Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 25 Í DAG hefst 50 ára afmælisþing Norðurlandaráðs í Helsingfors og verður mikið um að vera til þess að fagna þessum tímamótum í norrænu samstarfi. Eins og vænta má verður litið yfir farinn veg og hinum ríka ár- angri af norrænni samvinnu fagnað. Um leið verður þó horft fram á við og reynt að greina þau krefjandi verk- efni sem varða munu norrænt sam- starf í framtíðinni. Norrænt sam- starf er lifandi ferli og í sífelldri þróun. Það stendur okkur nærri og varðar okkur öll. Samstarf Norðurlanda – Ávinningur Íslands Norðurlandasamstarfið byggist á skyldleika þjóðanna, sameiginlegum menningararfi og svipuðum lífsgild- um. Ekki er ætlunin að tíunda ár- angur hins viðamikla samstarfs hér enda tekur það til margra sviða en vil ég þó nefna nokkur atriði sem standa upp úr og hafa reynst okkur Íslendingum einstaklega heilla- drjúg. Norðurlöndin hafa um ára- tuga skeið átt með sér sameiginleg- an vinnumarkað og það hafa Íslendingar notfært sér þúsundum saman og oftar en ekki snúið heim með dýrmæta þekkingu og reynslu sem hefur eflt íslenskt atvinnulíf. Sama má segja um sameiginlega menntamarkaðinn þar sem íslenskir námsmenn hafa notið sömu réttinda og heimamenn í hinum löndunum. Í verknámi og háskólanámi höfum við sótt þekkingu í skólakerfi hinna Norðurlandanna, oftar en ekki í námsgreinum sem ekki hafa verið kenndar hér heima, og hefur sú þekking sem þannig hefur borist hingað heim ekki síður verið mikil- væg fyrir þjóðarhag. Gott dæmi um þetta er nám íslenskra mjólkurfræð- inga í Danmörku. Þótt möguleikar á menntun eða vinnureynslu erlendis hafi aukist mjög með tilkomu EES-samningsins sækjum við enn mest til Norður- landanna. Þar vegur væntanlega þyngst tungumálaskilningur og sú staðreynd að okkur líður svolítið eins og heima hjá okkur þegar við dvelj- umst á Norðurlöndunum. Auk samstarfs á sviði vinnumark- aðs- og menntamála spannar norræn samvinna yfir fjöldamörg svið. Næg- ir í því sambandi að nefna jafnólíka málaflokka og umhverfisvernd, jafn- réttismál, byggðamál, fíkniefna- vandann og málefni fatlaðra, þar sem sameiginleg stefnumótun Norð- urlandanna hefur sparað hverju landi fyrir sig fjár- og tímafreka grunnvinnu. Ýmis lagasetning og stjórnsýslustofnanir byggja á nor- rænum fyrirmyndum og þekkingar- miðlun á milli stofnana á Norður- löndum tryggir að vitneskju um tilraunaverkefni sem hafa reynst farsæl í einu landanna er jafnharðan komið á framfæri við hin löndin. Þá má ekki gleyma menningarsam- skiptum sem ætíð hefur verið einn hornsteina Norðurlandasamvinn- unnar. Norræn lífsgildi á alþjóðavettvangi Síðast en ekki síst ber að nefna að í alþjóðamálum eru Norðurlöndin okkar nánustu bandamenn. Þegar mikilvæg hagsmunamál Íslands eru á dagskrá alþjóðasamfélagsins þá leitum við fyrst til frændþjóða okkar á Norðurlöndum og tryggjum okkur stuðning þeirra, áður en lengra er haldið með málin. Þessi stuðningur nágranna okkar á Norðurlöndum hefur verið einkar mikilvægur allt frá lýðveldisstofnun. Skyldleiki Norðurlandaþjóðanna og svipuð lífsgildi endurspeglast jafnframt í stöðu og stefnumiðum Norðurlandanna á alþjóðavettvangi og er eftir því tekið. Hvarvetna á al- þjóðavettvangi þar sem norrænu ríkin fimm eru virkir þátttakendur, hvort sem um er að ræða Sameinuðu þjóðirnar, Evrópuráðið eða Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, svo fá- ein dæmi séu nefnd, hefur tekist mikil samstaða og samvinna milli Norðurlandaþjóðanna. Norðurlönd- in eru ennfremur einkar vel kynnt út á við og í alþjóðasamfélaginu velkist enginn í vafa um þá lýðræðishefð, áherslu á réttarríkið og mannrétt- indi og manngildisstefnu sem Norð- urlöndin standa fyrir. Þetta eru nor- ræn gildi sem samstarf þjóðanna hefur átt sinn þátt í að formfesta. Samstarf til framtíðar Norrænt samstarf hefur verið í mikilli þróun síðustu 10 árin eða allt frá endalokum kalda stríðsins. Breyttri heimsmynd fylgdu ný og krefjandi verkefni og hefur Norður- landaráð í auknum mæli látið að sér kveða í alþjóðamálum sem liggja ut- an hins hefðbundna samstarfs. Næg- ir þar að nefna sem dæmi samstarf og aðstoð við Eystrasaltsríkin eftir að þau hlutu sjálfstæði sitt að nýju. Sú aðstoð hefur einkum beinst að uppbyggingu lýðræðislegra stofn- ana, umskiptingu til frjáls markaðs- hagkerfis, bættu umhverfi og bar- áttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Af öðru starfi Norð- urlandaráðs með alþjóðlegum áherslum má nefna Evrópumál, mál- efni hinnar norðlægu víddar ESB, norðurskautsmál og friðargæslu. Auk nýrra verkefna á alþjóðavett- vangi hafa ný úrlausnarefni knúið dyra í hinu hefðbundna Norður- landasamstarfi. Nokkur þessara knýjandi efna verða tekin fyrir á þingi Norðurlandaráðs, svo sem hvernig afnema beri landamæra- hindranir á Norðurlöndum en þrátt fyrir sáttmála um margvísleg gagn- kvæm réttindi Norðurlandabúa hef- ur nýlega komið í ljós að þessum sáttmálum er ekki alltaf fylgt og enn eru ýmsar tæknilegar hindranir sem gera flutninga innan Norðurlanda erfiðari. Annað dæmi er aðlögun ný- búa að norrænum samfélögum en það er efni sem Norðurlandaráð hef- ur vakið máls á og verður megin- áherslumál Svía í formennskutíð þeirra í Norrænu ráðherranefndinni á næsta ári. Um leið og við fögnum fimmtíu ára afmæli Norðurlandaráðs er því ljóst að enn eru brýn verkefni sem krefj- ast úrlausna og að norræn samvinna hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Það er von mín að samstarfið haldi áfram að vera okkur Íslendingum heilladrjúgt, hér eftir sem hingað til. Norrænt samstarf á tímamótum Eftir Ísólf Gylfa Pálmason Höfundur er formaður Íslands- deildar Norðurlandaráðs. „Svipuð lífs- gildi end- urspeglast í stöðu og stefnu- miðum Norðurlandanna á alþjóðavettvangi.“ SAMKVÆMT könnun Gallup segir að þrír af fjórum telji RÚV mikilvægasta fjölmiðil landsins. (Könnunin var gerð á tímabilinu 19. ágúst til 2. september.) Samtals kemur fram að 47% þátttakenda telja að mikilvægasta hlutverk RÚV í heild sé frétta- hlutverk, nálægt 29% telja að það sé öryggishlutverk og rösklega 9% segja menningarhlutverk. Þetta eru góðar fréttir. Sérstaklega það að RÚV veit núna hvers landsmenn vænta af því sem miðill allra lands- manna. Við þessa niðurstöðu vakn- ar sú spurning hvort ekki sé kom- inn tími fyrir RÚV að svara þeirri spurningu hvenær samfelld textun á innlendu sjónvarpsefni verði að veruleika í þessum mikilvægasta miðli þjóðarinnar? Það verður að segjast eins og er að það er hreint ótrúlega skammarlegt að engin textun sé á innlendu efni, þrátt fyr- ir að tæknilega sé það alveg hægt. Það verður að segjast eins og er að textavarpstextun (síða 888) virkar ekki sem skyldi, textinn dettur oft út og er útsending textans fyrir of- an garð og neðan. Nú síðast var sent út á sunnudagkvöldið 22. sept. Þetta er ekki hægt að bjóða fólki, því verður að finna aðrar leiðir eða kaupa ný tæki. Það hefði verið gert strax ef hljóðtækin myndu bila. Það ætti jafnvel ekki að vera svo erfitt þar sem við lifum á tækniöld og hröð þróun er allstaðar í tækni- heiminum þannig að textavarps- tækin ættu skilið endurnýjun hið snarasta, jafnvel ætti að vera auð- veldara að senda út textun með stafrænni tækni. Hafa þau mál ver- ið könnuð? Það ætti jafnvel að skylda alla framleiðendur sjón- varpsmynda og -þátta að efni frá þeim verði ekki sent út nema text- að, sú breyting yrði þá víst að koma í útvarpslögunum, jafnvel líka í fjarskiptalögunum. Hvað gera þing- menn í þessu? Er pólitískur vilji að fá þetta textunarmál í gegn? Fyrir 10% þjóðarinnar? Þingmenn okkar samþykktu þingsályktunartillögu á Alþingi 19. maí 2001 þess efnis að það yrði nú í höndum menntamála- ráðherra að koma á textun á inn- lendu efni heyrnarlausum/skertum til hagsbóta. Þáverandi mennta- málaráðherra, Björn Bjarnason, sendi þar að lútandi bréf til sjón- varpsstöðvanna og spurðist fyrir hvað þær hygðust gera í textunar- málum og hvort þær hefðu tækja- búnað til þess. Svör þeirra voru á þann veg að það væri ekki á döfinni hjá þeim og munur á kostnaðar- áætlun milli stöðva var 30 milljónir. Menntamálaráðherra lét þar við sitja og gerði ekki neitt meira í málinu heyrnarlausum/skertum til hagsbóta eins og stóð í þingsálykt- unartillögunni. Hann lét þetta bara gott heita. Hafa þingmenn fylgt þessu máli eitthvað eftir? Gott væri að vita núna hvað núverandi menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, ætlar að gera í textunarmál- inu. Nú er þetta mál sem sagt stopp og RÚV, mikilvægasti fjöl- miðillinn í huga þjóðarinnar, sendir út mikið af innlendu efni ótextuðu til meginþorra þjóðarinnar. Það finnst mér skammarlegt og móðgun við fólkið sem hefur gefið RÚV háa einkunn í því að vera mikilvægasti miðillinn. RÚV mikilvæg- asti miðillinn Eftir Sigurlín Margréti Sigurðardóttur Höfundur er táknmálskennari og í þrýstihópi um textun á íslensku sjónvarpsefni. „Það ætti jafnvel að skylda alla framleið- endur sjón- varpsmynda og -þátta að efni frá þeim verði ekki sent út nema text- að...“ flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is meistar inn. is GULL ER GJÖFIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.