Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 45 Jólahlaðborð Veislusmiðjan býður glæsilegt jólahlaðborð í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 Einnig er hægt að fá jólahlaðborð sent heim í stofu Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • Sími 587 3800 • www.veislusmidjan.is Eftirtaldir dagar eru lausir: Nóvember föstudagarnir 15., 22. og 29. laugardagurinn 30. Desember föstudagurinn 13. laugardagur inn 14. Þórarinn Guðmundsson matreiðslumeistari ÞAÐ er ýmislegt skrítið sem getur skilað sér í bíó, eins og til dæmis kvikmyndin Kung fu knattspyrna sem erfitt er að vita hvort maður á að hlæja eða gráta yfir. Þessi kínverska gamanmynd er nokkurs konar sam- suða úr hinum ýmsu birtingarmynd- um vinsældarmenningarinnar, kín- verska kung fu spennumyndin rennur hér t.d. saman við dæmi- gerða fótboltamynd með smávegis tónlistarmyndbandsívafi. Leikstjór- inn, Stephen Chow ætlar sér greini- lega fátt annað en að skemmta fólki, og er myndin byggð á skemmtilegri grunnhugmynd: Ungur kung fu meistari, Sing að nafni, á erfitt með að finna hæfileikum og sínum og lífs- speki farveg í nútímasamfélagi, þar til að honum dettur í hug að nota bardagatæknina ævafornu til að spila fótbolta. Gömul fótboltakempa sem á harma að hefna gagnvart ósvífnum þjálfara ákveður að þjálfa Sing og félaga hans úr kung fu skól- anum. Úr verður nær ósigrandi lið, þar sem kung fu meistararnir eiga ekki í vandræðum með snerpu, einbeitingu eða skot- festu. Ef maður nálgast þessa mynd á þeim kæruleysislegu forsendum sem hún er gerð eft- ir, má alveg hafa gaman af henni. Tölvutæknin sem og fimir leikarar eru notuð í sameiningu til að búa til bráðskemmtilegar leik- og æfingasenur en þar leik- ur sjálfur leikstjórinn, Stephen Chow, aðalhlutverkið. Sadískur groddahúmorinn verður þó full- mikill og ósmekklegur á köflum til að það sé myndinni nokkuð til bóta, um leið og maður hugsar sig fyrir vikið tvisvar um að fara með barn að sjá myndina sem að öðru leyti væri kjör- in skemmtun fyrir börn. Kung fu knattspyrna er kæruleysisleg skemmtun að mati Heiðu Jóhannsdóttur. Samsuða frá Hong Kong KVIKMYNDIR Regnboginn - Bíófélag 101 Leikstjórn og handrit: Stephen Chow. Að- alhlutverk: Stephen Chow, Vicky Shao, Man Tat Ng. 111 mín. Hong Kong, 2001. KUNG FU KNATTSPYRNA (SIU LAM JUK KAU) Heiða Jóhannsdóttir The Void (Tómið) Spennumynd Bandaríkin, 2001. Myndform VHS. 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Gilbert M. Shilton. Aðalhlutverk: Amanda Topping, Malcolm McDowell og Adrian Paul. TIL þess að spennusögur geti orðið til þarf alltaf að búa til ein- hvers konar spennuaðstæður. Í þessu tiltekna atriði ganga menn náttúrlega misjafnlega langt og er hugmyndin um að óður vísindamaður hafi náð að búa til svarthol á jörðu niðri ef til vill ör- lítið langsóttari en þörf krefur. En sú er sem sagt reyndin í þessari hasarmynd sem seint verður talin til meistara- stykkja kvikmyndasögunnar. Þar fylgjumst við með því er ung vís- indakona afhjúpar og reynir að stöðva óábyrgar tilraunir prófess- ors nokkurs, sem samkvæmt mjög fjálglegum eðlisfræðilegum skýr- ingum myndu verða þess valdandi að jörðin æti sjálfa sig næðu þær fram að ganga. Þann ágæta pró- fessor leikur síðan enginn annar en Malcolm McDowell, sem hefur ver- ið að skipa sér dyggilega í hóp leik- ara sem virðast ætla að enda feril sinn á þann sorglega hátt að birt- ast reglulega í hlutverkum ódýrra formúlumynda á borð við þessa. ½ Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Tóm tjara SÝNING á nýjasta myndbandi Christinu Aguilera, „Dirrty“, hef- ur nú verið bönnuð í Taílandi. Myndbandið þykir vera í grófari kantinum þar sem dansarar og Aquilera koma fram í efnislitlum fötum. Það var þó ekki mynd- bandið sem slíkt sem fór fyrir brjóstið á taílenskum stjórnvöld- um heldur sleggjudómar um kyn- lífsviðskipti í landinu sem birtust á auglýsingaskiltum í myndband- inu. Á taílensku stendur „kynlífs- ferðamennska Taílands“ og „ung- ar stúlkur undir lögaldri“. Christina Aguilera hefur ekkert gefið út á gagnrýni taílenskra stjórnvalda. Reuters Christina Aguilera ögrar taílenskum stjórnvöldum. Christina Aquilera of djörf fyrir Taíland

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.