Morgunblaðið - 10.11.2002, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 B 21
bílar
BRIMBORG hf., umboðsaðili Volvo,
hefur fengið nýjan og breyttan Volvo
XC70 Cross Country með dísilvél og
aflmeiri bensínvél. Jafnframt er
hann kynntur með breyttum drif-
búnaði.
Nýja dísilvélin er með samrás-
arinnsprautun af nýjustu gerð. Með
þessari tækni fæst aukið afl, minni
eldsneytisnotkun, minni mengun og
síðast en ekki síst hljóðlátari vél.
Vélin gefur 163 hestöfl og togar 340
Nm við aðeins 1.750 snúninga. Vélin
er óvenjulétt enda framleidd úr létt-
málmsefnum og vegur minna en 185
kg. Minni þyngd vélar hefur ekki ein-
göngu áhrif á eyðslu bílsins heldur
ekki síður á aksturseiginleika þar
sem undirstýring á sér síður stað.
Aflmeiri bensínvél
Volvo XC70 er einnig kynntur
núna með enn kraftmeiri bensínvél.
Rúmtak vélarinnar hefur verið aukið í
2.500 rsm sem skilar auknu togi og
hestöflum sem núna eru 210 talsins.
Fjórhjóladrifsbúnaður Volvo XC70
hefur einnig breyst. Nýtt rafeinda-
stýrt fjórhjóladrif frá HALDEX skynj-
ar stöðugt breytingu á hraða bílsins,
snúningi á stýri og hjólum og sendir
skilaboð í sérstakt stýrikerfi sem
uppfærir skilaboð til drifsins 500
sinnum á sekúndu. Þannig næst
fram hámarksgrip og öryggi við erfið
aksturskilyrði.
Volvo XC70 Cross Country með nýj-
um vélum og drifbúnaði.
Ný dísilvél og drifkerfi í Volvo XC70
HUGSANLEGT er
að General Motors
hefji sölu í Evr-
ópu á aflmikl-
um, tveggja
dyra sportbíl,
Holden Mon-
aro, sem fram-
leiddur er í
Ástralíu af
dótturfyrir-
tækinu Holden.
Monaro var öll-
um að óvörum
sýndur á bás Vauxhall, annars dótt-
urfyrirtækis GM, á bílasýningunni í
Birmingham í síðasta mánuði. Þar
var hann sýndur án þess að vera
merktur nokkrum framleiðanda.
Ástralíumaðurinn Kevin Wale, sem
er einn af æðstu yfirmönnum Vaux-
hall, segir að tilgangurinn með því að
sýna Monaro í Birmingham sé að
kanna viðbrögð almennings við bíln-
um. „Við tökum ákvörðun um hvort af
innflutningi verður á næstu þremur
til sex mánuðum.“ Samstarfsmenn
Wale hjá Opel í Evrópu fylgjast
grannt með framvindunni en í Evr-
ópu myndi Monaro kosta um 41.000
evrur, um 3,6 milljónir ÍSK. Holden
flytur bílinn út til Bandaríkjanna þar
sem hann er seldur sem Pontiac GTO.
Monaro vegur um 1.640 kg og er
með 5,7 lítra, 302 hestafla V8-vél,
þeirri sömu og er að finna undir vél-
arhlíf Chevrolet Corvette. Bíllinn nær
250 km hámarkshraða og hröðun úr
kyrrstöðu í 100 km á klst. tekur 6,8
sekúndur.
Holden Monaro
til Evrópu?
Monaro er með 302 hestafla V8 vél.
Faxafeni 14 568 9915 www.hreyfing.is
Hreyfing í
6 vikur
fram að jólum
og þú ert í betra
formi fyrir
hátíðirnar
líkamlega
sem andlega.
Ertu í formi fyrir jólin?
Jólatilboð
4.990 kr.aðeins
jólaboð
jólahlaðborð
jólaföt
jólaball
jólamatur
jólaglögg
aðfangadagskvöld
áramótaveisla
nýárskvöld
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122