Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í nóvember 1938 klofnaði Alþýðu-
flokkurinn þegar forysta flokksins
beitti sér fyrir því að helsti alþýðu-
leiðtogi landsins, Héðinn Valdimars-
son, varaformaður flokksins, alþing-
ismaður og bæjarfulltrúi, formaður
Dagsbrúnar og forstjóri Olíuverzl-
unar Íslands, var rekinn úr flokkn-
um vegna afstöðu hans til samein-
ingar við kommúnista. Það hefur
verið ríkjandi söguskoðun að Héðinn
hafi klofið Alþýðuflokkinn. En var
það svo? Kommúnistar höfðu klofið
sig út úr Alþýðuflokknum árið 1930
og framgangur þeirra í kosningun-
um árið 1937 hafði skotið forystu-
sveit Alþýðuflokksins skelk í bringu.
Vaxandi ágreinings gættiinnan Alþýðuflokksins áfjórða áratugnum umafstöðu til Kommúnista-flokks Íslands. Héðinn
lagði ríka áherslu á samstöðu verka-
fólks og stjórnmálafla sem börðust
fyrir hag alþýðunnar. Alþýðuflokk-
urinn vann mikinn sigur í kosningum
1934 og tók sæti í ríkisstjórn Her-
manns Jónassonar. Héðinn tók ekki
sæti í stjórninni en varð formaður
Skipulagsnefndar atvinnumála,
hinni alkunnu Rauðku. Hann sat þó
aðeins eitt ár í nefndinni. Vaxandi
ágreinings gætti við forystusveit Al-
þýðuflokksins. Þar vó þungt afstað-
an til Framsóknarflokksins, sem
Héðinn tortryggði, og ekki síst for-
mann flokksins, Jónas Jónsson frá
Hriflu, en þó enn meir afstaða til
kommúnista eftir alþingiskosning-
arnar árið 1937. Héðinn skrifaði
greinaflokkinn Skuldaskil Jónasar
Jónssonar við sósíalismann í vikurit-
ið Nýtt Land eftir klofning Alþýðu-
flokksins 1938 og gaf út í bók árið
1939.
Sumarið 1937 tapaði Alþýðuflokk-
urinn þremur þingsætum í kosning-
um til Alþingis en Framsóknarflokk-
urinn bætti við sig fjórum
þingmönnum og Sjálfstæðisflokkur-
inn tapaði þremur þingsætum.
Kommúnistaflokkurinn fékk í fyrsta
sinn kjördæmakosinn mann og tvo
uppbótarþingmenn, samtals þrjá
þingmenn. Úrelt kjördæmaskipan
tryggði framsóknarmönnum flesta
þingmenn með tæplega fjórðung at-
kvæða á bak við sig, tvö þingsæti
umfram sjálfstæðismenn sem þó
höfðu stuðning yfir 40% þjóðarinnar.
Fyrir kosningarnar höfðu komm-
únistar boðið Alþýðuflokknum sam-
starf og samfylkingu. Héðinn vildi
ganga lengra og ræddi við Einar Ol-
geirsson og spurði hvort kommúnist-
ar væru reiðubúnir til sameiningar.
Einar gat ekki lofað því, vildi fyrst
samstarf síðan sameiningu. Eftir
kosningarnar 1937 skaut sameining-
armálinu upp á ný. „Kommúnista-
flokkurinn hafði nú náð fótfestu í
þinginu og þremur þingsætum og til
samans höfðu þingfulltrúar beggja
verkalýðsflokkanna nú meiri at-
kvæðatölu að baki sér heldur en
Framsókn, þrátt fyrir „sigurinn“
[Framsóknarflokks] og 11 voru þing-
mennirnir. Væri flokkurinn einn
[verkalýðsflokkur] gæti hann auð-
sýnilega verið voldugur í landinu,
þrátt fyrir rangláta kjördæmaskip-
an, sem þyrfti að breyta. Mætti við
því búast, að skjótt yrði slíkur flokk-
ur sterkasti flokkur landsins, öflugri
Sjálfstæðisflokknum og fyllilega fær
um að taka alla forustu um land-
stjórn, eins og víðar erlendis hefur
átt sér stað, þar sem verkalýðsflokk-
ur stendur sameinaður. Frá Komm-
únistaflokknum mátti vænta nýrra
samfylkingartilboða, en innan Al-
þýðuflokksins var lítil trú á lausu
samstarfi, en sameining á einn eða
annan hátt, kjósendanna og flokk-
anna, sú lausn sem rétt gæti við mál-
stað sósíalistísks flokks. Gera yrði
ákveðna og heiðarlega tilraun með
boðum til Kommúnistaflokksins um
tafarlausa sameiningu, og ef þeim
boðum yrði tekið, þá sameina flokk-
ana sem fyrst. En ef Kommúnista-
flokkurinn neitaði, þá myndi fólkið,
sem fylgdi honum hverfa yfir til Al-
þýðuflokksins, sem væri heill í mál-
inu. Þessa afstöðu hafði ég og fjölda
margir aðrir menn, sem höfðum þó
ekkert sérstakt samband okkar á
milli,“ skrifaði Héðinn eftir að hon-
um hafði verið vísað á dyr úr Alþýðu-
flokknum.
Verkamenn í Dagsbrún
studdu sameiningu
Héðinn vildi taka frumkvæðið af
kommúnistum meðan Alþýðuflokk-
urinn hefði tögl og hagldir og væri án
vafa sterki aðilinn. Hann beitti sér
fyrir sameiningu verkalýðsflokk-
anna. Honum hraus hugur við að
tveir máttlitlir flokkar bærust á
banaspjót og Alþýðuflokkurinn væri
hjáleiga Framsóknarflokksins sem
ýmist liti til hægri eða vinstri eftir
því sem hentaði.
Hinn 15. júlí 1937 samþykkti
Verkamannafélagið Dagsbrún til-
lögu þess efnis að félagið teldi klofn-
ing í samtökum verkalýðsins stór-
hættulegan og skoraði á stjórnir
ASÍ, Alþýðuflokksins og Kommún-
istaflokksins að ganga til „einarð-
legra samninga um tafarlausa sam-
einingu flokkanna í einn sameinaðan
alþýðuflokk, sem starfi á lýðræðis-
grundvelli“. Tillagan var lögð fram
af Héðni Valdimarssyni og sam-
þykkt einu hljóði. Verkamenn í
Reykjavík studdu sameiningu.
Framrás kommúnista hafði skotið
mörgum skelk í bringu, ekki síst í
forystusveit Alþýðuflokksins, sem
tveimur dögum síðar samþykkti með
semingi að kjósa þriggja manna við-
ræðunefnd. Jón Baldvinsson for-
maður Alþýðuflokksins og Stefán
Jóhann Stefánsson neituðu að taka
sæti í nefndinni og komu í veg fyrir
að Héðinn Valdimarsson fengi þar
sæti. Jón Baldvinsson og Stefán Jó-
hann beittu sér hart gegn samein-
ingu.
Flokksþing Alþýðuflokksins sam-
þykkti á haustdögum tilboð til
Kommúnistaflokksins sem var bund-
ið skilyrðum og í æviminningum
Stefáns Jóhanns kemur glöggt fram
að hugmyndir um sameiningu áttu
ekki upp á pallborðið hjá þeim fé-
lögum: „Ekki gerðum við ráð fyrir,
að því tilboði yrði tekið af kommún-
istum. En í sambandi við það sam-
þykkti flokksþingið ályktun, þar sem
tekið var fram að þingið ætlaðist til,
að „ekki yrði vikið frá“ tilboðinu
enda bæri miðstjórn að koma fram
sem einn flokkur gagnvart Komm-
únistaflokknum, og hver sá sem tek-
ur sig út úr, gerir sig sekan um
klofningsstarfsemi hættulega ein-
ingu flokksins, er nauðsyn ber til að
komið verði í veg fyrir.“
Héðinn vildi ná frumkvæði í sam-
einingarmálum frá kommúnistum,
sem höfðu boðað til samstarfs verka-
lýðsflokkanna. Hann ritaði: „Í stað
hjaðningarvíga verkalýðsflokkanna
bauð Kommúnistaflokkurinn Al-
þýðuflokknum „samfylkingu“, um
sameiginleg mál beggja flokka. Þessi
tilboð um „samfylkingu“, samvinnu
beggja verkalýðsflokkanna, með
sameiningu þeirra síðar fyrir augum,
höfðu geysimikil áhrif á alþýðu
landsins, sem hafði harmað klofning-
inn 1930 [þegar kommúnistar klufu
sig út úr Alþýðuflokknum] og taldi
einhuga sterkan og sósíalistískan
verkalýðsflokk vera skilyrði fyrir
öruggri vinstri pólitík … Afstaða mín
í þessum málum var þegar í fyrstu sú,
að þessa hreyfingu þyrfti að nota til
þess að skapa samstæðan og sterkan
verkalýðsflokk, en „samfylkingu“ án
frekari möguleika til sameiningar
flokkanna taldi ég varhugaverða.“
Verkalýðsflokkarnir
bjóða sameiginlega fram
Í byrjun október 1937 deildu Stef-
án Jóhann og Jón Baldvinsson hart á
Héðin á fundi miðstjórnar Alþýðu-
flokksins og lýstu því yfir að þeim
„fyndist óviðurkvæmilegt og ámælis-
vert, að Héðinn reyndi að semja við
kommúnista eftir að meirihluti mið-
stjórnarinnar hefði samþykkt að
hætta samningaumleitunum þess-
um“.
En Héðinn hafði norska Verka-
mannaflokkinn að fyrirmynd og
samdi drög að lögum fyrir íslenskan
verkalýðsflokk kommúnista og Al-
þýðuflokks. Á fundi Dagsbrúnar 12.
nóvember 1937 var sameiningarmál-
ið á dagskrá og svohljóðandi tillaga
var lögð fyrir félagsmenn: „Verka-
mannafélagið Dagsbrún skorar á
þing Kommúnistaflokks Íslands er
nú kemur saman að taka óbreyttu
tilboði 14. þings Alþýðusambands Ís-
lands um að sameinast með Alþýðu-
flokknum í einn flokk, Alþýðuflokk
Íslands, 1. desember næstkomandi.
Fundurinn telur að stjórnmála-
ástandið sé svo ískyggilegt að nauð-
synin sé aðkallandi fyrir alla alþýðu
til fullkominnar sameiningar flokk-
anna nú þegar og telur tilboð það
sem að ofan greinir færa og greiða
leið fyrir flokkana, en hverskonar
tafir á sameiningunni einungis geta
verið til tjóns fyrir alþýðu landsins.“
Héðinn talaði fyrir tillögunni um
sameiningu flokkanna, Jón Bald-
vinsson mælti gegn tillögunni og
taldi engin rök fyrir sameiningu við
kommúnista. Héðinn tók á ný til
máls og hvatti menn til þess að gera
sitt ítrasta og lagði fram nýja tillögu
þar sem skorað er á aðila að: „gera
þær tilhliðranir sem í þeirra valdi
stendur við lokasamninga um fram-
kvæmd sameiningarinnar sem best
tryggja fullt samkomulag hins nýja
flokks í framtíðinni.“ Mikill hiti var í
fundarmönnum og var tillaga Héðins
samþykkt með 70 atkvæðum gegn
61.
Hinn 12. janúar 1938 fagnaði fjöl-
mennur fundur í Dagsbrún ákvörð-
un verkalýðsflokkanna um að bjóða
sameiginlega fram í Reykjavík.
„Verkamannafélagið Dagsbrún lýsir
ánægju sinni yfir hinum sameinaða
lista alþýðunnar, A-listanum, og
heitir honum fullum stuðningi. Jafn-
framt samþykkir félagið að leggja
fram 300 krónur í kosningasjóð A-
listans.“ Í ræðustól stigu meðal ann-
arra Héðinn Valdimarsson, Stefán
Jóhann Stefánsson og Einar Olgeirs-
son. „Tillagan var síðan borin upp og
samþykkt með samhljóða atkvæð-
um,“ segir í fundargerð Dagsbrúnar.
Þrátt fyrir þetta vann forystusveit
Alþýðuflokksins ekki að framgangi
hins sameiginlega lista, heldur þvert
á móti setti honum stólinn fyrir
dyrnar. Þorri verkamanna í Reykja-
vík var fylgjandi sameiningu og
draumur Héðins um sterkan verka-
lýðsflokk í anda Verkamannaflokks-
ins í Noregi virtist innan seilingar.
Auk Reykjavíkur buðu verkalýðs-
flokkarnir sameiginlega fram á
nokkrum stöðum í bæjar- og sveit-
arstjórnakosningum í lok janúar
1938. En þrátt fyrir ákall verkafólks
var stuðningur í Alþýðuflokknum
meiri í orði en á borði. „Ég gekk á
fund Jóns Baldvinssonar skömmu
fyrir kosningar og bað hann um að
halda stutta ræðu á kosningafundi
með lista verkalýðsflokkanna en
hann neitaði,“ skrifaði Héðinn síðar.
Og jafnframt að „sprengjubomba“
Stefáns Jóhanns Stefánssonar
tveimur dögum fyrir kosningar þess
efnis að neita samstarfi við komm-
únista að loknum kosningum hafi
verið hreint og klárt skemmdarverk.
Listi verkalýðsflokkanna fékk
fimm menn kjörna, Sjálfstæðismenn
níu og Framsókn einn mann. Listi
flokkanna fékk 300 færri atkvæði en
samanlögð atkvæði þeirra í alþing-
iskosningunum ári áður. Í kjölfarið
var hart veist að Héðni í Alþýðu-
blaðinu. Stefán Jóhann skrifar í end-
urminningum sínum: „Er svo var
komið að varaformaður flokksins var
farinn að vinna með kommúnistum
gegn sínum eigin flokki, þótti mörg-
um auðsætt, að við slíkt yrði ekki
lengur unað. Héðinn Valdimarsson
var algerlega hættur að hlíta flokks-
aga og fór því fram, sem honum
sýndist. Var þá ekki annað fyrir
hendi en að víkja honum úr flokkn-
um.“
Héðinn rekinn úr Alþýðuflokknum
Hinn 12. febrúar boðaði Jón Bald-
vinsson, formaður Alþýðuflokksins,
Héðin á sambandsstjórnarfund
flokksins. „Fyrir fundinn óskuðu
þeir að tala við mig, Jón Baldvinsson,
Stefán Jóhann og Haraldur Guð-
mundsson, og var það erindið að
sýna mér ákæruskjal og tillögu um
brottrekstur minn úr flokknum og
spyrja mig um, ef það væri tekið aft-
ur, hvort ég vildi lofa því að hætta við
allar tilraunir til að sameina verka-
lýðsflokkana í einum flokki. Svaraði
ég þessu svo, að ég mundi ekkert
semja við Kommúnistaflokkinn með-
Héðinn
Valdimarsson
Jón
Baldvinsson
Stefán Jóhann
Stefánsson
Bókarkafli Héðinn Valdimarsson hugðist sameina vinstri öflin í íslenskum stjórnmálum en því lyktaði með því að hann var rekinn
úr Alþýðuflokknum og sakaður um að hafa klofið hann. „Látum gleymskuna og þögnina geyma hann,“ sagði Brynjólfur Bjarnason
þegar Héðinn var farinn. Í frásögn Halls Hallssonar um sögu Olíuverzlunar Íslands er að finna aðra sýn á þessa atburði.
!"
#"
"$
%& '
& (
Héðinn Valdimarsson í ræðustóli undir styttu Jóns Sigurðsson á Austurvelli.
Gleymskan og þögnin
Héðinn Valdimarsson í góðum félagsskap starfsfólks BP á leið út á land á
fjórða áratugnum.