Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 45

Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 45 Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Svínafelli, Nesjum, Hornafirði, andaðist í Skjólgarði, Höfn, Hornafirði, fimmtu- daginn 21. nóvember. Börn og tengdabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SALBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Eir. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Eir, 2N, fyrir hlýhug og góða umönnun. Sigríður M. Markúsdóttir, Hjörtur Gunnarsson, Jón Markússon, Sigurbjörg Pétursdóttir, barnabörn og langömmubörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, VÖKU SIGURJÓNSDÓTTUR. Bergþór Sigurðsson, Anna Eiríksdóttir, Jóhanna Eiríksdóttir, Jón Wendel og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÉÐINN OLGEIR JÓNSSON málarameistari, Barðastöðum 9, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 17. nóvember, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Kristjana Lilja Kristinsdóttir, Kristinn G. Guðmundsson, Ingveldur Einarsdóttir, Salvör Kristín Héðinsdóttir, Ingþór Pétur Þorvaldsson, Lilja Jónína Héðinsdóttir, Sigrún Eir Héðinsdóttir, Karl-Johan Brune, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GYÐA ÓLAFSDÓTTIR, Fellsmúla 9, er látin. Útförin auglýst síðar. Halldór Kjartansson, Guðrún Ólafsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Jón Sveinlaugsson, Nanna Pétursdóttir, Gyða Jónsdóttir. GUNNAR ÁRNASON búfræðikandidat, Grundarstíg 8, Reykjavík, lést að morgni sunnudagsins 17. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 27. nóvember kl. 15.00. Fjölskylda hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI HÉÐINN TYRFINGSSON, Réttarholti 12, Selfossi, lést á Landspítala við Hringbraut föstudaginn 15. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega láti minningarsjóð Landspítala njóta þess. Sigurlaug Alfreðsdóttir, Gunnar Emil Árnason, Sigríður Hulda Tómasdóttir, Alfreð Árnason, Árný Erla Bjarnadóttir, Grétar Ingi Árnason og barnabörn. ✝ Árni HéðinnTyrfingsson fæddist í Lækjartúni í Ásahreppi 16. októ- ber 1934. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala við Hringbraut 15. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Margrét Jóns- dóttir, f. 7. október 1901, d. 7. mars 1978, og Tyrfingur Tyrf- ingsson, f. 12. nóvem- ber 1901, d. 28. júní 1961. Þau voru bú- endur í Lækjartúni. Systkini Árna voru Guðbjörg, f. 1928, Tyrfingur, f. 1929, Júlíana, f. 1930, Guð- munda, f. 1932, Guðmundur, f. 1933, Sæbjörg, f. 1936, Fjóla, f. 1938, Sveinn, f. 1941, og Guðrún, f. 1943. Þau eru öll á lífi. Hinn 25. desember 1960 kvænt- ist Árni eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurlaugu Alfreðsdóttur, f. 11. febrúar 1938. Foreldrar henn- ar voru Margrét Þórðardóttir hús- freyja og Alfreð Rasmussen skó- smíðameistari í Reykjavík. Börn þeirra Árna og Sigurlaugar eru: 1) Gunnar Emil veghefilsstjóri, f. 3. júní 1962, maki Sigríður Hulda Tómasdóttir, og eiga þau þrjú börn. 2) Alfreð, vélvirki, f. 28. maí 1964, maki Árný Erla Bjarnadóttir, og eiga þau tvær dætur, en Alfreð átti eina dóttur áður. 3) Grét- ar Ingi, rútubílstjóri og viðgerðamaður, f. 2. desember 1971, ókvæntur. Árni fór ungur að árum að heiman, vann um árabil hjá Sölunefnd varnar- liðseigna á Keflavík- urflugvelli, var með- eigandi í malarnámi á Suðurnesjum og vann við það um tíma, en flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Keflavík á Selfoss árið 1972. Þar hóf hann störf á bílkrana og við vörubílak- astur hjá Árna Sigursteinssyni, en síðustu 30 árin var hann starfs- maður hjá Selfosshreppi og síðar hjá Selfossbæ og Árborg, vann þar lengst af á vélaverkstæði. Síðustu þrjú árin sá hann um Gámastöðina í Hrísmýri á Selfossi. Þar vann hann uns hann veiktist sl. sumar af þeim sjúkdómi er leiddi hann til dauða. Þá var hann varðstjóri í slökkviliði Selfoss og síðar Bruna- varna Árnessýslu frá árinu 1976 til 1999. Útför Árna fór fram í kyrrþey að hans ósk. Elsku pabbi, við bræður kveðjum þig nú hinstu kveðju með góðar minningar í hjarta. Allt of snemma fellur þú frá, svo snöggt að engan gat órað fyrir. Við höfum margs að minnast, sem of langt væri að telja upp hér, en sér- staklega viljum við nefna hve boðinn og búinn þú varst alltaf til að styðja við bakið á okkur, sama hvort var í leik eða starfi. Sérstaklega varst þú alltaf mjög áhugasamur um okkar störf á hverjum og einum tíma, og hefðum við orðið í vandræðum með marga hluti ef þinnar tilsagnar hefði ekki notið við. Eins og gengur höfð- um við ekki alltaf sömu skoðanir á hlutunum. Út frá því gátu spunnist ansi fjörugar umræður og oftar en ekki urðum við bræður að játa okkur sigraða. Okkur á eftir að bregða við að geta ekki hringt eða farið til pabba ef okkur vantar hjálp. Í mörg ár, á haustin í kringum af- mælisdaginn þinn, fórum við fjöl- skyldan í sumarbústaðaferð. Ferðir þessar voru hin besta skemmtun, sérstaklega eftir að Alfreð og Árný komu heim frá Svíþjóð og fjölskyldan var öll saman. Þá varst það þú sem varst gjör- samlega óþreytandi að leika við barnabörnin, og þótt þú værir þreytt- ur var aldrei neitt til sem heitir: Æ, ég nenni því ekki. Og alltaf varst þú fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á öllu mögulegu og ómögulegu. Hver veit nema við höldum þessum sið áfram til minningar um þig, elsku pabbi. Gott er þó að við skyldum öll geta verið hjá þér þegar yfir lauk, mamma, við bræður, Árný og Hulda og Guðrún systir þín. Guð geymi þig, elsku pabbi. Þínir synir Gunnar, Alfreð og Grétar. Það mun hafa verið árið 1964 sem ég kynntist Árna Tyrfingssyni. Við unnum þá báðir á Keflavíkurflugvelli, hann hjá Sölunefnd varnarliðseigna en ég hjá Sameinuðum verktökum. Við hittumst af og til, yfirleitt þegar ég gerði mér ferð á vinnustað hans og Tyrfings bróður hans hjá sölunefnd- inni. Mér þótti notalegt að kynnast þeim bræðrum, því einsýnt var að þar fóru heiðursmenn. Þegar ég hætti að vinna á Kefla- víkurflugvelli slitnuðu tengslin, en hófust að nýju þegar Hulda dóttir mín og Gunnar sonur þeirra Árna og Sigurlaugar fóru að stinga saman nefjum árið 1981 og hófu fljótlega sambúð. Heimili þeirra Árna og Sig- urlaugar bar ótvírætt vitni snyrti- mennsku, sem var svo ríkt í fari þeirra hjóna. Það mátti líka sjá á vinnustað Árna, Gámastöðinni, þar var alltaf einstaklega vel gengið um og hann var þar strangur húsbóndi yfir þeim sem komu með úrgangs- efni. Helstu áhugamál hans voru vel- ferð fjölskyldunnar, og naut hann þar dyggs stuðnings Sigurlaugar. Þá hafa þau haft sérstaka ánægju af garðrækt, og ber garðurinn við hús þeirra þess fagurt merki. Þá eignað- ist Árni húsbíl fyrir allmörgum árum og á hverju sumri fóru þau í ferðalög vítt og breitt um landið, auk þess að þau fóru oft til útlanda, sérstaklega á meðan Alfreð sonur þeirra bjó í 12 ár í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni. Þá heimsótu þau Alfreð nær því árlega og ferðuðust þá víðar um. Segja má að tengsl okkar Árna hafi orðið enn nánari á sl. vori þegar við stofnuðum fyrirtæki með Gunnari syni hans um rekstur veghefils. Árni var þá við góða heilsu, og grunaði okkur ekki að lífsklukka hans væri senn útgengin. En enginn má sköp- um renna. Það var í júlí í sumar sem hann veiktist og í fyrstu var ekki ljóst hversu alvarleg þau veikindi voru. Það er ótrúlega skammur tími frá því að vitað var hvert stefndi. Ég og fjölskylda mín sendum Sig- urlaugu og sonum hennar og fjöl- skyldum samúðarkveðjur, minning um góðan og ljúfan mann mun fylgja okkur öllum. Tómas Jónsson. Mig langar með örfáum orðum að minnast frænda míns, hans Árna H. Tyrfingssonar. Kæri frændi, nú er stuttri en erf- iðri baráttu við illvígan sjúkdóm lok- ið. Þegar ég hitti þig í síðasta skipti og við sátum inni í stofu heima hjá þér, vissi ég eiginlega ekki hvað ég átti að segja, það var svo erfitt að horfa á þig svona lasburða og geta ekkert gert til að þér liði betur. Við ræddum um góðu stundirnar í leik og starfi sem voru fjölmargar, mér fannst eins og þú værir búinn að sætta þig við örlögin er þú sagðir mér að þú hefðir allt eins getað lent fyrir bíl eins og fengið þennan sjúkdóm. Þessi orð lýsa þér vel, því þú reyndir alltaf að sjá það góða við alla hluti og tókst á málunum af mikilli festu og áræði, viljinn til að skila góðu verki var alltaf í hávegum hafður. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég var orðinn hálfgerður heimalningur í Réttar- holtinu. Það hefur alla tíð verið mikill samgangur milli fjölskyldna okkar og erum við Grétar búnir að vera fé- lagar og vinir frá því við munum eftir okkur og erum heldur betur búnir að bralla ýmislegt með þér. Þú varst varðstjóri í slökkviliðinu í rúm tutt- ugu ár hér á Selfossi. Þegar við Grét- ar vorum tólf ára gamlir fórum við oft til þín austur í áhaldahús, þar sem þú starfaðir dags daglega. Alltaf varstu til í að láta okkur gera eitthvað skemmtilegt, s.s. rafsjóða og láta okkur hjálpa þér að gera við hinar ýmsu vélar. Þetta þróaðist þannig að flesta daga eftir skóla vorum við komnir til þín í vinnuna, og oftar en ekki biðu okkar krefjandi verkefni og þá aðallega fyrir slökkviliðið. Þú hannaðir og smíðaðir fjölmörg tæki og tól fyrir slökkviliðið sem eru í fullu gagni í dag, þú varst einstaklega út- sjónarsamur og yfirvegaður á bruna- eða slysavettvangi og varst eins og klettur við hlið okkar stákanna, við vissum að við gátum alltaf leitað til þín eftir erfið útköll ef okkur leið ekki vel, þú varst svo sannarlega traustur maður. Þú ert mér afar kær, frændi minn, ég gleymi þér aldrei. Elsku Sísí, Gunnar, Alfreð, Grétar og fjöl- skyldur, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg, minning um góðan dreng lifir. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Kær kveðja. Kristján Ingi Vignisson. ÁRNI HÉÐINN TYRFINGSSON  Fleiri minningargreinar um Árna Héðinn Tyrfingsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálk- sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.