Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 27
staðinn eignir og alla aðstöðu í Hvann-
gili á Rangvellingaafrétti af Rangár-
vallahreppi, Flugbjörgunarsveitinni á
Hellu og Búnaðarfélagi Rangárvalla-
hrepps.
Deildir FÍ
Ekki liðu mörg ár uns félagsdeildir
voru stofnaðar víða um land. Akureyr-
ingar riðu fyrstir á vaðið og stofnuðu
Ferðafélag Akureyrar 1936. Starfar
sú deild enn af þrótti og gefur m.a. út
ársritið Ferðir. Aðrir staðir komu á
eftir og nú eru starfandi 10 deildir víða
um land. Þessar deildir hafa unnið
þrekvirki, ekki síst í byggingarmálum,
og nú eiga þær sæluhús á 21 stað víðs-
vegar á öræfum norðan jökla og aust-
an lands.
Húsnæðismál
Í upphafi átti félagið engan fastan
samastað en rak skrifstofu í nokkur
sumur m.a. í Miðbæjarskólanum. Árið
1935 fékk það inni í pósthúsinu við
Pósthússtræti og gat geymt þar skjöl
og aðra muni. Nokkrum árum síðar
fluttist það í Túngötu 3 og var þar uns
ráðist var í kaup á hæð í húsinu á
Öldugötu 3 árið 1965. Árið 1992 flutti
félagið í glæsilegt húsnæði í Mörkinni
6. Þar er aðsetur þess nú.
Útgáfumál FÍ
Eins og nefnt var í upphafi þessarar
greinar hóf félagið strax á fyrsta ári
útgáfu á ársriti sem ber nafnið Árbók
Ferðafélags Íslands. Allar götur síðan
hefur Árbókin komið út, alls 75 bæk-
ur. Þær hafa mikinn fróðleik að
geyma og eru í raun einstakt verk,
sem ekki finnast dæmi um í öðrum
löndum. Þar er tilteknum landshlut-
um lýst af gjörkunnugum mönnum, er
flétta saman landslýsingu, þjóðfræði
og persónusögu á læsilegan hátt.
Þetta rit hefur að geyma ítarlegustu
heimildir um land okkar og sögu sem
völ er á.
Auk þess hefur félagið gefið út ýmis
önnur rit, sem lúta að sama efni. Má
þar nefna flokk smárita, sem gengur
undir nafninu Fræðslurit Ferðafélags
Íslands, og fréttabréf FÍ, sem sent er
öllum félögum a.m.k. tvisvar á ári.
Einnig hefur félagið gefið út nokkrar
ferðabækur. Viðamest þeirra er merk
ferðabók Konrads Maurers sem
greinir frá ferð hans um Ísland 1858.
Hún kom út þegar félagið varð 70 ára.
Félagið var brautryðjandi í útgáfu
korta af Íslandi fyrir ferðamenn og í
meira en 30 ár gaf það út ferðakort af
Íslandi í mælikvarða 1:750.000. Á
þessu ári (afmælisárinu) munu koma
út þrjú gönguleiðakort sem félagið
gefur út eitt eða í samvinnu við aðra.
Byggingarmál FÍ, gróðurrækt o.fl.
Bygging sæluhúsa hefur verið snar
þáttur í starfi félagsins frá stofnun.
Alls á félagið nú 17 sæluhús á 12 stöð-
um í óbyggðum og 1 í byggð (í Norð-
urfirði á Ströndum).
Á síðasta áratug var áhersla lögð á
að bæta þjónustu fyrir ferðamenn því
kröfur þeirra og yfirvalda um aðbúnað
og þjónustu hafa aukist til muna. Fé-
lagið hefur varið miklu fé til að bæta
aðstöðu gæslumanna, reisa hreinlæt-
is- og salernishús, leggja vatns-
leiðslur, bæta lýsingu í sæluhúsunum
og leiða heitt vatn í þau hús, sem
standa á jarðhitasvæðum. Hið opin-
bera hefur nokkrum sinnum styrkt
þessi verkefni en allan annan undir-
búning og vinnu við verkin auk fjár-
mögnunar hefur félagið annast.
Meiriháttar byggingarfram-
kvæmdum er lokið í bili, en árlega fer
mikil vinna í viðhald og endurbætur á
eignum félagsins. Velgengni á þessu
sviði má einkum þakka samheldni og
fórnfýsi félagsmanna, sem vinna þessi
störf að mestu í sjálfboðavinnu.
Forystumönnum félagsins varð
snemma ljóst, að nauðsynlegt væri að
greiða fyrir ferðum fólks um öræfa-
slóðir, ekki síst þeirra, sem væru fót-
gangandi. Á þeim leiðum eru víða tor-
fær stórfljót. Í tengslum við byggingu
sæluhússins við Hagavatn, skömmu
fyrir 1940, gekkst félagið fyrir smíði
göngubrúar á ána Farið, sem rennur
úr því vatni. Síðan gerðist ekkert í
þessum málum í mörg ár, en þegar
gönguleiðin milli Landmannalauga og
Þórsmerkur var skipulögð þurfti að
brúa a.m.k. þrjár ár (Kaldaklofskvísl,
Syðri-Emstruá og Ljósá). Var það
verk unnið fyrir og um 1980. Síðar
komu brýrnar á Krossá og Fúlukvísl.
Margar þessar brýr brotnuðu fljót-
lega undan snjóþyngslum eða fóru í
vatnavöxtum, svo þær þurfti að end-
urbyggja. Nú eru þessi mál í góðu lagi.
Þannig hefur félagið, ýmist eitt sér
eða í samvinnu við aðra, reist göngu-
brýr yfir um 10 ár á síðustu áratugum.
Þegar friðland í Heiðmörk, útivist-
arsvæði Reykvíkinga, var stofnað
1950 fékk Ferðafélag Íslands allstóra
spildu til skógræktar. Gróðursetning
hófst þegar og unnu sjálfboðaliðar að
því verki næstu áratugina. Nú er þessi
reitur Ferðafélagsins einn hinn feg-
ursti í Heiðmörkinni og ber fórnfúsu
starfi félaganna fagurt vitni. Aðal-
hvatamaður að þessari rækt var Jó-
hannes Kolbeinsson, sem stjórnaði
verkinu í rúm 25 ár. Var árangurinn
ekki síst áhuga hans og dugnaði að
þakka. Minningarskjöldur um hann
var settur upp í reitnum fyrir nokkr-
um árum. Reiturinn er sá stærsti í
Heiðmörk og félaginu til mikils sóma.
Félagið hefur einnig staðið að viða-
mikilli uppgræðslu og sáningu í Þórs-
mörk í samvinnu við landgræðsluna
og hefur tekist að stöðva jarðvegseyð-
ingu og græða upp nær öll sár í
grennd við svæði félagsins í Langadal.
Ekki hvikað frá meginmarkmiði
Í 75 ár hefur félagið ekki hvikað frá
því meginmarkmiði að kynna land,
þjóð og sögu og auðvelda mönnum að-
gang að þeim ómetanlegu verðmæt-
um sem fólgin eru í tign, fegurð og víð-
áttu öræfanna. Að mestu hefur þetta
starf hvílt á herðum ólaunaðra sjálf-
boðaliða, sem hafa varið frítíma sínum
og orku til að leysa hin mörgu aðkall-
andi verkefni. Án þeirra hefði verkið
ekki unnist eins vel og raun ber vitni.
Spyrja má: Hvernig væri nú búið að
ferðamönnum á öræfum landsins, ef
Ferðafélags Íslands hefði ekki notið
við? Fullgilt svar er ekki til, en víst er
að framlag félagsins hefur skipt sköp-
um. Þjóðin þekkir land sitt margfalt
betur nú en fyrir 75 árum, ekki síst
fyrir atbeina Ferðafélagsins. Nú
ferðast þúsundir manna um óbyggðir
landsins jafnt sumar sem vetur og
geta áð og gist í sæluhúsum félagsins í
trausti þess að eiga þar víst skjól bjáti
eitthvað á. Starf gæslumanna í sælu-
húsum FÍ er ómetanlegt og eykur ör-
yggi vegfarenda á öræfum.
Tvær kynslóðir hafa nú lokið starfi
sínu fyrir félagið og sú þriðja tekið við
merkinu og vinnur að lausn verkefna
af sömu elju og dugnaði og forverarn-
ir. Því getur félagið, á þessum tíma-
mótum, litið björtum augum til fram-
tíðar. Heillandi verkefni bíða. Í mínum
huga er enginn efi um, að þau verða
leyst af hendi með sóma.
Unnið að hitaveitu í Landamannalaugum.
Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður
í Ferðafélagi Íslands.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
5
8
1
6
Fyrsta starfið
www.bi.is
Lífeyrisauki Búnaðarbankans
Það borgar sig að byrja snemma að huga að lífeyrissparnaði ef þú
vilt njóta þeirra tækifæra sem í boði eru þegar starfsævi þinni lýkur.
Ef þú byrjar strax að spara þegar komið er á vinnumarkaðinn gætir
þú átt rúmlega 22 milljónir* í viðbótarlífeyrissparnaði þegar þú hættir
að vinna. Í Lífeyrisauka Búnaðarbankans bjóðast þér þægilegar og
traustar leiðir sem gera þér kleift að búa þig undir fjárhagslegt öryggi
í framtíðinni og hætta eða minnka við þig í starfi við 60 ára aldur.
*m.v. að launþegi greiði 4% af 250.000 kr. mánaðarlaunum, ríki og launagreiðandi
greiði 2,4% mótframlag og ávöxtun verði 6% á ári í 35 ár.