Morgunblaðið - 29.10.2002, Page 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 31
!
!"# !"$
% ! "&'!
& ()
*!
!
++, !
" *-.*$& /
!" "!
("
!
!
"# # $
0
!*-.-$
1!,
%
!!!
!
"!
20
!*-.3
4
!5 5
! ! ,
5!
!! !
!
! "
,
!
6
(
& !! (
7/ +!
!
78
4!!
! 7/!!
79!!
! 79"
%
+!
!
%
$4 %
:
0
!*-.-$%
EKKI get ég lengur orða bund-
ist yfir því sárgrætilega ástandi
sem hér á landi ríkir varðandi um-
ferðarslys. Ómælanlegar eru þær
þjáningar sem margir hljóta í kjöl-
far dauðaslysa og limlestinga. Von
mín er sú að fólk taki höndum sam-
an um að bæta hina lélegu umferð-
armenningu og að við öll stuðlum
að fækkun slysa í umferðinni.
Forsaga þessa er sú að ég kom
heim eftir margra ára dvöl erlend-
is. Ég bjó í landi þar sem umferð-
arslys eru fremur fátíð og þykir
jafnvel tíðindum sæta ef banaslys
verða. Viðbrigðin voru töluverð,
hér er hraði og mikið stress
ríkjandi, ökumenn skipta um ak-
reinar eftir hendinni og margir tala
í síma meðan ekið er. Þá aka marg-
ir á of stórum og kraftmiklum bíl-
um, sem ekki henta í venjulegri
umferð á vegum og í þéttbýli.
Fljótlega lenti ég í því sama og
margir aðrir, nefnilega umferðar-
óhappi. Ég slapp þokkalega, mun
betur en margir aðrir. Viðgerð
bílsins gekk vel, bílaleigubíl fékk
ég til afnota þar sem ég var í full-
um rétti og sjúkraþjálfun tengd
meiðslum mínum skilar árangri;
allt þetta mér að kostnaðarlausu.
Hvers vegna vel ég þá að skrifa um
þetta?
Málið hefur einfaldlega vakið
mig til alvarlegrar umhugsunar um
þá fjölmörgu sem um sárt eiga að
binda vegna þeirra fjölmörgu slysa
sem orðið hafa í umferðinni hér á
Íslandi hin síðari ár. Aðstandendur
þeirra er látist hafa, einnig alla þá
er limlestir eru eða eiga við heilsu-
skerðingu að glíma. Ég nefni
skerta starfsgetu, félagsleg vanda-
mál, einangrun og margs kyns örð-
ugleika sem umferðarslysunum
fylgja. Allt þetta svo óþarft og án
tilgangs.
Ljóst er að skálmöld ríkir í um-
ferðarmenningu okkar. Ragnheið-
ur Davíðsdóttir lýsir þessu á raun-
sæjan hátt í grein sinni í
Morgunblaðinu hinn 5. sept. sl.
Greinin er athyglisverð á margan
hátt, kastljósi er beint á opinbera
þörf á aukinni löggæslu á vegum.
Ragnheiður skilgreinir einnig þann
flokk ökumanna sem hún nefnir
„afbrotamenn umferðarinnar“ og
sem hún segir að leiki lausum hala.
Ég er sammála því að bráðnauð-
synlegt sé að efla löggæslu á veg-
um og samhliða því ætti að skoða
þær refsingar sem bíða þeirra er
alvarleg umferðarlagabrot fremja.
Refsingar (svipting ökuleyfis /
fangelsisdómar) virðast vægari á
Íslandi en í nágrannalöndum okkar
og í öðru lagi eru sektir mun lægri
hér en gerist í Evrópulöndum al-
mennt.
Varðandi skilgreininguna „af-
brotamenn umferðarinnar“ vil ég
nefna eftirfarandi að ég hef mér til
fróðleiks reynt að taka eftir hvers
konar fólk um er að ræða. Daglega
sjást þessir fulltrúar skálmaldar-
innar þeysast fram úr samferða-
mönnum sínum á alltof miklum
hraða. Niðurstaðan er sú að hér
eru karlmenn í stórum meirihluta,
þó að konur séu ekki undanskildar.
Í mínum augum eru menn firrtir
þeirri ró og skynsemi sem nauð-
synleg er í því samspili sem um-
ferðin er. Hér er því í raun um firr-
ingu að ræða og leiðir þetta okkur
til þeirrar niðurstöðu, að umferðin
sé í raun spegilmynd þeirrar sam-
tíðar sem við lifum í. Hún er að
mati fræðimanna á margan hátt tíð
firringarinnar.
Umferðin er í ljósi þessarar hug-
myndafræði félagsfræðilegs eðlis
einnig, en ekki einungis tæknilegs.
Umferðin er félagslegt samspil
okkar allra, þar sem virðing fyrir
öðrum verður að vera leiðarljós
vegfarenda. Við erum óhjákvæmi-
lega ábyrg gerða okkar þegar þátt-
ur er tekinn í því sem umferð er
kallað.
Í ljósi þessa er óæskilegt að nota
hugtök sem æsa upp virðingarleysi
og ofdirfsku í auglýsingum sem
tengjast umferð. Auglýsingar um
kraftmeiri bíla og ljón veganna eru
ekki til þess fallnar að auka varúð
og tillitssemi á vegum.
En fyrst og síðast beinist hug-
urinn til þeirra mannlegu þjáninga
sem skálmöldin hefur kastað á
okkur. Þessari hlið hef ég kynnst
nokkuð, því miður. Eitt sinn kom
ég að umferðarslysi þar sem ung-
lingur lét lífið eftir hraðakstur sem
endaði í árekstri. Reyndi ég án ár-
angurs að bjarga lífi hans; aldrei sá
ég mannlegri reisn jafn misboðið
og þá. Fyrir stuttu kom ég einnig
fyrir tilviljun á slysstað þar sem
kona í blóma lífsins var burtkölluð
frá ungum börnum sínum og nú
fyrir stuttu visnaður blómvöndur í
vegkanti, þar sem banaslys varð
nýlega úti á landi.
Þetta gengur ekki lengur góðir
landsmenn.
Eitthvað verður að gera til úr-
bóta, beina verður umræðu yfir í
nýja farvegi.
Hér þarf sameiginlegt átak til;
hugarfarsbreytingu. Ökum því með
virðingu og tillitssemi í vega-
nestinu. Vísum á bug firringu,
sjálfselsku og virðingarleysi. Slíkt
á ekki heima í samskiptum þeirra
er menningarþjóð tilheyra.
Slysalaus umferð
er allra hagur
Eftir Skírni
Garðarsson
„Umferðin
er í raun
spegilmynd
þeirrar sam-
tíðar sem
við lifum í.“
Höfundur er settur sóknarprestur í
Búðardal.
Meðgöngufatnaður
meðgöngubelti - brjóstahöld
Þumalína, Skólavörðustíg 41