Morgunblaðið - 29.10.2002, Qupperneq 42
DAGBÓK
42 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 festing, 8 duttu, 9
svana, 10 stórfljót, 11
undirnar, 13 konur, 15
uxann, 18 vísa, 21 bók-
stafur, 22 iðja, 23 ásýnd,
24 fasi.
LÓÐRÉTT:
2 vondur, 3 gyðja, 4 höf-
uðhlíf, 5 torveld, 6 eld-
stæðis, 7 skordýr, 12
greinir, 14 kyn, 15
þyngdareining, 16
óhreinkaði, 17 minnast á,
18 stags, 19 mátturinn,
20 sigaði.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 rigsa, 4 skott, 7 forði, 8 ólmur, 9 nöf, 11 ansa,
13 hrun, 14 polli, 15 gapa, 17 kunn, 20 agg, 22 lipur, 23
Urður, 24 apana, 25 lærða.
Lóðrétt: 1 rifna, 2 garms, 3 alin, 4 skóf, 5 ormur, 6 tíran,
10 örlög, 12 apa, 13 hik, 15 gúlpa, 16 pipra, 18 urðar, 19
narta, 20 arga, 21 gull.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Volaða land
JÁ, ÞETTA orti Matthías
Jochumsson 1888 þegar
landflótti Íslendinga var
sem mestur út af fátækt,
vesöld. Er það sama að
koma aftur árið 2002? Fá-
tækt og aftur fátækt, vel-
ferðarlandið Ísland. For-
sætisráðherra neitar þessu.
Það er ekki fátækt á land-
inu okkar góða. En sjálfur
er hann alinn upp við fá-
tækt. Harpa Njálsdóttir
fullyrðir að fátækt sé mikil
og það gerum við líka. Fá-
tæktin hér er mikil og fer
vaxandi. Yfirvöld vilja ekk-
ert gera, loka eyrum og
augum fyrir því. Ekki bæt-
ir nú úr skák að hækka
húsaleigu hjá þeim sem
minnst hafa milli hand-
anna. Við erum nú ekki svo
mannmörg þjóð að fátækt
ætti að þrífast hér. Nógu
dugleg erum við Íslending-
ar að safna handa öðrum
þjóðum – og gott er nú það
– en okkur finnst að byrja
ætti hér á landi, það stend-
ur okkur nær. Síðan gætum
við farið að hjálpa öðrum.
Það er nefnilega líka fátækt
hér á gamla Íslandi. Ríkis-
valdið selur okkur velferð
en samt er stór hópur fólks
sem á ekki fyrir mat og öðr-
um nauðsynjum. Við biðj-
um yfirvöld að opna augu
og eyrun fyrir þessari
óheillaþróun. Eins og
Matthías segir: Drepandi
land/búin með kjark vorn
og kjarna, kúgandi mörg
þinna barna/ drepandi land.
Svona var þetta 1888 og
svona er þetta enn í dag. Er
landflótti framundan eins
og þá var? Fá landsmenn
að lifa mannsæmandi lífi á
launum sínum eins og aðrar
siðmenntaðar þjóðir? Og fá
elli- og örorkulífeyrisþegar
og þeir lægst launuðu að
lifa mannsæmandi lífi? Það
er skömm hvernig er farið
með þá sem minnst mega
sín og landinu okkar ekki til
sóma. Helsta einkenni rík-
isvaldsins er: Að það skilar
ekki þeirri vöru er það sel-
ur landsmönnum. Það að
tryggja öryggi og staðfestu
svo að allir geti notið sín.
Ekki síst þeir sem eru
orðnir aldraðir og hafa skil-
að dagsverki sínu. Og að
búa í haginn fyrir þá sem
yngri eru. Hvað finnst þér,
lesandi góður?
Sigrún Lovísa,
í stjórn Samtaka
gegn fátækt.
Tapað/fundið
Leðurskjalataska
týndist
27. SEPT. sl. týndist gömul
brún leðurskjalataska. Hún
geymir mjög persónulega
muni, er engum gagnast
nema eiganda, t.d. dag- og
ljóðabók. Ef einhver veit
hvar taskan er niðurkomin
þá vinsamlega hafið sam-
band við Bryndísi í síma
690 9579.
Svartur jakki tekinn
í misgripum
SVARTUR karlmanns-
jakki var tekinn í misgrip-
um á balli Samtakanna ’78
18. okt. sl. Skilvís finnandi
er beðinn um að hafa sam-
band í síma 552 7878 eða
email: jonni33@hot-
mail.com
Hlaupahjól
í óskilum
HLAUPAHJÓL fannst sl.
föstudagskvöld, 25. okt., við
Gullnesti/Olís Uppgrip,
Gullinbrú. Uppl. í síma
862 4212. Viggó.
Dýrahald
Brand
vantar heimili
BRANDUR er eins og
hálfs árs, geltur fresskött-
ur. Því
miður
getur
eigandi
hans
ekki
haft
hann
lengur
og er að
leita að
fósturheimili fyrir hann.
Brandur er barngóður, kel-
inn og hraustur og er búinn
að fá allar sprautur og með
honum fylgir sandkassi og
matardallur. Upplýsingar í
síma 860 5989.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
ÓVENJULEG uppákoma varð íþættinum Ísland í dag á Stöð 2
síðastliðinn fimmtudag. Gestur þátt-
arins var bandaríski klámmynda-
leikarinn Ron Jeremy, sem staddur
var hér á landi. Þetta var gert heyr-
inkunnugt við upphaf þáttarins en
um leið kom skýrt fram að annar
stjórnandi Íslands í dag, Guðrún
Gunnarsdóttir, hefði ekki velþóknun
á manninum og kæmi því ekki að við-
talinu. Snorri Már Skúlason myndi
taka það einn.
Síðan hófst viðtalið, sem raunar
var tekið upp fyrr um daginn, í þágu
textunar. Komu þeir Snorri og Jer-
emy víða við og kjaftaði á gestinum
hver tuska. Þegar líða tók á viðtalið
bar Guðrúnu skyndilega á góma og
ljóst má vera að Jeremy vissi að hún
hafði skorast undan þátttöku. Um
hríð snerist viðtalið raunar alfarið
um Guðrúnu og Jeremy hafði uppi
getgátur um það hvers vegna hún
væri ekki á hólmi. Lagði meira að
segja fyrir hana spurningar.
Að viðtali loknu komu þau Snorri
og Guðrún aftur í mynd og sagði
Guðrún það þá merkilegt að „ekkert
hafi verið minnst“ á sig í viðtalinu.
Gantaðist með þetta. Bæði voru þau
nokkuð vandræðaleg, að því er virt-
ist. Guðrún svaraði engu með bein-
um hætti en gaf þó þá skýringu á
fjarveru sinni að samviska hennar
byði henni ekki að taka þátt í að
„kynna klám“, eins og hún tók til
orða. Það er nefnilega það. Hafi
henni ekki verið það ljóst á þeirri
stundu veit hún það ugglaust nú, að
með þessu uppátæki sínu vakti hún,
þegar upp er staðið, mun meiri at-
hygli á viðtalinu, á Ron Jeremy og
þar af leiðandi á kláminu. Það er
vont að skjóta sig í fótinn.
Aðspurður svaraði Jeremy því til í
viðtalinu að hann hefði haft mök við á
bilinu fjögur til fimm þúsund konur
um dagana. Þótti honum það engin
reiðinnar býsn, bara svona eins og
hjá meðalrokkara. Vitnaði hann til
þess, máli sínu til stuðnings, að Gene
Simmons úr Kiss hefði einhverju
sinni gefið upp þessa sömu tölu í
spjallþætti fyrir vestan. Gat hann
líka um Brett Michaels, Axl Rose og
fleiri menn í þessu samhengi.
„Myndi Guðrún neita að tala við þá?“
spurði hann svo sposkur.
Snorri vakti raunar athygli á því
að þessir kappar lifðu sínu kynlífi
ekki fyrir framan myndavélar. Á
þeim og Jeremy væri því grundvall-
armunur.
x x x
TALANDI um gamla rokkara.Sjálfur „faðir þungarokksins“,
Ozzy Osbourne, hefur öðlast nýtt líf í
seinni tíð. Á sjónvarpsskjánum – af
öllum stöðum. Hann hefur verið lim-
aður með tilþrifum inn í svokallað
veruleikasjónvarp sem nýtur nú
mikilla vinsælda og treður upp
ásamt fjölskyldu sinni, meðal annars
á Stöð 2. Dæmigerðri vísitölufjöl-
skyldu, eða þannig.
Ozzy karlinn er vægast sagt
kostulegur í þessu nýja hlutverki en
ljóst má vera að dagarnir þegar hann
hét John og vann í sláturhúsi í Birm-
ingham eru löngu liðnir.
Kannski eins gott. Í það minnsta
vill gamall stofnfélagi hans úr Black
Sabbath, Tony Iommi, örugglega
ekki hverfa aftur til fyrri starfa.
Iommi vann nefnilega við að lagfæra
ritvélar áður en hann gekk rokk-
gyðjunni á hönd. Líklega lítið að
gera í þeim bransa nú um stundir!
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Detti-
foss, Skógafoss, Shinei
Maru No. 81, Helgafell
og Vyborgskiy koma í
dag. Vædderen fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss kom til Straums-
víkur í gær. Víking kom í
gær. Ljósafoss kemur í
dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun
þriðjudaga kl. 17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 11
gömlu dansarnir og línu-
dans fyrir byrjendur.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofa, kl. 9–
12.30 bókband og öskju-
gerð, kl. 9.30 dans, kl.
9.30–10.30 Íslandsbanki
á staðnum, kl. 13–16.30
opnar handavinnu- og
smíðastofur, kl. 10–16
pútt.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–9.45
leikfimi, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–11.30 sund,
kl. 13–16 leirlist, kl. 14–
15 dans.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið er
opið mánu- og fimmtu-
daga. Laugard: Kl. 10–12
bókband, kl. 11 línudans.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 10–11 samverustund,
kl. 14 félagsvist.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–16
vefnaður, kl. 10–13 opin
verslunin, kl. 13.30
myndband.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður, kl. 10 leikfimi,
kl. 12.40 verslunarferð í
Bónus, kl. 13.15–13.45
bókabíllinn, hárgreiðslu-
stofan opin 9–14.
Félagsstarfið, Lönguhlíð
3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og handa-
vinna. Kl. 14.45 söng-
stund í borðsal.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kynning frá
Lyfju verður í Garða-
bergi 4. nóv. kl. 14. Ath.
breytt dagsetning. Leik-
húsferð í Borgarleik-
húsið að sjá Kryddlegin
hjörtu 2. nóv. Skráning í
s. 820 8571 e.h.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Handa-
vinna og brids kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
lokuð vegna breytinga í
Glæsibæ. Þriðjud.: Skák
kl. 13, alkort spilað kl.
13.30. Miðvikud.: Göngu-
hrólfar ganga frá
Hlemmi kl. 9.45. Söng-
félag FEB kóræfing kl.
17. Línudanskennsla kl.
19.15. Almennur fé-
lagsfundur Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni verður haldinn
í Ásgarði í fimmtud. 31.
okt. kl. 17. Fundarefni:
Skattlagning ávöxt-
unarhluta lífeyr-
isgreiðslna – íslenska
ríkinu stefnt. Önnur mál.
Allir velkomnir.
Árshátíð FEB verður í
Ásgarði föstud. 15. nóv.
Fjölbreytt skemmti-
atriði. Silfurlínan er opin
á mánu- og miðvikud. kl.
10–12. Skrifstofa félags-
ins er flutt að Faxafeni
12 s. 588 2111. Fé-
lagsstarfið er áfram í Ás-
garði, Glæsibæ. Uppl. á
skrifstofu FEB.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar frá hádegi spila-
salur opinn, kl. 13.
boccia. Fimmtud. 31. okt.
„Kynslóðir saman í
Breiðholti.“ Föstud. 1.
nóv. dansleikur frá 20–
23.30. Allar upplýsingar
um starfsemina á staðn-
um og í s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 glerlist, handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
10–17, kl. 14 þriðjudags-
ganga og boccia, kl. 17.15
kínversk leikfimi.
Gullsmári, Gullsmára 13.
Kl. 9.15 postulínsmálun,
kl. 10 ganga, handa-
vinnustofan opin kl. 13–
16, leiðbeinandi á staðn-
um, kl. 17 línudans, kl. 19
gömlu dansarnir.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun og gler-
skurður, kl. 10 boccia, kl.
11 leikfimi, kl. 12.15
verslunarferð, kl. 13
myndlist og hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og boccia, kl. 13
handavinna, kl. 13.30
helgistund. Fótaaðgerðir
og hársnyrting. Allir vel-
komnir.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Miðvikud. 30. okt. kl. 10
verður fundur í Mið-
garði. Gestur Stefán Jón
Hafstein borgarfulltrúi.
Miðvikud. 6. nóv. bjóða
Korpúlfarnir upp á hálfs
dags ferð að Fræðslu-
setrinu í Sandgerði og
Bátasafni Gríms Karls-
sonar í Keflavík. Brott-
för kl. 10 frá Miðgarði,
heimkoma kl. 16. Skrán-
ing á fundinum 30. nóv.
og hjá Þráni í s. 5454 500
í síðasta lagi mánud. 4.
nóv.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa og
tréskurður, kl. 10–11
boccia, kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 14–15 jóga.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–16
bútasaumur og postu-
línsmálun, kl. 9.15–15.30
alm. handavinna, kl. 13–
16 frjáls spil, brids-
tvímenningur, kl. 13.30
verður félagsráðgjafi
með fræslufund. Nýtt
heimili – húsnæði fyrir
eldri borgara. Fyr-
irspurnum svarað, kaffi-
veitingar, allir velkomn-
ir. Föstud. 1. nóv. kl. 15
kemur Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir alþing-
ismaður í heimsókn.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl. 13
handmennt, m.a. mósaík,
kl. 14 félagsvist.
Háteigskirkja, eldri
borgarar á morgun, mið-
vikudag, kl. 11 samvera,
fyrirbænastund og stutt
messa í kirkjunni, allir
velkomnir, súpa í Setrinu
kl. 12, spil kl. 13.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl. 11.
Sjálfsbjörg félag fatl-
aðra, Hátúni 12. Opið
hús kl. 20.
Karlakórinn Kátir karl-
ar, æfingar á þriðjud. kl.
13 í Félags- og þjónustu-
miðstöðinni Árskógum 4.
Söngstjóri Úlrik Ólason.
Tekið við pöntunum á
söng í s. 553 5979, Jón, s.
551 8857, Guðjón, eða s.
553 2725, Stefán.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svarað
í s. 552 6644 á fund-
artíma.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar. Fundur verður
fimmtud. 7. nóv. Mæting
í safnaðarheimilinu kl.
18. Leikhúsferð. Haft
verður samband við fé-
lagskonur.
Reykjavíkurdeild SÍBS
félagsvist í húsnæði
Múlalundar, vinnustofu
SÍBS, Hátúni 10C í
kvöld. Mæting kl. 19.45.
Byrjað að spila kl. 20.
Húsinu lokað kl. 20.
Kvenfélag Hreyfils.
Fundur í kvöld kl. 20.
Félag kennara á eft-
irlaunum. Skákhópur
FKE í Kennarahúsinu
við Laufásveg 30. okt. kl.
14. Bókmenntahópur á
sama stað 31. okt. kl. 14.
Gestur fundarins Kristín
Marja Baldursdóttir rit-
höfundur. Næsti
skemmtifundur verður 2.
nóv. kl. 13.30 í Húnabúð,
Skeifunni 11, félagsvist,
veislukaffi og skemmti-
og fræðsluefni.
Hana-nú Kópavogi. Í
Gjábakka í kvöld, nám-
skeiðið í leiklistarsögu
kl. 17–18.30. Spjallkvöld
kl. 20–21.30, Smári Páls-
son taugasálfræðingur
svarar m.a. spurning-
unni: Hvað er eðlileg
gleymska og hvað ekki?
Húnvetningafélagið í
Reykjavík. Sunnudaginn
3. nóvember er árlegur
kirkju- og kaffisöludagur
félagsins.
Í dag er þriðjudagur 29. október,
302. dagur ársins 2002. Orð dags-
ins: Drottinn er ljós mitt og full-
tingi, hvern ætti ég að óttast?
Drottinn er vígi lífs míns, hvern
ætti ég að hræðast?
(Sálm. 27,1.) ÉG Á barnabarn sem
hefur verið þjáð af þurri
húð frá fæðingu. Hún er
nú komin á skólaaldur
og er farin að stunda
sund. Við það hefur hún
versnað um allan helm-
ing í húðinni. Ég hef
verið að kaupa hin og
þessi krem fyrir hana til
að sjá hvort henni batn-
aði ekki (ég er á móti
sterakremum). Þá vísaði
mér maður á krem sem
er unnið úr nátt-
úrulegum efnum, sem ég
hef aldrei heyrt nefnt,
SDS-smyrsl, sem fengist
í apóteki. Ég ákvað að
prófa það og hefur það
komið mér verulega á
óvart hvað þessi áburð-
ur hefur reynst dótt-
urdóttur minni vel.
En hissa er ég á einu.
Hvers vegna er þessi
áburður svo illa aug-
lýstur? Mér var sagt að
hann væri búinn að vera
til í mörg ár en ég og
aðrir sem ég þekki hafa
aldrei heyrt hans getið.
Sigurlaug
Magnúsdóttir.
SDS-smyrslið