Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EFASEMDIR komu fram hjá meiri- hluta borgarstjórnar um að nauð- synlegt og tímabært væri að skipta Reykjavík upp í skólahverfi á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld. Tillögu borgarfulltrúa sjálfstæðis- flokks þar að lútandi var vísað áfram til umfjöllunar í stjórnkerfisnefnd. Einnig var tillögu sjálfstæðismanna um fíkniefnavarnir vísað áfram til fræðsluráðs. Miklar áhyggjur komu fram hjá öllum borgarfulltrúum um hvernig megi koma í veg fyrir neyslu og sölu fíkniefna í skólum borgarinn- ar. 45 grunnskólar og 75 leikskól- ar í skólahverfinu Reykjavík Fyrri tillagan, um skiptingu borg- arinnar í skólahverfi, gengur út á að 4–5 skólaráð með fulltrúum skóla- stjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í stað fræðslu- og leik- skólaráða. Rekstrarskrifstofur leik- og grunnskóla verði sameinaðar og fagleg ráðgjöf tryggð. Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna, sagði tillöguna byggj- ast á því að tækifæri til að efla skóla- starf með virkri þátttöku foreldra og valddreifingu hafi ekki verið notuð til hlítar. „Valdið í málefnum 45 grunnskóla borgarinnar er enn á hendi einnar skólanefndar, fræðslu- ráðs, þótt í 11. grein grunnskólalag- anna séu ákvæði, sem heimila fleiri en eitt skólahverfi í Reykjavík. Eitt leikskólaráð fer með yfirstjórn 75 leikskóla í borginni,“ sagði Björn þegar hann mælti fyrir tillögunni. „Nú eru 45 grunnskólar í skóla- hverfinu Reykjavík, um 15.600 nem- endur í skólunum og tæplega 2.200 starfsmenn, en ætla má að forráða- menn nemenda séu um 30.000. Fræðsluráði er í raun ókleift að hafa þá yfirsýn sem því er nauðsynlegt til að sinna lögbundnu hlutverki sínu,“ sagði hann enn frekar. Það komi fram í könnunum að stefnumótun fræðsluráðs og Fræðslumiðstöðvar skili sér illa í skólana. 82% starfs- manna skólanna hafi í könnun sagst mjög eða frekar ánægð með sinn skóla sem vinnuveitanda, en einung- is 39,6% hafi sagst ánægð með Reykjavíkurborg sem vinnuveit- anda. Biðja um stöðugleika og vinnufrið Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, fagnaði tillögunni en taldi það ekki tímabært að skipta borginni upp í skólahverfi. „Það er stutt síðan borgin tók við rekstri grunnskólans, miklar skipulags- breytingar hafa orðið og mikið um- rót í skólamálum á örfáum árum.“ Borgin hafi enn ekki fest í sessi margar þær breytingar sem taldar séu nauðsynlegar. „Það virðist ekki vera mikil eft- irspurn eftir auknu sjálfstæði, þvert á móti heyrum við þau skilaboð inn úr skólakerfinu að menn séu að læra að notfæra sér það og það sé ekki bú- ið,“ sagði Stefán Jón. Skólastjórn- endur biðji um stöðugleika og vinnu- frið til að laga sig að breytingum. Sjálfstæði skóla og valddreifing hafi verið aukið og foreldrar taki aukinn þátt í skólastarfinu. Foreldrar hafi mestan áhuga á þeim skóla sem barn þeirrra sækir. „Hvert vill foreldri sækja upplýs- ingar og beita áhrifum? Væntanlega í skólann sem barnið er í, ekki í stóru skólahverfi eða skólanefnd sem þar er og nær yfir marga grunnskóla og hugsanlega mörg námsstig.“ For- eldrar geti haft áhrif á skóla barns- ins í bekkjaráðum, foreldrafélögum og foreldraráðum. Í tillögunni kæmu fram áhugaverðar hugmyndir og því styddi hann að henni yrði vísað í stjórnkerfisnefnd. „Það er engin eft- irspurn, engin ástæða og enginn tími því það er nóg annað að starfa,“ sagði Stefán Jón. Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hafnaði því að það skorti eftirspurn eftir því að skipta borginni upp í skólakerfi og vísaði í niðurstöður rannsóknar dr. Gunnars Helga Kristinssonar þar sem fram kemur að ánægja með skólana mælist minnst í Reykjavík, eða 53%, meðan ánægjan í Garðabæ mælist 88% og á Seltjarnarnesi 82%. Þá væri mikilvægt að tryggja eftirlit með Fræðsluráði og Leikskólum Reykjavíkur. Það væri einsdæmi að Leikskólar Reykjavíkur hefðu það hlutverk að reka leikskóla, ákveða rekstrarforsendur samkeppnisaðila og hafa eftirlit með samkeppnisað- ilum. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-lista, sagði tillöguna allrar athygli verða, hún feldi í sér aukna aðkomu borgarbúa að stjórnkerfinu og því styddi hann tillöguna. Tillaga um skiptingu borgarinnar í skólahverfi til nefndar Meirihluti segir enga spurn eftir breytingum BJÖRN Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að tölur um framsal lóða undir 284 íbúðir til Frjálsa fjárfestingarbankans frá skuldunautum, 10 verktökum í Grafarvogi, segi allt um fjárhags- stöðu byggingaraðila á svæðinu. Eins segi það mikla sögu um stöðu mála að það eigi að bjóða aftur upp og endurúthluta 70% íbúða vegna þess eftir áramót. Í samtali við Morgunblaðið í gær vísaði Kristinn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Frjálsa fjárfestingar- bankans hf., á bug yfirlýsingum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fjárvana verktakar í Grafarvogi ynnu að því að reisa íbúðir í skjóli bankans og bankinn hafi fengið lóðir þeirra framseldar til að forða þeim frá gjaldþroti. Björn segist skilja vel að bankinn vilji leita allra leiða til að selja um- ræddar íbúðir, en „framkvæmda- stjóri sjóðsins auðveldar sér ekki það verk með því að neita að horf- ast í augu við staðreyndir og afleið- ingar hinnar röngu stefnu R-listans við úthlutun lóða og um íbúða- stærð. Aldrei fyrr hefur lánardrott- inn verktaka komið inn í bygging- arsögu Reykjavíkur með þessum hætti. Bankinn tekur áhættu, sem framkvæmdastjóri hans vill auðvit- að verja en ferst það illa úr hendi.“ Björn segir að dæmi séu um að menn hafi unnið fyrir verktaka í Grafarholti í góðri trú um að þeir væru lóðarhafar, en hafi ekki feng- ið greitt vegna þrenginga verktak- ans. „Hinn þinglýsti lóðareigandi, Frjálsi fjárfestingarbankinn, segist aðeins greiða kostnað, eftir að hann fékk lóðina framselda einmitt vegna fjárhagslegrar stöðu hins upprunalega lóðarhafa,“ segir Björn. Björn Bjarnason um gagnrýni framkvæmdastjóra Frjálsa fjárfestingarbankans Tölur um framsal lóða segja allt um fjárhagsstöðuna NÝ móttaka fyrir sjúkrabíla var tekin í notkun við slysa- og bráða- deild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi á föstudag, en um er að ræða fyrsta áfanga í endurnýjun deildarinnar. Nýja byggingin kemur í stað annarrar eldri sem var orðin mjög léleg. Þröngt var um alla að- stöðu, auk þess sem dyrnar voru það litlar að sjúkrabílar af nýrri gerðum gátu vart komist þar inn. Byggð var ný móttaka um 190m² að stærð. Hún rúmar fjóra sjúkrabíla, en auk þess er þar geymsla og lageraðstaða fyrir búnað bílanna og fyrir búnað við flutning sjúklinga frá þyrlupalli. Einnig hefur verið komið upp skolaðstöðu fyrir afeitranir vegna efna- og sýklaeitrana ásamt því að tenging við sjálfa slysa- og bráðamóttökuna hefur verið end- urbætt. Nýja móttakan bætir mjög alla aðstöðu sjúkraflutningamanna og sjúklinga og verður auðveldlega hægt að taka úr fjórum bílum samtímis auk þess sem hægt er að grófskola sjúklinga sem eru með kemísk efni á sér. Þá verður hægt að breyta byggingunni í nokkurs konar móttökustöð í stórslysum en slíkt var varla hægt vegna kulda í gömlu móttökunni. Verkið var boðið út í lok júní og hófust framkvæmdir í byrjun ágúst. Verktaki við bygginguna var Markhús ehf. og hönnuðir Teiknistofa Halldórs Guðmunds- sonar, Almenna verkfræðistofan hf., Fjarhitun hf. og Rafteikning hf. Heildarkostnaður við bygg- inguna er um 43 milljónir króna. Ný móttaka fyrir sjúkrabíla í Fossvogi Morgunblaðið/Kristinn Gott rými er í nýju móttökunni við slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. BRÆÐURNIR og verkfræðing- arnir Sveinn og Ágúst Valfells af- hentu á föstudag Stjörnuskoð- unarfélagi Seltjarnarness stærsta stjörnusjónauka landsins. Sjónauk- ann gáfu þeir Valfells-bræður til minningar um systur sína, dr. Sig- ríði Valfells málfræðing, sem lést hausið 1998, sextug að aldri, en til- gangurinn er einnig að efla áhuga almennings á raunvísindum. Ágúst H. Bjarnason, gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélagsins, segir að formlega afhending sjónaukans hafi dregist nokkuð þar sem nauð- synlegt hafi verið að gera breyt- ingar á turninum á Valhúsaskóla þar sem aðsetur félagsins er. Þar hefur félagið lítið herbergi til af- nota en uppi á þaki skólans er síðan hvolfþak, sem gengur á teinum, þar sem nýi sjónaukinn er. Auk hans á félagið tvo aðra minni sjón- auka. „Þetta er nokkuð góður kíkir og mikil bót fyrir okkur að fá hann. Kíkirinn ræður við nokkuð mikla stækkun, spegillinn er 46 sentmetr- ar, en það sem menn eru kannski frekar að sækjast eftir er að geta séð dauf fyrirbæri og magnað þau upp. Þessi hefur líka það fram yfir þá sem við áttum fyrir að hann er með tölvu sem hægt er að láta leita uppi tilteknar stjörnur, m.ö.o. þeg- ar búið er að stilla sjónaukann af getur maður svo að segja slegið inn hnitin og þannig fundið stjörnuna sem maður er að leita að. Þannig að það er mikill munur að hafa fengið þennan kíki.“ Ágúst segir að Sveinn Valfells eigi sjálfur nokkuð stóran sjónauka og sé mikill áhugamaður um stjörnuskoðun og Ágúst Valfells, kjarnorkuverkfræðingur og fyrr- verandi prófessor í Bandaríkj- unum, sé væntanlega áhugamaður líka, en báðir séu þeir áhugamenn um að efla áhuga manna á raunvís- indum. Dr. Sigríður Valfells var doktor í málvísindum frá Harvard-háskóla og kenndi m.a. við Washington- háskóla í Seattle og við Columbia- háskólann í New York. Auk fræði- legra greina skrifaði Sigríður m.a. kennslubók í forníslensku sem gef- in var út af Oxford University Press. Morgunblaðið/Kristinn Bræðurnir Ágúst og Sveinn Valfells afhenda Snævari Guðmundssyni stjörnukíkinn í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Stærsti stjörnu- kíkir landsins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Birni Bjarnasyni, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, vegna yfirlýsingar borgarstjóra í Morgunblaðinu 23. nóvember: „Borgarstjóri sakar mig um að vega að starfsfólki leikskóla vegna gagnrýni á hækkun gjaldskrár þeirra um 8% – á að skilja það svo, að starfsfólkið hafi tekið ákvörðun um þessa hækkun? Raunar segir borgarstjóri í hinu orðinu, að leik- skólarnir séu svo vel reknir, að draga má þá ályktun, að hækkunin sé ekki nauðsynleg. Það er R-list- inn sem ber ábyrgð á stjórn leik- skóla og ákveður hækkun á gjald- skrá þeirra. Hann fylgir rangri stefnu í málefnum skólanna og sí- felldar gjaldskrárhækkanir eru sjúkdómseinkenni hennar. Það er lítilmannlegt af borgar- stjóra að nota starfsfólk skólanna sem skálkaskjól fyrir þessari hækk- un og beina óánægju foreldra gegn þeim, sem sinna börnunum innan veggja leikskólanna.“ R-listinn ber ábyrgð á stjórn leikskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.