaverðlaununum í ár og er einnig vinsælasta þýska mynd ársins til þessa með 1,1 milljón selda miða. Þá væri ekki ónýtt að sjá nýjustu mynd mannsins sem ýmsir telja upphafs- mann endurreisnar þýskrar kvik- myndagerðar, Toms Tykwer. Hún er Heaven eða Himinn sem Tykwer gerði eftir handriti Krzystofs heitins Kiesl- owski. Kannski förum við að sjá heið- skíran himin yfir Berlín eftir áralang- an sólmyrkva. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 B 17 bíó BEN Cronin virð- ist hafa allt það í hendi sér sem ungir menn geta óskað sér. Hann er góður nemandi, innsti koppur í búri í vinahópnum og kærastan hans, Amy Miller, er algjört æði. Í ofanálag hefur Ben frábæra sundhæfileika, sem eru að fleyta honum inn í góðan háskóla. Ben lætur samt velgengnina ekki stíga sér til höfuðs heldur leggur sig allan fram, bæði við námið og sundþjálfunina. Ver nánast öllum frístundum í æfingar og heldur svo gott sem til í lauginni. Allt gengur að óskum þangað til Madison Bell flytur í bæinn. Hún er glæsileg og veit hvað hún vill og er ekki vön því að vera hafnað. Madison verður sam- stundis hrifin af Ben og fyrr en varir er hún byrjuð að beita öllum brögðum til að góma hann. Það gengur ekki til að byrja með svo klækirnir stigmagn- ast uns markinu er náð eina kvöld- stund. Madison verður aðalaðdáandi sundgarpsins, en fljótlega hans helsta martröð þegar aðdáunin og síðan höfnunin breytist í þráhyggju og bilun sem endar með morði. Þetta er sögu- þráður unglingaspennumyndarinnar Swimfan, sem frumsýnd verður hér- lendis á næstunni. Með helstu hlut- verk fara Erika Christensen, Shiri Appleby, Dan Hedaya og Jesse Brad- ford. Leikstjóri er John Polson. Freistingarnar leynast alls staðar Swimfan: Jesse Bradford í aðal- hlutverkinu. Stórstjörnurnar Ben Affleck og Samuel L. Jackson fara með aðal- hlutverk tveggja þverhausa í spennu- tryllinum Changing Lanes, sem vænt- anleg er í bíóhúsin. Lögfræðingurinn og framapotarinn Gav- in Banek og heim- ilisfaðirinn og alkóhólistinn Doyle Gipson mega engan tíma missa á þeytingi eftir hraðbrautinni til að ná í dómsalinn á réttum tíma. Banek þarf að fá afgreidda veigamikla pappíra varðandi eignarhald fyr- irtækis síns, en Gipson að láta ganga frá fasteignakaupum í New York til að afstýra því að kona hans og börn flytji á brott frá honum til vestur- strandarinnar. Þá gerist óhappið. Bílar þeirra rekast saman, þó ekki alvarlega, en nóg til þess að þeir tefj- ast, eiga orðaskak og flýta sér síðan á brott. Tímatapið á eftir að gera þeim óleik því báðir mæta of seint til að reka sín áríðandi erindi fyrir dóm- stólum. Leikstjóri er Roger Michell. Þverhausar lenda saman Changing Lan- es: Ben Affl- eck á frum- sýningunni. Ert þú að tapa réttindum Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðsfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 2002: en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember n.k. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: Ell i l ífeyri Makalífeyri Barnalífeyri Örorkulífeyri Fáir þú ekki yfirlit, Gættu réttar þíns Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnu- veitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður Rangæinga Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður Suðurlands Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Lífeyrissjóður Vesturlands Sameinaði lífeyrissjóðurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.