Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 11

Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 11
Í Austurríki eru framleidd ein-hver mögnuðustu hvítvín ver-aldar. Þau hefur hins vegar afeinhverjum ástæðum ekkiverið að finna á íslenska markaðnum til þessa, sem er illskilj- anlegt. Hugsanlega er ástæðuna að finna í því að ólíkt því sem raunin er með önnur helstu víngerðarsvæði veraldar er ekki að finna sérstakan Austurríkis-flokk hjá ÁTVR og því falla þau undir flokkinn „önnur vín“ frá Evrópu. Þetta er miður og verð- um við eflaust af mörgum góðum vínum af þessum sökum. Aust- urrísku vínin eru því lítt þekkt hér á landi. Vonandi mun það breytast og nú er að minnsta kosti hægt að nálgast gæðavín frá Austurríki. Um síðustu mánaðamót bættust á sér- lista þrjú hvítvín frá einum virtasta og besta vínframleiðanda Austur- ríkis, Willy Bründlmayer. Hann hefur aðsetur í bænum Langenlois á víngerðarsvæðinu Kamptal. Það svæði er þekktast fyrir vín úr aust- urrísku þrúgunni Grüner Veltliner og þrúgunni Riesling. Berg-Vogelsang Grüner Veltliner Bründlmayer Langenloiser Berg- Vogelsang Gruner Veltliner 2001 – grænn og berjamikill ilmur, kíví og perur. Í munni sýrumikið, kryddað með nýmuldum hvítum pipar og grænum ávexti. Það er mikil reisn yfir þessu víni en einnig titringur, kjörið með sýrumiklum fiskréttum, t.d. þegar sítróna er notuð. Kostar 1.690 krónur. Langenloiser Steinmassel Riesling 2001 Þurrt, þykkt og feitt yfirbragð, smjörkennt í bland við ávöxtinn. Í nefi má greina nýbakaða, ljósa kransaköku, sykur, möndlur og djúpan ávöxt. Vínið er langt og mik- ið og mikið í munni, sýran mikil en mild og í fullkomnu jafnvægi við aðra þætti. Kostar 1.910 krónur. Zöbinger Heiligenstein Riesling Lyra 2001 Lyra-vínið frá Bründlmayer er talið eitt af allra bestu vínum Aust- urríkis og ekki að ófyrirsynju. Það er stórkostlegt. Ávöxturinn í nefi er sætur, maður finnur fyrir þroska þrúgnanna og einkenni vínsins áþekk þeim er maður finnur í eð- alsætum vínum þar sem botrytis er kominn til sögunnar. Vínið hins veg- ar þurrt og sætan einungis í hinum mikla ávexti. Hunang, þurrkaðar apríkósur og hitabeltisávextir í nef- inu. Það liggur við að maður verði að segja ávöxtinn ofsafenginn. Stórt og langt í munni, fullkomin upp- bygging og unaðslegt bragð. Hvít- vín gerast ekki mikið betri. Kostar 2.990. krónur. Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Frábær hvítvín frá Austurríki Morgunblaðið/Áslaug MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 B 11 Kjúklingabaunaplantan á rætur sínar að rekja til Miðjarðarhafslandanna og baunir hennar (sem eru fræ í fræhylkj- um), eru ýmist seld þurrkuð eða for- soðin í dósum. Þurrkaðar kjúklingabaunir skal alltaf leggja í bleyti fyrir eldun. Baunirnar eru mjög orkuríkar (u.þ.b. 360 kal. á 100 g) og eru mjög auðugar af próteinum, fosfór, kalki og járni. Þær eru notaðar sem skraut, í mauk, súpur og pottrétti og eru notaðar mikið á Spáni, S- Frakklandi og í Mið-Austurlöndum, t.d. í eftirfarandi réttum: olla podrida, puc- hero, hummus og cocido. Þær eru klass- ískt skraut á kúskús og eru einnig not- aðar í salöt. Baunirnar eru verðugir staðgenglar linsubauna t.d. í gratín með Mornay-sósu. Uppskrift fylgir hér: Leggið baunir í bleyti (magn eftir vild) og leggið í eldfast fat. Útbúið eftirfarandi sósu: KJÚKLINGABAUNIR Bræðið 3 msk. af smjöri yfir lágum hita á þykkbotna, djúpri pönnu. Bætið 6 msk. af hveiti saman við og þeytið vel saman með písk þar til verður til jöfn blanda. Hellið ½ l af mjólk saman við og þeytið vel saman með stálpísk og gætið þess að engir kekkir myndist. Kryddið með salti og pipar og ögn af múskat (fer eftir því við hvaða tæki- færi á að nota sósuna). Sjóðið sósuna um stund þar til hún hefur öðlast þá þykkt sem óskað er og hrærið vel í á meðan. Bætið 70 g af rifnum Gruyère- osti eða Óðalsosti saman við og látið bráðna vel saman við. Takið pönnu af hita og bætið tveimur eggjarauðum saman við sem blandað hefur verið saman við 1 msk. af mjólk. Blandið vel saman, setjið á ný yfir hita og látið suðu rétt koma upp yfir lágum hita og hrærið í allan tímann. Takið af hita og bætið 2 msk. af rjóma saman við, hrær- ið og hellið yfir baunirnar. Bakið við 170° í 15–20 mín. MORNAYSÓSA (BRAGÐBÆTT BÉCHAMELSÓSA)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.