Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VITIÐ þið hvað 29milljónir Banda-ríkjamanna gerðusíðastliðið fimmtu-
dagskvöld? Þeir horfðu á loka-
þátt annarrar þáttaraðarinnar
af Piparsveininum. Ekki hefur
verið horft svona mikið á sjón-
varpsstöðina ABC, sem sýnir
Piparsveininn, síðan í mars
1999 þegar hún sýndi, fyrst
sjónvarpsstöðva, viðtal við
Monicu Lewinsky eftir skand-
alinn í Hvíta húsinu. Þá hefur
einstakur þáttur í sjónvarps-
þáttaröð ekki fengið svona
mikið áhorf síðan í apríl 1997
þegar Ellen DeGeneres ,,kom
út úr skápnum“ í þáttaröðinni
Ellen sem sýnd var á stöðinni
NBC.
Það þótti fréttnæmt að loka-
þáttur Piparsveinsins skyldi
bursta hina árlegu tískusýn-
ingu nærfatarisans Victoria’s
Secret sem sýnd var á stöðinni
CBS sama kvöld, en tískusýn-
ingin er jafnan með allra vin-
sælasta sjónvarpsefni. Merki-
legt nokk þá virðast karlmenn
hafa meiri áhuga á tískusýn-
ingunni en konur – þeir eru
líklega að velja jólagjafir á sín-
ar heittelskuðu – en konur eru
hins vegar í meirihluta þeirra
sem sitja límdir við Pip-
arsveininn. Telur dagblaðið
New York Times áhorfstöl-
urnar frá því á fimmtudags-
kvöld þannig sýna hver ræður
yfir fjarstýringunni á flestum
heimilum – eða réttara sagt
hverjar.
Eins og þeir vita sem hafa
fylgst með fyrstu þáttaröðinni
af Piparsveininum sem sýnd
var á Skjá einum í haust,
ganga þættirnir út á að 25
ungar konur keppa um ástir
náunga sem er sagður vera
karlkostur í allra hæsta gæða-
flokki. Hann ,,kynnist“ stúlk-
unum og í hverjum þætti eru
nokkrar ,,reknar heim“, svona
eins og í Lúdó, og í lokaþætt-
inum eru bara tvær eftir og þá
er þetta fyrst orðið áhugavert.
Dramað nær hámarki í réttu
hlutfalli við styrkleika þeirrar
mannlegu niðurlægingar sem
kann að eiga sér stað á skján-
um. Í umfjöllun New York
Times um raunveruleika-
sjónvarp nú í vikunni voru
færð rök fyrir því að skömm
og niðurlæging séu einmitt
það sem slíkir sjónvarpsþættir
ganga út á: ,,Gleymum kynlífi
og ofbeldi,“ segir NYT, ,,nið-
urlæging er það sem selur í
dag“. Og þegar plottin í þeim
raunveruleikaþáttum sem eru
í bígerð í bandarísku sjónvarpi
eru skoðuð, er auðvelt að skilja
slíka fullyrðingu. Stöðin FOX
undirbýr þáttaröð sem ber
nafnið ,,Will“ eða Erfðaskráin
og gengur út á að fjölskyldu-
meðlimir keppa sín á milli um
arf sem auðugur ættingi eft-
irlætur þeim. Á kapalstöðinni
HBO er þáttaröðin ,,Cat-
house“ í vinnslu, en þar var
falinni myndavél komið fyrir í
hóruhúsi í Nevada-fylki.
Fylgst er með því þegar við-
skiptavinir bera upp erindi sitt
og óskir, fyrst við ,,afgreiðslu-
borðið“ og svo við sjálfar
vændiskonurnar, án þess þó
að sjálf ,,viðskiptin“ séu sýnd.
Samkvæmt upplýsingum
HBO mega áhorfendur meðal
annars hlakka til að fylgjast
með vandræðalegum til-
burðum 22 ára hreins sveins,
hvers móðir var viðstödd
samningaviðræðurnar, og
fleira í þeim dúr. Þá er tekið
fram að af þeim 50 aðilum sem
,,náðust“ á mynd í þessum
vafasömu erindagjörðum,
skrifuðu allir nema þrír upp á
samþykki sitt fyrir að nota
mætti efnið í sjónvarpsþátt-
unum.
Þannig virðist þrá Banda-
ríkjamanna eftir því að komast
í sjónvarp með sterkari öflum í
tilveru þeirra. Það skal enginn
segja manni að þetta fólk þrái
svona heitt upp til hópa að láta
niðurlægja sig. Auðvitað
myndi flest af þessu fólki vilja
koma fram í sjónvarpi við mun
huggulegri aðstæður. En það
langar samt svo mikið til að
koma í sjónvarpinu að það læt-
ur sig hafa þann hluta af leikn-
um sem er niðurlægjandi, úr
því ekkert annað býðst.
Og fjöldinn allur af ungum
konum bíður í röðum eftir því
að komast að í þáttunum um
Piparsveininn og ennþá fleiri
horfa. Femínistar hafa klórað
sér í hausnum yfir þessari
staðreynd þungir á brún, enda
séu kynhlutverkin sem þarna
birtast til háborinnar skamm-
ar. Og hvað sem manni kann
að finnast um slíka gagnrýni –
enda hljóti að vera í lagi að
,,leika“ sér með kynhlutverk í
afþreyingarefni – þá virðist
nokkuð ljóst að framleiðendur
þáttanna (og þátttakendur)
eru ekkert að grínast í gam-
aldags afstöðu sinni til
kynjanna. Þetta kemur fram
þegar ,,kvenútgáfan“ af þátt-
unum – Piparmeyjan – er
kynnt til sögunnar, en innan
skamms verður sýnd þáttaröð
þar sem einhleyp kona velur
úr hópi karla. Einhleypa kon-
an sem þar um ræðir er til
dæmis búin að gefa út opin-
berar yfirlýsingar um að hún
sé ekki drusla og þess háttar.
Það þurfti piparsveinninn ekki
að gera. NYT telur reyndar að
þessi hugmynd eigi ekki alveg
eftir að gera sig, enda sé miklu
,,samþykktara“ að karlar
keppist um hylli konu en að
konur keppist um hylli karls.
Þar af leiðandi verði Pip-
armeyjan með mun lægri nið-
urlægingar-stuðul og þar af
leiðandi mun minna áhorf.
En piparsveinninn frá því
nú á fimmtudagskvöld, Aaron,
gerði það sem kollegi hans úr
fyrri þáttaröðinni, Alex,
treysti sér ekki til að gera;
hann bað sinnar heittelskuðu.
Hún játaðist honum á meðan
tárin runnu niður kinnarnar á
henni og um leið og sýningu
þáttarins lauk héldu þau sam-
an blaðamannafund í New
York þar sem þau ræddu með-
al annars um tilfinningar sín-
ar. Reyndar höfðu þau ekki
hist síðan í september (þegar
bónorðið var borið upp), en frá
því að vinnslu þáttanna lauk
hafa þau alls ekki mátt hittast
– ef einhver hefði séð þau sam-
an hefði allt verið ónýtt. Þau
eru bæði sannfærð um að þau
hafi tekið heillavænlega
ákvörðun og hlakka til að
kynnast ,,utan þáttanna“. Sú
sem lenti í ,,öðru sæti“ borðaði
snakk á meðan hún horfði á
þáttinn með vinkonum sínum
á á hótelherbergi á Manhatt-
an. Haft er eftir henni að hún
sé ,,ennþá ástfangin af hon-
um,“ en hún hafi ekki getað
hugsað sér að vera með nein-
um öðrum síðan ógæfan dundi
yfir.
Það er varla annað hægt en
að taka ofan fyrir slíku snilldar
sjónvarpsefni. 29 milljónir
manna hafa varla á röngu að
standa. Eða hvað?
Birna Anna
á sunnudegi
Niðurlæging-
in selur
Morgunblaðið/Jóra
bab@mbl.is
Þ
AÐ er víðar en hér á landi sem
þess er minnst með eftir-
minnilegum hætti að í ár eru 100
ár liðin frá fæðingu nóbelskálds
okkar Íslendinga, Halldórs Lax-
ness. Í New York var fyrir
skömmu opnuð sérstök Lax-
ness-sýning: Halldór Laxness: Skáld elds og
íss, til þess að minnast þess að hundrað ár eru
liðin frá fæðingu skáldsins, þar sem ljósmyndir
og bókmenntatextar frá ferli skáldsins eiga að
varpa ljósi á líf og störf þess.
Það eru skrifstofa aðalræðismanns Íslands í
New York og The American-Scandinavian
Foundation sem í sameiningu eiga heiðurinn af
þessari sýningu sem opnuð var með viðhöfn í
Scandinavia House við Park Avenue 58 í lok
síðasta mánaðar og
mun hún standa til
næstu áramóta.
Sjálfstætt fólk,
frægasta og vinsæl-
asta bók Laxness í
Bandaríkjunum, var
gefin út á nýjan leik
fyrir örfáum árum, en hún hafði mjög lengi ver-
ið ófáanleg vestra. Eins og kunnugt er varð
bókin Sjálfstætt fólk fyrst alþjóðlega þekkt
þegar hún var valin í „Book-of-the-Month
Club“ árið 1946.
Daginn sem Laxness-sýningin var opnuð í
Scandinavia House í New York voru íslenskir
og bandarískir rithöfundar og fræðimenn sam-
an komnir í þessu glæsilega húsi, ásamt fjölda
ráðstefnugesta, í sal Viktors Borge, til þess að
ræða verk skáldsins út frá ýmsum sjón-
arhornum, hvort sem var íslenskri bókmennta-
hefð eða spurningunni um það hvar Laxness
raðaði sér í heimsbókmenntunum.
Þau Pétur Már Ólafsson, frá Vöku-Helgafelli, George C. Schoolfield, pró-fessor emeritus frá Yale háskóla,Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöf-
undur og Halldór Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Eddu – miðlunar og útgáfu,
fluttu stutt framsöguerindi í fyrrihluta dag-
skrárinnar, sem Ólafur Jóhann Ólafsson stýrði
og var ætlað að vera fremur fræðilegs eðlis.
Síðari hluti Laxness-dagskrárinnar var með
óformlegra sniði, þar sem pallborðsþátttak-
endur sátu og skiptust á skoðunum um skáldið,
kvenpersónur hans, stíl, klæðaburð hans, áhrif
hans á tískuna, lífsskoðanir hans og pólitík, auk
þess sem spurningunni var velt upp hvort nób-
elskáldið hefði verið hégómlegt og veikt fyrir
skjalli hvers konar, en einhverjir töldu að upp-
lýsingar um slíkt væru til í skjölum bæði frá
leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og frá
þeirri fyrrverandi sovésku, KGB. Umræðan í
þessum hluta var þannig bæði á alvarlegum og
gamansömum nótum.
Þau sem tóku þátt í þessum hluta dag-skrárinnar voru Susanna Kaysen, höf-undur bókanna Girl, Interrupted ogFar Afield, Brad Leithauser skáld-
sagnahöfundur og bókmenntagagnrýnandi og
höfundur að kynningunni í Sjálfstæðu fólki,
(nýju útgáfunni), Einar Kárason rithöfundur,
Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og Gerður
Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur og það var
Örnólfur Thorsson sem leiddi þennan hluta
dagskrárinnar.
Það var kannski ekki svo ýkja margt sem
kom á óvart í þessari ágætlega líflegu dagskrá,
en þó hygg ég að ýmislegt kunni fremur að hafa
vakið forvitni þeirra Bandaríkjamanna sem
voru viðstaddir dagskrána en Íslendinganna.
Brad Leithauser er sennilega einn ákaf-asti aðdáandi Laxness í gjörvöllumBandaríkjunum og þótt víðar væri leit-að. Hann skrifaði fræga grein í The
New York Times Literary Review fyrir all-
mörgum árum, sem nefndist The Book of My
Life sem útleggst auðvitað Bók lífs míns, og
engan skyldi undra að það var bókin Sjálfstætt
fólk sem reyndist vera bók lífs hans.
Það var Brad Leithauser og hluti af því sem
hann hafði til málanna að leggja þetta síðdegi í
New York, sem fékk mig til þess að hugsa
hversu mjög það er dýrmætt fyrir okkur Ís-
lendinga að menn eins og hann skuli taka ást-
fóstri við nóbelskáldið okkar, því þeir taka sér
það sannarlega fyrir hendur, að breiða út
skáldskap hans, rétt eins og trúboðarnir breiða
út fagnaðarerindið.
Brad sagði frá því að hann ætti alltaf 15 til 20
eintök af Sjálfstæðu fólki á heimili sínu og þeg-
ar hann fengi gesti sem hann teldi að gætu ver-
ið móttækilegir fyrir Laxness og skáldskap
hans leysti hann þessa gesti sína gjarnan út
með bókargjöf og þeir hyrfu á braut með eintak
af Sjálfstæðu fólki undir handleggnum! Er
þetta ekki frábært!
Mér finnst í raun að maður eins ogBrad ætti bara þegar í stað að fáfálkaorðuna.Hann sagði gestum einnig frá
því að hann hefði hitt Halldór Laxness fyrir
nokkrum árum, í einni af mörgum Íslands-
heimsóknum sínum – mig minnir að það hafi
verið 1995. Hann sagði að skáldinu hafi talsvert
verið farið að förlast þegar þetta var, en engu
að síður hafi þeir átt ánægjulegan fund. Hann
kvaðst hafa sagt Halldóri Laxness frá því að
hann ætti alltaf tiltekinn fjölda af bókum hans
heima hjá sér og hann leysti síðan gesti sína út
með gjöfum. Við þá frásögn hans hafi andlit
skáldsins ljómað af gleði og hann því glaðst að
sama skapi.
Það var sérdeilis ánægjulegt að eyða dags-
stund þarna í Scandinavia House, í þessum
glæsilega sal sem heitir í höfuðið á Viktor
Borge, og hlýða á þessar umræður til heiðurs
minningu nóbelskáldsins okkar.
Til gamans má geta þess hér, að Viktor
Borge gaf eina milljón dollara þegar verið var
að gera salinn og fyrir vikið fékk hann að velja
sér sæti – eitt sæti, sem er honum merkt. Það
sést hins vegar alls staðar að úr salnum, hvaða
sæti Borge á, því hans sæti er hið eina með
rauðu áklæði – öll önnur eru með bláu áklæði.
Svo er það líka framarlega til vinstri, og mér
var sögð sú saga, að hann hefði valið einmitt
þetta sæti, því þaðan sást hvað best á hendur
píanóleikarans uppi á sviði!
Þeir sem eiga leið um New York fram til ára-
móta, væru alls ekki sviknir af því að heim-
sækja þessa fallegu, sameiginlegu menningar-
miðstöð Norðurlanda, sem má með sanni lýsa
sem stolti Norðurlandanna í New York og
bregða sér um leið á Laxness-sýningu.
Á alltaf 20 eintök af
Sjálfstæðu fólki til að gefa
Brad Leithauser, rit-
höfundur og bók-
menntagagnrýnandi,
einn ákafasti aðdáandi
Laxness í gjörvöllum
Bandaríkjunum.
AF LISTUM
Eftir Agnesi
Bragadóttur
agnes@mbl.is
Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir
Magnús Bjarnason,
aðalræðismaður
ræðisskrifstofunnar í
New York, í ræðustól
í sal Viktors Borge.