Morgunblaðið - 10.11.2002, Side 17
höfn en bein hans flutt (að hluta eða í
heild eða alls ekki, það er umdeilt) til
Íslands rúmlega hundrað árum síðar.
„Ég ætla ekki út í þá beinasögu hér,
hún er alltof flókin,“ segir Guðlaugur
og lýkur þar með frásögninni af Jón-
asi.
„Hávaðinn, þið getið
rétt ímyndað ykkur!“
Af lýsingum Guðlaugs að dæma var
Kaupmannahöfn enginn sælustaður á
fyrrihluta 19. aldar þegar Fjölnis-
menn og aðrar sjálfstæðishetjur
gengu þar um stræti. „Hávaðinn, þið
getið rétt ímyndað ykkur! Hér voru
skröltandi hestvagnar og fullar götur
af fólki. Á hverju einasta götuhorni
Kaupmannahafnar stóðu konur og
voru að selja einhvern varning. Sú
sem hrópaði hæst hafði náttúrulega
mestu möguleikana á að selja. Hér
voru náttúrulega skríkjandi börn eins
og nú, hrínandi svín inni í bakgörðum
og baulandi beljur uppi á þriðju hæð,“
segir Guðlaugur og enn er hlegið.
Til útskýringar, varðandi beljurnar
á þriðju hæðinni, þá er rétt að það
komi fram, að sökum þess hve erfitt
var fyrir borgarbúa að nálgast mjólk
brugðu margir á það ráð að kaupa kýr
úti í sveit og flytja þær til borgarinn-
ar. Í borginni var ekki að finna lófa-
stóran grasblett fyrir beljurnar að
bíta á og ef ekki fannst annað pláss,
var kúnum oftar en ekki dröslað upp
stiga og inn í íbúðir, jafnvel á þriðju
hæð. Þar voru þær fóðraðar á heyi og
mykjunni mokað út um gluggann.
„Og lyktin, hún var eftir því. Tómas
Sæmundsson, einn af Fjölnismönn-
um, hann segir frá því í bréfi á einum
stað, að hann hefði haft það fyrir
venju þegar hann var í Kaupmanna-
höfn að fá sér göngutúr um borgar-
veggina svo hann gæti andað að sér
fersku lofti að utan,“ heldur Guðlaug-
ur áfram.
Saga á hverju horni
Blaðamanni virðist sem sögur af Ís-
lendingum hafi gerst á hverju götu-
horni enda er það í sjálfu sér ekki
ólíklegt. Kaupmannahöfn var um ald-
ir höfuðborg Íslands og þangað sóttu
Íslendingar menntun og vegtyllur.
Enn í dag er borgin meðal vinsælustu
áfangastaða íslenskra ferðamanna og
það er vandfundin sú erlenda borg
sem geymir fleiri íslenska stúdenta.
Morgunblaðið/rp
„Sjáið þið húsið þarna,“ segir Guðlaugur Arason við Íslendingana sem fylgdu
honum um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn fyrir skömmu.
Guðlaugur Arason fer með
ferðamenn um Íslendingaslóðir
alla sunnudaga og miðvikudaga
frá maí til september, stundvís-
lega klukkan 13, en býður upp á
ferðir fyrir hópa þess á milli.
Nánari upplýsingar fást á Net-
inu á slóðinni www.islands-
center.dk
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 B 17
ferðalög
KANADA
Ferð til Winnepeg
Í júlí á næsta ári verður í boði ferð
til Winnipeg í Kanada en nýlega var
skrifað undir samninga milli Vest-
urfarasetursins/Snorra Þorfinns-
sonar ehf. á Hofsósi, Ferðaskrif-
stofunnar Vestfjarðaleiðar og
Flugfélagsins Atlanta um leiguflug
til Kanada. Samið var um eitt flug
með Boeing 747 og eru 470 sæti í
boði. Flogið verður til Winnipeg 25.
júlí og til baka 6. ágúst. Í fréttatil-
kynningu kemur fram að unnið sé
að skipulagningu ferða til fleiri
staða í Kanada næsta sumar ef
næg þátttaka fæst. Ferðirnar eru
settar upp með það í huga að auð-
velda samskipti fólks af íslenskum
uppruna í Vesturheimi og á Íslandi.
Áætlað verð fyrir hvert flugsæti er
á bilinu 55–60 þúsund krónur. Ferð-
irnar verða skipulagðar í samstarfi
við forsvarsmenn Íslendingafélag-
anna í Kanada og annað áhugafólk
um aukin samskipti milli Íslands og
Kanada.
Í tengslum við leiguflugið er ákveð-
ið að Vesturfarasetrið setji upp
sérstakan dag í júlí næsta sumar til
heiðurs Vestur-Íslendingum, í sam-
starfi við Reykjavíkurborg, Lands-
bókasafn Íslands og fleiri. Stefnt er
að því að um verði að ræða árviss-
an viðburð þar sem íslenskir aðilar
sameinast um að heiðra minningu
íslensku Vesturfaranna.
Ljósmynd/ Þröstur S. Valgeirsson
Frá vinstri : Auður Björnsdóttir og Elísas Höskuldsson frá Atlanta. Valgeir Þor-
valdsson frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi. Ágústa Jóhannesdóttir og Kristján
M. Baldursson frá ferðaskrifstofunni Vestfjarðarleið.
Ferðaskrifstofan Vestfjarða-
leið sér um sölu og skipulagn-
ingu ferða og er áhugasömum
bent á að hafa samband í síma
562 9950 eða 587 6000 til að
fá frekari upplýsingar.
Hádegisverðarfundur Félags viðskipta- og hagfræðinga verður haldinn
miðvikudaginn 13. nóvember nk. í Setrinu, Grand Hóteli, Reykjavík, kl. 12-13.30.
Hvers vegna hefur það færst í aukana að stjórnendur gerist fjárfestar?
Er hægt að vænta meiri árangurs ef stjórnandi verður eigandi?
Hver er munurinn á að vera stjórnandi og eigandi?
Hvernig er hægt að fjármagna kaup á fyrirtæki?
Hvert er hlutverk fjármálafyrirtækja við „management buyout“?
Hver hefur frumkvæði að kaupum?
Hvers vegna eru fjárfestar reiðubúnir?
Eru íslensk fyrirtæki orðin skuldsettari?
Eru mörg tækifæri á Íslandi til kaupa á fyrirtækjum?
Fyrirlesarar:
Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður
fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbanka Íslands.
Hreggviður Jónsson, forstjóri Pharmanor.
Árni G. Hauksson, forstjóri Húsasmiðjunnar.
Fundarstjóri:
Tómas Otto Hansson, rekstrarráðgjafi.
Stjórnandi verður eigandi
Kaup stjórnenda á íslenskum fyrirtækjum (management buyout)
Félag viðskiptafræðinga
og hagfræðinga
Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317.
Verð með hádegisverði er 2.800 kr. fyrir félagsmenn og 3.800 kr. fyrir aðra.
Guðmundur
Guðmundsson
Hreggviður
Jónsson
Árni G.
Hauksson
Tómas Otto
Hansson