Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 26
26 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
bíó
Þ
AÐ er vel til fundið hjá Ís-
lensku kvikmynda- og sjón-
varpsakademíunni (ÍKSA) að
veita sínar árlegu viðurkenn-
ingar í nóvember; þessi ágæti mán-
uður telst seint með þeim fjörlegustu
og veitir ekki af upplyftingunni.
Skammdegið að hellast yfir lands-
menn og langur vetur lúrir framund-
an. Nú fáum við vonandi sjóaða
stjórnendur, rútínan að lærast og full
ástæða til að ætla að áhorfendur verði
vitni að því að Eddan sé búin að slíta
barnsskónum, standi undir vænting-
um sem einn merkasti, alla vega frísk-
asti viðburðurinn í menningargeiran-
um. Eðli málsins vegna á hún að hafa
til þess alla burði. Ég ætla að fara sem
fæstum orðum um framkvæmd síð-
ustu verðlaunaafhendingar en fullyrði
að nú getur leiðin aðeins legið upp á
við.
Það er fyrst til að taka að í ár er
kvikmyndaframboðið vel viðunandi
hjá dvergþjóðinni, bæði hvað snertir
magn og gæði. Sömuleiðis virðist
sjónvarpsefnið í ágætu meðallagi. Við
erum að gera góða hluti á báðum svið-
um í bland við eðlileg mistök og með-
almennsku. Vel gerðar og forvitnileg-
ar heimildarmyndir hafa einnig sett
mark á Edduárið og í það heila tekið
erum við að upplifa gott kvikmynda-
og sjónvarpsár.
Mér telst til að alls hafi sex leiknar,
langar myndir verið frumsýndar á
Edduárinu, sem hlýtur að teljast af-
rek útaf fyrir sig: Regína (jan.);
Gemsar (feb.); Reykjavík Guesthouse
(mars); Maður eins og ég (ágúst);
Hafið (sept) og Fálkar (sept). 2002
stefnir því í að verða eitt, ef ekki
stærsta kvikmyndaár í sögunni. Jafn-
framt er jöfn og þétt endurnýjun að
eiga sér stað þó ekki sé um kynslóða-
skipti að ræða í hópi kvikmyndagerð-
armanna. Afleiðingin er auðsæ í
ferskari og fjölbreyttari efnistökum
og breiðara og nýstárlegra efnisvali.
Myndirnar eru jafnmisjafnar og
þær eru margar. Aðalmynd ársins,
Hafið, er byggð á gömlum hefðum þar
sem hún er kvikmyndagerð vinsæls
leikhúsdrama eftir Ólaf Hauk Símon-
arson. Regína er hinsvegar fyrsta
söngva- og dansamynd (músikal)
þjóðarinnar í anda gömlu Hollywood.
Reykjavík Guesthouse er harla
óvenjuleg mynd í flórunni okkar,
fjallar um lítinn og afmarkaðan heim
nokkurra ráðvilltra persóna í tilvist-
arkreppu. Maður einsog ég frá höf-
undum Íslenska draumsins rambar á
milli drama og gamanmyndar um
samskipti landans og nýbúanna en
Fálkar er vegadrama með vestra og
krimmatengingum. Eins og fram
kemur hér að neðan spái ég Hafinu
glæsilegum yfirburðasigri enda
myndin góð og samkeppnin takmörk-
uð.
Áður hefur verið rætt um óæski-
legt samkrull kvikmynda og sjón-
varpsefnis sem stingur oft upp koll-
inum í ár sem endranær en er og
verður hausverkur fólksfæðarinnar.
Lítum nú nánar á þau verk og ein-
staklinga sem tilnefnd eru til Eddu-
verðlaunanna í ár. Sú tilnefning sem
ég tel sigurstranglegasta er efst í röð-
inni í hverjum flokki, en að auki leyfi
ég mér að bæta við nöfnum og verk-
um sem á þessum bæ teldust verð-
ugar tilnefningar og banka uppá, eins
og það er kallað á kjördögum í stjórn-
málum. Á áttunda hundrað manns
hafa atkvæðisrétt í ÍKSA og vega
70% í kosningunni en kjör almenn-
ings á mbl.is vegur 30%. Verðlaunin
verða svo afhent í kvöld, sunnudags-
kvöldið 10. nóv., í Þjóðleikhúsinu en
athöfnin verður jafnframt send í
beinni útsendingu í Sjónvarpinu.
Bíómynd ársins
Hafið
Leikstjóri: Baltasar Kormákur.
Handrit: Baltasar Kormákur og
Ólafur Haukur Símonarson. Fram-
leiðandi: Sögn ehf./Blueeyes Prod-
uctions.
Fálkar
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriks-
son. Framleiðandi: Friðrik Þór
Friðriksson. Handrit: Einar Kára-
son og Friðrik Þór Friðriksson.
Regína
Leikstjóri: María Sigurðardóttir.
Handrit: Margrét Örnólfsdóttir og
Sjón. Framleiðandi: Friðrik Þór
Friðriksson.
Valið er ekki flókið í ár. Hafið hefur
burði yfir keppinautana og reyndar
kemur á óvart að Fálkar, jafngölluð
og hún er efnislega, sé í hópi útvaldra.
Regína er duggunarlítil fjölskyldu-
skemmtun sem skilur heldur ekki eft-
ir sig stór spor í kvikmynda-
sögu landsmanna.
Hafið er sterkt og svipmikið
verk sem tekur tæpitungulaust á
risavaxinni meinsemd í sam-
tímanum, kvótakerfi sem
hægt og bítandi er að drepa
heil byggðarlög og koma fisk-
veiðunum á hendur örfárra aðila,
sameiningar- og yfirtökubraski
manna sem hugsa aðeins um
hagnaðarvonina. Hún er orð í
tíma töluð um þessa ótrúlegu
kollsteypu og rís hátt, einkum
í upphafi. Fjölskyldudramað
er ekki jafnathyglisvert en
myndin sem dregin er upp af
íslensku sjávarplássi er sann-
arlega umhugsunarverð. Hafið
er þrátt fyrir allt full af hnitmið-
uðum, biksvörtum húmor, vel
leikin og gerð og í það heila tekið
með frambærilegri íslenskum
myndum síðari árin.
Hver bankar uppá? Maður
eins og ég.
Leikstjóri ársins
Baltasar Kormákur fyrir Hafið.
Gunnar Karlsson fyrir Litlu ljótu
lirfuna.
Óskar Jónasson fyrir 20/20 og
Áramótaskaupið
2001.
Ekki er vanda-
samara að spá fyrir
um sigurvegarann í þess-
um ágæta flokki. Baltasar hefur tek-
ist að hrista upp í og flytja þunglama-
legt stofudrama í hringiðu athafna-
og mannlífs í dæmigerðu sjávarþorpi.
Skapar fjölmargar magnaðar senur
og sterka heildarmynd og hefur full-
komin tök á leikhópi sem er sannkall-
að augnakonfekt.
Óskar Jónasson gerði besta ára-
mótaskaup í áraraðir og 20/20, þessa
líka fínu sjónvarpsmynd (sem naut
sín enn betur þegar hún var sýnd í
heilu lagi um síðustu helgi). Óskar
væri vel að Edduverðlaunum kominn
sem besti leikstjóri sjónvarpsefnis –
ef þeim flokki væri fyrir að fara og
geldur að auki fyrir yfirburði Hafsins
í ár.
Hver bankar upp á? Friðrik Þór Frið-
riksson sem leikstýrir óaðfinnan-
lega gölluðu handriti Fálka – sem á
hinsvegar lítið erindi á meðal bestu
mynda ársins.
Karlleikari ársins í aðalhlutverki
Gunnar Eyjólfsson í Hafinu.
Hilmir Snær Guðnason í Hafinu og
Reykjavík Guesthouse Rent a
Bike.
Keith Carradine í Fálkum.
Hollywoodstjarnan og stórsjarm-
örinn Keith Carradine sýnir framúr-
skarandi fagmennsku í Fálkum þó
hlutverkið sé ekki burðarmikið og
stundum ráðleysislegt. Það er engin
spurning að Hilmir Snær, einn okkar
frambærilegasti leikari, fær miklu
betra tækifæri til að sanna hæfileika
sína í Hafinu og Reykjavík Guest-
house en á prúðmannlegu vappi um
leikmynd Mávahláturs – þar sem
honum dugði að vera sætur. Þeir fé-
lagar eygja þó tæpast möguleika í ár í
þessum flokki því Gunnar Eyjólfsson,
með alla sína hæfileika og reynslu í
kvikmyndum og á sviði og yfirgnæf-
andi persónutöfra, varpar risavöxn-
um skugga á keppinautana. Hann er
hjartað í Hafinu og fer óaðfinnanlega
með aðalhlutverkið.
Hver bankar uppá? Jón Gnarr í Maður
eins og ég.
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Elva Ósk Ólafsdóttir í Hafinu.
Guðrún S. Gísladóttir í Hafinu.
Halldóra Geirharðsdóttir í Regínu.
Bestu kvenhlutverkin í ár eru í
Hafinu. Þær Elva Ósk og Guðrún S.
Gísladóttir skila þeim eftirminnilega
vel og gera mikið fyrir góða mynd.
Ragnheiður (Guðrún) er yfir höfuð
betur skrifað hlutverk á meðan bak-
grunnur Áslaugar (Elva Ósk) er
óskýrari og innkoma hennar sem eig-
inkona „góð til munns og handa“
(einsog Erró orðar það svo skilmerki-
lega) verður seint talið með sterkari
atriðum myndarinnar. Á móti kemur
að Áslaug er sundurleitari karakter
og krefst meiri breiddar í túlkun. Það
er nánast útilokað að gera upp á milli
þeirra. Eigum við ekki að segja að
stafrófið ráði úrslitum! Halldóra er í
miklu áliti á þessum bæ, hæfileikarík
og eftirsótt leikkona. Hennar tími er
ekki í ár en hún mun ekki þurfa lengi
að bíða.
Hver bankar uppá? Stephanie Che í
Maður eins og ég.
Karlleikari ársins í aukahlutverki
Jón Sigurbjörnsson í 20/20.
Sigurður Skúlason í Hafinu og Gems-
um.
Þorsteinn Guðmundsson í Maður eins
og ég.
Hér gæti slagurinn vísast orðið
einna tvísýnastur. Jón Sigurbjörns-
son er einn af ástsælustu og lang-
reyndustu leikurum þjóðarinnar. Bú-
inn að draga sig talsvert í hlé og á því
sjálfsagt eitthvað minni möguleika á
að komast í tæri við þennan heiður en
keppinautar hans. Á hinn bóginn er
hlutverk hans í smærri kantinum og í
sjónvarpsmynd sem breytir engu um
að Jón túlkar það frábærlega og gerir
„Afa“ að einni af eftirminnilegri per-
sónum í mannhafi Kolaportsins í 20/
20. Sigurður Skúlason býr til ljóslif-
andi einstaklinga í Hafinu og Gems-
um, reyndar líka í 20/20, þannig að
2002 er magnað ár á ferli þessa gæða-
leikara sem einkum hefur verið við-
loðandi útvarpsleikrit og leikhús. Það
leynir sér ekki að nú verður breyting
á. Þorsteinn Guðmundsson stal hins-
vegar heilli kvikmynd, varpaði
skugga á meðleikara sína í Maður
eins og ég. Hafði vissulega best skrif-
aða hlutverkið og smjattaði á því. Í
þessum flokki getur allt gerst en ég
hef á tilfinningunni að Jón merji sig-
ur.
Hverjir banka uppá? Sigurður Sigur-
jónsson í Maður eins og ég; Harald
G. Haralds í 20/20 og Stefán Eiríks-
son í Reykjavík Guesthouse.
Leikkona ársins í aukahlutverki
Herdís Þorvaldsdóttir í Hafinu.
Kristbjörg Kjeld í Hafinu.
Sólveig Arnarsdóttir í Regínu.
Að öðrum ólöstuðum á Herdís Þor-
valdsdóttir þennan flokk með húð og
hári. Hún er ein aðalslagæðin í gang-
verki Hafsins, kraftmikil, galvösk og
skapar óheflaðri persónu en maður
átti von á úr þessari áttinni. Krist-
björg er traust sem endranær en fer
með bragðdaufara og vanþakklátara
hlutverk. Aukinheldur fékk hún verð-
launin í fyrra. Sólveig Arnardóttir er
ein af okkar efnilegustu leikkonum af
yngri kynslóðinni og gerir allt vel í
Regínu en á væntanlega takmarkaða
möguleika í hinar langsjóuðu stöllur
sínar í ár.
Hverjar bankar uppá? Nína Dögg Fil-
ippusdóttir í Hafinu og Katla Mar-
grét Þorgeirsdóttir í Maður eins og
ég.
Leikið sjónvarpsverk ársins
Áramótaskaup RÚV 2001
Framleiðandi: Sjónvarpið.
Handrit: Hallgrímur Helgason,
Hjálmar Hjálmarsson og Óskar
Jónasson.Leikstjóri: Óskar Jónas-
son.
Í faðmi hafsins
Framleiðandi: Í einni sæng, Nýja
bíó. Handrit: Hildur Jóhannesdótt-
ir, Jóakim Reynisson og Lýður
Árnason. Leikstjórar: Jóakim
Reynisson og Lýður Árnason.
20/20
Framleiðandi: Óskar Jónasson.
Handrit: Árni Þórarinsson og Páll
Kristinn Pálsson. Leikstjóri: Óskar
Jónasson.
Til að byrja með botna ég ekki al-
veg í tilvist Í faðmi hafsins í þessum
flokki þar sem hún var altént hugsuð
sem bíómynd, sýnd á almennum sýn-
ingum í kvikmyndahúsi, gagnrýnd
sem slík. Á hún því ekki að keppa sem
slík? Keppnin mun engu að síður
standa á milli Áramótaskaupsins og
20/20. Einsog áður hefur komið fram
Hafið hugann dregur
Eddu-afhendingin er aftur
komin inná fjalir Þjóðleikhúss-
ins sem Sæbjörn Valdimars-
son telur góðan fyrirboða
þess sem koma skal á fjórðu
hátíð kvikmynda- og sjón-
varpsakademíunnar í kvöld.
Hann skoðar spilin og spáir
einkar hagstæðu sjóveðri.
ÍKSA veitir Edduverðlaunin í fjórða skiptið í kvöld
SPÁ - Leikari ársins í auka-
hlutverki: Jón Sigurbjörnsson
fyrir 20/20.
SPÁ - Leikkona ársins í aukahlutverki:
Herdís Þorvaldsdóttir í Hafinu.
SPÁ - Leikari ársins í aðalhlutverki:
Gunnar Eyjólfsson í Hafinu.
SPÁ - Leikkona ársins í aðalhlutverki:
Elva Ósk Ólafsdóttir í Hafinu.
Morgunblaðið/Golli
SPÁ - Hafið: Besta mynd, Baltasar Kormákur leikstjóri ársins, Baltasar og
Ólafur Haukur Símonarson handrit ársins, Valdís Óskarsdóttir fagverðlaun árs-
ins fyrir klippingu og Tonie Jan Zetterström fagverðlaun fyrir útlit myndar.
SPÁ - Heimildarmynd ársins: Hver
hengir upp þvottinn? eftir Hrafnhildi
Gunnarsdóttur.
SPÁ - Sjónvarpsþáttur
ársins: Sjálfstætt fólk í
umsjón Jóns Ársæls
Þórðarsonar.
SPÁ - Leikið sjónvarpsefni ársins:
Áramótaskaupið undir stjórn Óskars
Jónassonar.