Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 21

Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 21
an ég væri í Alþýðuflokknum, nema ég hefði fullt umboð til þess í bæj- armálum frá fulltrúaráði og í lands- málum frá sambandsstjórn og flokksþingi, en innan Alþýðuflokks- ins teldi ég mér bæði réttmætt og skylt að vinna, eins og ég gæti og hefði gert, að sameiningu flokkanna og góðu samstarfi. Var þá gengið á aftökustað sambandsstjórnar og til- laga Jóns um brottrekstur minn samþykkt – í allri flokksstjórninni með 12 gegn 4 atkvæðum, en Guð- m[undur] Hagalín greiddi ekki at- kvæði,“ skrifaði Héðinn síðar. Tillagan, sem samþykkt var, hljóðaði svo: „Héðni Valdimarssyni verði nú þegar vikið úr Alþýðu- flokknum og þar með úr stjórn Al- þýðusambands Íslands og Alþýðu- flokksins og úr þeim störfum er Alþýðusambandið eða Alþýðuflokk- urinn kann að hafa falið honum.“ Varaformanni Alþýðuflokksins, Héðni Valdimarssyni, hafði verið vís- að á dyr. Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Héðinn Valdimarsson stofnaði Sameiningarflokk alþýðu – Sósíal- istaflokkinn með kommúnistum og var kjörinn formaður í lok október 1938. En valdahlutföll hins nýja flokks voru með allt öðrum hætti en ef Alþýðuflokkurinn hefði gengið óskiptur til samstarfs. Sovétríkin réðust inn í Finnland haustið 1939. Héðinn tók afstöðu gegn innrás Sov- étríkjanna en lýðræðissinnaðir sós- íalistar undir forystu Héðins urðu undir í atkvæðagreiðslu um að for- dæma innrás Sovétmanna. Komm- únistar höfðu betur og fylgdu Moskvu. Héðinn hafði haft þá sýn að lýðræðissinnaðir sósíalistar hefðu 2⁄3 atkvæða í sameinuðum verkalýðs- flokki. Það hafði ekki gengið eftir og því áttu kommúnistar alls kostar við lýðræðissinna í stofnunum flokksins. Hann sagði sig úr Sameiningarflokki alþýðu – Sósíalistaflokknum. Látum gleymskuna og þögnina geyma hann Löngu síðar, í ræðu í afmælishófi Alþýðuflokksins 1986, sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, að forystumenn Al- þýðuflokksins og sósíalista hafi sam- einast um að „þaga rækilega um Héðin Valdimarsson“. Guðmundur sagði: „Draumarnir höfðu ekki ræst. Þá sagði Brynjólfur Bjarnason [leið- togi kommúnista] fræga setningu, sem ekki er mikið á hámælum höfð, er menn spurðu hann: „Hvað verður nú um flokkinn þegar Héðinn er far- inn?“ Brynjólfur svaraði þessu ekki í lík- ingu, sem höfð var um Jón biskup Arason forðum: „Öxin og jörðin geyma hann best.“ En Brynjólfur sagði: „Látum gleymskuna og þögnina geyma hann.“ Og það var eins og Brynjólfur hafi gert bandalag við Alþýðuflokkinn, líklega í þetta eina sinn á ævinni, að einnig hann skyldi hafa þetta mottó um verk Héðins Valdimarssonar og báðir flokkarnir hafa haldið það síð- an. Um stofnun [sósíalista]flokksins hjá Héðni var mikið deilt og það skal ekki rakið hér, en Héðinn var glæsi- legasti og áhrifamesti forystumaður íslenskrar verkalýðshreyfingar frá upphafi.“ Og um áhrif og vinsældir Héðins meðal verkafólks sagði Guðmundur J: „Við bjuggum í verkamannabú- stöðum vestur í bæ, á annað hundrað fjölskyldur og um og yfir 80% þessa fólks fylgdi formanni byggingar- félagsins sem jafnframt var formað- ur Dagsbrúnar. Ég þekki ekkert hverfi í borginni í dag þar sem 80% íbúa fylgja formanni Dagsbrúnar … Héðinn sá fyrir þá skuggalegu þróun að hér risu tveir verkalýðsflokkar. Hann vildi leggja sig allan fram við að gera þetta að einum flokki. Hann vildi fá verkalýðsflokk í landinu sem ógnaði íhaldinu.“ Sveik Héðinn eða sviku hinir? Vilmundur Gylfason, sem í upp- hafi níunda áratugarins klauf Al- þýðuflokkinn og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna, kvaðst í blaði sínu, Nýju Landi, er hann gaf út um tíma, hafa vitað til þess að Héðinn hafi leit- að eftir því að koma inn í Alþýðu- flokkinn á ný. „En heiftin var enn svo mikil, að því var hafnað. Það voru mistök,“ skrifaði Vilmundur í grein sem hann nefndi: Sveik Héðinn eða sviku hinir? Einar Þorsteinsson, gjaldkeri Olíuverzlunar Íslands, sagði sig úr Alþýðuflokknum með Héðni en gekk þó ekki til liðs við kommúnista. Hann hélt tengslum við forystumenn Alþýðuflokksins. Lúð- vík Gizurarson, hæstaréttarlögmað- ur og tengdasonur Einars, segir að tengdafaðir sinn hafi að frumkvæði Héðins gerst milligöngumaður um að opna honum leið í Alþýðuflokkinn á ný en forystumenn krata hafi alfar- ið hafnað því. Einar Þorsteinsson hafi skýrt honum frá því. Lúðvík segir jafnframt að Jóhanna Egils- dóttir hafi staðfest þetta í samtali við sig löngu síðar. Það gilti einu þó öfl- ugasti málsvari flokksins meðal verkafólks leitaði inngöngu á ný. Forystusveit Alþýðuflokksins vildi ekki sættast við Héðin Valdimars- son. Héðinn Valdimarsson einbeitti sér að störfum fyrir Olíuverzlun Íslands – sem hafði umboð fyrir British Petroleum Company – sem hann hafði haft forgöngu um að setja á stofn 1927. 3. október fagnaði Olís 75 ára afmæli. Héðinn lést í september 1948, aðeins 56 ára gamall. Þeir létu dæluna ganga – Saga Olís í 75 ár 1927–2002 eftir Hall Hallsson er gef- in út af Olís í tilefni að 75 ára afmæli fyrirtækisins. Bókin er 557 bls. að lengd og prýdd fjölda mynda. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 21 JARSKALÖND OG FURÐUHEIMARF AUSTURLANDAHRAÐLESTIN UM RÚSSLAND, SÍBERÍU, MONGÓLÍU OG KÍNA, 2. ágúst – uppselt, biðlisti. Þetta er hin eina sanna Orient Express Austurlandahraðlest eins og við minnumst hennar úr sögu Agöthu Christie „Morðið í Austurlandahraðlestinni“. Ólýsanlegt ævintýri út í gegn! Sjáðu myndirnar og fáðu ferðalýsinguna, ferðin verður ekki endurtekin! ÆVINTÝRI Í AMASÓN GALAPAGOS – EKVADOR í október. Þessi ferð á engan sinn líka, ekki missa af henni! Hittu heimamanninn Robby Delgado, náttúrulífsfræðing, sem kemur alla leið úr Amasón til að kynna landið sitt Ekvador. Fjölbreytt og fræðandi, glóðvolgar ferðafréttir úr síðustu ferð! Vistvænar Veraldarferðir Skólavörðustígur 21a • 101 Reykjavík • Sími: 511 40 80 Símbréf: 511 40 81 • info@embla.is • www.embla.is Fjarskaferðaklúbbur Emblu – nýr spennandi ferðaklúbbur fyrir framsækna ferðamenn — skráðu þig í Norræna Húsinu! Embluferð öðruvísi ferð HÁTÍÐ Í HEIMSBORGINNI LONDON 12. des. með Jakobi Frímanni Magnússyni. Einstakt tækifæri! Ný sýn á heimsborgina þar sem Jakob fer þekktar en jafnframt ótroðnar slóðir. Dagsskráin kemur á óvart! Nokkur sæti laus SÓL OG SÆLDARLÍF – BARBADOS BARBADOS 10. jan. – Aðeins 20 manna hópur, síðustu sætin! Eyjan Barbados í Karíbahafi er rómuð fyrir ljúft loftslag og fagrar strendur. Tamarind Cove er meðal bestu gististaða á eynni. Þetta er jólagjöfin í ár! BORGUNDARHÓLMUR PERLA EYSTRASALTSINS, 31.maí-uppselt, 7. júní nokkur sæti. Kynnist þessari fallegu náttúruperlu OG sólskinsbænum Svaneke í fylgd Gunnars Bierings læknis og leiðsögumanns.Vikuferð þar af 2 nætur í Kaupmannahöfn. Sérhönnuð ferð fyrir eldri borgara PÁSKAR Í PARADÍS MÁRITÍUS 15. apríl – aðeins 20 manna hópur, sérhönnuð lúxus- ferð fyrir Íslendinga með íslenskri fararstjórn. Máritíus var valin þriðja fallegasta eyja í heimi af lesendum Condé Nast Traveller. Gististaður Emblu Paradise Cove er engu líkur, frábær aðbúnað- ur, glæsilegur stíll og ómótstæðilegur sælkeramatur. Njóttu flugs á fyrsta farrými með Air Mauritius, lúxusflugfélaginu Velkomin á ferðaveislu Emblu í Norræna Húsinu mánud. 25. nóvember kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.