Morgunblaðið - 29.10.2002, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
NÚ eru hafnar fjöldabólusetningar
vegna heilahimnubólgu af völdum
meningókokka af
hjúpgerð C.
Þetta er enn eitt
framlag vís-
indanna með vel-
ferð barnanna
okkar og í raun
mannkynsins
alls að leiðar-
ljósi. Nú þegar
getum við bólu-
sett börnin okk-
ar við mörgum
illvígum sjúk-
dómum sem hér
áður fyrr gátu
leitt til örkumla
eða jafnvel
dauða.
Bólusetningar
ungbarna eru
ein mesta for-
vörn sem við
höfum í heimin-
um í dag. Sam-
kvæmt alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni, WHO, fæðast 130
milljónir barna árlega í heiminum,
þar af hafa 30 milljónir ekki að-
gang að bólusetningum. Bólusetn-
ingar koma í veg fyrir dauða
þriggja milljóna barna og að
750.000 börn verði örkumla árlega,
þrátt fyrir það deyja tvær millj-
ónir barna árlega af völdum sjúk-
dóma sem hægt er að bólusetja
fyrir.
Það sem mikilvægt er að hafa í
huga þegar rætt er um bólusetn-
ingar eru hugtökin hjarðónæmi og
þekjun. Þegar hópur fólks er bólu-
settur þá myndast svokallað hjarð-
ónæmi hjá þeim hópi sem ekki
lætur bólusetja sig því að bakt-
eríurnar sem valda hættulegum
sjúkdómum eiga erfiðara upp-
dráttar, þannig njóta þeir sem eru
ekki sprautaðir verndar af því. Til
þess að hjarðónæmi náist verður
þekjun þeirra sem bólusettir eru
að ná ákveðinni prósentu af heild-
arfjölda íbúa. Þessi þekjun er mis-
mikil eftir um hvaða sjúkdóma
ræðir. Sem dæmi má nefna að
þekjun fyrir mislingum þarf að
vera yfir 90% af heildarfjöldanum
svo að hjarðónæmi náist. Þekjun
fyrir hettusótt, mænusótt, rauðum
hundum og barnaveiki þarf að
vera 80–85% til að hjarðónæmi ná-
ist. Þekjun fyrir mislingum á
heimsvísu er ekki nema um 80%
og því eru enn að greinast misl-
ingatilfelli út um allan heim.
Hér á Íslandi hefur þekjun fyrir
mislingum farið lækkandi vegna
fleiri foreldra og forráðamanna
barna sem taka þá ákvörðun að
láta ekki bólusetja börnin sín.
Liggur þekjunin hérlendis nú við
90%. Við megum ekki gleyma því
að bólusett er fyrir mislingum
þegar börn eru 18 mánaða og því
eru þau í raun óvarin fram að þeim
aldri. Íslendingar eru farnir að
ferðast meira til fjarlægra landa,
erlendir ferðamenn streyma hing-
að alls staðar að úr heiminum og
nýbúum hér hefur fjölgað undan-
farin ár. Ef þekjunin heldur áfram
að fara niður á við þá gætum við
þurft að horfast í augu við misl-
ingafaraldur í framtíðinni.
Ýmsar raddir eru uppi um ágæti
þessara bólusetninga og sitt sýnist
hverjum. Hópar fólks innan þjóð-
félagsins eru á móti bólusetning-
um og telja þær hafi slæmar auka-
verkanir. Það virðist vera sem
þessar raddir verði háværari þeg-
ar sjúkdómarnir hafa ekki sést
lengi. Á Ítalíu í fyrra datt þekjun
fyrir mislingum niður fyrir 90%
vegna lélegrar þátttöku í mislinga-
bólusetningu og greindust þá
nokkur þúsund mislingatilfelli sem
leiddu þrjú börn til dauða, þrettán
hlutu heilaskaða og tuttugu þjáð-
ust af alvarlegri lungnabólgu svo
eitthvað sé nefnt. Því er mikilvægt
að sofna ekki á verðinum.
Nú er komið á markaðinn bólu-
efni sem á að verja börnin okkar
fyrir heilahimnubólgu af hjúpgerð
C. Þetta er sjúkdómur sem flestir
foreldrar hræðast mjög. Sam-
kvæmt tölum frá landlæknisemb-
ætti greindust síðastliðið ár tutt-
ugu tilfelli hérlendis, 70% þeirra
voru af hjúpgerð C en hin af hjúp-
gerð B eða öðrum tegundum. Af
þeim sem veikjast deyja 10% sem
eru tveir einstaklingar á ári en síð-
asta ár dóu þrír hér á landi úr
þessum sjúkdómi. Þeir sem hljóta
varanlegan skaða eru 10–20% á ári
sem eru tveir til fjórir einstakling-
ar árlega. Þó ber að hafa í huga að
áfram geta orðið sýkingar af völd-
um meningókokka af hjúpgerð B
og verðum við að vera á varðbergi
gagnvart því.
Í dag eru tilfellin á Íslandi
þrisvar til sex sinnum fleiri en hjá
öðrum þjóðum að undanskildum
Írum. Ástæðan er ókunn og er
vonast til að með þessu framtaki
fækki tilfellum verulega. Í Bret-
landi var byrjað að bólusetja fyrir
heilahimnubólgu af hjúpgerð C ár-
ið 1999 og hefur tilfellum þar
fækkað um 90% . Mikilvægt er að
fólk geri sér grein fyrir hættunni
sem það setur börn sín í þegar það
velur að bólusetja þau ekki. For-
sendur eru oft óljósar og erfitt að
skilja rökin sem liggja að baki
ákvörðuninni. Er líf barnanna ekki
það mikilvægasta? Er hægt að
treysta á að aðrir bólusetji og
haldi þannig við nógu góðri þekjun
svo að hjarðónæmi náist?
RUT GUNNARSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur,
UNNUR ÞORMÓÐSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur.
Eru bólusetning-
ar barna á
ábyrgð hinna?
Frá Rut Gunnarsdóttur og
Unni Þormóðsdóttur:
Unnur
Þormóðsdóttir
Rut
Gunnarsdóttir