Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 44
KVIKMYNDIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRUMRAUN Kínverjans Chen Kaige í hinum enskumælandi heimi bendir ekki til að hann eigi að baki hina tilfinningaríku og ástríðufullu Farewell My Concubine (’93). Killing Me Softly virðist eiga að vera erótísk- ur spennutryllir, Kaige reynir Hitch- cock-lega tilburði en tekst illa upp. Skuldinni verður þó ekki eingöngu skellt á leikstjórann (að því undan- skildu að hann átti aldrei að taka að sér jafn dauðadæmt efni), öllu frekar á handritshöfundinn og leikarana. Alice (Heather Graham) er ung og falleg Bandaríkjakona í góðri sambúð og atvinnu í London. Ekki er langt lið- ið á myndina er hún rekst af tilviljun á Adam (Josep Fiennes), bráðókunnug- an, borubrattan náunga. Hún drífur sig með honum beint í bólið – og telur sig aldrei hafa fundið unað slíkan. Lætur sambýlismanninn róa, segist hafa fundið mann við hæfi og jafn- harðan hefst vandræðagangur hand- ritshöfundar. „Við vorum að skemmta okkur um síðustu helgi og ég borgaði bölvaða lestarmiðana,“ er það sem kærastanum er efst í huga er Alice tjáir honum tíðindin. Þar með fýkur skynsemin út í muskuna. Killing Me Softly gerist síðan villu- gjarnari en Lundúnaþokan. Þó hún þekki hvorki á honum haus né sporð, giftist Alice hinum bólfima Adam, sem reynist þegar til kemur heims- frægur fjallgöngumaður (má ég frek- ar biðja um Scott Glenn sem var mun sennilegri fjallamaður í Vertical Lim- it (’00), en ótrúverðugur þó), með skrautlega fortíð í kvennamálum. Það er það helsta sem Alice kemst að er hún fer að róta í plöggum bónda síns til að geta „elskað þig meira ef ég þekki þig betur“, bullar hún. Það eru nokkur dauðsföll í fortíð Adams, Alice fer að óttast um líf sitt og leitar að lok- um á náðir Deboruh (Natascha McEl- hone), mágkonu sinnar, sem reynist ekkert sérlega vel til fundið. Sögufléttan er slök og þunnildisleg. Alice berast nafnlaus hótunarbréf, fleiri vafasamar konur, dauðar og lif- andi, koma til skjalanna, Fiennes (Shakespeare In Love) er dæmalaust ósannfærandi sem hið dýrslega kvennagull, fjallgöngukappi, þjóð- hetja, jafnvel morðingi. Graham ámóta mélkisuleg sem kona heltekin frygð! (Berið þau saman við Diane Lane og Olivier Martinez í hinni mögnuðu Unfaithful.) Síðast sást hún í The Guru, annarri ámóta ruslmynd, og virðist hafa að markmiði að rústa ferlinum á sem skemmstum tíma. Aukapersónur eru lítilsigldar og áhrifalausar, framvindan rökleysa. Erótíkin geld, spennan tómur vand- ræðagangur sem aldrei verður fugl né fiskur. Eina persónan sem hreyfir við manni er Deborah. Henni er bæri- lega borgið í höndum Natöschu McElhone, sem um þessar mundir fer með eitt aðalhlutverkanna í Solaris Stevens Soderberghs. Við skulum vona að þar hafi hún úr bitastæðara hlutverki að moða. Ósannfærandi ástarsamband: Joseph Fiennes og Heather Graham í Killing Me Softly. Urð og grjót KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjóri: Chen Kaige. Handrit: Kara Lindstrom, byggt á skáldsögu Nicci French. Kvikmyndatökustjóri: Michael Coulter. Tónlist: Patrick Doyle. Aðalleik- endur: Heather Graham, Joseph Fiennes, Natascha McElhone, Ulrich Thomsen, Ian Hart, Jason Hughes. 100 mín. MGM. Bandaríkin 2002. KILLING ME SOFTLY  Sæbjörn Valdimarsson MIKIÐ umstang hefur verið und- anfarna daga í kringum frumsýningu heimildarmyndarinnar Porn Star: The Legend of Ron Jeremy sem fjallar um gamalreyndan klám- myndaleikara, Ron Jeremy að nafni. Kom sá ágæti maður hingað til lands til að fylgja frumsýningunni úr hlaði og skemmta forvitnum gestum, en Jeremy starfar sem skemmtikraftur og uppstandari samhliða klámmynda- leiknum. Það verður að viðurkennast að það kom mér á óvart að sjá mynd af manninum í blöðum, enda er hann allt öðru vísi í útliti en ég hefði ímynd- að mér mann sem leikið hefur í á ann- að þúsund klámmynda á sínum ára- tuga ferli og þykir, að því er fram kemur í myndinni, „einn sá besti í bransanum“. Þetta er enginn stera- eða sílíkongaur, frekar mannlegur að sjá og greindarlegri en margur koll- egi hans kvenkyns eða karlkyns sem maður hefur séð viðtöl við. Þessi per- sónuleiki Ron Jeremys gerir hann fyrir vikið að verðugu umfjöllunarefni nær áttatíu mínútna langrar heimild- armyndar. Ron Jeremy er að því er virðist, og þegar upp er staðið að myndinni lok- inni, maður sem ekki tókst að láta drauma sína um að verða leikari ræt- ast. Hann er af gyðingaættum og kemur úr menntafjölskyldu. Sjálfur er hann kennari að mennt og lýsir hann því hvernig hann hélst ekki við í kennslustarfinu því draumurinn um að verða leikari sótti svo fast að hon- um. Svo virðist sem sköpulag Rons, sem er óvenjuvel vaxinn niður eins og sagt er, hafi opnað honum dyr inn í klámmyndabransann. Hann sá að leikhúsheimurinn var harður heimur, og ákvað því að leika í nokkrum klám- myndum í von um að geta fært sig yfir í alvarlegri kvikmyndir. Þennan draum heldur Ron Jeremy enn í rúm- lega tuttugu árum síðar og verður hann því að teljast dálítið blindur á eigin hæfileika, eða að minnsta kosti framtíðarmöguleika sína sem leikari. Því líkt og sést m.a. í gegnum brot úr eldri og nýrri klámmyndum í heimild- armyndinni, hefur klámmyndabrans- inn breyst talsvert frá því sem var á sjöunda og áttunda áratugnum. Þá voru klámmyndir oft litlar bíómyndir með bláu ívafi og oft gerð krafa um að leikararnir gætu virkilega leikið. Nú er klámmyndagerð orðin heimur og iðnaður út af fyrir sig þar sem stöðlun og afbakaðar ímyndir kynlífs og lík- ama eru allsráðandi. Kvikmyndagerðarmennirnir nálg- ast efnið á hispurslausan máta og er kynlíf ekkert feimnismál af þeirra hálfu eða annarra er fram koma í myndinni. Þessi jákvæðari hlið klám- myndabransans er líka sú sem helst á upp á pallborðið í myndinni og er ekk- ert út á þá nálgun að setja. Ólíkt heimildarmyndum á borð við The Annabel Chong Story eða The Girl Next Door, þar sem leitast er við að rýna dálítið í klámmyndaheiminn og aðbúnað þeirra kvenna sem þar starfa, fjallar þessi heimildarmynd fyrst og fremst um manneskjuna Ron Jeremy og viðhorf hans til tilverunn- ar eins og hún hefur þróast fyrir hon- um. Þar ná stjórnendur að feta hinn gullna meðalveg í því að birta marg- hliða mynd af persónunni (með kost- um og löstum) án þess að gera grín að henni eða notfæra sér hana á nokkurn hátt. Fjallað er um þá hæfileika sem gert hafa Ron Jeremy að einum fræg- asta klámmyndaleikara heimsins – allt frá sérlegum hæfileikum hans á sviði „tungutækni“ eða ótrúlegrar sjálfsstjórnar, til þess að vera einfald- lega venjulegur og dálítið ólánlega út- lítandi karlmaður sem kynbræður hans (og markhópur framleiðsluvör- unnar) geta samsamað sig við. Þá er ekkert hikað við að láta hina ýmsu vini, samstarfsfólk og vandamenn tala hreinskilnislega um kosti og galla Jeremys, t.d. hversu ömurlegur gam- anleikari hann er. Þetta er vel heppnuð heimildar- mynd þar sem margar hliðar þess veruleika sem fjallað er um koma fram. Fyrir vikið er hvorki hægt að gagnrýna myndina fyrir of ákveðna afstöðu né afstöðuleysi. Það segir þó talsvert um þau ólíku viðhorf sem ríkjandi eru í garð karla og kvenna í menningunni að hægt sé að gera svona létta og afslappaða heimildar- mynd um karlleikara á meðan það kveður við allt annan tón í sambæri- legum heimildarmyndum um konur. Brostnir leikaradraumar KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin, Álfa- bakka Leikstjórn, handrit og klipping: Scott J. Gill. Kvikmyndataka: Ralph King. Lengd: 75 mín. Heimildarmynd. Bandaríkin, 2001. PORN STAR: THE LEGEND OF RON JEREMY (KLÁMSTJARNA: GOÐSÖGNIN UM RON JEREMY)  Heiða Jóhannsdóttir Íslandsvinurinn Ron Jeremy fær heiðarlega meðferð í Porn Star. Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Fös 1/11 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 23 Uppselt Lau 2/11 kl. 21 Uppselt Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Uppselt Fös 8/11 kl. 21 Uppselt Fös 8/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Lau 9/11 kl. 21 Uppselt Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fim 14/11 kl. 21 Örfá sæti Fös 15/11 kl. 21 Uppselt Lau 16/11 kl. 21 Uppselt Lau 16/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fim 21/11 kl. 21 Fös 22/11 kl. 21 Uppselt Lau 23/11 kl. 21 Nokkur sæti Lau 23/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fös 29/11 kl. 21 Örfá sæti Lau 30/11 kl. 21 Lau 30/11 kl. 23 Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller 3. sýn Rauð kort - fö 1/11 kl 20 4. sýn Græn kort - su 3/11 kl 20 5. sýn Blá kort - fö 8/11 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 3/11 kl. 14, Su 10. nóv kl 14 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 31. okt kl 20 - UPPSELT Lau 9. nóv kl 20 - 60. sýning - AUKASÝNING Lau 16. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fim 21. nóv kl 20 - AUKASÝNING KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 2/11 kl 20, Fi 7/11 kl 20, Fö 15/11 kl 20, Lau 30/11 kl 20 Síðustu sýningar JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 1/11 kl 20 UPPSELT, Lau 2/11 kl 20 Fi 7/11 kl 20 Lau 9/11 kl 20 AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Fi 31. okt kl 20 - AUKASÝNING Allra síðasta sýning 15:15 TÓNLEIKAR Lau 2. nóv. Eþos-Þórður Magnússon CAPUT Sushi námskeið. Sigurður og Snorri Birgir. Í kvöld kl 20 Herpingur eftir Auði Haralds og Hinn fullkomni maður e.Mikael Torfason Frumsýn. Fö 1/11 kl 20 UPPSELT, Su 3/11 kl. 20, Fi 7/11 kl 20 , Lau. 9/11 kl. 20 Nýja sviðið Þriðja hæðin Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu fim 31. nóv kl. 20, uppselt, fös 1. nóv. kl. 20, nokkur sæti, lau 2. nóv kl. 20, nokkur sæti, föst 8.nóv. kl. 20, lau 9. nóv kl. 20, lau 16. nóv kl. 20 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur þri 29. okt, uppselt, mið 30. okt, örfá sæti, sun. 3. nóv, uppselt, mið 6. nóv, uppselt, sun 10. nóv, uppselt, þri 12. nóv, uppselt, mið 13, nóv, uppselt, sun 17. nóv, uppselt, þri. 19. nóv, uppselt, mið 20. nóv, uppselt, sun 24. nóv, uppselt, þri 26. nóv, nokkur sæti Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 SKÝFALL eftir Sergi Belbel Fim. 31. okt. kl. 20 Fös. 1. nóv. kl. 20 Lau. 2. nóv. kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi! 552 1971, nemendaleikhus@lhi.is 5. sýn. sun. 3. nóv. kl. 14 örfá sæti 6. sýn. sun 10. nóv. kl. 14 örfá sæti 7. sýn. sun 17. nóv kl. 14 laus sæti 8. sýn. sun 24. nóv. kl. 14 laus sæti Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Bjóðum einnig upp á notalega aðstöðu, fyrir 15 til 30 manna hópa, í Djúpinu og Galleríinu. Hafnarstræti 15, sími 551 3340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.