Morgunblaðið - 29.10.2002, Síða 48
Morgunblaðið/Golli
Ingólfur er fyrstur Þokkabótarmanna til að senda frá sér sólóskífu.
ÞOKKABÓT er mörgum enn of-
arlega í minni þótt rúmir tveir ára-
tugir séu síðan söngveitin lagði upp
laupana. Einn höfuðpaura hennar,
Ingólfur Steinsson, gaf fyrir
skemmstu út Kóngsríki fjallanna, og
varð þá fyrstur Þokkabótarmanna til
að senda frá sér sólóskífu.
Ingólfur segist aldrei hafa hætt að
semja tónlist og texta en hefur haft í
ýmsu að snúast frá því Þokkabót
hætti laust fyrir 1980, bjó í Banda-
ríkjunum um tíma og eftir heimkom-
una tók við langt og strangt brauð-
strit. „Ég átti orðið mikið af lögum en
þau höfðu aldrei forgang,“ segir hann
og bætir við að þau hafi verið orðin
ansi þungur farangur. Hann tók svo
til við upptökur fyrir nokkru og und-
anfarin tvö til þrjú ár hefur hann ver-
ið að taka upp, mikið til hjá vinum
eins og Ásgeiri Óskarssyni og Villa
Guðjóns. Hann lauk svo við plötuna
hjá Axel í Stöðinni í vetur, en þrjú
laganna eru upptökur sem Ingólfur
gerði með Steingrími Guðmundssyni
eftir að hann sneri heim frá Banda-
ríkjunum 1987.
Lög frá ýmsum tímum
„Lögin eru annars samin á ýmsum
tímum,“ segir Ingólfur. „Textinn við
„Nútímarímu“ er t.d. gerður í Am-
eríku, knúinn af heimþrá og sterkri
tilfinningu fyrir eyðingarmætti tím-
ans. „Sjoppulagið“ er líka samið úti
svo og „Kóngsríki fjallanna“ sem er
reyndar nýtt nafn á gömlu lagi.
Þannig eru textarnir gjarnan í þróun
hjá mér. Lög eins og „Ísaland“ og
„Leikur í lyndi“ eru nýleg. Nýjasta
lagið er þó „Skáldalaunin“ við kvæði
Steins Steinarr. Það gerði ég í vetur
sem leið. Ég á heilmikið safn af lög-
um við eigin texta og annarra. Hef
t.d. samið mikið við kvæði Davíðs
Stefánssonar. Var búinn að taka upp
ein tuttugu lög en setti ellefu þeirra á
diskinn.“
Meðal laga á plötunni eru þrjú sem
segja frá æsku- og unglingsárum á
Seyðisfirði, heimabæ Ingólfs, og
hann tekur undir að þau séu honum
hugleikin. „Ég býst við að æskuárin
verði mörgum hugleikin þegar þeir
fullorðnast. Ég byrjaði að semja lög
og texta um þennan tíma skömmu
eftir að Þokkabót lagði upp laupana.
Æskan er sjóður sem hægt er að leita
í og þar er margt djásnið að finna.
Hér áður fyrr var í mér eftirsjá eftir
þessum horfnu dögum en ekki leng-
ur. Ég er sáttur við líf mitt í dag og
æskuárin eru kóróna sem varð eftir í
garðinum heima en ég er hættur að
leita hennar. Ég á góðar minningar.“
Undanfarin ár hefur Ingólfur ekki
bara samið tónlist og texta, því hann
hefur líka skrifað bækur. „Það er
gaman að semja þegar andinn er yfir,
stundum er það óskaplega létt,
stundum ekki. Að setja saman einn
texta getur kostað svita og tár en erf-
iðast er þó að skrifa skáldsögu. Það
hef ég gert einu sinni, reyndar skáld-
ævisögu eins og það er kallað í dag.
Mig langar að skrifa annað bindi við
tækifæri. Annars er mesta puðið að
gefa þetta út. Ég stofnaði mína eigin
útgáfu sem heitir Tunga og þar hafa
komið út þrjár bækur og svo núna
platan, auk margs konar kennslu-
efnis á vef í tengslum við þessi verk.“
Eins og getið er í upphafi er
Kóngsríki fjallanna fyrsta sólóskífa
liðsmanns Þokkabótar. Ingólfur seg-
ir að margir félagar hafi verið í
Þokkabót á þeim fjórum-fimm plöt-
um sem komu út og hann hafi lítið
samband við flesta þeirra. „En gamli
kjarninn frá fyrstu árunum, æskuvin-
irnir, ég, Gylfi, Maggi og Dóri sem
kom tvítugur á Seyðisfjörð til að
vinna í fiski; það eru alltaf einhverjar
taugar sem tengja þennan hóp. Við
komum meira að segja saman þegar
bærinn okkar varð 100 ára, héldum
mikla tónleika í Herðubreið og spil-
uðum á böllum með fleiri gömlum
vinum. Ætli æskuvinaböndin slitni
ekki seinast.“
Ingólfur Steinsson gaf nýverið út sólóskífuna Kóngsríki fjallanna
Æskuárin eru
kóróna í garðinum
TENGLAR
.....................................................
www.tunga.ismennt.is
48 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
26.10. 2002
13
3 8 8 6 0
9 1 6 4 1
21 27 35 38
37
23.10. 2002
5 22 29
30 44 48
9 18
Fimmfaldur
1. vinningur
næsta laugardag
Einfaldur
1. vinningur
næsta miðvikudag
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4507-4500-0030-3021
4507-4500-0030-6776
4741-5200-0002-4854
4548-9000-0059-0291
4539-8500-0008-6066
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
fyrir að klófesta kort
og vísa á vágest
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
Sýnd kl. 6.
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER.
Sýnd kl. 7.
Kvikmyndir.com
HK DV
HJ Mbl 1/2 HK DV
SFS Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4.50, 8 og 10.15. Bi 12.
Yfir 40.000 áhorfendur
SV Mbl
SK RadíóX
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16.
Frábær kvikmynd
um umtalaðasta
Íslandsvin allra tíma,
broddgöltinn og
klámkónginn Ron Jeremy
1/2
Kvikmyndir.is
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 5.45 og 8.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
Sýnd kl.10. Sýnd kl. 8. B.i. 12.
Sýnd kl. 10.20. B.i. 14.
ÞriðjudagsTilboð kr. 400
ÞriðjudagsTilboð kr. 400
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 448
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
SV. MBLDV
Það verður
skorað af krafti.
Besta breska
gamanmyndin síðan
„Bridget Jones’s
Diary.“ Gamanmynd
sem sólar þig upp úr
skónum. Sat tvær vikur
í fyrsta sæti í Bretlandi.
ÞriðjudagsTilboð kr. 400
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
S Ý N D Í S A L 1
Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 16. Vit 453
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 460
SK RadíóX
ÞriðjudagsTilboð kr. 400
Sýnd kl. 6. Vit 435
örugg stýring viðskiptakrafna
ÍRSKI stórleikarinn Richard Harr-
is lést á föstudag en hann er ekki
síst þekktur fyrir hlutverk sitt í
myndinni Harry Potter og visku-
steinninn, sem hinn alvitri skóla-
stjóri Albus Dumbledore. Hann var
72 ára og hafði gengist undir með-
ferð við Hodgkins-sjúkdómi en
hann veiktist fyrir tveimur mán-
uðum.
Minningarathafnir um
Harris verða haldnar bæði í
London og Dublin í kjölfar
jarðarfararinnar, sem að-
eins fjölskylda og nánir vin-
ir verða viðstödd. Ekki er
búið að ákveða hvenær það
verður. Aska Harris verður
flutt að heimili hans á Bah-
ama-eyjum og dreift þar.
Forsætisráðherra Ír-
lands, Bertie Ahern, harm-
aði dánarfregnina. Hann
sagði að Harris hefði verið
„einn mesti listamaður Ír-
lands“ og að „framlag hans
til listaheimsins og
skemmtanaiðnaðarins væri mikið“.
„Ég votta fjölskyldu hans og vinum
dýpstu samúð,“ sagði hann.
Harris var tvisvar tilnefndur til
Óskarsverðlauna, fyrir This Sport-
ing Life og The Field. Íslenskir
kvikmyndaunnendur munu enn-
fremur sjá Harris innan tíðar á
hvíta tjaldinu í hlutverki sínu í
Harry Potter og leyniklefanum, en
hann lauk við aðra myndina um
galdrastrákinn áður en hann lést.
Richard Harris mætir til frumsýningar á
fyrstu myndinni um Harry Potter í London í
nóvember í fyrra en hann lék prófessorinn
Albus Dumbledore í myndinni.
Richard Harris látinn 72 ára að aldri
AP
„Einn mesti lista-
maður Írlands“