Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 19
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 19
sérsniðin innheimtulausn
ERFÐABREYTT matvæli hafa
verið notuð í þróunaraðstoð svo
árum skiptir, segir tímaritið New
Scientist. Hermt er að Filipps-
eyjar, Indland og ýmis ríki Afr-
íku og Suður-Ameríku hafi tekið
á móti slíkum sendingum undan-
farin misseri, jafnvel þótt fram-
boð erfðabreyttra matvæla stríði
í einhverjum tilvikum gegn
landslögum.
Þetta kemur á daginn þar sem
sífellt fleiri Afríkuríki hafa að
undanförnu neitað að þiggja
erfðabreyttan maís með neyðar-
aðstoð. Fulltrúi matvælasendinga
hjá SÞ, Trevor Rowe, segir í New
Scientist að bandalaginu sé ekki
skylt að upplýsa viðtakandann
hvort neyðaraðstoð innihaldi
erfðabreytt matvæli eða ekki.
Helmingur af korni sem notað er
í neyðaraðstoð kemur frá Banda-
ríkjunum þar sem fjórðungur
maísuppskerunnar er erfða-
breyttur. „Við erum þeirrar skoð-
unar að fólk vilji heldur borða
erfðabreytt matvæli en mold,“ er
haft eftir Rowe.
Grunur um að erfðabreytt-
um maís sé sáð í Afríku
Levy Mwanawasa, forseti
Zambíu, hefur líkt erfðabreyttum
matvælum við eitur, en hefur
þurft að viðurkenna að slíkar
sendingar hafi borist til landsins
með neyðaraðstoð frá því á síð-
asta áratug liðinnar aldar. Munu
forráðamenn í Afríku óttast að
bændur nýti erfðabreytta maís-
inn til sáningar svo hann breiðist
út í náttúrunni, sem gæti haft af-
leiðingar fyrir útflutning á naut-
gripum til Evrópu. Kemur fram
að nautakjöt frá Afríku seljist vel
vegna lífrænnar ræktunar og að
sá markaður muni gufa upp á
svipstundu berist fregnir af því
að erfðabreytt fóður sé hluti af
eldinu.
Erfðabreytt matvæli
í neyðaraðstoð
10–11, sem rekur tuttugu matvöru-
verslanir víðsvegar um landið, hefur
lengt afgreiðslutíma verslana sinna
um eina klukkustund á dag og verða
þær nú opnar frá kl. 9–23, segir í
frétt frá 10–11.
10–11
lengir
afgreiðslu-
tímann
TÆKI til
að pakka
matvæl-
um í loft-
tæmdar
umbúðir
fæst nú
hjá Dan-
berg ehf. í Reykjavík. Tækið, sem
heitir Magic Vac, er frá ítalska
framleiðandanum Flaem Nuova
S.p.A. Í fyrstu verða seldar tvær
gerðir af Magic Vac, annars vegar
fyrir heimili og hins vegar fyrir
veitingastaði, mötuneyti og stofn-
anir.
Samkvæmt upplýsingum frá
framleiðandanum um geymsluþol
matvæla heldur ósoðið kjöt fersk-
leika sínum í níu daga ef það er
geymt í kæliskáp í lofttæmdum
umbúðum frá Magic Vac. Nýr fisk-
ur heldur ferskleika sínum í 5 daga
ef hann er geymdur í kæliskáp í
lofttæmdum umbúðum.
NÝTT
Mat pakkað
í lofttæmdar
umbúðir
NÚ HEFUR kókfjölskyldunni bæst
liðsauki hér á landi, Diet Coke með
sítrónubragði. Vífilfell
hf. hefur hafið fram-
leiðslu á drykknum
sem heitir diet Coke
Lemon og er frá
Coca-Cola Comp-
any.
Drykkurinn er
sykurlaus með
fersku sítrónu-
bragði og er
framleiddur og
seldur í 0,5 lítra
umbúðum.
„Ísland er
fyrsta landið á
Norðurlöndunum
sem framleiðir og
selur drykkinn en
hann hefur verið á markaði í Banda-
ríkjunum og Bretlandi að undan-
förnu og fengið góðar undirtektir,“
segir í fréttatilkynningu.
NÝTT
Sykurlaust
kók með sítr-
ónubragði
alltaf á föstudögum