Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Héðinn OlgeirJónsson fæddist í
Reykjavík 17. janúar
1929. Hann lést á
líknardeild Landspít-
ala á Landakoti 17.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Jón Bach
Jónasson frá Hrúts-
stöðum í Flóa, f.
23.10. 1874, d. 24.12.
1958, og Jónína Jóns-
dóttir frá Garði, f.
27.10. 1888, d. 30.1.
1960. Systkini Héðins
voru Olga Atlanta
Jónsdóttir, f. 13.8. 1908, d. 23.7.
1983, og Jón Marinó Jónsson, f.
29.3. 1911, d. 25.5. 1978.
Hinn 25. maí 1956 kvæntist
Héðinn Kristjönu Lilju Kristins-
dóttur frá Reykjavík, f. 1.10. 1929.
Foreldrar hennar voru Kristinn
Guðmundur Guðbjartsson frá
Sléttu í Aðalvík, f. 11.9. 1895, d.
16.5. 1958, og Salvör Gissurar-
dóttir frá Hvoli í Ölfusi, f. 25.5.
1905, d. 2.2. 1937. Börn Héðins og
Lilju eru: 1) Kristinn Guðbjartur,
f. 11.11. 1953, maki Ingveldur Ein-
arsdóttir, f. 11.11. 1961. 2) Salvör
Kristín, f. 9.1. 1957, maki Ingþór
Pétur Þorvaldsson, f. 6.1. 1960.
Börn Salvarar eru: Kristjana
Lilja, f. 28.11. 1976, maki Sabri
Einar, f. 4.9. 1975, barn þeirra er
Lilja Andrea, f. 29.3.
2002, Héðinn Grétar,
f. 14.6. 1979, sam-
býliskona Eva Dögg
Jóhannesdóttir, f.
14.3. 1980, Sara
Yvonne, f. 16.7.
1990. 3) Lilja Jónína,
f. 29.11. 1958, börn
Lilju eru: Olga Krist-
ín, f. 7.12. 1983, Egill
Axfjörð, f. 26.1.
1987, Atli Axfjörð, f.
9.4. 1988. 4) Sigrún
Eir, f. 6.10. 1967,
maki Karl-Johan
Brune, f. 29.3. 1967,
börn þeirra eru: Jón Ingvar, f. 4.4.
1989, og Mikael Uni, f. 10.5. 1996.
Héðinn sleit barnsskónum í
Vesturbænum, var í Landakots-
skóla og tók gagnfræðapróf í Ingi-
marsskóla. Síðan lá leið hans í Iðn-
skólann í Reykjavík þar sem hann
lauk prófi sem húsamálari sem
hann vann við í nokkur ár. Í fram-
haldi af því fór hann til Bandaríkj-
anna þar sem hann lærði bílamál-
un sem hann vann við mesta hluta
sinnar starfsævi. Héðinn var
veiðiáhugamaður mikill og vann á
sumrin frá 1974–1983 sem leið-
sögumaður í Laxá í Dölum.
Útför Héðins fer fram frá Graf-
arvogskirkju á morgun, mánu-
daginn 25. nóvember, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi minn. Ég kveð þig með
miklum trega.
Hér er svo dapurt inni,
ó, elsku pabbi minn,
ég kem að kistu þinni
og kveð þig í hinsta sinn.
Mér falla tár af trega
en treginn ljúfsár er –
svo undur innilega
þau einmitt fróa mér.
Ég þakka fræðslu þína
um það, sem dugar best,
er hjálpráð heimsins dvína
og huggað getur mest.
Þú gekkst með Guði einum
og Guði vannst þitt starf,
hið sama af huga hreinum
ég hljóta vil í arf.
Nú ertu farinn frá mér,
en föðurráðin þín,
þau eru ávallt hjá mér
og óma blítt til mín:
Guðs orðum áttu að trúa
og ávallt hlýða þeim,
það mun þér blessun búa
og ber þig öruggt heim.
(B.J.)
Megi Guð veita okkur öllum styrk á
þessari erfiðu stund.
Með sárum söknuði.
Þín pabbastelpa
Sigrún Eir.
Þegar minn undurkæri faðir svo
sem hann var mér alla tíð er kvaddur
sækja að huganum ótal dýrmætar
minningar.
Mér var það ætíð ljóst hve honum
þótti vænt um mig og bar fyrir mér
mikla umhyggju allt frá bernskuárum
til hins síðasta.
Það fannst best á þeirri einstöku
hlýju og skilningi sem hann ávallt
auðsýndi mér.
Hann var skapríkur maður en jafn-
framt tilfinninganæmur og þegar
honum þótti ég þver gerði hann að því
góðlátlegt grín, enda var hann fund-
vís á það skoplega í tilverunni, eigandi
svo létta lund.
Hann var mikill og góður verkmað-
ur að hverju sem hann gekk.
Hann var lærður húsamálari og fór
svo til Bandaríkjanna og lærði þar
bílamálun og stundaði svo hvort
tveggja af alúð og mikilli vandvirkni,
allt þar til hann fékk heilablóðfall, að-
eins 54ra ára að aldri.
Eftir það vann hann þó eins og get-
an frekast leyfði, því nægur var
starfsviljinn.
Það var honum mikið lífslán að
komast í kynni við tölvuna og alla þá
möguleika sem hún gefur. Við tölv-
urnar sínar átti hann góðar stundir
allt til hins síðasta en ég hygg að hann
hafi átt einar fjórar tölvur. Þetta gaf
honum afar mikið.
Þakklátum huga er hann kvaddur,
einlægar þakkir fyrir óteljandi góðar
stundir sem ég átti með honum, hjart-
ans þakkir fyrir alla elsku í minn garð
ævinlega. Blessuð sé hans kæra
minning.
Kristinn Guðmundsson.
Kvaddur er í dag hinstu kveðju
kær tengdafaðir minn. Fyrstu kynni
mín af honum eru frá árinu 1989 er
hann og tengdamamma komu út til
Noregs að „sækja“ dóttur sína, konu
mína, og æ síðan var hið besta sam-
band milli okkar, því hann var góður
tengdafaðir og umhyggjusamur um
hag fjölskyldu minnar. Gjarnan var
slegið á létta strengi okkar á milli,
enda var húmorinn í lagi hjá honum
alla tíð.
Veiðiáhugi hans var mikill enda var
hann um árabil leiðsögumaður veiði-
manna á sumrin við Laxá í Dölum.
Það var aldeilis gaman að því, þegar
hann dró fram ljósmyndaalbúmin sín
og sýndi okkur myndir af öllu fræga
fólkinu sem hann hafði haft góð kynni
af.
Og ekki má gleyma kynnum hans
af tölvutækninni sem sannarlega voru
honum dýrmæt og gefandi.
En kærastur er hann mér fyrir alla
þá aðstoð og ástúð sem hann sýndi
okkur hjónunum og börnum okkar og
hversu duglegur hann var að gæta
þeirra á árum áður. Við hjónin bjugg-
um reyndar hjá þeim tengdamömmu
fyrsta árið og sú sambúð var alltaf
eins og best varð á kosið.
Hann tengdapabbi varð fyrir þung-
bæru áfalli á besta aldri, en hann hélt
lífsgleði sinni og léttu skapi alla tíð.
Ég flyt honum einlægar þakkir fyr-
ir samfylgdina og allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman. Honum
fylgir hin hlýjasta þökk fyrir allt sem
hann var mér og mínum. Blessuð sé
mæt minning hans.
Karl-Johan Brune.
Elsku afi. Við kveðjum þig og eig-
um eftir að sakna þín svo sárt, en við
vitum að þú hefur það miklu betra
núna, því þú varst orðinn svo mikið
veikur, en núna ertu engill sem vakir
yfir okkur og passar okkur. Þið amma
voruð svo dugleg að passa okkur allt-
af og alltaf fengum við paló brjóstsyk-
ur, póló eða suðursúkkulaði hjá ykk-
ur. Geymum við þessar minningar
ásamt mörgum öðrum í hjarta okkar
alla tíð.
Afi, viltu hlusta
á lítið kveðjuljóð
frá litla drengnum þínum.
Þó héðan burt þú haldir
á himins bjarta slóð,
í huga býrðu mínum.
Og skal ég biðja frelsarann
ljúfa að leiða þig
til landsins, hinum megin.
Hann börnin litlu elskar
og bænheyrir því mig.
Hann besta ratar veginn.
Þó klökk sé kveðjustundin
og sorgarnóttin svört
og söltum tárum grátið,
á lífsins fagra landi
vor bíður framtíð björt,
því blítt nú huggast látið.
(G. Ólafsson.)
Guð geymi þig, elsku afi.
Jón Ingvar og Mikael Uni.
Elsku afi. Það var mjög gaman að
þekkja þig og það sakna þín allir, og
við vitum að þú ert núna á betri stað
þar sem þér líður vel og ert hjá fjöl-
skyldunni þinni. Við eigum alltaf eftir
að muna eftir hvað þú varst góður við
okkur öll og húmorinn þinn var bráð-
smitandi. Alltaf varstu frábær við
okkur og svo var líka sérstaklega
gaman að horfa á sjónvarpið hjá þér
því að þú varst svo duglegur að lauma
að manni brjóstsykri. Við vitum líka
að þú vakir yfir okkur og passar að
allt sé í lagi hjá okkur. Svo var líka
sérstök stemmning hjá þér á morgn-
ana þegar maður vaknaði og fór inn í
eldhús og kom þar að þér að lesa dag-
blöð. Það var líka gaman þegar maður
kom í heimsókn og þú fannst alltaf
eitthvað til þess að spjalla um, hvort
sem það voru veiðiferðir með Neil
Armstrong eða það nýjasta í tölvuiðn-
aðinum, og síðan flest annað milli
himins og jarðar.
Mikið hefði samt verið gaman ef þú
og litla barnið hefðuð fengið að hittast
en við vitum að þú átt eftir að líta nið-
ur til okkar og kíkja á hana þegar hún
fæðist.
Við trúum því að við eigum eftir að
hitta þig aftur, elsku afi, en þangað til
langar okkur að kveðja þig með þess-
um orðum;
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(V. Briem.)
Við elskum þig og söknum þín mik-
ið.
Þín barnabörn
Olga, Egill og Atli.
Elsku afi. Mikið þykir okkur leitt,
að geta ekki verið viðstödd útför þína,
til þess að kveðja þig í hinsta sinn. En
við erum á Íslandi í huganum og fylgj-
um þér. Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir okkur og verið okkur. Megi
Guð geyma þig og vaka yfir þér.
Hinstu kveðjur.
Kristjana, Sabri og Lilja Andrea.
Nú er elsku afi minn dáinn, og ég á
eftir að sakna hans mikið. Þótt ég hafi
búið í Noregi mestan hluta af lífi mínu
á ég samt margar minningar um þig
sem ég mun alltaf geyma í hjarta
mínu. Ég veit að þér líður vel núna og
ert orðinn engill hjá Guði. Mig langar
svo að skrifa minningargrein um þig
en ég kann það ekki, svo að ég ætla í
staðinn að kveðja þig með fallegu ljóði
sem ég sá:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég elska þig, afi.
Kveðja.
Sara-Yvonne.
HÉÐINN
JÓNSSON
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR SIGURGEIRSSONAR
húsasmíðameistara,
Hverfisgötu 42,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans Kópavogi og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins.
Guð blessi ykkur öll.
Jenný Karla Jensdóttir,
Elísabet Sigurðardóttir, Guðjón Guðmundsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Gunnar Baldursson,
Jenný Rut Sigurgeirsdóttir, Stein Simonsen,
Sigurður Guðjónsson,
Guðrún Kamilla Sigurðardóttir,
Selma Jónsdóttir,
Magnús Jónsson.
Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð
og vinarþel við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR Þ. SIGURÐSSONAR,
Hjöllum 15,
Patreksfirði.
Hrönn Vagnsdóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Skúli Berg,
Sigurður Pétur Guðmundsson, María Petrína Berg,
Margrét Guðmundsdóttir, Vignir Bjarni Guðmundsson,
Þorbjörn Guðmundsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr-
ar frænku okkar og uppeldissystur,
GUÐRÚNAR MARGRÉTAR ÁRNADÓTTUR,
Seljahlíð,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á
hjúkrunarheimilinu í Seljahlíð fyrir góða
umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Örn Árnason,
Ásta Árnadóttir,
Sigrún Árnadóttir,
Sigríður Árnadóttir.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS SIGURÐSSONAR
fyrrverandi kaupmanns í Straumnesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu í
Skógarbæ fyrir góða umönnun.
Kristín Sigtryggsdóttir,
Sigtryggur Jónsson, Lína Margrét Þórðardóttir,
Sigurður Jónsson, Jófríður Halldórsdóttir,
Áslaug Jónsdóttir, Róbert Melax,
Ágústa Jónsdóttir, Helgi Baldvinsson,
Steingrímur Jónsson, Ásta Davíðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginkona mín, móðir mín og amma
okkar,
NÍNA HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
frá Seyðisfirði,
Sævangi 24,
Hafnarfirði,
sem lést föstudaginn 15. nóvember sl., verður
jarðsungin frá Víðistaðakirkju á morgun, mánu-
daginn 25. nóvember, kl.13.30.
Trausti Hólm Jónasson,
Inga Jóna Traustadóttir,
Trausti Rúnar Egilsson,
Sigurður Benedikt Egilsson,
Berglind Ósk.