Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ný bók frá Davíð
Nýtt smásagnasafn Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra kom út í
gær. Heitir bókin Stolið frá höfundi
stafrófsins og hefur að geyma átta
smásögur. Davíð sagði á blaða-
mannafundi í gær að hann byggist
ekki við því að bókin ætti eftir að
valda pólitískum úlfaþyt.
Framkvæmt við Geysi
Áform eru uppi um að ráðast í
viðamiklar framkvæmdir við Geysi í
Haukadal í sumar. Tillögurnar, sem
unnar eru af Guðmundi Jónssyni
arkitekt, gera m.a. ráð fyrir und-
irgöngum frá þjónustumiðstöðinni
að hverasvæðinu sjálfu.
Nýr stjörnukíkir
Bræðurnir Ágúst og Sveinn Val-
fells hafa afhent Stjörnuskoð-
unarfélagi Seltjarnarness nýjan
stjörnukíki. Hann er sá stærsti hér á
landi og er í Valhúsaskóla. Kíkirinn
er tölvuvæddur og getur leitað uppi
tilteknar stjörnur.
Eftirsótt þjónusta
Svonefnd MFS-þjónusta á fæð-
ingardeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss nýtur sífellt meiri vin-
sælda. Þarf jafnan að vísa mörgum
konum frá. Um er að ræða samfellda
þjónustu ljósmóður við verðandi for-
eldra á meðgöngu, við fæðingu og
sængurlegu.
Ný tegund árásar
Tveir Palestínumenn beittu nýrri
tegund sjálfsmorðsárása í fyrrinótt
þegar þeir sprengdu fiskibát í loft
upp nálægt ísraelskum varðbáti og
urðu sjálfum sér að bana um leið.
Fjórir Ísraelsmenn særðust og smá-
vægilegar skemmdir urðu á varð-
bátnum.
Veitingastaður í Noregi
Meðeigandi
Vegna óvæntra aðstæðna óskast starfandi
meðeigandi, að nýjum veitingastað í Stavanger
í Noregi. Veitingastaðurinn sérhæfir sig í hrað-
réttum. Fyrst og fremst er um að ræða Chester-
fried-kjúklinga. Vinsamlegast hafið samband
við Kristján hjá Heilræði ehf s: 544 4350 eða
Rúnar í síma 0047 - 5152 9045.
Hjúkrunarheimilið
Garðvangur
Sjúkraliða vantar til
starfa
Upplýsingar gefur Aðalheiður Val-
geirsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma
422 7400, netfang heida@ds.is .
Grunnskólinn á Eskifirði
Vegna barnsburðarleyfa bráðvantar okkur tvo
kennara til afleysinga frá áramótum til loka
skólaársins. Um er að ræða bekkjarkennslu
á yngsta stigi og miðstigi.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 476 1355.
Hár
Óska eftir að ráða hársnyrtisvein eða meist-
ara til starfa á Beauty shop, Keflavíkurflugv-
elli. Enskukunnátta nauðsynleg.
Á sama stað óskast fótsnyrtir í hlutastarf.
Upplýsingar gefur Sonja Karls. í símum 425
6211 og 866 9672.
Sunnudagur
24. nóvember 2002
atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð
mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.033 Innlit 14.871 Flettingar 64.205 Heimild: Samræmd vefmæling
Halldór Ásgrímsson kastaði sér aftur út í
hringiðu stjórnmálanna í vikunni eftir að hafa
dregið sig í hlé vegna veikinda. Hann segir
Pétri Blöndal frá aðgerð sem heppnaðist giftu-
samlega, góðum bata og flutningi í nýtt kjör-
dæmi, auk þess að ræða ýmis þau mál sem
verða ofarlega á baugi á kosningavetri.
Erfitt að standa utan við hringiðuna
Reuters
Halldór Ásgrímsson og Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, á NATO-fundinum í Prag á föstudag.
ferðalögGeysir í Haukadal börnAðventan – hátíð ljóssinsbíóHarry Potter og leyniklefinn
Árarnar lagðar til hliðar
Öld frá komu fyrsta vélbátsins
Brúðkaups-
veisla að
hætti Rúm-
ena
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
24. nóvember 2002
Yf ir l i t
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablað, Bond-blaðið.
Blaðinu er dreift um allt land.
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 47
Hugsað upphátt 27 Myndasögur 48
Listir 28/35 Bréf 48/49
Af listum 28 Dagbók 50/51
Birna Anna 28 Krossgáta 53
Forystugrein 32 Leikhús 54
Reykjavíkurbréf 32 Fólk 54/61
Skoðun 36/37 Bíó 58/61
Minningar 42/44 Sjónvarp 52/62
Þjónusta 46 Veður 63
* * *
eiginkona hans, kusu upp úr há-
degi í gær á kjörstað á Hótel
Sögu. Búist var við fyrstu tölum
upp úr kl. 18 og að talningu yrði
lokið um kl. 23.
PRÓFKJÖRI sjálfstæðismanna í
Reykjavík lauk klukkan 18 í gær.
Davíð Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins og forsætisráð-
herra, og Ástríður Thorarensen,
Kosið í prófkjöri
sjálfstæðismanna
Morgunblaðið/Kristinn
BLÓÐBANKINN var opinn í gær
og er þetta fyrsta sinn á þessu ári
að opið er á laugardegi en að sögn
Sigríðar Óskar Logadóttur, for-
stöðumanns hjá Blóðbankanum, er
ástæðan sú að nú sárvantar blóð í
O-blóðflokkum.
„Það hefur verið mikil notkun á
sjúkrahúsunum undanfarið og því
hefur gengið á birgðir hjá okkur,
m.a. vegna þess að flensur eru
farnar að hrjá blóðgjafa og mikil
notkun hefur verið á blóði bæði
vegna aðgerða, slysa og annarra
blæðinga. Við leggjum mesta
áherslu á að fá fólk úr O-blóðflokk-
unum.“
Sigríður segist vilja hvetja fólk
til þess að koma og gefa blóð á
næstu vikum. „Desember er alltaf
erfiður því þá er fólk oft með hug-
ann við annað en að koma og gefa
blóð og ég bendi á að á mánudög-
um og fimmtudögum höfum við op-
ið til klukkan sjö. Okkur er öllum
nauðsynlegt að ávallt séu til nægar
blóðbirgðir ef slys eða alvarleg
veikindi steðja að. Ég vil hvetja
fólk til þess að koma og gefa blóð
áður en hátíðirnar fara í hönd.“
Sárvantar O+ og O-
NÁKVÆMLEGA mánuður er nú til jóla og mátti
sjá eftirvæntingu skína úr augum barnanna sem
virtu jólalandið í Smáralind í Kópavogi fyrir sér
á föstudag. Eftir viku verður kveikt á fyrsta að-
ventukertinu og síðan fara jólasveinarnir að
koma til byggða hver á fætur öðrum. Þeir sem
byrja tímanlega að huga að jólaundirbúningnum
eru þegar farnir að kaupa jólagjafir, pakka inn
og baka smákökur. Yngsta kynslóðin nýtur jóla-
undirbúningsins til hins ýtrasta.
Morgunblaðið/Kristinn
Mánuður til jóla
HILMAR Þórlindsson handknatt-
leiksmaður býr í strandbænum Can-
gas í Galisíu á Norðvestur-Spáni,
skammt norðan landamæranna að
Portúgal, en á þær slóðir stefnir olíu-
brákin úr olíuskipinu Prestige, sem
sökk um 150 sjómílur undan strönd-
inni fyrr í vikunni.
„Þetta hefur mikil áhrif á líf fólks
hérna,“ sagði Hilmar um hina að-
steðjandi hættu á olíumengunarslysi,
er Morgunblaðið sló á þráðinn til
hans. Í Cangas búa um 15.000 manns
og hafa flestir lifibrauð sitt af því að
sækja sjóinn.
„Aðalatvinna
fólks hérna er að
veiða allar teg-
undir sjávarfangs,
ekki bara fisk
heldur líka
krabba, skelfisk
og hvaðeina,“ seg-
ir Hilmar. Veið-
arnar segir hann
aðallega vera stundaðar á smábátum,
eða jafnvel án báta – bara vaðið út í
með net og önnur veiðarfæri. Ferða-
þjónusta er einnig mikilvæg tekjulind
þarna, í Cangas eru að sögn Hilmars
35 baðstrandir. Að þeim sé að vísu
ekki mikil aðsókn á þessum árstíma,
en sjórinn sé stundaður allan ársins
hring.
„Þessi olíudrulla er á leiðinni hing-
að og berist hún upp á ströndina er
úti um allt þetta. Fólkið hérna er að
vonast til að það verði hægt að bægja
þessu frá, en ég veit ekki hvernig
þetta fer,“ segir Hilmar. Hann segir
fólk þó orðið bjartsýnna en það var
síðustu daga á að það muni takast að
bægja hættunni frá; vindar virðast
hafa snúizt þannig að meiri líkur séu
nú á að ekki komi til hins versta.
Stjórnvöld séu líka að gera það sem
þeim sé frekast unnt til að koma í veg
fyrir að stærri hluti strandlengjunnar
verði fyrir olíumengun en þegar er
orðið. Vont veður hefur þó hamlað
mengunarvarnaraðgerðum nokkuð,
og ljóst að ekki muni takast að hindra
með öllu að meiri olía berist á land.
Svæðið sem verst hefur orðið úti er
norðar en Cangas, nær hafnarborg-
inni La Coruna.
Sjávarbyggðir í tilvistarhættu
Íslendingur býr í spænskum bæ sem er á olíumengunarhættusvæði
Hilmar
Þórlindsson
„ÉG VIL nú helst spara
stóru orðin því það er ekki
búið að semja endanlega um
raforkuverð og eins verður
endanleg ákvörðun af hálfu
Alcoa ekki tekin fyrr en á
sjórnarfundi í janúar. En það
má kannski segja að úr því
sem komið er þurfi að koma
eitthvað sérstakt upp á til
þess að ekki verði af fram-
kvæmdum,“ segir Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra um samningavið-
ræður við Alcoa.
Hún segir ljóst að viðræður gangi mjög vel og
óhætt sé að orða það svo að líkurnar verði meiri á
því að af framkvæmdum geti orðið. Hún telur
ekki ástæðu til að hafa áyggjur af því þótt Lands-
virkjun hafi ákveðið að fresta um viku að opna til-
boð í stíflugerð og aðrennlisgöng Kárahnjúka-
virkjunar, fresturinn sé væntanlega fyrst og
fremst af tæknilegum ástæðum.
„Það var sterk vísbending þegar framkvæmdir
hófust fyrir austan í haust og eins þegar Alcoa
keypti Reyðarál. Ég er bjartsýn og ríkisstjórnin
verður tilbúin með nauðsynleg frumvörp fyrir jól-
in. Ég er satt að segja ákaflega ánægð með
hvernig málin hafa þróast.“
Líkur á álvers-
framkvæmd-
um hafa aukist
Valgerður
Sverrisdóttir