Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
24. nóvember 1945: „Fjár-
málaráðherra drap á það í
fjárlagaræðu sinni á dög-
unum, að 80 þús. manns
myndu hafa rjett til nið-
urgreiðslu. Meðan engar
skýrslur liggja fyrir um þetta
atriði, verður þetta vitanlega
aðeins ágiskun. En fjár-
málaráðherrann lagði dæmið
þannig fyrir, að ef 80 þús.
manns ættu þenna rjett, næði
niðurgreiðslan til 3200 smá-
lesta af kjöti og fjárhæðin,
sem ríkissjóði bæri að greiða
næmi sem næst 14 miljónum
króna.
Sje dæmi fjármálaráðherra
ekki fjarri sanni, má öllum
ljóst vera, að þessi mikla nið-
urgreiðsla á kjötverðinu verð-
ur til þess að stórauka kjöt-
neysluna innanlands. En það
er að sjálfsögðu aðalatriði fyr-
ir framleiðendur, bændur, að
sem mest af kjötinu seljist á
innlendum markaði.
Enn er ekki vitað, hve
heildarslátrunin verður á
þessu hausti. Sje gert ráð fyr-
ir, að heildarmagn dilka- og
gjeldfjárkjöts verði 5000–
5500 smál., yrði kjötmagnið
umfram hið niðurgreidda frá
1800–2300 smál. Meginhluti
þessa kjötmagns ætti að selj-
ast á innlendum markaði, ef
ekki væru skemdaröfl að
verki, sem gera alt til að spilla
fyrir sölunni.“
. . . . . . . . . .
24. nóvember 1985: „Nú þegar
sjálfstæðismenn í Reykjavík
ganga til prófkjörs er ekki úr
vegi að minna á þá mikilvægu
forystu, sem þeir og bæj-
arfélagið allt hefur fengið
með ómetanlegum störfum
Davíðs Oddssonar, borg-
arstjóra. Hann hefur farið
hægt í sakirnar í próf-
kjörsbaráttunni og er engu
líkara en hann hafi það efst í
huga að leyfa samstarfs-
mönnum sínum að vera sem
mest í sviðsljósinu. Forysta
hans í borgarmálefnum hefur
borið góðan ávöxt og um leið
og hann kann þá list góðs
stjórnanda að láta aðra njóta
sín heldur hann um stjórn-
artaumana af þeirri festu og
öryggi að aðdáun hefur vakið.
Davíð er ungur maður og það
er táknrænt fyrir sjálfstæð-
isstefnuna, hve mikil ábyrgð
honum var falin svo ungum.
Hann hefur staðið við það fyr-
irheit, sem við eigum í ungu,
dugandi fólki.“
. . . . . . . . . .
24. nóvember 1965: „Útflutn-
ingsframleiðsla Íslendinga
mun á þessu ári verða meiri
en nokkru sinni fyrr. Gjald-
eyrisaðstaða þjóðarinnar er
góð og Íslendingar eiga nú
stærri gjaldeyrisvarasjóði en
nokkru sinni fyrr. Allt er
þetta ávöxtur hyggilegrar
stjórnarstefnu, sem í aðal-
atriðum hefur tekizt að skapa
og viðhalda jafnvægi í efna-
hagsmálum landsmanna,
þrátt fyrir allmikla verð-
þenslu og hneigðar til kapp-
hlaups milli kaupgjalds og
verðlags.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
L
EIÐTOGAFUNDUR Atl-
antshafsbandalagsins í
Prag bar breyttum tímum
vitni. Það er einnig að verða
skýrara hvað breytt heims-
mynd þýðir fyrir okkur Ís-
lendinga á vettvangi banda-
lagsins. Á okkur hvílir
þrýstingur um að leggja meira af mörkum. Í
vikunni kom fram að Ísland hefur skuldbundið
sig til að verja allt að 300 milljónum króna til
þess að leigja flugvélar undir herflutninga á
vegum NATO komi til aðgerða á vegum
bandalagsins. Ríkisstjórn landsins samþykkti
þetta í framhaldi af því að beiðni barst frá
NATO um framlög sem gætu orðið til að
styrkja hernaðargetu bandalagsins.
Mörgum hefur hingað til þótt broslegt þegar
orðin íslenskur og her hafa verið notuð í sömu
andránni en í þeim efnum er að verða gagnger
breyting þótt vissulega sé ekki með neinu móti
hægt að tala um íslenskan her í hefðbundnum
skilningi og þaðan af síður hernaðarmátt.
Eins og fram kom í vikunni hefur verið sam-
þykkt að flýta uppbyggingu íslensku friðar-
gæslunnar og verður virkum friðargæsluliðum
fjölgað úr 25 í 50 fyrir árið 2006 í stað þess að
miða við 2008 eins og gert hefur verið, sem
þýðir að kostnaður við friðargæslu Íslands er-
lendis gæti orðið allt að hálfur milljarður
króna árið 2006.
„Við viljum vera virkari í þessum efnum,“
sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í sam-
tali við Morgunblaðið í vikunni. „Með þessari
ákvörðun erum við að taka heilmikinn þátt
miðað við okkar hlutfall innan bandalagsins.“
Hann sagði að breyting væri orðin á því að
framlag Íslands til sameiginlegra varna NATO
fælist fyrst og fremst í að leggja til aðstöðu
fyrir varnarstöðina í Keflavík en ekki í fjár-
framlögum og það sæist á vaxandi þátttöku í
friðargæslu á vegum NATO og ÖSE.
Bylting að
verða í um-
hverfi öryggis-
mála Íslands
Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra
gekk svo langt í Prag
að segja að bylting
væri að verða í um-
hverfi öryggismála
Íslands. Á fundinum
hafi komið skýrt fram að menn séu ákveðnir í
að berjast sameiginlega gegn hryðjuverkum.
Íslendingar verði að búa sig undir að leggja
meira fé til verkefna á alþjóðavettvangi, bæði
friðargæslu og annarra verkefna á vegum
NATO og til þróunaraðstoðar.
Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar um
eflingu friðargæslunnar yrði kostnaður af
henni hálfur milljarður króna á ári frá 2006 og
komi til þess að Íslendingar leggi 300 milljónir
til flutninga vegna einnar hernaðaraðgerðar
gætu útgjöldin farið upp í 800 milljónir króna á
einu ári, eins og fram kom í samtali Ólafs Þ.
Stephensen við Halldór Ásgrímsson í Morg-
unblaðinu í dag, laugardag: „Það er u.þ.b. 0,1%
af landsframleiðslu, en NATO telur æskilegt
að aðildarríkin verji 2% landsframleiðslu til
varnarmála. Jafnframt hefur komið fram að
Ísland hefur ýmislegt að bjóða, sem getur
gagnazt bandalaginu, bæði sérfræðiþekkingu
og tækjabúnað. Telur utanríkisráðherra að Ís-
land komist upp með það til framtíðar að
leggja svo miklu minna af mörkum en hin
NATO-ríkin?
„Ég held það sé alveg ljóst að við megum
búast við að þurfa að auka þessi framlög, ekki
bara til þessara mála heldur líka til þróun-
araðstoðar,“ segir Halldór. „Ég vil tengja það
tvennt saman. Það er til dæmis alveg ljóst að
Evrópuríkin leggja miklu meira til þróunarað-
stoðar en Bandaríkin, en Bandaríkin aftur
mun meira til alþjóðlegra varna en Evrópurík-
in.“
Halldór segir að menn verði þó að hafa í
huga að Ísland hafi ákveðna sérstöðu. „Við er-
um fámenn þjóð í mjög stóru landi, sem býr
við dýrt samgöngukerfi. Það er dýrt að við-
halda byggð á Íslandi. Það gerum við án að-
stoðar annarra og leggjum með þeim hætti
mikið til aðstæðna á Norður-Atlantshafi. Við
erum líka með okkar landhelgisgæzlu og
björgunarsveitir, sem þjóna aðstæðum á Norð-
ur-Atlantshafi. En ég held að það sé alveg
skýrt að eitt af því, sem við getum gert ráð
fyrir, er að auka þennan þátt í okkar starf-
semi. Ég tel þó að þau skref, sem við höfum
stigið fram að þessu, séu algerlega fullnægj-
andi.“
Utanríkisráðherra bendir á að Ísland muni
senn taka við flugumferðarstjórn á Pristina-
flugvelli í Kosovo. „Það er fyrsta meiriháttar
verkefnið sem við stjórnum og með því sýnum
við að við séum fullfærir um að taka þátt í
þessum málum og stýra ákveðnum þáttum. Við
getum því reiknað með að leitað verði til okkar
í vaxandi mæli. Við þurfum að geta brugðizt
við því og það mun kosta peninga.““
Sérþekking
getur komið
í stað hern-
aðargetu
Það er ekki hægt að
gera ráð fyrir því að
þjóð, sem ekki nær
300 þúsund manns,
geti komið á fót
myndugum her. Hins
vegar hafa Íslending-
ar upp á ýmislegt að bjóða og þar ber ekki síst
að nefna sérfræðiþekkingu, sem komið getur
að notum við friðargæslu og uppbyggingu.
Þessi þekking spannar vítt svið og má nefna
lögreglumenn, slökkviliðsmenn, lækna, hjúkr-
unarfræðinga, flugumferðarstjóra og verk-
fræðinga svo eitthvað sé talið. Það er því ekki
afsökun lengur að við höfum ekki her því að
við höfum upp á margt að bjóða, sem lýtur að
uppbyggingu og friðargæslu.
Talan 800 milljónir kann að virðast há í huga
margra, en eins og kemur fram hér að ofan
væri um að ræða 0,1% af landsframleiðslu á
meðan talið er æskilegt hjá NATO að aðild-
arríkin verji um 2% af landsframleiðslu til
varnarmála. Þær þjóðir, sem nú var ákveðið að
veita inngöngu í NATO, ná ekki allar þessu
marki. Búlgarar og Rúmenar eru yfir því, en
Eystrasaltsríkin verja öll minna en 2% af
landsframleiðslu til varnarmála. Það er ljóst að
þarna er um að ræða ríki, sem ekki er hægt að
segja að hafi frekar efni á að verja stórfé til
varnarmála en Íslendingar. Í flestum þessara
gömlu austantjaldsríkja er mikillar uppbygg-
ingar þörf á öllum sviðum og væri tilgangurinn
aðeins sá að bæta lífskjör íbúanna í þessum
löndum væru varnarmálin mun neðar á for-
gangslistanum en raun ber vitni. Áherslan í
þessum ríkjum á aðildina að NATO og þau út-
gjöld til hernaðarmála, sem fylgja, tengjast
vitaskuld því að þau eru fyrst og fremst að
hugsa um öryggi sitt með það fyrir augum að
geta tryggt velmegun til framtíðar. Þau vilja
losna við það öryggisleysi, sem hrjáð hefur
smærri ríki álfunnar í aldanna rás, með aðild
að bandalagi, sem lítur á árás gegn einu aðild-
arríki sem árás á þau öll. Varnarútgjöldin eru
því í þeirra huga grunnurinn að uppbyggingu á
öðrum sviðum.
Önnur sjónar-
mið á megin-
landi Evrópu
en á Íslandi
Sjónarmið af þessum
toga eru mönnum
ekki jafn ofarlega í
huga hér á landi.
Þótt síðari heims-
styrjöldin hafi verið
tími mikilla umbrota
á Íslandi voru þau umbrot af allt öðrum toga
en á meginlandi Evrópu. Á meðan hér var ver-
ið að hlaupa yfir þróun, sem hafði tekið áratugi
annars staðar í hinum vestræna heimi var ver-
ið að leggja Evrópu í rúst. Þótt mikið hafi ver-
ið fjallað um átökin á Balkanskaga hér á landi
virtust þau fremur fjarlæg okkur í miðju Atl-
antshafi á meðan þau stóðu mjög nærri mönn-
um á meginlandinu. En það gildir einu þótt Ís-
land kunni að virðast fjarri þungamiðju
heimsmálanna því að Íslendingar komast ekki
hjá því að vera þátttakendur í samfélagi þjóð-
anna.
Ef ríki á borð við Eistland getur varið millj-
örðum króna til öryggismála hlýtur sú þróun,
sem nú er hafin hér á landi, að vera eðlilegur
þáttur í að Íslendingar uppfylli þær skuldbind-
ingar, sem fylgja aðildinni að varnarbandalagi.
Ekki aðeins
upphæðir held-
ur hvernig
fénu er varið
Í lokayfirlýsingu
leiðtoganna í Prag
kom fram að einstök
aðildarríki hefðu
gengist undir skuld-
bindingar um að
auka hernaðargetu
sína á átta tilteknum sviðum. Robertson
lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, sagði að hér væri um að ræða
ákvarðanir, en ekki yfirlýsingar og ætluðu í
það minnsta átta ríki að auka framlög til varn-
armála, Bandaríkin, Bretland, Frakkland,
Portúgal, Noregur, Tékkland, Pólland og Ung-
verjaland. Sagði hann að atburðir undanfar-
inna missera hefðu breytt viðhorfum til varn-
armálaútgjalda í mörgum aðildarríkjanna og
nefndi einnig að málið snerist ekki eingöngu
um upphæðir heldur einnig hvernig fénu væri
varið.
Fram kom í vikunni að loforðum Íslendinga
VIÐRÆÐUR UM VARNARSTÖÐ
Svo virðist sem samkomulag hafiorðið milli Halldórs Ásgríms-sonar utanríkisráðherra og
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, á leiðtogafundi Atl-
antshafsbandalagsins í Prag um að
viðræður hefjist um framtíð varnar-
stöðvarinnar í Keflavík fljótlega eftir
áramót.
Viðræður þessar hafa dregizt mjög
og þótt sú skýring sé gefin að atburð-
irnir 11. september á síðasta ári hafi
valdið þar mestu um er alveg ljóst að
hluti skýringarinnar er sá að ágrein-
ingur er um þetta mál á milli ein-
stakra stjórnarstofnana í Wash-
ington og þá sérstaklega á milli
varnarmálaráðuneytis og utanríkis-
ráðuneytis.
Í þessu sambandi er ástæða til að
undirstrika eftirfarandi: Þegar varn-
arsamningurinn var gerður árið 1951
byggðist hann á gagnkvæmum hags-
munum. Íslenzka lýðveldið sem þá
var nýstofnað þurfti á því að halda að
öryggi þess væri tryggt í viðsjárverð-
um heimi. Þegar varnarliðið kom
hingað hafði Rauði herinn flætt yfir
alla Austur-Evrópu og leppstjórnum
hafði verið komið upp í hverju ríkinu
á fætur öðru. Styrjöld geisaði á
Kóreuskaganum og menn höfðu
þungar áhyggjur af því að ný heims-
styrjöld mundi skella á.
Atlantshafsbandalagið hafði verið
stofnað tveimur árum áður og hags-
munir þess og Bandaríkjanna voru
fólgnir í því að hafa aðstöðu til þess að
fylgjast með kafbátaferðum Sovét-
manna frá höfnum í Norður-Rúss-
landi og suður í Atlantshaf, ferðum
sovézka flotans á Norður-Atlantshafi
og ferðum sovézkra herflugvéla á
sömu slóðum. Þetta var hægt að gera
með því að byggja upp eftirlitsstöðv-
ar í Norður-Noregi, Íslandi og Græn-
landi.
Nú er kalda stríðinu lokið, fyrrum
leppríki Sovétríkjanna eru hvert á
fætur öðru að gerast aðilar að Atl-
antshafsbandalaginu og Rússland er í
nánum tengslum við bandalagið.
Ógnin sem blasti við fyrir hálfri öld er
ekki lengur til staðar.
Hins vegar stöndum við frammi
fyrir nýjum hættum. Enginn hefur
verið duglegri við að útskýra þær fyr-
ir þjóðum heims en Bush Bandaríkja-
forseti. Þær felast í ótrúlega víðtækri
starfsemi hryðjuverkamanna um all-
an heim sem virðast geta gert skyndi-
árásir hvar sem er og hvenær sem er
með sínum hætti.
Það er alveg ljóst að fámennri þjóð,
sem býr í tiltölulega stóru landi, er
ekki síður hætta búin af hendi þessara
nýju ógnarafla en Bandaríkjamönn-
um sjálfum. Varnarlaust Ísland er
hægt að hernema með fámennum hópi
vel vopnaðra og harðsvíraðra manna.
Íslenzka lýðveldið hefur sömu þörf
fyrir að tryggja öryggi sitt og fyrir
hálfri öld. Reynslan af því að gera það
í samstarfi við Bandaríkjamenn er
mjög góð. Hún er einstök. Samstarf af
þessu tagi er hvorki skammtímasam-
starf né verkar það bara á annan veg.
Sú stund getur komið hvenær sem er
að Bandaríkjamenn telji sig hafa
meiri þörf fyrir aðstöðu í Keflavík en
sumar deildir Bandaríkjahers kunna
að telja nú.
En jafnframt fer ekki á milli mála
að við Íslendingar erum í allt annarri
stöðu en við vorum á árinu 1951. Þá
vorum við tiltölulega fátæk þjóð. Nú
erum við í hópi ríkustu þjóða heims.
Um leið og það er eindregin ósk
okkar að halda áfram því árangurs-
ríka samstarfi við Bandaríkjamenn,
sem við höfum átt í hálfa öld hlýtur að
vera komið að því að við tökum á okk-
ur meiri kostnað af þeim sökum. Al-
veg með sama hætti og við erum nú að
axla meiri ábyrgð innan Atlantshafs-
bandalagsins og taka á okkur meiri
kostnað vegna starfa á vettvangi
þess.
Þetta eru að mati Morgunblaðsins
þær forsendur sem við eigum að
leggja til grundvallar í viðræðum okk-
ar við bandarísk stjórnvöld á næsta
ári um framtíð varnarstöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli.