Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrstu kynni mín af
Kristni Gestssyni voru
þegar Fjölnir Stefáns-
son, þá nýráðinn skóla-
stjóri Tónlistaskóla
Kópavogs, bauð mér
starf og kynnti mig fyr-
ir yfirkennara sem þá var kallaður,
en heitir nú aðstoðarskólastjóri.
Þetta var Kristinn Gestsson.
Hann var ákaflega mikill listamaður
og afburða kennari sem leysti hvers
manns vanda greiðlega.
Það hefur verið okkur öllum
ánægjuefni að sjá Tónlistarskóla
Kópavogs dafna svo vel undir styrkri
stjórn þessara mætu manna og
kennara. Kristinn Gestsson var að
mínu mati hvetjandi kennari og hafði
örvandi áhrif á nemendur sína. Ég
veit að þeim sem hjá honum lærðu og
þeim mörgu sem kynntust Kristni
Gestssyni þótti óendanlega vænt um
hann.
Þegar ég hitti gamla nemendur
Kristins spyrja þeir ávallt: „Hvað er
að frétta af kæra kennaranum okk-
ar?“
KRISTINN
GESTSSON
✝ Kristinn Gests-son fæddist á
Dalvík 21. maí 1934.
Hann varð bráð-
kvaddur í Kópavogi
14. október síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Kópavogs-
kirkju 25. október.
Einnig minnist ég
þess er Elísabet Er-
lingsdóttir, sem þá var
söngkennari við Tón-
listarskóla Kópavogs,
söng inn á sína fyrstu
hljómplötu við undir-
leik Kristins Gestsson-
ar, meðal annars verk
og útsetningar eftir
Fjölni Stefánsson, en
þá hlýnaði mörgum um
hjartarætur.
Árni Harðarson, sem
nú er Skólastjóri Tón-
listarskóla Kópavogs,
var fyrsti nemandi sem
Kristinn Gestsson útskrifaði í píanó-
leik. Árni er auk þessa stjórnandi
Karlakórsins Fóstbræðra og vax-
andi tónskáld. Gamalt orðatiltæki
segir: Lengi býr að fyrstu gerð.
Það er ljúft að minnast góðra vina
og ánægjulegs samstarfs um ára-
tugaskeið.
Elsku Ásdís mín, ég sendi þér og
fjölskyldu þinni mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Ég bið Guð að gefa
ykkur styrk í sorginni svo og öðrum
vinum og vandamönnum.
Blessuð sé minning Kristins
Gestssonar.
Ef guðleg frækornin geyma vilt þú
þá glæddu í sál þinni heilbrigða trú
hún veitir þér ljós þegar leiðin er myrk.
Hún léttir þér göngu með andlegum styrk.
Anna Hansen.
minningar yngri frændsystkinanna
eru úr Efstalandinu, en heimili þitt
og afa hefur ávallt og verður alltaf
hluti af uppeldi okkar og sögu.
Við finnum það nú þegar þú ert
farin hversu stór hluti þú varst af
okkur öllum. Þú varst alltaf til stað-
ar, alltaf var gaman að hitta þig, þú
varst áhugasöm um hagi okkar,
varst afar stolt af okkur og hamingja
okkar skipti þig miklu.
Elsku amma, minning þín mun lifa
með okkur.
Ellert Örn, Dagný Dögg,
Georg, Helgi Már, Vilmundur,
Helga og Þorvaldur Sveinn.
✝ Ingibjörg Péturs-dóttir húsfreyja
fæddist í Reykjavík
26. nóvember 1923.
Hún lést á Landsspít-
alanum í Fossvogi 12.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jódís Tómas-
dóttir frá Austur-
Eyjafjöllum og Pétur
Pétursson, vatns-
maður við Reykjavík-
urhöfn, frá Bergvík í
Leiru.
Ingibjörg (Lilla)
giftist 30. nóvember
1946 eftirlifandi manni sínum Jóni
Þorsteinssyni frá Laufási í Vest-
mannaeyjum. Þau eiga fimm
börn, þau eru: 1) Þorsteinn, f.
1944, maki Elva Andrésdóttir,
synir þeirra Andrés, Jón Elvar og
Þorbergur. Áður átti Þorsteinn
Georg Gísla. 2) Elínborg, f. 1949,
maki Franklín
Georgsson. Þeirra
börn eru Dagný,
Georg og Helga. 3)
Erna, f. 1952, fyrri
maki Erlingur
Karlsson og synir
þeirra eru Ellert
Örn og Helgi Már.
Seinni maður Ernu
er Sveinn Sveinsson
og eiga þau synina
Vilmund og Þorvald
Svein. 4) Pétur, f.
1956, maki Sigrún
Sigurðardóttir.
Þeirra börn eru
Ingibjörn, Rakel og Rebekka. 5)
Jón Ragnar, f. 1967, maki Katla
Margrét Þorgeirsdóttir og eiga
þau soninn Berg Hrafn.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku amma.
Þegar við frændsystkinin samein-
umst nú og minnumst þín þá rifjast
upp ótal minningar um þig. Við höf-
um öll okkar sögu að segja hvernig
minning þín lifir meðal okkar. Minn-
ingar um stundir í eldhúsinu þar sem
mæður okkar og þú spjölluðuð
löngum stundum, annaðhvort hlust-
uðum við með stór eyru eða hlupum
um allt hús. Við munum einnig öll
eftir því að hafa dvalið hjá þér í
lengri eða skemmri tíma í pössun
þegar oft var spjallað eða spilað. Við
eldri frændsystkinin munum eftir
vist hjá ömmu í Ásgarðinum en
INGIBJÖRG
PÉTURSDÓTTIR
KIRKJUSTARF
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrj-
að á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á
skemmtigöngu um Laugardalinn eða upp-
lestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki
treysta sér í gönguna. Bæna- og fyrir-
bænastund kl. 12. Fólk sem býr eða starf-
ar í sókninni er hvatt til að koma og eiga
kyrrðarstund í önnum dagsins. Fyrirbæn-
um má koma til starfsfólks kirkjunnar. Að
lokinni bænastund gefst þátttakendum
kostur á léttum hádegisverði. Tólfspora-
fundur er kl. 19 í neðri safnaðarheimilinu.
Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir
10–12 ára kl. 17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að
samverustund lokinni.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Laugarneskirkja. Bænanámskeið kl. 20.
Sr. Bjarni Karlsson fræðir um bænina.
Engin skráning. Þægilegt að vera með.
Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar.
Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörð-
arstund þar sem Þorvaldur Halldórsson
leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunn-
arssonar, en sóknarprestur flytur guðs orð
og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í
umsjá Margrétar Scheving sálgæsluþjóns
og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í
Textavarpi.)
Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara
kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All-
ir velkomnir. Alfa-námskeið kl. 19. Umsjón
Sr. Örn Bárður Jónsson. Foreldramorgnar
miðvikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Um-
sjón Elínborg Lárusdóttir.
Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl.
10. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16.
Kirkjustarf TTT (10–12 ára) kl. 17.30.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað-
arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynn-
umst, fræðumst. STN – starf fyrir 7–9 ára
börn kl. 16.15–17.15.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum
má koma til sóknarprests í viðtalstímum
hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst
kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Léttur máls-
verður. Samverustund í umsjá heima-
manna. Kaffiveitingar. KFUM & KFUK í
Digraneskirkju fyrir 10–12 ára krakka kl.
17–18.15. Fræðslusalur opinn fyrir leiki
frá 16.30. Unglingakór Digraneskirkju kl.
17–19. Alfa-námskeið kl. 19. Kvöldverð-
ur, fræðsla, umræðuhópar. Kennari sr.
Magnús B. Björnsson. (Sjá nánar:
www.digraneskirkja.is.)
Fella- og Hólakirkja. Foreldrastund í safn-
aðarheimili á þriðjudagsmorgun kl. 10–12
í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna.
Kaffi og notalegheit þar sem heimavinn-
andi foreldrar hittast í góðu umhverfi kirkj-
unnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl.
16.30.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
ara kl. 13.30–16. Helgistund, handa-
vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf
eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag
fyrir unglinga í 8. bekk Rimaskóla kl. 20–
22. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og
10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20–22.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í
Hjallakirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sig-
urjón Árni Eyjólfsson. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag
kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Æsku-
lýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (ferming-
arbörn) kl. 20.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara
í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á
vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað.
Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðs-
starf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheim-
ilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón
KFUK.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl. 17.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8.
og 9. bekkur kl. 20–22.
Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg-
unn. Þórður Birgisson tannlæknir ræðir
um tannvernd barna.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15
kirkjuprakkarar, kirkjustarf 6–8 ára
krakka. Söngvadagur. Sr. Þorvaldur Víð-
isson og leiðtogarnir.
Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur
í Kirkjulundi kl. 14.30–15.10 8.B í Holta-
skóla & 8. I.M. í Myllubakka. Kl. 15.15–
15.55 8.A í Holtaskóla & 8.B í Myllu-
bakkaskóla. Áfallahjálp og sorgarvinna í
minni sal Kirkjulundar kl. 20.30.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg-
unn. Þórður Birgisson tannlæknir ræðir
um tannvernd barna.
Borgarneskirkja. TTT tíu til tólf ára starf
alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í
kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15.30 í safnaðar-
heimili. Hópur 1: 8.A Brekkuskóla og 8.
bekkur A Lundarskóla.
Víkurkirkja, Vík í Mýrdal.
Safnaðarstarf
FIMMTUDAGINN 31. október nk.
kl. 20:30 halda Laufey Sigurð-
ardóttir fiðluleikari og Elísabet
Waage hörpuleikari tónleika í Vík-
urkirkju.
Á efnisskrá eru nokkur tónverk
frá 18. og 19. öldinni og íslensk
sönglög sem flestum eru að góðu
kunn.
Laufey er fastráðinn fiðluleikari
við Sinfóníuhljómsveit Íslands auk
þess sem hún kennir fiðluleik og
heldur reglulega tónleika. Elísabet
er nýflutt til Íslands eftir að hafa
verið búsett í Hollandi frá því að
hún lauk námi en hún hefur þó ver-
ið reglulegur gestur hérlendis og
leikið ýmist með Sinfóníuhljómsveit
Íslands, ýmsum kammerhópum svo
og á einleikstónleikum, auk þess að
leika með hljómsveitum og halda
tónleika erlendis. Laufey og El-
ísabet hafa spilað saman í áraraðir
og haldið saman tónleika bæði hér-
lendis og í Hollandi, síðast léku þær
saman í Amsterdam í nóvember
2001.
Við hvetjum alla til að fjömenna.
Sóknarnefndin.
Tónleikar
í Víkurkirkju
Félag eldri borgara í Kópavogi
Það er jöfn og góð þátttaka hjá
eldri borgurum í Gjábakkanum.
Þriðjudaginn 22. október spiluðu 26
pör. Lokastaða efstu para í N/S varð
þessi:
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 372
Ingibjörg Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 369
Friðrik Hermannss. – Kristján Ólafsson 354
Hæsta skorin í A/V:
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 413
Helga Helgadóttir – Sigrún Pálsdóttir 407
Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 393
Sl. föstudag mættu einnig 26 pör
og þá urðu úrslitin þessi:
Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 381
Lárus Hermannss. – Sigurður Karlss. 366
Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 361
Og í austur/vestur:
Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 413
Jón Stefánsson – Eysteinn Einarss. 375
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 361
Meðalskor báða dagana var 312.
Sunnudaginn 20. október var hald-
in bæjarkeppni milli eldri borgara í
Gjábakka og Reykvíkinga. Spilað
var á 20 borðum eða 80 manns.
Lokatölur urðu þær að Reykvíking-
ar sigruðu með 184 stigum gegn 116.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði í Glæsibæ mánud. 21. okt. 24
pör. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Óskar Karlsson – Ólafur Ingvarsson 269
Sæmundur Björnsson – Olíver Kristóf. 248
Ingibjörg Stef. – Þorsteinn Davíðss. 239
Árangur A-V:
Kristján Ólafsson – Ólafur Gíslason 262
Þórarinn Árnas. – Sigtryggur Ellertss. 244
Magnús Oddsson – Friðrik Herm. 242
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtud. 24. október. 23 pör. Með-
alskor 216 stig.
Árangur N-S:
Sigurleifur Guðjónss. – Friðrik Herm. 251
Aðalbjörn Benediktss. – Leifur Jóh. 243
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 235
Árangur A-V:
Magnús Oddss. – Magnús Halldórss. 268
Björn E. Pétursson – Hilmar Ólafsson 257
Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslason 233
Bridsfélag
Kópavogs
Sl. fimmtudag var spilaður eins
kvölds tvímenningur á 12 borðum.
Sigurvegararnir í báðum riðlum fóru
hróðugir til síns heima, hver með
sína rauðvínsflösku.
Efstu pör:
NS:
Vilhjálmur Sig. jr. – Hermann Láruss. 315
Sigurður Sigurjónss. – Jón P. Sigurj. 312
Þórður Björnss. – Þröstur Ingimarss. 289
AV:
Soffía Gísladóttir – Páll Valdimarsson 347
Valdimar Sveinss. – Friðjón Margeirss. 314
Ingólfur Hlynsson – Snorri Sturluson 287
Nk. fimmtudag hefst 4-5 kvölda
Barómeter tvímenningur og eru
bridgespilarar hvattir til að fjöl-
menna, því það er gott að spila í
Kópavogi. Spilað er í Þinghól,
Hamraborg 11 og hefst spila-
mennska kl. 19.30.
Félag eldri borgara
í Hafnarfirði
Eldri borgarar í Hafnarfirði spila
brids-tvímenning í Hraunseli, Flata-
hrauni 3, tvisvar í viku, á þriðjudög-
um og föstudögum. Það vantar fleiri
spilara. Mæting kl. 13:30. Spilað var
25. okt., þá urðu úrslit þessi:
Árni Bjarnason – Þorvarður. S. Guðm. 102
Auðunn Guðmundss. – Bragi Björnsson 97
Sófus Berthelsen – Einar Sveinsson 92
Jóna Kristinsdóttir – Sveinn Jensson 83
28. okt.
Sófus Berthelsen – Einar Sveinsson 94
Maddy Guðmundsd. – Guðm. Árnason 83
Jóna Kristinsdóttir – Sveinn Jensson 81
Hera Guðjónsdóttir – Árni Guðmundsson 80
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er
hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent
sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu hand-
riti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að
símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Tekið er á
móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins,
Kringlunni 1 í Reykjavík.
Birting afmælis- og
minningargreina