Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
Sigríður Ósk er alla jafna engin pjáturdrós, en þegar Laufey vinkona hennar fékk sér naglalakk, þá stóðst hún einfaldlega ekki mátið.
verkefninu, geta þau sótt um 75% endur-
greiðslu fyrsta árið, 50% annað árið og 25%
þriðja árið. Nú eru 74 einstaklingar úti á vinnu-
markaðnum í gegnum þetta kerfi, þar af 14 á
Suðurnesjum. Ráðgefandi þroskaþjálfar fylgja
þeim í gegnum starfsmat og starfsþjálfun, auk
þess að veita nauðsynlegan stuðning á vinnu-
stað.
Tekist hefur að saxa á biðlista
Skammtímavistun er úrræði sem ætlað er að
létta álagi af fjölskyldum með fötluð börn frá 2
ára aldri. Með skammtímavistun er foreldrum
veittur stuðningur í von um að þeir geti haft
börnin sem lengst heima, en sá tími er afar dýr-
mætur fyrir alla aðila. Skammtímavistunin get-
ur náð allt frá einni helgi upp í 14 daga og fer
það eftir fötlun barnsins og aðstæðum þess.
Biðlistar eru eftir þessari þjónustu. Einnig er
sá valkostur í boði að fundnar séu stuðnings-
fjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur
þeirra, sem algengt er að taki barnið einu sinni í
mánuði, og fái þá greitt fyrir. „Á þessu ári hefur
náðst að greiða mjög úr biðlistum eftir skamm-
tímavistun fyrir börn og fullorðna,“ segir Sig-
ríður. „Við erum komin langt með að mæta
þeim þörfum. En búsetubiðlistinn er talsvert
langur, þó við höfum bætt við heimilum fyrir 31
einstakling á einu ári.“ Að auki eru þjónustu-
íbúðir á vegum Svæðisskrifstofunnar 50 tals-
ins, en þar býr fólk sjálfstætt og fær stuðning
þroskaþjálfa inn á heimili sín, t.d. við að elda
matinn, annast fjármálin og halda heimili.
Ætlaði að lækna bróður minn
Eldri bróðir Sigríðar var fatlaður, bjó á
Skálatúni og svo á Kópavogshæli. Hann var
enn vistmaður þegar hún hóf störf þar 18 ára að
aldri. „Ég tók þá ákvörðun mjög ung að ég ætl-
aði að læra eitthvað voðalega merkilegt og
lækna bróður minn,“ segir hún. „Við vorum sex
systkinin, hann elstur og barn síns tíma, því
þjónustan var mjög lítil. Hann var því ekki
nema tíu ára þegar hann flutti alveg að heiman.
En þetta var gefandi og skemmtilegur tími sem
við áttum saman. Við heimsóttum hann reglu-
lega upp í Mosfellsbæ, sem okkur þótti alveg
rosalega langt. Við fórum í bíltúr öll fjöskyldan
og fórum út af svæðinu til að þjálfa hann í að
ganga. Honum fór svo mikið aftur eftir að hann
flutti á stofnun vegna þess að hann fékk ekki þá
þjálfun sem hann þurfti. Það er sorgarsaga að
segja frá því. Aðbúnaðurinn er allt annar í dag.“
Stórkostlegar breytingar
Jón Konráð, bróðir Sigríðar, lést árið 1997.
„Hann hafði ekki fengið tækifæri til að flytja út
af stofnun og inn á heimili,“ segir Sigríður.
„Hann var búinn að sækja um, en komst ekki
að. Þrátt fyrir að hann væri mikill sjúklingur er
ég viss um að hann hefði plumað sig vel á heim-
ili og fengið þá þjónustu sem hann þurfti.“ Sig-
ríður hefur því orðið vitni að miklum breyt-
ingum í aðbúnaði fatlaðra. „Ég útskrifaðist sem
þroskaþjálfi árið 1979 og tók við sem deildar-
stjóri á Kópavogshæli. Síðan þá hefur mikið
vatn runnið til sjávar og nú stendur til að flytja
síðustu einstaklingana þaðan inn á heimili. Það
verður stórkostlegt að fylgjast með því og þarft
að einhver rannsaki þær breytingar sem það
hefur í för með sér fyrir lífsgæði þeirra.“
Tímar fordóma ekki liðnir
Tímar fordóma í garð fatlaðra eru ekki liðnir,
að sögn Sigríðar. „Þeir poppa alltaf öðru hverju
upp. Við verðum helst vör við þá þegar við för-
um af stað með ný heimili fatlaðra úti í sam-
félaginu. Þegar keypt eru hús fyrir fatlaða, er
greint frá því í grenndarkynningu hjá sveitar-
félaginu. Þá koma viðbrögð nágranna við því,
t.d. að þeir telji að húsnæðið henti ekki þessari
starfsemi. En við værum náttúrlega ekki að
kaupa húsnæðið ef við teldum það ekki hentugt.
Í raun er fólkið að segja að þessir einstaklingar
eigi rétt á því að búa úti í samfélaginu eins og
við hin, en bara ekki við hliðina á sér.“ Fordóm-
arnir fara þó stöðugt minnkandi eftir því sem
fatlaðir verða sýnilegri í þjóðfélaginu, að sögn
Sigríðar. „Þeir eru ekki einangraðir uppi í sveit
eða á afviknum stöðum eins og á árum áður. Ég
held því fram að það sé bæði börnum og full-
orðnum heilbrigt og hollt að hafa fatlaða í ná-
grenni við sig. Ef börn alast upp í samfélagi við
fatlaða, þá læra þau meira umburðarlyndi og
þroska betur tilfinningagreindina. Og sem bet-
ur fer hefur reynslan sýnt, að fólk skiptir um
skoðun þegar við erum komin í hverfið og sér
að það hefur ekkert slæmt í för með sér.
Áhyggjur eins og að þetta lækki íbúðaverð eða
auki umferðina til muna eiga ekki við rök að
styðjast.“
Vantar fleira fagfólk
Að síðustu er Sigríður spurð að því hvað
henni finnist að megi bæti í málefnum fatlaðra.
„Það sem háir okkur er mikil starfsmannavelta
og fáir faglærðir starfsmenn og þá sérstaklega
er skortur á þroskaþjálfum.Við erum alltaf að
þjálfa upp nýtt starfsfólk, en það staldrar stutt
við, m.a. vegna launa. Það vantar fleira fagfólk
og það gerist ekki nema með því að bæta kjör
þeirrar stéttar, sem fæst við umönnunar-, þjálf-
unar-, uppeldis- og menntastörf. Ég fullyrði að
ef metnaður er lagður í þessa vinnu, þá skilar
árangurinn sér, jafnvel beint í ríkiskassann.
Eins og sést vel á þeim einstaklingum sem við
höfum hjálpað að búa sjálfstætt og hasla sér
völl á vinnumarkaðnum.“
Sigríður Ósk vinnur með góminn með rofabúnaðinum en með honum velur hún „bliss“-táknin.
pebl@mbl.is
’ Ég tók þá ákvörðun mjögung að ég ætlaði að læra eitt-
hvað voðalega merkilegt og
lækna bróður minn. Við vor-
um sex systkinin, hann elstur
og barn síns tíma, því þjón-
ustan var mjög lítil. Hann var
því ekki nema tíu ára þegar
hann flutti alveg að heiman. ‘