Morgunblaðið - 29.10.2002, Page 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJA útgáfa Íslenskrar
orðabókar kemur út hjá Eddu
– miðlun og útgáfu hf. 1. nóv-
ember næstkomandi en nú
þegar hafa verið seld rúmlega
1.000 eintök af bókinni í for-
sölu.
„Ég þekki ekki önnur dæmi
um slíkan gang í forsölu eins
og hefur verið á orðabókinni
að undanförnu,“ segir Hrann-
ar B. Arnarsson, forstöðumað-
ur sölu- og markaðssviðs
Eddu – miðlunar og útgáfu.
Orðabókin er seld með 25%
afslætti í forsölunni eða á
15.000 kr. Bókin verður seld í
forsölu út þennan mánuð en
kemur svo í verslanir 1. nóv-
ember.
Íslensk orðabók kom fyrst
út árið 1963, undir ritstjórn
Árna Böðvarssonar. Bókin var
endurskoðuð og gefin út að
nýju árið 1983. Annaðist bóka-
útgáfa Menningarsjóðs útgáf-
una í bæði skiptin. 1992 keypti
Mál og menning útgáfuréttinn
að orðabókinni og er orðabók-
in nú í höndum Eddu − miðl-
unar og útgáfu. Hópur fólks
hefur unnið að endurbótum á
orðabókinni undanfarin ár.
,,Þetta er þrekvirki í bókaút-
gáfu og ekki skrítið að eftir
því sé beðið með nokkurri eft-
irvæntingu, enda búið að vinna
að því í a.m.k. tíu ár hér innan
húss. Það er því mjög kær-
komið að fá svona hlýjar mót-
tökur hjá almenningi,“ segir
Hrannar.
1.000
eintök
þegar
seld í
forsölu
Þriðja útgáfa
Íslenskrar orðabókar
kemur út 1. nóvember
HILDUR Rúna
Hauksdóttir er hætt
mótmælasvelti sem hún
hóf 7. október sl. vegna
fyrirhugaðra virkjana-
og stóriðjufram-
kvæmda við Kára-
hnjúkavirkjun og
Norðlingaölduveitu.
Hildur Rúna kveðst í
samtali við Morgun-
blaðið hafa hætt mót-
mælasveltinu um
kvöldmatarleytið í
fyrradag.
„Það var komið nóg,“
segir hún og tekur fram
að tilganginum hafi verið
náð. Sveltið hafi vakið mikla athygli
og hrundið af stað nýrri umræðu um
Kárahnjúkavirkjun.
„Með mótmælasveltinu
vildi ég vekja athygli á
þeim náttúruspjöllum
sem er verið að fremja
með framkvæmdun-
um,“ segir hún. Innt
eftir því hvort það hafi
ekki verið erfitt að
svelta sig, segir hún
svo vera, en tekur þó
fram að hún hafi fundið
fyrir miklum stuðningi.
„Ég fann fyrir þakk-
læti og stuðningi úr öll-
um áttum og það gerði
þetta miklu auðveld-
ara.“ Aðspurð segist
hún fara varlega í það að borða á
næstunni. Hafraseyði og mjólkur-
sopi var það fyrsta sem hún bragðaði
eftir að mótmælasvelti hennar lauk.
Tíminn mun leiða
árangurinn í ljós
Mótmælasvelti Hildar vakti at-
hygli í erlendum fjölmiðlum, m.a í
breska blaðinu The Observer. „Þess-
ir fjölmiðlar hafa kannski tekið eftir
þessu vegna þess að ég er móðir
Bjarkar en þeir höfðu mikinn áhuga
á því sem ég er að mótmæla og hafa
skrifað um það,“ útskýrir Hildur.
Þegar Hildur er að lokum spurð
að því hvort hún telji að mótmæla-
sveltið muni hafa eitthvað að segja
um framhald umræddra fram-
kvæmda segist hún viss um að svo
verði. „Ég efast ekki um það. Tíminn
mun leiða það í ljós.“
Hætti mótmælasvelti í gær
Hildur Rúna Hauksdóttir
SEXTÍU ár eru síðan nokkrir skátar
úr Vestmannaeyjum sem höfðu flutt
til Reykjavíkur stofnuðu skátaflokk-
inn Útlaga. Þeir telja sig elsta skáta-
flokk landsins, en á 60 ára afmæli
flokksins á sunnudag var 700. fund-
ur í skátaflokknum haldinn. Í tilefni
afmælisins hafa Útlagar gefið út
bókina Útlagar í sextíu ár, þar sem
er m.a. að finna ljósmyndir og teikn-
ingar úr starfi félagsins síðustu sex
áratugi.
Það var Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi, sem hafði verið fé-
lagsforingi í skátafélaginu Faxa,
sem átti frumkvæði að stofnun fé-
lagsins. Hann var fluttur til Reykja-
víkur og safnaði saman gömlum
skátum frá Vestmannaeyjum sem
þar voru búsettir, þar sem hann vildi
efla vináttu þeirra og halda áfram
skátastarfinu sem hófst í skátafélag-
inu Faxa sem var stofnað í Vest-
mannaeyjum árið 1938. Má því segja
að nafnið „Útlagar“ sé táknrænt.
Hlakkaði alltaf til
að fara á fund
„Böndin treystust í gegnum það
að við vorum Vestmannaeyingar og
komum einir til Reykjavíkur á
stríðsárunum. Þorsteinn þekkti alla
þessa stráka sem komu einir að
heiman í mikið stærra samfélag. Ég
held að hann hafi lagt áherslu að
reyna að sameina þá í einum hópi til
að þeir héldu félags- og kunn-
ingsskapinn. Það var rótleysi hjá
sumum, ég man þegar ég kom hing-
að fyrst var maður stundum svolítið
einmana, leigði eitt herbergi og
hlakkaði allan tímann að komast á
fund og hitta strákana,“ segir Óskar
Þór Sigurðsson, sem er ritstjóri bók-
arinnar Útlagar í 60 ár.
Fyrsti fundurinn var haldinn 27.
október 1942 á Vegamótastíg 4.
Fyrsta árið voru útlagarnir 12 tals-
ins, á aldrinum 16–20 ára og starfa
700. fundur skátafélagsins Útlaga haldinn á 60 ára afmæli félagsins
Morgunblaðið/Jim Smart
Óskar Þór Sigurðsson, höfundur bókarinnar Útlagar í sextíu ár, afhendir
Friðriki Haraldssyni skátaforingja eintak af bókinni.
Skátar að koma heim úr útilegu í Bjarnarey 18. ágúst 1941. Frá vinstri Jón-
as Dagbjartsson, Bernódus Kristjánsson, Kári Þ. Kárason, Friðrik Haralds-
son, Guðjón Tómasson, Arnbjörn Kristinsson og Magnús Kristinsson. Fyrir
aftan sést í Elliðaey til vinstri og Bjarnarey til hægri.
fjórir þeirra enn með félaginu. Frá
upphafi hafa 43 verið skráðir í flokk-
inn, en síðustu áratugi hafa 15 fé-
lagar starfað í flokknum. Nú eru
þeir 12 talsins.
Segir Friðrik Haraldsson, skáta-
foringi Útlaga sem einnig var
flokksforingi fyrsta starfsárið, að
fyrstu 30 árin hafi félagið verið
hefðbundinn skátaflokkur en næstu
30 ár á eftir hafi hann orðið eins-
konar vinaklúbbur. Útlagar og kon-
ur þeirra ferðuðust saman á sumrin
og fóru einnig í utanlandsferðir til
Costa Del Sol, London og Parísar.
Hættir að hnýta hnúta
Einungis karlar starfi í Útlögum,
en eiginkonur þeirra hafi tekið virk-
an þátt í starfinu með því að taka á
móti flokksmönnum á heimilum sín-
um. „Það bjargaði þessum fé-
lagsskap, að mínu mati, hvað kon-
urnar voru jákvæðar og náðu vel
saman í gegnum starf flokksins,“
segir Óskar Þór.
Aðspurður hvort enn séu hnýttir
hnútar á fundum félagsins segir
Friðrik hlæjandi að svo sé ekki. „Við
gerum allt mögulegt á fundum, við
erum aldrei uppiskroppa með efni,
við erum alltaf að skipuleggja eitt-
hvað, höldum viðveruskrá og gerum
fundargerð,“ segir Friðrik.
Frúin fékk blóm
Með árunum færðust fundir Út-
laga inn á heimili flokksmanna og
segir Óskar Þór að á fundardegi hafi
frúnni, á því heimili sem til stóð að
funda þann daginn, alltaf verið send
blóm. Mikil samhjálp og gjafmildi
einkenni starf félagsins. Útlagar
ráku t.d. lánasjóð þar sem þeir lán-
uðu hver öðrum fé á tímum þegar
erfitt var að fá bankalán. „Við hjálp-
uðumst að, menn komu úr skóla blá-
fæktir og gátu þá fengið lán. Um
tíma var þessi sjóður mjög virkur,“
segir Óskar. Lánasjóðurinn var
stofnaður í kjölfar þess að félagið
fékk greitt tryggingafé eftir að bát-
ur sem félagið átti sökk í Reykjavík-
urhöfn í miklu óveðri.
Friðrik segir það hafa gefið hon-
um óskaplega mikið að starfa með
Útlögum þessi sextíu ár. „Það er svo
mikið að ég get eiginlega ekki talið
það upp. Stundvísi og reglusemi hef
ég lært. Það er mikið lagt upp úr því
að mæta á réttum tíma og að vera
vel klæddur, að kunna klæða sig í
kulda,“ segir Friðrik.
Eitt sinn
skáti
ávallt
skáti
Frjálslyndir opna flokksskrifstofu
Morgunblaðið/Kristinn
Við opnun húsakynna Frjálslynda flokksins. Á myndinni eru m.a. Sverrir
Hermannsson, formaður flokksins, Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi og
Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins.
MARGRÉT Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins,
segir að um tvö hundruð manns hafi
mætt á opnun flokksskrifstofu flokks-
ins og félagsheimilis hans, í Aðal-
stræti 9 í Reykjavík, sl. laugardag.
Frjálslyndi flokkurinn festi nýlega
kaup á húsnæðinu, en það er um 150
fermetrar. Sama dag fagnaði Frjáls-
lyndi flokkurinn fjögurra ára afmæli
sínu. Undirbúningur kosningavetrar
er kominn á fulla ferð hjá flokknum,
að sögn Margrétar, en hann mun
bjóða fram lista í öllum kjördæmum.
Gert er ráð fyrir því að listar verði
settir saman með uppstillingu. Í
fréttatilkynningu segir að miklu
skipti fyrir flokkinn að hafa eignast
eigið húsnæði og geta rekið þar kosn-
ingamiðstöð. Húsnæðið verður m.a.
nýtt til fundahalda en hinn 9. nóvem-
ber nk. er stefnt að svokölluðum sam-
ráðsfundi flokksins. Þar verður m.a.
farið yfir málefni flokksins.
KONA á sjötugsaldri varð fyrir fyr-
irvaralausri árás þegar hún var á
göngu við Tjörnina í Reykjavík síð-
degis á laugardag. Þrír piltar veitt-
ust að henni og sló einn þeirra hana í
höfuðið.
Konan sagði lögreglunni í Reykja-
vík að engin orðaskipti hefðu verið
milli hennar og piltanna, hvorki fyrir
né eftir árásina. Konan var með
áverka og bólgur á nefi og efri vör.
Hún var flutt á sysadeild Landspít-
alans. Konan gat gefið lýsingu á
drengjunum og er málið í rannsókn
en í gær höfðu þeir ekki náðst.
Réðust á
eldri konu
ÞINGFLOKKSFORMENN stjórn-
málaflokkanna eiga ekki von á því
að konum fjölgi á Alþingi eftir
næstu alþingiskosningar. Þetta var
meðal þess sem fram kom á ráð-
stefnu Kvenréttindafélags Íslands í
Ráðhúsi Reykjavíkur á fimmtu-
dagskvöld. Þorbjörg I. Jónsdóttir,
formaður KRFÍ, sagði það
áhyggjuefni. Af 63 þingmönnum á
Alþingi eru 23 konur. Hlutur
kvenna á Alþingi er því nú um 36%.
Á ráðstefnunni sátu m.a. fyrir
svörum þingflokksformennirnir,
Sigríður Anna Þórðardóttir, Sjálf-
stæðisflokki, Ögmundur Jónasson,
Vinstrihreyfingunni – grænu fram-
boði, Bryndís Hlöversdóttir, Sam-
fylkingunni og Guðjón A. Kristjáns-
son, Frjálslynda flokknum. Auk
þeirra sat fyrir svörum Siv Frið-
leifsdóttir, ritari Framsóknar-
flokksins.
Í máli Sivjar kom m.a. fram að
hún teldi að konur á þingi væru nú
í glerþakinu svokallaða, en með
glerþakinu er m.a. verið að vísa til
þess að hlutur kvenna í hópi þurfi
að vera a.m.k. um 30% til að ná
áhrifum innan hans. Siv óttaðist að
það gæti orðið erfitt fyrir konur að
komast mikið yfir glerþakið. Hún
sem og þingflokksformennirnir
fjórir sem sátu fyrir svörum sáu
ekkert í „spilunum“ sem benti til
þess að konum myndi fjölga á þingi
eftir komandi kosningar. Þá kom
fram á fundinum að erfiðara væri
að fá konur á landsbyggðinni til að
starfa í stjórnmálum en konur á
suðvesturhorni landsins.
Þingflokksformenn
stjórnmálaflokka
Telja hlut
kvenna
ekki aukast
♦ ♦ ♦
MAÐUR sem brotist hafði inn í skip-
ið Mími ÍS-20 sl. sunnudag þar sem
það lá við bryggju á Ísafirði, og stolið
nokkru magni af lyfjum, var hand-
tekinn þegar hann sneri aftur í skip-
ið um hádegisbil.
Lögregla fékk tilkynningu um inn-
brotið um klukkan 10.30 og rúmri
klukkustund síðar sneri maðurinn
aftur en var þá handtekinn. Ýmis
sönnunargögn bentu til þess að hann
hefði brotist inn í skipið og gisti hann
fangageymslur um nóttina en var
látinn laus í gærmorgun eftir að
hann játaði á sig innbrotið.
Handtekinn
þegar hann
sneri aftur