Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 51
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. Dd2 b5 6. Bd3 a6 7. h3 Rbd7 8. Rf3 e5 9. dxe5 dxe5 10. O-O Bg7 11. a4 Bb7 12. Re2 O-O 13. Rg3 De7 14. c4 b4 15. c5 a5 16. Hac1 Hfd8 17. De2 Re8 18. Bc4 h6 19. Hfd1 Rf8 20. Hxd8 Hxd8 21. Rf1 Re6 22. R1d2 Bc8 23. Rb3 Dc7 24. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Rfd2 Rf4 25. Bxf4 exf4 26. Rf3 Bf8 27. e5 Rg7 28. De4 Re6 29. Rfd4 Bg7 30. He1 Kh7 31. Dxc6 Bxe5 32. Dxc7 Bxc7 33. Rb5 Kg7 34. Bxe6 Bxe6 Staðan kom upp á Ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Bled. Hann- es Hlífar Stefánsson (2566) hafði hvítt gegn Zenon Ocampos Franco (2504). 35. Hxe6! fxe6 36. Rxc7 Kf6 37. Rb5 Hd1+ 38. Kh2 Ke7 39. c6 og svartur gafst upp. Ís- landsmótið í Netskák og tíunda og síðasta bik- armót Halló! hefst kl. 20.00 á ICC skákþjóninum. Tafl- félagið Hellir stendur fyrir viðburðinum en fyrir loka- mótið í bikarsyrpunni er Björn Þorfinnsson efstur og í humátt á eftir koma Snorri G. Bergsson, Arnar E. Gunnarsson og Rúnar Sigurpálsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 51 DAGBÓK Töskur og belti Bankastræti 11 • sími 551 3930 Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 29. nóvember og laugardaginn 30. nóvember í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Lagersala Antik-hússins er opin alla daga frá kl. 14.00-18.00 í Suðurhrauni 12, Garðabæ. Borðstofuhúsgögn, bókaskápar, skrifborð og skrautmunir. 400 fm á 22 millj. mjög vel staðsett, til sölu eða leigu. Mjög gott lagerhúsnæði - verslunaraðstaða, skrifstofur. Laust strax. Uppl. í síma 898 8577 og 551 7678 Erum komnar aftur til starfa Bjóðum gamla og nýja viðskiptavini velkomna. HÁRSAGA sími 552 1690 Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. SUÐUR verður sagnhafi í fjórum hjörtum eftir 15–17 punkta grandopnun austurs: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁK63 ♥ D10 ♦ D87543 ♣G Suður ♠ 9 ♥ K98432 ♦ ÁK109 ♣85 Vestur Norður Austur Suður – – 1 grand 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil vesturs er tígul- tvistur. Hvernig er best að spila? Tígultvisturinn er blankur og ekkert getur komið í veg fyrir að vestur fái þar stungu. En það er í lagi ef vörnin fær ekki á hjartagosann líka. Best er að taka strax ÁK í spaða og henda laufi heima. Spila svo hjartatíu úr borði og fara upp með kónginn ef austur dúkkar: Norður ♠ ÁK63 ♥ D10 ♦ D87543 ♣G Vestur Austur ♠ G842 ♠ D1075 ♥ G5 ♥ Á76 ♦ 2 ♦ G7 ♣1096432 ♣ÁKD7 Suður ♠ 9 ♥ K98432 ♦ ÁK109 ♣85 Þetta er ekki flókið spil, en það er þó tvennt sem þarf að varast. Vestur getur hæg- lega átt hjartagosann (það er rúm fyrir 3 punkta á hans hendi) og því er óráðlegt að hleypa hjartatíunni. Vörnin á samgang í laufi og vestur fengi þá líka stungu. Hitt at- riðið er að taka strax ÁK í spaða, en það er nauðsynlegt ef austur er með ÁGx í trompi. Ef það er ekki gert strax, gæti austur farið upp með ásinn, gefið makker stungu og síðan yrði blindur neyddur til að trompa lauf með drottningunni. Og þá verður gosinn slagur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert kraftmikill og vak- andi fyrir því sem er að ger- ast í kring um þig. Þú ert góður vinur og sterkur óvin- ur. Ákvarðanir þínar á næsta ári munu hafa áhrif á stefnu þína á komandi árum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú munt hitta fólk sem hefur sömu áhugamál og þú. Njóttu þess að ræða málin og freista þess að fá botn í hlutina. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu ekki hugfallast þótt allt virðist ganga á afturfótunum þessa dagana. Ef þú ert bjartsýnn og gefst ekki upp muntu ná takmarki þínu þótt síðar verði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver verður á vegi þínum sem mun hafa mikil áhrif á líf þitt. Vertu því opinn og óhræddur við að takast á við nýja og spennandi hluti. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver misskilningur er í gangi milli þín og vinar þíns. Þið ættuð að gefa ykkur tíma til að ræða málin og leiðrétta þau. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vertu viðbúinn því að þurfa að gefa eftir í ákveðnu máli til að forðast illindi. Það mun verða þér til framdráttar þeg- ar frá líður. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Eitthvað verður til þess að trufla þitt daglega mynstur. Ef þú lætur það ekki setja þig út af laginu getur það orðið þér til góðs. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt þú sért sáttur við lífið og tilveruna ættirðu engu að síð- ur að vera vakandi fyrir nýj- um tækifærum sem geta auk- ið reynslu þína. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú ert eitthvað ósáttur við þann félagsskap sem þú ert í skaltu muna að þú valdir hann sjálfur. Gerðu svo upp við þig hvort þú viljir halda í hann. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gefðu þér tíma til að vera einn með sjálfum þér og rækta þinn innri mann. Það mun búa þig undir þau verk- efni sem bíða þín. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er ákveðinn léttir þegar búið er að taka ákvörðun. Vertu sáttur við sjálfan þig og haltu glaður fram á veginn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hugdirfska þín leiðir þig í mikil ævintýr. Gefðu þér tíma til að festa þau á blað til að aðrir geti notið þeirra með þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú leggur þig allan fram um að aðstoða þá sem minna mega sín. Gættu þess bara að enginn notfæri sér góð- mennsku þína. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla BRÚÐ- KAUP. Gef- in voru sam- an 28. september hjá fótget- anum í Krist- iansand, Noregi, þau Charlotte V. Benneche og Þorsteinn Jörundsson. Ljósmynd/Olvid M. Bakken BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí sl. í Våler kirke, Østfold í Noregi, þau Snorri Sveinsson og Trine Brustad Gregersen. Heimili þeirra er í Osló, Noregi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. ágúst sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Jakobi Á. Hjálmarssyni þau Gunn- hildur Harðardóttir og Mladen Hosi. Heimili þeirra er í London. LJÓÐABROT VOGAR Ég heyri stórsjóinn stynja af ekka og standa á önd milli djúpra soga. Um grunnið hver hrönn er hrapandi brekka við hyldjúp gljúfur og skörð. Grjótfjörur bergmálsins dunur drekka og draga seiminn lengst fram í voga, – þar blindskerin standa í boga sem borgarvígi – og halda vörð. Hve minningasvipirnir yngjast með árum. Oft sé ég nú mínar fjallbröttu hlíðir og teigana efstu með ársgömlum skárum og einstöku runnatré. – En heiðin er sjór með bjargföstum bárum og brimgarð af fönn yfir allar tíðir. Ó, harðgerði háfjallavíðir, við hjarta mitt innst þú grerir í hlé. – – – Einar Benediktsson         MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Þetta er allt þér að kenna! Á ferðaskrif- stofunni baðst þú um ferð sem lengst frá öllu heila klabbinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.