Morgunblaðið - 29.10.2002, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 11
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222
Stærðir frá 36-60
Mussur
KOLBEINN Kristinsson, forstjóri
Myllunnar – Brauðs hf., er mjög
ósáttur við þá umræðu sem átt hefur
sér stað að undanförnu um hátt mat-
vælaverð á Íslandi. Segir hann um-
ræðuna snúast um villandi saman-
burð við önnur lönd, sem byggður sé
á röngum forsendum.
Kolbeinn hefur starfað í matvæla-
greininni í 25 ár og segir umræðuna
um matvælamarkaðinn um þessar
mundir óréttmæta og á villigötum.
,,Þeir sem starfa við matvöruverslun
og matvælaframleiðslu eru úthróp-
aðir af sumum stjórnmálamönnum
og stofnunum fyrir of hátt verð og
okur á neytendum. Þetta tal er
rangt og þeir sem svona tala gefa
sér forsendur sem eru rangar. Mað-
ur hefur á tilfinningunni að menn
byrji á að ákveða niðurstöðuna og
síðan finna þeir forsendu sem styður
hana,“ segir Kolbeinn.
,,Þegar Myllan hóf starfsemi var
mönnum úthlutað bakarí í einhverju
hverfi. Verðlagsstofnun ákvað verð-
ið sem við áttum að selja vöruna á og
allt var í föstum skorðum. Það var
Alþingi sem ákvað að hafa þetta
svona en það er jú Alþingi sem
ákveður í hvaða starfsumhverfi við
búum. Það ákveður hvort við nið-
urgreiðum matvörur, hversu hár
virðisaukaskattur er lagður á mat-
væli og svo framvegis. Það má sem
dæmi benda á þá ákvörðun Alþingis
að veita grænmetisframleiðendum
styrki í stað þess að halda uppi
háum verndartollum eða beita öðr-
um tiltækum aðgerðum. Þó tel ég að
afskipti stjórnvalda eigi að vera í
lágmarki. Grænmetið er alveg jafn-
dýrt í framleiðslu í dag eins og það
var fyrir þessa breytingu en það
kostar minna út úr búð,“ segir hann.
Hvorki matvælaframleiðendur
né verslanir með háa álagningu
,,Við verðum að gera okkur grein
fyrir því að Ísland er afar lítill mark-
aður, þar sem erfitt er að koma við
hámarkshagræðingu. Sá sem kaupir
50 gáma fær eðlilega betra verð en
sá sem kaupir eitt bretti. Þetta er
staðreynd sem ekki má gleyma þeg-
ar forsendur eru gefnar. Landbún-
aðurinn er erfiður á Íslandi og við
búum langt frá öllum öðrum þjóðum.
Þegar menn eru að bera saman mat-
vælaverð á Íslandi við lönd í Evrópu
eða annars staðar, eru menn að bera
saman markaði sem eru alls ekki
sambærilegir. Við stöndum okkur
samt vel í öllum samanburði. Það er
alveg ljóst að hvorki matvælafram-
leiðendur né verslanir hafa verið
með háa álagningu og taka ekki til
sín mikinn afrakstur af rekstrinum.
Það eru fáar aðrar greinar þar sem
verið hafa fleiri gjaldþrot í gegnum
tíðina og þar sem afraksturinn af
fyrirtækjunum er minni,“ segir Kol-
beinn.
Aðspurður hvort umræðan um
háa álagningu á matvöruverð sé þá á
misskilningi byggð bendir Kolbeinn
á að með auknu frjálsræði í atvinnu-
lífi hafi menn frjálsari hendur um
hvað þeir leggja á vöruna. ,,Það er
alveg ljóst að allir þeir sem stunda
viðskipti munu ávallt haga álagn-
ingu í samræmi við rekstur sinn og
hagnaðarkröfu sinna eigenda.
Álagningin er þó innan heilbrigðrar
skynsemi og í samræmi við mark-
aðinn og á því verði sem neytandinn
vill borga fyrir vöruna. Ef verðið er
of hátt er vara ekki keypt, sam-
keppnin sér um það. Ég hugsa ekki
að menn vilji fara aftur til þeirra
tíma þegar verðlagið var ákveðið af
Verðlagsráði,“ svarar hann.
Brauðvörur niðurgreiddar
í mörgum löndum
Kolbeinn segir einnig að hafa
verði í huga þegar verð á brauði er
borið saman við verð á öðrum mörk-
uðum að brauð eru landbúnaðarvara
og því víða niðurgreidd eins og aðrar
landbúnaðarvörur.
,,Niðurgreiðslurnar hafa áhrif á
verð á brauði í þessum löndum og
sums staðar, t.d. í Bretlandi, hafa
brauð verið seld undir kostnaðar-
verði í áratugi. Þetta er stórvanda-
mál hjá Bretum, sem hefur skaðleg
áhrif bæði fyrir framleiðendur og
neytendur. Þar framleiða bakaríin
einsleita vöru eins ódýrt og kostur
er og engin vöruþróun á sér stað því
menn vita að það mun enginn hafa
krónu upp úr henni þar sem hún
verður seld á undirverði í verslun-
um. Svo hafa aðilar á borð við Neyt-
endasamtökin tekið verðkannanir í
Bretlandi og borið þær saman við
brauð á Íslandi. Það er ekki hægt að
bera þetta tvennt saman. Við getum
ekki selt vöruna undir kostnaðar-
verði hér á landi. Matvörubúðirnar
geta það ekki heldur. Ég tel mjög
mikilvægt að matvælaframleiðendur
og þeir sem eru að veita aðhald á
markaðnum, s.s. Neytendasamtök-
in, komi sér saman um hvaða for-
sendur eigi að nota í samanburði á
milli landa,“ segir hann.
Könnun sýnir lægst verð á
brauði út úr búð á Íslandi
Stjórnendur Myllunnar gerðu í
vikunni sem leið samanburð á verði
á algengu samlokubrauði í stór-
mörkuðum á Íslandi, í Svíþjóð, Dan-
mörku og Bandaríkjunum.
Könnunin var gerð 23. október sl.
og var annars vegar borið saman
kílóverð án virðisaukaskatts á
merkjavörubrauði sem er sambæri-
legt við Heimilisbrauð Myllunnar og
hins vegar á sérmerktu samloku-
brauði.
Kolbeinn bendir á að í ljós hafi
komið að merkjavörubrauðið var
ódýrast í Coop í Danmörku eða 173
kr./kg, en næstódýrast í Bónus á Ís-
landi eða 193 kr./kg. Brauðið kostaði
194 kr./kg í Coop í Svíþjóð, 226 kr./
kg í Fjarðakaupum en reyndist dýr-
ast í Stop & Shop verslununum í
Bandaríkjunum, þar sem brauðið
kostaði 259 kr./kg. Einnig var gerð-
ur samanburður á sérmerktu brauði
og þá kom í ljós að á Íslandi er lang-
lægsta verðið eða 87 kr. í Bónus og
108 kr. í Fjarðakaupum. Í Banda-
ríkjunum var brauðið meira en
helmingi dýrara en á Íslandi eða 174
kr./kg. (Sjá töflu).
Að sögn Kolbeins hefur einnig
verið kannað meðalverð á Heimilis-
brauði út úr verslunum hér á landi
síðastliðin þrjú ár og það borið sam-
an við þróun launavísitölunnar á
sama tímabili. Í ljós kemur að smá-
söluverð á Heimilisbrauði hefur ekk-
ert breyst í þrjú ár en launavísitalan
hækkaði á sama tíma um rúm 24%.
,,Svo er verið að úthrópa okkur
fyrir það að brauðverð sé alltof hátt
á Íslandi og að bakarar skuldi neyt-
endum útskýringu á þessu háa verði.
Bakarar á Íslandi eru miklir fag-
menn og viðurkennt er að brauð á
Íslandi séu í mjög háum gæðastaðli
miðað við aðrar þjóðir ef ekki í
hæsta gæðastaðli. Samt mega þeir
sitja undir ásökunum um að vera
okrarar, sem er rangt. Gefum okkur
réttar forsendur og berum síðan
saman verð á milli landa. Þessi um-
ræða sem fram hefur farið að und-
anförnu þjónar ekki hagsmunum
neytenda. Þetta er niðurrifsstarf-
semi. Ég lít svo á að sumir stjórn-
málamenn séu að taka þetta upp
vegna þess að kosningar eru í nánd,“
segir Kolbeinn.
Mikil samkeppni
Að sögn Kolbeins er mikil sam-
keppni ríkjandi á milli bakaría og
ekki síður vegna stóraukins inn-
flutnings á brauði og kökum. Aldrei
hafi verið flutt inn eins mikið af
brauði og kökum og nú. ,,Neyslu-
mynstur fólks hefur líka breyst. Í
dag eru til dæmis frystar í versl-
unum fullir af brauðum og hillur full-
ar af kökum, en fyrir nokkrum árum
var þetta í mjög litlum mæli og þar
erum við í harðri samkeppni við er-
lend stórfyrirtæki. Ég held að þótt
það séu færri aðilar sem keppi í dag
þá sé samkeppnin miklu harðari en
áður.“
– Þeirri skoðun hefur verið haldið
fram að undanförnu að hátt mat-
vælaverð hér tengist þeirri stað-
reynd að Ísland er ekki aðili að Evr-
ópusambandinu. Hvaða áhrif telur
þú að ESB-aðild hefði á matvæla-
verð og verðmyndun matvöru?
,,Ég fæ ekki séð að það myndi
hafa nein áhrif á matvælaverð þótt
við gengjum í Evrópusambandið. Ég
hefði frekar áhyggjur af því að
skattaálögur myndu aukast frekar
en hitt,“ svarar hann.
,,Ég hef ekki myndað mér skoðun
á um hvort við eigum að ganga í
Evrópusambandið eða vera utan
þess en við verðum að gera okkur
grein fyrir því að það eru ákveðin
forréttindi að búa á Íslandi en það
kostar meira. Við skulum hafa það í
huga að þar sem afskipti stjórnmála-
mannanna eru mest, þar kemur
samanburðurinn á matvælaverði
verst út fyrir Ísland. Landbúnaður á
Íslandi hefði að sjálfsögðu gott af því
að fá aukna samkeppni og hann mun
standast hana ef hann fær eðlilegan
aðlögunartíma, sem er mun styttri
en nú er stefnt að. En þessi umræða
um matvöruverð hefur líka þær nei-
kvæðu afleiðingar að þegar búið er
að telja fólki trú um að brauð á Ís-
landi séu dýr fer það að hafa áhrif á
neysluna. Staðreyndin er sú að það
eru fáar matvörur eins ódýrar og
brauðið og neysla á brauði á Íslandi
er alltof lítil miðað við önnur Evr-
ópulönd og það sem næringarfræð-
ingar mæla með. Neysla á brauði er
miklu minni hér en á hinum Norð-
urlöndunum og löndum í norður-
hluta Evrópu. Svona umræða, sem
fer fram á röngum forsendum, getur
haft slæmar afleiðingar og því miður
er þessi umræða nú á villigötum,“
segir Kolbeinn að lokum.
Kolbeinn Kristinsson, forstjóri Myllunnar, í viðtali um matvöruverð á Íslandi
Umræðan á villigötum
Kolbeinn Kristinsson, forstjóri Myllunnar –
Brauðs hf., segir umræðuna um hátt mat-
vælaverð á Íslandi í samanburði við önnur
lönd óréttmæta og villandi. Mikilvægt sé að
menn komi sér saman um hvaða forsendur
eigi að nota í samanburði á milli landa.
"
#
$%
$&
$'
$
$
%
&
'
()
*+ -
#
./0
1+ /-
1+ /-
2 ,
.340
2 ,
-
5 6-
" $'
()
$'$
()
$'%
()
$77
()
%8
()
$%
()
$8'
()
Morgunblaðið/Golli
Kolbeinn Kristinsson, forstjóri Myllunnar – Brauðs hf.
DAGANA 1. – 11. nóvember n.k.
efnir vísinda- og tæknisamfélagið á
Íslandi í fyrsta sinn til Vísindadaga
þar sem almenningi gefst kostur á
að fræðast um gróskuna í heimi vís-
indanna hér á landi. Rannsóknarráð
Íslands hefur haft frumkvæðið að
Vísindadögum en stefnt er að því að
gera þá að árlegum viðburði. Fjöl-
margar stofnanir, skólar, fyrirtæki
og einstaklingar taka þátt í dag-
skránni. Boðið verður upp á fyrir-
lestra um efni sem tengjast vísind-
unum, víða verður opið hús og
sýningar og vettavangsskoðanir
verða í boði auk annarra uppákoma.
Fyrsta nóvember n.k. verður opið
hús hjá tannlækna- og lyfjafræði-
deild í Læknagarði. Annan nóvem-
ber verður opið hús hjá Líffræði-
stofnun í Aðalbyggingu Háskóla
Íslands og kynning á rannsóknum
Raunvísindastofnunar í Tæknigarði
svo fátt eitt sé nefnt. Sama dag verð-
ur fjölbreytt dagskrá undir yfir-
skriftinni Vísindi fyrir unga og aldna
um borg og bý, í Kennaraháskóla Ís-
lands og opið hús hjá Iðntæknistofn-
un og Reykjavíkurakademíunni.
3. nóvember munu Háskólasetrið
og Jöklasýning á Höfn í Hornafirði
standa fyrir opnu húsi á Jöklasýn-
ingunni og fyrirlestrum í Nýheim-
um. 4. nóvember efnir Borgarfræða-
setur til málþings milli kl. 17 og 19 í
hátíðarsal H.Í. um stöðu Reykjavík-
ur og landsbyggðar.
Vísindahlaðborð
Dagana 5. og 6. nóvember verður
Vísindahlaðborð í Ráðhúsi Reykja-
víkur þar sem vísinda- og fræðimenn
bjóða til veislu og fólk á öllum aldri
getur skoðað, snert og fræðst um
fjölmargt úr heimi vísindanna. Síð-
degis báða dagana munu vísinda-
menn troða upp með vísindaspjall á
hálftímafresti. Þá verður opið hús
hjá Byggðastofnun á Sauðárkróki 6.
nóvember og 7. nóv. verður boðið up
á fyrirlestra í Háskóla Íslands og
Kennaraháskóla Íslands.
8. nóvember verður kynning á
starfsemi og verkefnum Lífefna- og
sameindalíffræðistofu Læknadeild-
ar í húsnæði stofnunarinnar,
Læknagarði, milli 13 og 17 og á
sama tíma efnir Háskólinn í Reykja-
vík til rannsóknardags þar sem opn-
ir fyrirlestrar verða í þremur sölum.
9. nóvember verður m.a. opið hús og
ýmsar uppákomur í Nýja Garði og
Árnagarði milli 10 og 16. Milli 13 og
17 sama dag verður Vísindadagur í
Háskólanum á Akureyri. 10. nóvem-
ber efnir verkfræðideild HÍ og
Barnasmiðjan m.a. til hönnunarsam-
keppni milli mið- og efsta stigs
ólíkra grunnskóla þar sem byggt
verður úr Lego Dacta tæknikubb-
um.
Dagana 1.–10. nóvember verður
tilraunaaðstaða Landbúnaðarhá-
skólans og Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins á Hvanneyri og
Hesti í Borgarfirði opin almenningi.
Á Vísindadögum verður einnig starf-
rækt verkefnið Vísindamaður að
láni, þar sem grunnskólar fá í heim-
sókn vísindamann sem varpar ljósi á
afmarkað efni innan vísindanna.
Vísindadagar 2002
Hægt að
fræðast
um heim
vísindanna
TENGLAR
.....................................................
Allar nánari upplýsingar um dagskrá
Vísindadaganna má finna á slóðinni:
www.visindadagar.is.