Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ skapti@mbl.is an daginn. Til dæmis í Debenhams versluninni í miðborg Stokkhólms. Í Gautaborg höfum við þó líklega lent í erfiðustu málunum; verslunin þar í miðbænum, nálægt lestarstöðinni, og þar hefur starfsfólki verið hótað með hnífum og sprautu- nálum.“ Slíkt sé reyndar úr sögunni nú eftir að brugð- ist var við með því að bæta öryggisþjónustu. „Í Svíþjóð eru til nokkrar tegundir af öryggisvörð- um, hluti þeirra hefur fengið þjálfun hjá lög- reglunni, veit mjög vel hvernig á að bregðast við aðstæðum hverju sinni og hefur víðtækari heimilidir en venjulegir öryggisverðir.“ Öryggisverðir hafa verið ráðnir til starfa í sumum verslunum hér heima. Þeir hljóta ákveðna þjálfun, en einn viðmælenda blaðsins veltir upp þeirri spurningu hvort lögregla hér ætti ef til vill að bjóða upp á þjálfun fyrir ákveðna öryggisverði og þeir ættu að hafa víð- tækari heimild en öryggisverðir hafa í dag. Það eina sem þeir gera nú er að kveða til lögreglu, „en ég skil það vel að lögreglan sé ekki æst í að koma á staðinn ef henni er tilkynnt að strákur hafi stolið geisladiski. Það eru mörg önnur brýnni erindi sem lögreglan þarf að sinna í þjóð- félaginu í dag.“ Einn viðmælenda blaðsins segir grófari brot færast í aukana hjá utanaðkomandi fólki; meira sé um það nú en áður að starfsfólki sé hótað, það geti lent í átökum og jafnvel í hættu. „Og þótt það snerti svo sem ekki þjófnað beint þá get ég sagt frá því að við höfum þurft að grípa til þess við matvöruverslun í ákveðnu hverfi í Reykjavík að vera með öryggisvörð á staðnum allan daginn vegna ágangs og trufl- unar. Fólk er þá ekki endilega að stela en áreitir viðskiptavini og starfsfólk. Þar var til dæmis á tímabili unglingur með hóp með sér sem krafð- ist þess af fólki að það keypti fyrir sig sígarettur í versluninni, og hótaði því öllu illu þegar það neitaði beiðni hans. Þjófavarnir eru góðar hjá Baugi, að sögn Jóns Björnssonar, og sömu sögu sé að segja að ÞEGAR talað er um óþekkta rýrnun erátt við verðmæti þess sem hverfur,vegna hnupls eða þjófnaðar, eða aföðrum orsökum, frá því vara fer fráframleiðanda eða birgja þar til hún fer út úr verslun. Aðrir orsakir en hnupl og þjófnaður eru nefndar mistök tengd bókhaldi, skráningu og þess háttar, bæði í verslun og hjá birgjum; að vara skili sér ekki til verslunar skv. reikningi svo dæmi sé tekið. Þumalputtaregla mun sú að 50% rýrnunar megi rekja til viðskiptavina, 30– 40% til starfsfólks og 10% til áðurnefndra mis- taka. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu, segir að í löndum Evrópusambandsins sé talið að óþekkt rýrnun í verslun – bæði með matvöru og sérvöru – sé 1,75% af veltu. „Rýrnunarbókhald er líklega ekki eins gott hér á landi og það ætti að vera, en óhætt er að fullyrða að rýrnun hér er síst minni en í ESB-löndunum. Og ég hef reyndar heyrt forráðamenn stórra fyrirtækja nefna mun hærri tölur en þetta.“ Sigurður segir að miðað við aukningu smá- söluverslunar hin síðari ár sé raunhæft að spá því að hún verði um 185 milljarðar króna á þessu ári, og gróflega reiknað megi þar af leið- andi búast við að óþekkta rýrnunin sé á bilinu 3 til 4 milljarðar króna. Afleiðingar þjófnaðar í versluninni eru því gífurlegar, að sögn Sigurðar, og vöruverð sé vitaskuld hærra vegna þessa en það þyrfti að vera. „Þetta er eins og hver annar kostnaðarliður í rekstri verslunarinnar og það stór liður.“ Nefn- ir að með minnkandi rýrnun yrði hægt að lækka vöruverð eða hækka laun starfsmanna, svo dæmi séu tekin. BBaugur-Ísland rekur 83 verslanir, áÍslandi og í Svíþjóð, sem sérhæfa sigí matvöru, sérvöru og lyfjasölu. JónBjörnsson, framkvæmdastjóri fyrir-tækisins, staðfestir að rýrnun sé mikil; telur hana jafnvel enn hærri í dagvöru- verslun en þegar litið er á alla smásöluverslun í landinu, eins og Sigurður gerir. Jón telur óþekkta rýrnun í dagvöruverslun allt að 3%. „Eðlileg vörurýrnun er alltaf einhver; vörur renna út á dagsetningu eða skemmast. Ég myndi áætla að vörurýrnun í dagvöruverslun á íslenskum markaði væri um 2,5 til 3 milljarðar,“ segir Jón og vísar þar til matvöru, gjafavöru og fatnaðar. „Ég veit ekki til þess að hérlendis séu til rannsóknir um þetta – nema það sem við höf- um gert sjálfir innanhúss og þær eru hvorki stórar né ítarlegar og ná ekki yfir langt tímabil – en ef tölfræði úr erlendum verslunarkeðjum er yfirfærð má áætla að 25–30% af þessu sé þjófnaður. Hann gæti þá numið 600–700 millj- ónum á ári.“ Jón telur að reikna megi með því að vörum sé stolið fyrir um 300 milljónir króna á ári hjá Baugi-Ísland, þar af um 90% hérlendis en 10% í Svíþjóð. Jón Björnsson gerir skýran greinarmun á hnupli og búðaþjófnaði. „Hnupl er oft bernsku- brek; menn stela sér frostpinna og finnst það spennandi. En svo eftir að sumir eru gómaðir verða þeir svo hræddir að þeir þora aldrei að gera neitt ólöglegt aftur á ævinni.“ Jón segir varning oftast til eigin nota þegar um hnupl er að ræða en þjófnaður sé hins vegar yfirleitt framinn í þeim tilgangi að koma vörum í verð. Og hann telur skipulagðan þjófnað að aukast, bæði frá utanaðkomandi fólki og starfs- mönnum verslana. „Þegar um er að ræða starfsfólk eru það yf- irleitt fáir aðilar; mjög lítill hluti starfsfólksins, en það stelur meira en utanaðkomandi fólk.“ Einn viðmælenda blaðsins segir það ekki al- gengt að starfsmaður steli aðeins einu sinni, ef hann gerir það á annað borð; menn sjái ákveðna glufu í kerfinu og endurtaki verknaðinn ef þeir komist upp með það í upphafi. Ástæður þessa geti verið margvíslegar, til dæmis peningaleysi, og nefndur heimildamaður telur þjófnað starfsfólks jafnan í eigin þágu; ekki hluta af skipulagðri starfsemi, þótt það sé reyndar ekki óþekkt. Jón Björnsson leggur áherslu á að langflestir starfsmenn séu strangheiðarlegir og langoftast komist einmitt upp um þjófnað starfsfólks í verslun vegna þess að vinnufélagarnir geta ekki horft upp á það sem er að gerast og greina frá því. „Samstarfsfólki misbýður.“ Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, sem rek- ur verslanir Nóatúns, 11-11 og Krónunnar, seg- ir þjófnað líklega meiri í verslun hérlendis en „Óþekkt rýrnun“ í verslun hérlendis á fjórða milljarð menn átti sig á. „Ég er ekki viss um að fyr- irtækin séu með nægilega góðan mælikvarða á hvað þetta er í raun mikið. Menn sjá hver óþekkt heildarrýrnun er en hafa kannski ekki tæki til að komast að því hvernig stendur á því. Rýrnun á sér stað alveg frá því vara fer út úr vöruhúsi hjá framleiðanda eða birgja og alveg í gegnum búðina. Alls staðar í þessu ferli er áhætta. Það sem við hjá Kaupási höfum verið að gera er að efla eftirlitskerfi að öllu leyti; bæði fjölgað starfsmönnum sem eru í eftirliti og sett upp myndavélakerfi og ýmsan búnað í verslanir til að koma í veg fyrir þetta.“ Í haust var sextán starfsmönnum Nóatúns sagt upp störfum vegna þjófnaðar úr þremur verslunum fyrirtækisins en Ingimar segir það ekki hafa haft áhrif á eftirlitsstarfsemi fyrir- tækisins. Hann segir að unnið hafi verið hægt og rólega að verkefninu allt þetta ár, og um mitt ár hafi skipulagnin verið orðin með þeim hætti að forráðamenn fyrirtækisins hafi talið viðun- andi. „Nú getum við kafað ofan í vörugrunnana og séð hvar rýrnunin á sér stað. Hvort ein vara sé hættulegri en önnur hvað þetta varðar.“ IIngimar segir, eins og Jón Björnsson, aðákveðin rýrnun sé eðlileg og óhjákvæmi-leg. „Það hefur heilmikið með ferskleikavöru að gera; kjöt rýrnar í kjötborði, þaðgufar upp úr ávöxtum, vörur renna út á dagsetningu. Við reynum að halda utan um þessa þekktu rýrnun en það kemur mér per- sónulega á óvart um hve stórar tölur er að ræða, þegar rýrnun er reiknuð á ársgrundvelli.“ Ingimar treystir sér ekki að nefna tölur um hve þjófnaður sé stór hluti af rýrnuninni. Baugur-Ísland rekur verslanir í Svíþjóð og Jón Björnsson segir þjófnaðarmálin þar harðari en hér á landi; ég er ekki að segja að þau séu al- gengari en skipulögð starfsemi er miklu meiri og sums staðar verður ekki undan því komist að vera með öryggisverði á ákveðnum svæðum all- mörgum öðrum verslunum hér á landi. „Við er- um með mjög öflugan öryggisbúnað í mörgum verslana okkar, bæði til að fylgjast með vörum inni í búðunum og með afgreiðslu. Hann segist í raun líta á það sem forvarnarbúnað, því með þessu vilji forráðamenn Baugs geta brugð- ist strax við og reynt að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. „Það er best að loka á mögu- leikana. Forvarnir eru bestar, og að sjálfsögðu þannig að starfsfólkið viti af þeim.“ Jón segir að líklega sé mun erfiðara að stela úr búðum í dag en áður, vegna ýmissa tækninýjunga. „Þjófnaður hefur líklega allt verið fyrir hendi; hann fylgir öllum fyrir- tækjarekstri og freistingar í verslun eru gríðarlegar. Vandamálið er hins vegar líklega að koma meira upp á yfirborðið nú en áður var.“ Einn viðmælenda blaðsins nefnir svo- kallaðar „vinaafgreiðslur“ sem dæmi um þjófnað: Vinur starfsmanns á kassa komi þangað með mikið magn vöru; t.d. að verð- mæti 10 þúsund króna, en greiði aðeins eitt þúsund. Starfsmaður gæti þess að snúa strikamerkjum öfugt til að viðkomandi vara stimplist ekki inn í kassann. Tækni til að fylgjast með og koma í veg fyrir að fólk komist upp með slíkt hefur rutt sér til rúms erlendis og Morgunblaðið veit að slík tækni hefur verið tekin í notkun sums staðar hér á landi. Sigurður Jónsson segir sífellt auknarkröfur gerðar um í versluninni. „Viðerum að reyna að auka gæðin meðfræðslu starfsmanna og þess háttar.Og það gegnumstreymi í atvinnu- greininni sem við upplifðum á tímabili er að minnka; matvöruverslanir voru eins og braut- arpallur um tíma, sérstaklega stórmarkaðir. Menn komu og fóru, stoppuðu mjög stutt. Það breyttist þegar samdrátturinn hófst og sú þró- un hefur orðið samfara þessu að við erum að reyna að tosa launin upp. Það skilar sér í því að ekki er jafnmikil hreyfing á starfsfólki og áður.“ Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa þeir komist að því, sem rannsaka umrædda hluti, að munur sé eftir árstíðum hvernig þjófnaður við- skiptavina er. „Fagmenn“ séu mest á ferðinni á árstíðaskiptum þegar ný tíska kemur í versl- anir, en mun minna beri á þeim þegar vitað er að öryggisgæsla er meiri, til dæmis fyrir jólin. Þá séu „amatörar“ hins vegar meira áberandi. Karlmenn eru einnig sagðir hnupla fáum hlutum en dýrum, konur aftur á móti mörgum, ódýrum hlutum. Sigurður Jónsson segir samtök þau sem hann stýrir reyna að ráða bót á umræddu vandamáli með því að bjóða upp á forvarnarverkefni; „haldin eru námskeið fyrir allt starfsfólk sölu- staðanna, jafnframt fer fram ránsæfing og það er tryggt að allur eftirlitsbúnaður í búðunum sé viðurkenndur. Lögreglan tekur svo viðkomandi sölustað út og vottar hann með því að líma upp merki á rúðurnar: Varnir gegn vágestum. Slíkt merki þýðir að þekking starfsfólks á þessum málum sé fyrir hendi og viðbúnaður réttur.“ Hann segir ljóst að starfsmenn í slíkum versl- unum séu öruggari með sig en aðrir og þetta hafi líka tvímælalaust áhrif á þá sem hnupla. Hvað ránin varðar sé hins vegar annað uppi á teningnum: „Fólk sem stundar rán er oft undir áhrifum áfengis eða lyfja og það hugsar ekki um neitt svona. Varnir sem þessar hafa því ekki áhrifamátt gagnvart svoleiðis fólki.“ Sigurður segir að á vinnustöðum þar sem starfsmenn séu meðvitaðir um þessar leiðir líti þeir líka heilmikið hver eftir öðrum. „Þetta hefur tvímælalaust unnið að því að slá á rýrnun. Þegar rán á sér stað í verslun sem hefur verið vottuð fer ákveðið ferli í gang og málinu lýkur ekki fyrr en starfsmenn hafa feng- ið áfallahjálp.“ Sigurður telur rýrnun að sumu leyti meiri hér en annar staðar, að minnsta kosti í sumum greinum. „Menn horfast ekki í augu við vand- ann; leiða hann hjá sér með því að færa ekki rýrnunarbókhald. Ef til vill taka menn ekki á vandanum hér vegna þess að hér er minna um formlega verslunarmenntun en sums staðar annars staðar. Í löndum þar sem verslunar- menntun er mikil eru menn ekki feimnir að við- urkenna vandann og taka á honum. Hér virðast menn hins vegar blygðast sín fyrir að tala um þessi mál.“ Rýrnun í verslun er hvarvetna mikil og Ísland er þar engin undantekning. Skapti Hallgrímsson komst m.a. að því að talið er að vörum að verðmæti 300 milljóna króna sé stolið frá Baugi árlega. ’ Grófari brotfærast í aukana og starfsfólki hótað. ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.