Morgunblaðið - 29.10.2002, Side 24

Morgunblaðið - 29.10.2002, Side 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HIN stórmerka sögulega sýning á ljósmyndum úr eigu Moderna Mus- eet í Stokkhólmi í öllum sölum Lista- safns Íslands hefur trauðla með öllu farið framhjá nokkrum. Minnist þess naumast að fylgt hafi verið eftir ann- arri framkvæmd safnsins af jafn gagngerðri markaðssetningu. Boðar vonandi tímamót um alla mikilsverð- ari viðburði á myndlistarvettvangi á landi hér. Ekki einasta hefur safnið staðið fyrir víðtækri fræðslustarf- semi með röð fyrirlestra, mynd- bandasýningum og leiðsögn sér- fróðra heldur hafa hér í blaðinu birst vel skrifaðar og stórfróðlegar grein- ar um sýninguna og sögu ljósmynd- arinnar. Ber hér að nefna þau Einar Fal Ingólfsson og Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur. Þetta heitir að gera hlutina sýnilega, og ekki vonum fyrr að menn geri sér grein fyrir að á tímum hraðans og fjölmiðlafársins eru nær allir viðburðir dæmdir úr leik ef markaðssetningu er ábóta- vant. Því miður þarf enn að koma til fjölmiðlanna þegar um alla innlenda listviðburði er að ræða, þeir ekki í viðbragðsstöðu líkt og um svokallað dægurefni, léttmeti og íþróttir. Þessi mál ekki í föstum skorðum eins og víðast meðal hinna stærri fjölmiðla ytra, sem marka sér ákveðnar starfsreglur er skara vægi og hlut- lægni. Leitast um leið við að halda athyglinni vakandi á hinum mark- verðari framkvæmdum, telja það sjálfsagða og mikilvæga þjónustu við almenning, einkum á nýjum tímum sívaxandi ásóknar á háleit og lífræn gildi í heiminum. Með hliðsjón af hinum prýðilegu greinum er skara sögu ljósmyndar- innar og birst hafa í blaðinu, væri það hrein endurtekning að fara í saumana á þeim atriðum í þessu skrifi, nærtækara að gera sýning- unni skil eins og hún leggur sig. Hvernig staðið hefur verið að upp- hengingu hennar og umbúðum, al- mennri skilvirkni ljósmyndanna á vit skoðandans svo og ýmsum atriðum til hliðar, en þau eru mjög á milli tannanna á mönnum. Einkum og sér í lagi vegna þess að miðað við eðli og vægi sýningarinnar og þeirrar markaðssetningar sem hún hefur notið nýtur hún hvergi nærri þeirrar aðsóknar sem eðlileg má teljast. Þá er fyrst að taka það fyrir að sýningin er í það heila ákaflega hörð, tilbreytingarlaus og ferköntuð, ekki nógsamlega gert til að auðvelda skoðandanum aðgengi að myndefn- inu með skýringum og sveigjanleika. Þá eru trérumgerðirnar ekki til þess fallnar að auðvelda auganu leið um um hinar veiktónaðri myndheildir, því þær taka of mikið í og trufla sjón- skynjunina. Fyrir margt löngu var það til að mynda lenska að ramma inn grafíkmyndir í dökka og svera tréramma, jafnvel í þeim mæli að til þráhyggju má telja. Varðaði jafnvel heimsendi að bregða út af venjunni á söfnum. En menn eru löngu fallnir frá því og leitast við að laga umgerð- ina eftir eðli hvers vinnuferlis fyrir sig, svo hún raski sem minnst sjón- svið skoðandans. Beint og ómengað samband við myndheildina það sem gildir. Þá er tilbreytingarleysið í upphengingunni, skortur á rofum og áherslum slíkt að hinn almenni skoð- andi lýjast fljótlega og verður er á líður æ tilfinningasljórri, athyglis- gáfan fer á flökt. Kórónast í vest- ursalnum uppi þar sem tómleikinn eins og hellist yfir gestinn. Rýmið eitt og sér ásamt speglunum í gljá- fægðu gólfinu stelur senunni í þá veru að útkoman verður sem inn- setning tómleikans. Í heildina minnir sýningin á fleiri norrænar sérfræðingaframkvæmdir í útlandinu, þar sem í þeim mæli er reynt á þanþol gestsins með sér- viskulegheitum að hann er fullkom- lega útkeyrður eftir eina yfirferð. Fer þeim mun hraðar yfir sem meira er skoðað, verður svo fegnastur er hann lítur aflanga skiltið, Udgang, Exit eða Sortie, á vegg. Á besta tíma sunnudags varð ég greinilega var við hve gestir stóðu stutt við í áður- nefndum sal, en hann er yfirleitt síð- astur í röðinni. En svo eru aðrar ljós- myndasýningar sem eru gæddar slíkri skilvirkni og töfrum í uppheng- ingu að maður ætlar aldrei að geta slitið sig frá þeim þrátt fyrir end- urteknar yfirferðir og vill helst koma sem fyrst aftur er haldið er á brott. Þannig var mér farið eftir skoðun á ljósmyndasýningu sem haldin var í tilefni þess að 100 ár voru frá fæð- ingu snillingsins Ansels Adams í Ha- yward Gallery í London á sl. sumri. Gefum okkur einungis að myndir Alfreds Stieglitz hefðu hangið sér með skýringum á hinu sérstaka og nákvæma vinnuferli er hann viðhafði við gerð þeirra, ásamt því að hér og hvar hefði verið vitnað í orðræðu tímanna, eins og víða er gert og er mjög upplýsandi. Má vera víst að þá hefði runnið upp ljós fyrir mörgum og áhuginn vaknað. Ég læt vera að það er víðast hálf- rokkið í sölunum, enda nauðsyn í sumum tilvikum. Það sem máli skipti er hinn himinhrópandi skortur á slagkrafti og stigmögnun sem er gegnumgangandi og nær hámarki í nefndum vestursal uppi. Þetta mátti allt koma fram, því ekki viðkomandi að sjálfar myndirn- ar eru hver annarri merkilegri og guðsþakkarvert að fá slíkt úrval í frumgerð sinni hingað á hjara ver- aldar. Má því mikið á sig leggja til að nálgast þær meðan tækifæri er til. Þó verður maður fyrir vonbrigðum um framlag einstakra snillinga eins og Man Ray og í fleiri tilvikum veit maður að ljósmyndararnir hafa gert betur. Í ljós- smiðju MYNDLIST Listasafn Íslands Opið alla daga frá 11–17. Lokað mánu- daga. Til 3. nóvember. Aðgangur 400 krónur, sýningarskrá 700 krónur. ÞRÁ AUGANS LJÓSMYNDIR FRÁ MODERNA MUSEET Gioaccino Altobelli: Fiskimenn við Tíber. Englaborg og Péturskirkjan í bakgrunninum. Ekki verður séð að hinir fyrstu portrett-ljósmyndarar hafi staðið neitt að baki eftirkomendunum. Nadar: Portrett af Charles Baudelaire. Bragi Ásgeirsson á milli tveggja hugmynda, þ.e. þeirra, sem kennd eru við tólftóna- kenningu Schönbergs og þá tema- tísku og tónmiðlægu aðferð, sem voru sterk einkenni þess tónmáls, sem Shostakovitsj var frægur fyrir. Að þessu leyti er strengjakvartett nr. 12 tvískiptur en þrátt fyrir þennan margbreytileika tónhug- myndanna og kontrapúnktíska úr- vinnslu þeirra, er verkið heildstætt og áhrifamikið. Flytjendur, sem voru Hildigunn- ur Halldórsdóttir, Sigurlaug Eð- valdsdóttir, Guðmundur Krist- mundsson og Sigurður Halldórsson, léku þennan marglita og sérkenni- lega kvartett mjög vel og áttu fal- lega leiknar tónhendingar bæði ein- leiknar og tvíraddaðar, en kvartettinn hófst á sérkennilegu Á TÓNLEIKUM Kammermúsík- klúbbsins í Bústaðakirkju voru flutt tvö verk, það fyrra kvartett op. 133, eftir Shostakovitsj en það seinna, klarinettukvintett op. 115, eftir Brahms. Það sem er sameiginlegt þessum tveimur verkum, er að tónskáldin eru að ljúka starfsdegi sínum og því er um að ræða einhvers konar list- rænt uppgjör í báðum verkunum. Hjá Shostakovitsj skiptist tónmálið sellóstefi, er Sigurður lék mjög veikt og fallega. Eitt af því sem oft gat að heyra hjá flytjendum var mildileg mótun tónhugmyndanna, er náðu að mynda sterka andstæðu við átakameiri tónhendingar verks- ins, án þess að yfirkeyra í styrk. Klarinettukvintettinn, op. 115, eftir Brahms er eitt af meistara- verkum þessa sérstæða og alvöru- gefna snillings. Tónmál verksins er ekki aðeins margbrotið og glæsilega unnið, heldur og þrungið innhverf- um dulúðugum skáldskaparleik með fegurðina og innileikann, er fær sérstaka merkingu í hæga þættin- um, sem skipt er í tvenns konar stemmningar en miðþátturinn er með „rapsódískum“ blæ. Þriðji þátt- urinn er leikrænn og allt að því glaðlegur, sérstaklega í „staccató“- stefinu, sem er tilbrigði við fjóra upphafstóna kaflans. Lokakaflinn er að formi til stef og fimm tilbrigði en í lokin spinnur Brahms saman til- brigðastefið og upphafsstef verksins og lokar þar með hringnum. Verkið var einstaklega fallega flutt og var klarinettuleikur Ármanns Helga- sonar glæsilega mótaður og féll ótrúlega vel að leik strengjanna, þar sem fínleikinn og samstillingin voru ráðandi og blómstraði í hæga þættinum og einnig í fjórða tilbrigð- inu, sem er í dúr og einsatklega efn- isríkt listaverk. Þetta voru góðir kammertónleikar. Flytjendurnir eru að ná þeirri samstillingu í tón- taki og blæmótun, sem á að vera að- all góðra kammertónleika. Samstilling í tóntaki og tónmótun Jón Ásgeirsson TÓNLIST Bústaðakirkja Ónefndur strokkvartett flutti tvö kamm- erverk, op.133, eftir Shostakovitsj og op.115, eftir Brahms. Sunnudagurinn 20. október 2002. KAMMERTÓNLEIKAR BJARNI Daníelsson óperu- stjóri segir ekki líklegt að frönsk ópera, Le Payes, eða Föðurlandið, eftir Joseph Guy Ropartz verði sett upp í Ís- lensku óper- unni í bráð. Þó sé hugsan- legt að óperan verði kynnt þar á annan hátt. „Ég hef velt því fyrir mér hvort það eigi að setja hana upp í fullum skrúða, en er ekki alveg sannfærður um að það sé fýsilegt. Það væri þó óneitanlega gaman að kynna hana. Þetta er ósköp notaleg músík og mikið drama í henni. Ég sé þó ekki fyrir mér hvernig sögunni verður komið vel fyrir á sviði, þannig að hún haldi athygli og spennu. Það væri þó hugsanlegt að flytja útdrátt úr henni annað hvort í tónleikaformi eða í uppsetn- ingu, til dæmis í hádeginu.“ Óperan Le Payes, var sam- in á árunum 1908–1910 og sett á svið 1912 í Borgarleikhúsinu í Nancy í Frakklandi við góð- ar undirtektir. Sagan segir frá frönskum skútusjómanni sem kemst einn af er skip hans ferst við Íslandsstrend- ur, og dvöl hans hér veturinn eftir skipsskaðann. Þar kynn- ist hann bónda nokkrum og dóttur hans og snýst dramað um kynni sjómannsins af þeim, ástir hans og bónda- dóttur, heimþrá, aðskilnað og fleira. Óperan var gefin út á geisladiski hjá Timpani útgáf- unni í Frakklandi í fyrra. Franska óperan Föðurlandið Líklega ekki sett upp hér Bjarni Daníelsson óperustjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.