Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 B 15
anlegar heimildir um Ísland. Það
kemur auðvitað ekkert á óvart, því að
allar stríðsþjóðirnar kölluðu bestu
ljósmyndara sína til herþjónustu
beint eða óbeint. Þannig kom til
dæmis Ralph Morse hingað til lands
1943 á vegum Bandaríkjahers og tók
myndir fyrir tímaritið vinsæla Life,
en hann varð heimsfrægur fyrir
stríðsmyndir sínar. Nokkrar af
myndum hans héðan eru birtar í bók-
inni.“
En Þór segir ekki síður ástæðu til
að minnast ýmissa íslenskra ljós-
myndara. Svavar Hjaltested, sem gaf
út vikublaðið Fálkann, hafi skilið eft-
ir sig fleiri myndir frá hernámi Breta
en aðrir Íslendingar. Skerfur Svav-
ars til bókarinnar sé því mikill og
ekkja hans, Lára, hafi sýnt verkinu
einstaka velvild. Þór segist einnig
hafa notið góðrar fyrirgreiðslu hjá
erfingjum að myndum annarra af-
bragðs ljósmyndara stríðsáranna, en
meðal þeirra voru bræðurnir Eðvarð
og Vigfús Sigurgeirsson, Sigurhans
Vignir og Þorsteinn Jósepsson.
Úrval mynda
Þór segist alls ekki hafa keppt að
því að birta einungis myndir, sem
aldrei hafi birst hér á prenti, þó að sú
sé raunin um margar myndanna.
Fjöldi bóka um stríðsárin hafi komið
hér út, frá því að hann byrjaði
myndasöfnun sína og þar sé að finna
á víð og dreif margar góðar myndir,
sem hann birti nú einnig í bók sinni.
Markmið hans hafi hins vegar verið
það „að birta bestu myndirnar af við-
fangsefnum bókarinnar“. Hér sé um
að ræða „úrval úr safni ljósmynda,
sem skipta þúsundum, þar sem oft er
mjög erfitt að velja og hafna“. Sumt
af þeim myndum, sem urðu út undan,
verða á ljósmyndasýningu, sem Þór
efnir til með Borgarskjalasafni og
opnuð verður í Grófarsalnum 1. des-
ember nk.
Þór segist einnig hafa haft í huga
að margt ungt fólk hefði að sjálf-
sögðu lítið yfirlit yfir öll þau rit, sem
hér hefðu birst um styrjaldarárin.
Ungt fólk hefði mikinn áhuga á
myndmáli sem það væri vant úr
tölvuheiminum. Hann vildi gjarnan
vekja áhuga þessa fólks á styrjald-
arsögunni með bók sinni og skýra
fyrir því við hvaða aðstæður lang-
ömmur þeirra og -afar lifðu í landinu
á stríðstímum.
„Margar gamlar og góðar myndir
tel ég líka að öðlist nýtt líf, þegar þær
eru nú prentaðar aftur með nútíma-
tækni á gæðapappír og ýmsar í
stærra broti, en áður. Samhengi
myndanna innbyrðis og nákvæmari
upplýsingar um viðfangsefni þeirra
eiga líka að geta hjálpað lesendum að
sjá þær í nýju ljósi.“
Myndgreining með hjálp
lögreglu og stjörnufræðings
Þór Whitehead segir að hann hefði
aldrei getað greint hundruð ljós-
mynda bókarinnar, án þess að fá til
þess hjálp frá fjölda manns hér
heima og erlendis. Óteljandi spurn-
ingar hafi vaknað við myndgreining-
ar: hvar var myndin tekin, hvað sýnir
hún, hvenær var hún tekin, hvað
heita mennirnir á myndinni, hvað
varð um þá – hvar eru þeir nú? Oftast
hafi hann reynt að ná sambandi við
fólk, sem sést á myndum, til að for-
vitnast frekar um tilefni myndatök-
unnar eða skýra viðfangsefni. Að
þessu verki hafi einnig komið margir
menn, fræðimenn og áhugamenn,
sem búa yfir mikilli þekkingu á ein-
stökum sviðum stríðssögunnar – og
einnig alls óskyldum efnum. Þór við-
urkennir, að það hafi tekið sinn tíma
að leita til svo margra manna um að-
stoð. En hann segir, að það hafi einn-
ig verið eitt hið skemmtilegasta við
Bandarískir hermenn gefa íslenskum telpum tyggjó út um skotrauf á stein-
steyptu vélbyssuvígi. Framandi siðir og ný viðmið fylgdu hermönnunum.
Séð til Reykjavíkurhafnar og nágrennis í júní 1942. Andspænis kolabingnum við Arnarhól t.h. er Varðarhúsið, höfuðstöðvar
Sjálfstæðisflokksins, en í bragganum næst því félagsheimili hins breska KFUM.
Nútíminn kemur til Íslands. Flutningabílum, jeppum og öðr-
um tækjum skipað upp úr bandarísku flutningaskipi 1941.
Erlendu hermennirnir undu almennt hag sínum heldur illa á Íslandi. Tækifæri gafst
þó stundum til að sletta úr klaufunum. Hér taka flugmenn úr Hudson-sprengju-
sveitinni í Kaldaðarnesi íslenska gæðinga til kostanna.
Breskir hermenn vaða aurinn á Eskifirði. Þar gengu um 160
þeirra á land. Flestum þótti þeim vistin á Íslandi erfið.
verkefnið að eiga þannig samskipti
við og kynnast konum og körlum,
sem hafi óspart miðlað af fróðleik sín-
um. Þar nefnir hann meðal annarra
Friðþór Eydal upplýsingafulltrúa
Varnarliðsins, sem sjálfur hafi ritað
prýðilegar bækur um stríðsárin,
Ragnar J. Ragnarsson framkvæmda-
stjóra og Hörð Geirsson minjavörð,
sem séu flestum fróðari um herflug á
Íslandi, Sævar Þ. Jóhannesson lög-
reglufulltrúa, sem safnað hafi minj-
um og gögnum frá stríðsárunum og
Þórodd Má Árnason vélvirkja og her-
bílaáhugamann.
Enginn maður hafi nafngreint
fleira fólk á myndum bókarinnar en
Pétur Pétursson þulur. Vegna starfa
sinna hjá Ríkisútvarpinu, áhuga á fé-
lagsmálum og gömlum ljósmyndum
hafi hann kynnst ótrúlega mörgu
fólki á langri ævi og þekkt aragrúa
annarra Reykvíkinga í sjón. Pétur sé
mikil fróðleiksnáma.
Að öðru leyti sé texti bókarinnar
að miklu leyti byggður á frumheim-
ildum frá öllum þeim löndum, sem
þar komi helst við sögu.
„Myndir geta verið mjög varasam-
ar heimildir og ekki hægt að treysta
blint á upplýsingar úr söfnum,“ segir
Þór, og nefnir dæmi. „Ég fékk eina
ágæta litmynd af herflokki frá þjóð-
skjalasafninu bandaríska, sem sagði
flokkinn breskan og myndina tekna á
Íslandi. Ég sýndi hana einhverjum
mönnum, sem sýndist hún helst tekin
í Mosfellssveit. En það voru smáat-
riði, sem skáru þessa mynd frá öðr-
um myndum af Bretum, t.d. voru
hermennirnir í gúmmístígvélum, þeir
sýndust miklu kraftalegri og við öxl
eins þeirra glyttir í merki, sem virtist
sýna laufblöð, þegar að var gáð í
stækkunargleri. Það kom ekki heim
og saman við merki breskra her-
fylkja á Íslandi. Ég lét mér þess
vegna detta í hug að þetta gætu verið
Kanadamenn, sem voru fjölmennir í
Mosfellssveit. En Sævar Jóhannes-
son lögreglufulltrúi leysti þessa gátu,
eins og ýmsar fleiri. Hann hefur
viðað að sér miklum fróðleik um her-
skjaldarmerki og var fljótur að sjá að
laufblöðin gætu ekki verið annað en
hluti af laufguðu tré, sem var merki
pólskrar hersveitar, er gekk til liðs
við Breta. Myndin væri alls ekki tek-
in í Mosfellssveit heldur annað hvort
í fjalllendi í Mið-Austurlöndum eða á
Ítalíu!
Ég gæti nefnt ýmis önnur brosleg
dæmi, þar sem smæstu atriði hafa
skipt öllu við að greina myndir rétt
með hjálp glöggra manna, sem hafa
forðað mér frá alls kyns villum.“
Jafnvel skuggar og sólargeislar
geta verið mikilvægar vísbendingar
við stríðssögurannsóknir. Þór segir
t.d. frá því að þegar hann hafi verið
að ganga frá fyrsta kafla bókarinnar,
sem sýnir nokkurn veginn í tímaröð
(klukkustund eftir klukkustund),
hvernig Bretar lögðu undir sig
Reykjavík 10. maí 1940, hafi hann átt
í vandræðum með að tímasetja eina
mynd. „Úr þessum vanda leysti Þor-
steinn Sæmundsson stjörnufræðing-
ur, sem fór með myndina niður í
Tryggvagötu á sólardegi í kringum
10. maí 2000 og komst að þeirri nið-
urstöðu, að Þorsteinn Jósepsson hlyti
að hafa tekið hana á tilteknum tíma
síðdegis, um klukkan hálfsjö, ef ég
man rétt. Þetta dæmdist því sú
mynd, sem síðust var tekin þennnan
örlagadag og fékk þar af leiðandi
sinn rétta sess sem lokamynd í her-
námskaflanum með hjálp stjörnu-
fræðinnar.
Svona vinnubrögð má auðvitað
flokka undir sérvisku og smásmygli,“
segir Þór, „og ég hef ekki komist hjá
villum frekar en aðrir fræðibókahöf-
undar. En markmið mitt var að kom-
ast sem næst atburðunum og fólkinu,
sem bókin fjallar um: reyna gera
verkið eftir því sem kostur er að
myndrænni tímavél, sem lesendur
gætu notað til að færast á vit fortíðar
og skynja eitthvað af andblæ þessara
örlagaára.“
Í bók Þórs birtist í fyrsta skipti
mynd sem sýnir Dettifoss sökkva
á Írlandshafi eftir árás þýsks kaf-
báts 21. febrúar 1945.
„Þetta er að mínu viti merk-
asta mynd bókarinnar,“ segir
höfundurinn. „Þessi mynd komst
í mínar hendur fyrir algjöra til-
viljun og raunar er hún komin
hingað til lands fyrir hreina til-
viljun. Fyrir rúmum 20 árum var
ég samskipa Herði Sigmundssyni
sem var þá stýrimaður í afleys-
ingum á einum Fossanna. Hörður
sagði mér frá því að hann hefði
siglt til Suður-Afríku og þar hefði
hann kynnst manni sem verið
hefði í breska flotanum á Íslandi.
Hann mun hafa verið í björg-
unardeild flotans og eftir því sem
ég veit best á verndartogara
sem fylgdi skipalestinni þegar
Dettifossi var sökkt. Hann sagði
Herði að hann ætti mynd af
Dettifossi að sökkva og bauðst
til að gefa Herði hana. Ég sagði
Herði að ég vildi gjarnan birta
myndina þegar þar að kæmi. Því
miður varð Hörður bráðkvaddur
á besta aldri skömmu eftir að
heim var komið. Nú, 20 árum
síðar, hafði ég samband við ekkju
hans, Þórlaugu Guðmundsdóttur,
og fyrsta myndin sem hún fletti
upp á í gömlu albúmi var þessi
mynd. Hörður safnaði skipa-
myndum og hafði gengið sérlega
vel frá safninu.“
DETTIFOSS
SEKKUR