Morgunblaðið - 24.11.2002, Page 42

Morgunblaðið - 24.11.2002, Page 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Nína HeiðrúnJónsdóttir fædd- ist á Seyðisfirði 26. maí 1939. Hún lést á Landspítala líknar- deild hinn 15. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Berg- þóra Margrét Guð- mundsdóttir, f. 7. apríl 1899 í Krossa- vík í Vopnafirði, d. 21. júlí 1987, og Jón Valdimar Ólason, f. 8. september 1894 á Hrjóti í Hjaltastaða- þinghá, d. 10. janúar 1969, búsett á Seyðisfirði. Bróðir Nínu var Steingrímur, f. 12. maí 1932, d. 20. júlí 1972. Maki 1 Gunnhildur A. Gunnarsdóttir. Börn þeirra: Hansína Sjöfn, maki Ásgeir. Bergþóra Jóna, maki Valgarður V. Lúðvíksson. Gunnur Sædís, látin. Maki 2 Katrín Sigurðar- dóttir. Börn þeirra: Guðrún, maki Árni Sverrir Róbertsson og Svandís, maki Jón Steinsson. Nína giftist 24. desember 1967 Trausta Hólm Jónassyni raf- virkja, f. 18. apríl 1946. Foreldr- ar hans eru Sveinsína Ingigerður Traustadóttir frá Hólmavík, f. 26. janúar 1920, og Jónas Krist- jánsson frá Ísafirði, f. 28. september 1921, d. 9. mars 1998. Nína og Trausti eiga eina dóttur, Ingu Jónu, f. 23. september 1967. Hún á þrjú börn: Trausta Rúnar Eg- ilsson, f. 28. ágúst 1988, Sigurð Bene- dikt Egilsson, f. 17. september 1991, og Berglindi Ósk, f. 22. mars 2000. Nína ólst upp á Seyðisfirði, stundaði almenna vinnu, gjarnan fisk- vinnu á ungdómsárum sínum, í þeim mikla útvegsbæ sem Seyð- isfjörður þá var. Seinna lá leiðin á Húsmæðraskólann á Lauga- landi í Eyjafirði. Nína vann hjá Landssíma Íslands á Seyðisfirði í nærfellt tíu ár. Nína og Trausti fluttu frá Seyðisfirði 1968 til Reykjavíkur og 1969 til Hafn- arfjarðar þar sem þau bjuggu síðan. Eftir það stundaði Nína ýmis störf. Útför Nínu verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun, mánudaginn 25. nóvem- ber, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig hryggir svo margt, sem í hug mínum felst og hvernig ég þreytist að lifa og mér finnst það, vina mín, hugga mig helst, að hugsa um þig eða skrifa, að minnast á armlög þín ástrík og góð og allt sem að þú hefur talað: því ligg ég hér aleinn og yrki nú ljóð það eitt gæti huganum svalað. Eins veit ég það, hvert sem mig hrekur og ber, og hverju sem annars ég gleymi, þá man ég þó allt sem ég unni með þér og elska það, faðma og geymi. Og þegar að dimmir við skammdegisskeið og skuggarnir þéttast um fætur, þá vona ég stjörnur þær lýsi mér leið, sem leiftur á bláhveli nætur. Ég man það sem barn að ég margsinnis lá og mændi út í þegjandi geiminn, og enn get ég verið að spyrja og spá, hvar sporin mín liggi yfir heiminn. En hvar sem þau verða mun hugurinn minn, við hlið þína margsinnis standa, og vel getur verið í síðasta sinn ég sofni við faðm þinn í anda. (Þorsteinn Erlingsson.) Trausti. Elsku mamma. Það er mjög erfitt að setjast niður og skrifa um þig minningargrein. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á svona stundu. Það var sárt að fylgjast með þér síðustu vikuna þegar ég gerði mér grein fyrir því að þú værir að fara. En eins og alltaf stóðstu þig eins og hetja. Það er margs að minnast um þig og kemur fyrst upp í hugann þinn gífurlegi áhugi á allskonar bókum, bækur og ættfræði voru þínar ær og kýr. Ég man hvað þú varst líka alltaf áhugasöm þegar halda þurfti veislur og þér fannst það sko ekki mikið mál að hrista fram úr erminni svona eins og eitt matarboð eða svo. Ég man líka eftir því þegar óskin þín fæddist, hún Berglind Ósk, hvað þú hafðir miklar áhyggjur þegar ég var ekki búin að láta skíra hana þriggja mán- aða. En þú bjargaðir því eins og öllu öðru. Við krakkarnir þínir eigum eftir að sakna þín mikið og jólin eiga eftir að verða erfið í ár, enginn mömmu- matur og engin mamma og amma. Elsku mamma, ég hugga mig við það að nú ertu komin á betri stað með Beggu ömmu, Jóni afa og Stein- grími frænda, þú kyssir þau frá okk- ur hinum. Elsku mamma mín, ég sakna þín svo sárt og það er mikill missir að sjá á eftir þér. Ég bið góð- an guð um styrk handa okkur öllum, vinum og ættingum. Hvíl í friði, elsku mamma. Þín dóttir Inga J. Traustadóttir. Elsku amma, nú kveðjum við þig í síðasta sinn, það er skrítið að nú sjáum við þig ekki aftur en við vitum að þú verður alltaf hjá okkur í anda. Oft passaðir þú okkur og þá kenndir þú okkur spil og að leggja kapla, síðan last þú sögubækur, klór- aðir okkur á bakinu og fórst með bænir fyrir okkur fyrir svefninn. Þetta eru minningar sem við munum aldrei gleyma. Elsku amma, við vitum að þér líð- ur miklu betur núna og biðjum Guð að passa þig fyrir okkur á himnum. Þínir Sigurður Benedikt og Trausti Rúnar Egilssynir. Elsku amma. Þó að ég sé ekki orð- in þriggja ára og upplifi nú ár bernskunnar og áhyggjuleysisins finnst mér ekki gott að sjá þig ekki lengur. Mér finnst afi vera að plata þegar hann talar um þig eins og engil hjá Guði. Mér finnst eins og þú sért ennþá á spítalanum þar sem ég sá þig síðast og mamma sussaði því þú svafst. Þegar ég heyri minnst á þig finnst mér líka eðlilegt að sussa og segja, amma lúlla suuus. Berglind Ósk. Þegar mér bárust fréttir af andláti æskuvinkonu minnar Nínu var mér mjög brugðið. Hraust og dugleg kona á besta aldri horfin fjölskyldu sinni og vinum með stuttum fyrirvara. Minningar birtast ein af annarri, hughrifin margvísleg en alltaf stendur upp úr tryggðin, glaðværðin og krafturinn sem fylgdu Nínu minni. Á Seyðis- firði, fallegu heimabyggðinni okkar, áttum við mörg góð ár. Við unnum á símstöðinni sem var mikilvæg stofn- un á staðnum í annríki síldaráranna, þá fjölgaði íbúum bæjarins jafnvel um nokkur hundruð þegar vertíðin stóð sem hæst. Að loknum löngum vöktum og ströngum var svo oft farið á dansleiki í Herðubreið, úthaldið hefur greinilega verið í góðu lagi í þá daga. Nína var mjög verklagin og mynd- arleg og sú menntun sem hún hlaut í Húsmæðraskólanum á Laugalandi nýttist henni vel og minntist hún veru sinnar þar með ánægju. Á æskuheimili Nínu á Norðurgötunni naut ég mikillar gestrisni og alúðar foreldra hennar og á ég margar góð- ar minningar þaðan. Nína kynntist verðandi eiginmanni sínum á árinu 1966, Trausta Hólm Jónassyni raf- virkja. Eignuðust þau dótturina Ingu Jónu og man ég vel ungu ham- ingjusömu foreldrana sem voru svo hrifin af litlu stelpunni sinni. Fjöl- skyldan flutti síðan á höfuðborgar- svæðið og var heimili þeirra lengst af í Sævangi 24 í Hafnarfirði. Nína var dótturbörnum sínum þremur góð og umhyggjusöm amma og átti drjúgan þátt í uppeldi þeirra, Berglind Ósk yngst þeirra og augasteinn ömmu sinnar naut nú síðast frábærrar umönnunar hennar og kærleika. Ég sendi ástvinum Nínu innilegar samúðarkveðjur, henni sjálfri óska ég góðrar heimferðar með þakklæti fyrir samfylgdina Helga L. Hólm. Hún Nína er farin frá okkur allt of snemma. Ekki veit ég lengur hvenær við hittumst fyrst eða hvernig það bar til. Ég man ekki eftir mér svo ungri að hún hafi ekki verið hluti af tilverunni, alltaf á sínum stað niðri í Nýjahúsi þar sem við lékum okkur endalaust að dúkkulísum, eða heima hjá mér uppi í Tungu. Mæður okkar voru góðir vinir og daglegur sam- gangur milli heimilanna, enda stutt að fara. Nína var einstaklega glöð og geð- góð og afar framtakssöm sem barn og unglingur. Þeir eiginleikar entust henni til æviloka. Alltaf var gaman að hitta hana, stutt í hláturinn og eitthvað í bígerð. Við vinkonurnar nutum góðs af og vorum áreiðanlega ekki einar um það. Ættingjar hennar og afkomendur, að ógleymdu Seyð- firðingafélaginu, voru henni ofarlega í huga og sérhlífni var nokkuð sem Nína þekkti ekki til þegar eitthvað lá við. Um nokkurra ára skeið höfum við farið saman í sumarbústað nokkrar vinkonur þegar vetra tekur. Þar var jafnan glatt á hjalla og Nína hrókur alls fagnaðar. Þegar hún veiktist í haust var ferðinni frestað þar til hún yrði svo hress að hún treysti sér með. Nú hefur leiðir skilið en þó seg- ir mér svo hugur að hún verði ekki langt undan þegar við hinar leggjum í hann næst. Brosið hennar og hlát- urinn liggur í loftinu og minningin lifir með okkur. Allir sem þekktu Nínu munu harma ótímabæran dauða hennar en mestur er missir Trausta, Ingu Jónu og barnabarnanna. Ég sendi þeim mínar hlýjustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Nínu vinkonu minnar. Iðunn Steinsdóttir. NÍNA HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR Misskipt er mannanna láni. Doddi bróðir lést úr hjartabilun 19. nóvember sl. Hann átti ekki auð- velda ævi en hann var einhver sá mesti hrakfallabálkur sem við höf- ÞORGEIR GUÐJÓN JÓNSSON ✝ Þorgeir GuðjónJónsson fæddist á Seyðisfirði 26. júlí 1954. Hann lést á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 19. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar Þorgeirs eru Jón Kr. Pálsson útgerð- armaður, f. 21. októ- ber 1930, og Helga Þorgeirsdóttir hús- móðir, f. 19. apríl 1935. Systkini Þor- geirs eru Margrét, f. 25. júní 1952, Jónas Pétur og Páll Sigur- geir, f. 7. ágúst 1955, Kristján, f. 12. ágúst 1963, og Unnur, f. 12. nóvember 1966. Hinn 8. desember 2000 kvæntist Þorgeir Björgu Valdórsdóttur, f. 2. nóvember 1955. Þorgeir starfaði sem sjómaður og verkamaður meðan heilsan leyfði. Útför Þorgeirs fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju á morgun, mánudaginn 25. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 14. um kynnst. Þau slys og veikindi sem hann lenti í væru meira en nóg fyrir flesta að bera. Varð þetta allt til þess að vinnugeta hans skertist mikið. Síðustu ár gat hann lítið unnið en starfaði þó hjá út- gerð togarans Gullvers með pabba eftir því sem heilsan leyfði. Doddi hafði til margra ára afnot af litlum bát, Andra, sem hann hafði mjög gaman af að sigla og fékk upp frá því viðurnefnið Doddi skipstjóri hjá systkinabörnum sínum. Hann var einstaklega barngóður og hændust börnin að honum. Sjá má vænt- umþykju hans gagnvart börnum á myndum þeim sem prýða veggi heimilis hans. Honum varð sjálfum ekki barna auðið. Mesta hamingja Dodda var að kvænast æskuvin- konu sinni, henni Björgu, sem studdi hann dyggilega í veikindum hans. En þau nutu því miður ekki langra samvista. Við vottum Björgu og foreldrum okkar okkar dýpstu samúð. Minning hans mun lifa í hjörtum okkar. Kveðja. Systkinin. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Systir okkar, SIGRÍÐUR O. MARKAN STRACHAN, 62 Hannover Ave, South Meriden, lést á Westfield Care and Rehabilitation Center í Meriden, Bandaríkjunum, fimmtudag- inn 31. október sl. Jarðarförin fór fram í St. Joseph's Church í Meriden. Hrefna Markan, Guðrún Markan, Böðvar Markan. Við kynntumst Nínu haustið 1959 þegar við hófum nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Gott samband hefir haldist okk- ar í milli öll þessi ár og eigum við fjársjóð góðra minninga um sam- verustundir með góðri stúlku. Við drúpum höfði og þökkum fyrir allt. Hennar verður sárt saknað og vottum við Trausta, Ingu og barnabörnum okkar dýpstu sam- úð. Skólasystur í Laugalandsskóla. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.