Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241 Fax 5 444 211 Netf.: netsalan@itn.is Opið mán. - fös. kl. 10:00 - 18:00, lau. 10:00 - 12:00 OVERLAND og LIMITED 2003 ÁRG. ER KOMIN JEEP GRAND CHEROKEE NETSALAN VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, fór í heimsókn á sunnudag til Lapp- lands í boði Jari Vilén, utanrík- isviðskipta- og Evrópumálaráð- herra Finnlands, og skoðaði þar landbúnaðarhérað ásamt nokkrum embættismönnum og formanni Bændasamtaka Íslands, Ara Teits- syni. Ferðin var farin í tengslum við Norðurlandaráðsþing, sem hefst í Finnlandi í dag, auk þess sem verið var að endurgjalda heimsókn Vilén til Íslands frá því í sumar. Valgerður sagði við Morg- unblaðið að markmið ferðarinnar hefði m.a. verið að skoða stöðu Lappa í landbúnaðar- og byggða- málum en Vilén er einmitt frá Lapplandi. Einnig hefði verið aflað upplýsinga um reynslu Finna af því að vera innan Evrópusam- bandsins. Hún sagði ferðina hafa verið afar ánægjulega og fróðlega. „Við sáum að Finnar eru að gera góða hluti í landbúnaðar- og byggðamálum. Mér fannst áhuga- vert að þeim hefur tekist að laga landbúnaðinn að ferðaþjónustu. Á hreindýrabúgarð, sem við skoð- uðum í Lapplandi, koma um 30 þúsund ferðamenn á ári. Finnum hefur tekist að selja snjóinn, ef svo má segja, því flestir ferðamenn koma að vetrarlagi. Boðið er upp á vélsleðaferðir og margt fleira at- hyglisvert,“ sagði Valgerður. Hún sagði finnska bændur eiga á brattann að sækja líkt og íslensk- ir starfsbræður þeirra en í Finn- landi virtist ríkja meiri stöðugleiki og sátt innan greinarinnar en áð- ur. Hvort það væri vegna aðildar að Evrópusambandinu sagðist Val- gerður ekki geta fullyrt um. Hins vegar væri sátt um þá landbún- aðarstefnu sem rekin væri með töluverðum styrkjum og öðrum stuðningi. Valgerður sagði það einnig hafa verið athyglisvert að sjá hve Finn- um hefði tekist vel til í ferðaþjón- ustunni með því að gera út á jóla- sveininn og norðurheimskautið. „Sjálfsagt erum við búin að missa sérstöðuna varðandi jólasveininn en við gætum áreiðanlega lært margt annað af Finnum,“ sagði Valgerður. Valgerður Sverrisdóttir í heimsókn til Lapplands „Finnum hefur tekist að selja snjóinn“ Ljósmynd/Markku Leskinen „Sem sönn sveitakona verð ég að sjá markið,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir er hún skoðaði eitt hreindýranna á búgarði skammt frá Rovaniemi ásamt finnska ráðherranum Jari Vilén. Ari Teitsson, formaður Bændasamtak- anna, fylgdist með og hreindýrabóndinn hélt um höfuð skepnunnar. UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýju áliti að úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta hafi brotið stjórnsýslulög á konu sem kvartaði yfir því að nefndin svaraði ekki erindi hennar fyrr en eftir fimm mánuði. Fór hún fram á að fá aðgang að gögnum tveggja mála sinna fyrir nefndinni. Telur umboðsmaður að það hafi dregist lengur en samrýmist reglum stjórnsýsluréttar um málshraða að nefndin svaraði beiðni konunnar, sem er sjálfstætt starfandi atvinnurek- andi á Norðurlandi vestra. Fimm mánuðir hafi liðið frá því að konan rit- aði nefndinni bréf þar til að hún fékk aðgang að umræddum gögnum. Þá gerir umboðsmaður einnig at- hugasemd við það að nefndin dró hann á svörum við beiðnum sínum en fimm mánuðir liðu frá því að umboðs- maður sendi nefndinni bréf og þar til að honum var svarað. Er þeim tilmæl- um beint til hennar að hún hagi máls- meðferð sinni framvegis í samræmi við sjónarmið álitsins. Um þetta segir umboðsmaður m.a. í áliti sínu: „Eigi úrlausnir umboðsmanns Al- þingis í einstökum málum að hafa eðlilegan framgang er nauðsynlegt að stjórnvöld láti umbeðnar upplýsingar í té sem fyrst eða skýri að öðrum kosti tafir á upplýsingagjöf. Ég tel að í þessu máli hafi það dregist úr hófi að úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta svaraði fyrirspurnum mínum. Eru það tilmæli mín að slíkt endurtaki sig ekki og svörum við erindum umboðs- manns Alþingis í tilefni af kvörtunum sem honum berast sé svarað innan hæfilegs tíma.“ Úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta Braut stjórn- sýslulög að mati umboðsmanns FYRRVERANDI stýrimaður á Mánafossi, sem ákærður er fyrir hlutdeild í innflutningi á tæplega 20 kílóum af kannabisefnum sagðist við þingfestingu málsins í gær ekki hafa vitað hvað var í pakka sem hann tók við í Rotterdam, geymdi um borð í skipinu og varpaði fyrir borð þegar skipið var statt við Engey. Í ákæru kemur fram að maðurinn og aðrir sakborningar í málinu gerðu mikla leit að pakkanum, köfuðu ítrekað eftir honum og notuðu jafn- vel neðansjávarmyndavél en án ár- angurs. Rúmlega mánuði eftir að pakkinn týndist var stýrimaðurinn handtekinn í bifreið sinni með um 10 kíló af hassi sem hann hafði skömmu áður sótt um borð í Goðafoss. Alls þrjár tilraunir en aðild misjöfn Stýrimaðurinn var einn af sjö mönnum sem komu fyrir Héraðs- dóm Reykjavíkur í gær þegar þing- festar voru ákærur gegn þeim í tengslum við innflutning á samtals um 25 kílóum af kannabisefnum til landsins. Um er að ræða þrjár smygltilraunir, í júní árið 2000 var maður stöðvaður með tæplega fimm kíló af hassi á Keflavíkurflugvelli, í júlí var pakkanum kastað í sjóinn við Engey og í september var stýrimað- urinn handtekinn með 10 kíló af kannabis. Í ákæru kemur fram að aðild sjömenninganna að málunum hafi verið afar misjöfn og aðeins einn þeirra tengist þeim öllum, maðurinn sem sakaður er um að hafa útvegað efnin í Rotterdam. Hann var fram- seldur frá Hollandi á þessu ári og fyrir dómi í gær játaði hann að hafa útvegað 15 kíló af kannabisefni en neitaði að öðru leyti sök. Einn sak- borninga er aðeins sakaður um að hafa lánað bifreið sem notuð var til að sækja fíkniefnin en aðrir um að hafa aðstoðað við leit að týnda pakk- anum, haft milligöngu um að koma mönnum í samband við manninn í Rotterdam eða lagt á ráðin um fjár- mögnun á fíkniefnakaupunum. Símtöl milli hinna grunuðu voru hleruð og fylgst var með þeim þegar þeir gerðu árangurslausar tilraunir til að finna pakkann sem kastað var fyrir borð. Aðalmeðferð málsins fer fram í byrjun desember og er þá gert ráð fyrir að spila hluta af upptökunum fyrir dóminn. Ákært fyrir inn- flutning á 25 kílóum af hassi ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarfulltrúi áttu í gær fund í Peking með Meng Xuenong, staðgengli borgarstjórans í Peking. Á fundinum var einkum rætt um samstarf til að flýta nýtingu jarðhita í Peking á grundvelli þeirrar reynslu sem fengist hefur á Íslandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skrifstofu borgarstjóra. Auk Árna Þórs og Vilhjálms sátu fundinn Vignir Albertsson, skipu- lagsfulltrúi Reykjavíkurhafnar, Ólafur Egilsson, sendiherra Íslands í Peking og Auður Edda Jökulsdóttir sendiráðunautur. Í fréttatilkynningunni kemur fram að báðir aðilar hafi á fundinum fagnað samkomulagi milli Orkuveitu Reykjavíkur og fyrirtækisins Enex annars vegar og fyrirtækja á vegum borgaryfirvalda í Peking hins vegar um tækniráðgjöf og hönnun hita- veitu í norðurhluta borgarinnar. „Fram kom áhugi á að þróa sam- starfið enn frekar og lýsti Meng yfir því að borgaryfirvöld í Peking myndu fyrir sitt leyti búa í haginn fyrir önnur samstarfsverkefni, þ. á m. í tengslum við uppbyggingu Ól- ympíuþorps fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008,“ segir í fréttatilkynn- ingunni. Þá segir að sendinefnd Reykjavík- urborgar hafi í síðustu viku tekið þátt í alþjóðaráðstefnu hafnarborga í Norður-Kína þar sem fulltrúar frá 80 löndum fjölluðu um sambýli hafn- ar og borgar. Sendinefnd Reykjavíkurborgar í Peking Rætt um frekara sam- starf til að nýta jarðhita ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær erindi um samstarf á norð- urslóðum í Háskólanum í Oulu í Finnlandi. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands var Ólafi Ragnari boðið að kynna sér starfsemi háskólans og halda þar fyrirlestur. Forsetinn mun einnig sitja 54. þing Norðurlandaráðs, en það verður sett í Helsinki í dag. Í erindi sínu hvatti Ólafur Ragnar Grímsson m.a. há- skóla og rannsóknarstofnanir til að leggja aukna áherslu á málefni norðurslóða. Nefndi hann m.a. málefni á borð við stjórnun og nýtingu náttúru- auðlinda sem og samstarf á sviði menningar og lista. Þá hvatti hann m.a. til þess að háskólar og rannsóknarstofn- anir legðu aukna áherslu á þróun stjórnmálastofnana á norðurslóðum, m.a. með því að styrkja starfsemi alþjóð- legra nefnda, ráða og svæð- isbundinna stofnana. Forseti Íslands í Háskólanum í Oulu Aukin áhersla á málefni norðurslóða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.