Morgunblaðið - 27.10.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.10.2002, Qupperneq 19
myndum landa síns Emirs Kustu- rica. Um efni sögunnar segir Straume: „Lífið er svo harmrænt að geti maður ekki hlegið að því er sjálfsvíg á næsta leyti.“ Unni Straume er 47 ára að aldri og hefur gert fjórar bíómyndir. Hún segir að þær eigi það sameiginlegt að vera sammannlegar. „Fyrir utan Til en ukjent gætu þær gerst hvar sem er.“ Sjálf hefur hún nú sest að á Ítalíu og segir að nýju heimkynnin hafi æ meiri áhrif á verk sín. „Við erum svo rétthugsandi í Noregi. Allt of rétt- hugsandi. Erum stöðugt upptekin af að gera allt á réttan hátt þegar ekki liggur alltaf ljóst fyrir hvað er rétt.“ NOREGUR: Alt om min far eða Allt um föður minn er heimild- armynd í fullri lengd af afar persónu- legu tagi. Leikstjórinn og handrits- höfundurinn Even Benestad gerir þessa mynd, vopnaður myndbands- tökuvél, sem fangaði 93 klukkustund- ir af efni, og 14 klukkustundum af gömlum fjölskyldumyndum á Super 8-filmu, um föður sinn, Esben Esther Pirelli Benestad, virtan lækni í bæn- um Grimstad sem jafnframt er fræg- asti klæðskiptingur Noregs. Tólf ára gamall rann upp fyrir honum, þar sem hann bjó í strangkristnu um- hverfi, að hann hafði unun af því að klæða sig í kvenföt. „Ég vildi einbeita mér að tímanum áður en hann „kom út úr klæðaskápnum“ opinberlega,“ segir Evan Benestad, „og skapa mynd af draumum hans, ótta og framtíðarsýn. Lengi var löngun hans leynilegt feimnismál, ekki síst á með- an hann var að byggja upp orðstír sinn sem læknir. Núna hefur hann hlotið svo almenna viðurkenningu að hann mætir engri tortryggni hjá bæjarbúum. Búast hefði mátt við borgaraupphlaupi þegar þetta kom í ljós en litli bærinn reyndist umburð- arlyndari en ætlað var.“ Allt um föður minn fékk Amönd- una sem besta mynd Noregs og hana sáu um 76 þúsund manns. Even Benestad er 28 ára að aldri og hefur ekki áður gert mynd fyrir kvik- myndahús. Hann er nú að skrifa handrit að gamanmynd sem heitir Flick. SVÍÞJÓÐ: Lilja 4-Ever eða Lilja að eilífu er nýjasta mynd þess norræna kvikmyndaleikstjóra sem hvað mesta hrifningu hefur vak- ið seinni árin, Lukas Moodysson. Í þessari þriðju bíómynd sinni (á eftir Fucking Åmål og Tillsammans) fjallar Moodysson um brýnt við- fangsefni úr samtímanum, þ.e. sölu á konum sem kynlífsþrælum. Lilja 4-Ever segir frá titilpersón- unni, Lilju, 14 ára stúlku sem býr í útverfi borgar einhvers staðar í gömlu Sovétríkjunum. Móðir hennar hefur flust til Bandaríkjanna með nýjum manni og Lilja bíður eftir merki þess að hún eigi að fylgja á eft- ir. En hvorki koma sendibréf né pen- ingar að vestan. Eini vinur Lilju er 11 ára drengur, Volodya, og saman láta þau sig dreyma um betra líf. Og einn góðan veðurdag birtir upp: Lilja verður ástfangin af Andrei sem vill að hún komi með sér til Svíþjóðar. Þangað fara þau flugleiðis og Volod- ya er skilinn eftir, fullur afbrýðisemi og grunsemda. Moodysson tók myndina í Eist- landi og í Svíþjóð. Hún fékk á fyrstu sýningarviku í Svíþjóð 47 þúsund áhorfendur á 52 tjöldum, sem er næst mesta aðsókn til þessa per tjald í sögu kvikmyndasýninga í Svíþjóð. Lukas Moodysson er nú 33 ára að aldri en aðeins 17 ára að aldri hafði hann sent frá sér ljóðabók. Hann er menntaður í kvikmyndagerð frá kvikmyndaskólanum í Stokkhólmi og segir um fagvalið: „Ef maður vill breyta heiminum verður maður að taka ábyrgð. Ég geri það með því að búa til bíómyndir; það er það eina sem ég kann.“ Ingmar Bergman skrifaði um frumraunina Fucking Åmål: „Fyrsta meistaraverk ungs manns.“ Myndin fékk sænsku kvikmyndaverðlaunin og náði um 900 þúsund Svíum í bíó. Það sama gerði Tillsammans og bætti við tveimur milljónum erlendis. Báðar verða þær endurgerðar er- lendis, sú fyrrnefnda í Hollandi, sú síðarnefnda í Englandi. SVÍÞJÓÐ: Leva livet eða Lifðu lífinu markar endur- komu leikstjórans Mikaels Håfström til kvikmyndagerðar eftir sex ára hlé, en frumraun hans, Vendetta eða Blóðhefnd, sem byggðist á sögu Jans Guillou um leyniþjónustumanninn Carl Hamilton, var frumsýnd 1995 og fékk 600 þúsund gesti. Leva livet byggist á annars konar bókmenntum eða smásagnasafninu Februari eftir rithöfundinn Hans Gunnarsson. Þeir Håfström og Gunnarsson unnu handritið í sameiningu en það fjallar um ellefu manneskjur sem búa í blokk og eru, hver með sínum hætti, komnar að kaflaskilum í lífinu. Dag Leva livet hreppti sjö tilnefningar til sænsku kvikmyndaverðlaunanna og um 200 þúsund manns sáu mynd- ina í heimalandinu. Mikael Håfström er 42 ára að aldri, menntaður í Stokk- hólmi og New York, og hóf starfsferil sinn sem handritshöfundur og síðar leikstjóri sjónvarpsþátta. Hann er nú í tökum á nýrri mynd eftir verkum Jans Guillou, að þessu sinni Ondskan eða Hið illa, sjálfsævisögulegri skáld- sögu sem kom út fyrir tveimur ára- tugum. Nú er að sjá hvernig Hafinu og Mávahlátri reiðir af í viðureigninni við þessar norrænu úrvalsmyndir, sem vonandi verða allar sýndar hér- lendis hið allra fyrsta. frá degi hafa þau ekki mikil afskipti hvert af öðru en sögur þeirra tvinn- ast saman fyrir tilstilli ryksugusala, sem kannski er ekkert sérlega góður sölumaður en þeim mun betri hlust- andi. Fólkið í blokkinni er m.a. ungt og ástfangið par, kona sem vill eign- ast barn þótt eiginmaðurinn hiki, sér- vitringur sem lifir fyrir minninguna um látinn maka, þýskur klarinettu- leikari sem eitt sinn spilaði fyrir Hitl- er, og hjón sem hafa búið saman svo lengi að þau halda ýmsu leyndu hvort fyrir öðru. „Í mínu starfi er reynslan ávallt mikilvæg undirstaða sem maður byggir á,“ segir Håfström. „Og flest- ar bíómyndir fjalla um samskipti fólks.“ er norrænt Hreinsað til! frá Finnlandi: Hljómsveitin Cleaning Women slær taktinn — ef ekki í gegn. Lifðu lífinu frá Svíþjóð: Fólkið í blokkinni á krossgötum.Elska þig að eilífu frá Danmörku: Susanne Bier fjallar um brothætt líf. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 B 19 bíó Happdrætti Hjartaverndar sími 535 1825. Einnig er hægt að panta miða í gegnum tölvupóst á happ@hjarta.is Greiðslu- og gírókortaþjónusta Sendum um land allt Stuðningur þinn skiptir máli HJARTAVERND OD DI H F - I 95 99 DREGIÐ6.NÓVEMBER I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.