Morgunblaðið - 29.10.2002, Page 6

Morgunblaðið - 29.10.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁTTA ÁRA drengur meiddist á fæti er hann hrapaði í hlíðum Úlfarsfells á sunnudag. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans. Lögreglumenn frá lögreglunni í Reykjavík komu fyrstir á vettvang ásamt Neyðarsveit Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins. Björgunarsveit- ir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru í kjölfarið kallaðar út og sigu björgunarsveitarmenn með hinn slasaða á sjúkrabörum niður úr hlíð- um fjallsins. Drengurinn var á ferð með fjölskyldu sinni þegar óhappið varð um klukkan 15. Hann rann til og lenti í framhaldi af því í sjálfheldu í gili norðvestanmegin í Úlfarsfelli, fyrir ofan skógræktina. Lögreglan kallaði til undanfara- sveitir Landsbjargar og tók félagið ákvörðun um að senda 15 björgunar- sveitarmenn upp í fjallshlíðarnar og hafa aðra 15 í viðbragðsstöðu. Komið var með drenginn á spítala kl. 16.27. Morgunblaðið/Kristinn Bjargað af Úlfarsfelli IÐULEGA koma upp margskonar ísmyndanir þegar vatnsúði fellur í frostum svo sem verið hefur inn til landsins undanfarið. Systurnar Sólveig Arna og Ragn- heiður Björk Einarsdætur sem eiga heima í Miðfells- hverfi í Hreppum tylltu sér á vatnsker sem ætlað er hrossum ásamt tíkinni Töru í bjartviðrinu á sunnudag- inn. Nú eru komnar veðurbreytingar og fer að hlýna á landinu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sóla sig í frostblíðunni EMBÆTTIÐ landlæknis hefur ný- lega hafið úttekt á starfi fjögurra heil- brigðisstofnana á landsbyggðinni, þ.e. heilbrigðisstofnana þar sem heilsu- gæslustöð og sjúkrahús eru starfrækt sem ein stofnun. Þetta eru stofnan- irnar á Akranesi og í Vestmannaeyj- um, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Úttektin er þáttur í framkvæmd nýrra og bættra aðferða við lögbund- ið eftirlit embættisins með heilbrigð- isstofnunum, að því er fram kemur á heimasíðu þess. Í kjölfarið verður gerð úttekt á fleiri heilbrigðisstofn- unum. Hún fer m.a. þannig fram að stjórnendum stofnananna fjögurra ber að svara spurningalistum um ým- is starfsmannamál, starfsaðstöðu og starfsleyfi auk þess sem spurt er um ýmsa faglega þætti og öryggisþætti. „Innan tíðar verða sendir út listar til starfsfólks til þess að kortleggja þætti sem varða vinnuumhverfi, stjórnun, gæði þjónustunnar, kennslu og rann- sóknir, starfsánægju og aðbúnað á vinnustað,“ segir ennfremur á heima- síðu embættisins. Niðurstöðum verður safnað saman í skýrslu og eftir heimsókn landlækn- is og yfirhjúkrunarfræðings eða full- trúa þeirra fá stofnanirnar skriflega umsögn frá embættinu. Samkvæmt lögum ber Landlækn- isembættinu að hafa faglegt eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heil- brigðisstéttum annars vegar og starfi og starfsaðstöðu þeirra hins vegar. Úttekt á starfi heilbrigðisstofnana SÍMINN hefur fargað könnun sem lögð var fyrir um 200 nemendur í fjórum grunnskólum í Reykjavík í kjölfar kvörtunar sem barst frá for- eldri eins nemandans. Könnunin var lögð fyrir í lok heimsóknar nemenda í 9. bekk í fyrirtækið. Í könnuninni var meðal annars spurt við hvaða farsímafyrirtæki nem- endurnir skiptu ef þeir ættu far- síma, hvaða sjónvarpsþáttur væri í uppáhaldi hjá þeim og hvaða vefsíð- ur þeir heimsæktu oftast. Pétur Orri Þórðarson, skólastjóri Hvassaleitisskóla, segir að Fræðslumiðstöð þurfi að sam- þykkja allar kannanir sem lagðar séu fyrir grunnskólanemendur auk Persónuverndar. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, það verður að fara þessa leið og fá leyfi,“ segir Pétur Orri. Hann segir að hann hafi ekki vitað af þessari könnun þegar Sím- inn bauð nemendunum í heimsókn en hann hafi fengið þær upplýs- ingar að búið væri að henda úr- lausnarblöðunum. Kennarar voru viðstaddir könnunina Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir það hafa verið mistök að leggja þessa könnun fyrir nemendurna, það hafi upphaflega ekki staðið til. Kennarar hafi verið viðstaddir þegar könnunin var lögð fyrir og aldrei hafi neinn gert at- hugasemd fyrr en eitt foreldranna hafði samband í vikunni sem leið. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að henda úrlausnarblöðunum, en ekki hafi verið byrjað að vinna úr könn- uninni. Heimsóknin hafi verið und- irbúin í samvinnu við fræðsluyfir- völd sem hafi þó ekki vitað af könnuninni enda hafi hún ekki ver- ið samþykkt innan fyrirtækisins. Heiðrún leggur áherslu á að ekki hafi verið beðið um neinar bak- grunnsupplýsingar eins og aldur eða kyn og því hafi ekki verið hægt að rekja upplýsingarnar til ákveð- inna einstaklinga. „Við hörmum þessi mistök, það hefur ekkert verið notað úr þessu og verður ekki gert,“ segir Heið- rún. Síminn lagði könnun fyrir nema án leyfis fræðsluyfirvalda Könnuninni fargað eftir athugasemd foreldris EDDA miðlun og útgáfa kynnti í gær fyrra bindi ævisögu Jóns Sig- urðssonar forseta eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing sem nú er að koma út. Í kynningu útgefanda segir m.a.: „Engan mann hefur íslenska þjóðin dýrkað jafnmikið og Jón Sigurðs- son. Hún hefur kallað hann þjóð- hetju, forseta, sagt hann vera sóma Íslands, sverð þess og skjöld, og fæðingardagur hans 17. júní er þjóðhátíðardagur Íslendinga.“ Bók Guðjóns er fyrsta ítarlega ævisaga Jóns Sigurðssonar í ríf- lega 70 ár. Síðan þá hafa marg- víslegar nýjar heimildir komið fram og viðhorf manna til ævi- sagnaritunar breyst mikið, auk þess sem pólitískt umhverfi er ann- að. Þannig leggur Guðjón miklu meiri áherslu á manninn Jón Sig- urðsson, persónu hans, skoðanir og einkahagi. Þá er í bókinni mikil Kaupmannahafnarsaga, þar sem Jón býr lungann úr ævi sinni, bæði hvað varðar lýsingar á daglegu lífi og samfélagi danskra og íslenskra stúdenta og menntamanna í borg- inni. „Þá er Jón settur í samhengi við stefnur og strauma í dönskum og alþjóðlegum stjórnmálum, sem Guðjón leiðir sterk rök að hafi skipt miklu máli fyrir hugmyndir Jóns, enda er það ekki lengur feimnismál að íslensk sjálfstæðis- barátta hafi verið nátengd hrær- ingum í dönsku stjórnmálalífi og jafnvel þegið hugmyndir þaðan.“ „Dýrasti þingmaður landsins“ Í bókinni kemur ma. fram að mikill mótblástur var gegn Jóni fyrir kosningarnar til þjóðfundar- ins 1851 og að hann stóð mjög tæpt í kjördæmi sínu. Hin harða gagn- rýni á Jón fólst ekki síst í því að hann þótti dýr á fóðrum og var meðal annars kallaður „Dýrasti þingmaður landsins“. Í bókinni kemur fram að stuðningur við Jón er langminnstur í hans eigin heimahögum, og jafnvel hans nán- asta fjölskylda ómakar sig ekki á kjörstað til þess að styðja hann. Þegar Jón er kjörinn þjóðfundar- maður fyrir Ísafjarðarsýslu var kjörsókn ein sú lakasta á landinu, aðeins rúmlega 14 prósent. Guðjón lýsir því líka í hinni nýju ævisögu að Jón Sigurðsson íhugaði alvar- lega að hætta öllum afskiptum af stjórnmálum í kjölfar gagnrýninn- ar, en helstu stuðningsmenn hans veltu því fyrir sér að hvetja hann til framboðs í öðru kjördæmi. Morgunblaðið/Jim Smart Guðjón Friðriksson með fyrra bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar. Fyrra bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar komið út Áhersla lögð á persónuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.