Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 54

Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu föst 29. nóv, kl. 20, laus sæti, lau 7. des kl. 20 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur sun 24. nóv, uppselt, þri 26. nóv, uppselt,mið 27. nóv, uppselt, sun 1. des, uppselt, mið 4. des, nokkur sæti, fim 5. des, nokkur sæti, föst 6. des, nokkur sæti mið 11. des, Félagsheimilinu Klifi, ÓLAFSVÍK, föst 13. des, LOKASÝNING FYRIR JÓL. Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 Refsinornir Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Tónleikar í gulu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 28. nóvember kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Philippe Entremont Einleikari: Philippe Entremont Ludwig van Beethoven: Prometheus, forleikur Ludwig van Beethoven: Píanókonsert nr. 4 Richard Strauss: Der Bürger als Edelman Hinn frábæri franski tónlistarmaður Philippe Entremont snýr aftur eftir vel heppnaða tónleika á síðasta starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar. Fjórði píanókonsert Beethovens er einstakt verk, þar sem m.a. má heyra Orfeif temja refsinornirnar, ef marka má Liszt. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su 1/12 kl. 20, Fö 6/12 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Í dag kl 14, Su 1/12 kl 14, Lau 7/12 kl 20 ATH: Kvöldsýning MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 29. nóv kl 20 - AUKASÝNING Fi 5. des kl 20 - AUKASÝNING KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 30/11 kl 20 SÍÐASTA SÝNING Nýja sviðið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Fö 29/11 kl 20 PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler fi 28/11 kl. 20, RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT ÍÍ kvöld kl 20 Fi 28/11 kl 20 Lau 30/11 kl 16:30 ATH: Breyttan sýningartíma JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 29/11 kl 20, Lau 30/11 kl 20 SÓL & MÁNI Nýr íslenskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR TILBOÐSVERÐ KR. 2.800 GILDIR TIL JÓLA Frumsýning 11. janúar 8. sýn. sun 24. nóv. kl. 14 örfá sæti 9. sýn. sun. 1. des. kl. 14 örfá sæti 10. sýn. lau. 7. des. kl. 14. laus sæti JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur Fim. 28. nóv. kl. 10 uppselt Fös. 29. nóv. kl. 10.30 uppselt Lau. 30. nóv. kl. 13 og 16 uppselt Sun. 1. des. kl. 14. nokkur sæti Mið. 4. des. kl. 10 og 13.30 uppselt Fim. 5. des. kl. 10.30 uppselt Fös. 6. des. kl. 10. uppselt Lau. 7. des kl. 13 og 15.15 uppselt Sun. 8. des. kl. 14. laus sæti HVAR ER STEKKJARSTAUR? eftir Pétur Eggerz Sun. 1. des kl. 16 laus sæti Þri. 3. des. kl. 10 og 14 uppselt Fim. 5. des. kl. 14 uppselt Mið. 11. des. kl. 10 uppselt Miðaverð kr. 1.100. Netfang: ml@islandia.is ww.islandia.is/ml Fimmtud. 28. nóv. kl. 20.00 TÍBRÁ: Söngvar þögullar þjóðar Ungur finnskur tenór, Niall Chorell, og íslenskur bariton, Ágúst Ólafsson, ásamt margverð- launuðum píanó- leikara frá Rússlandi, Kiril Kozlovski flytja finnska tónlist eftir Sibelius, Merikanto, Kilpinen o.fl. Miðaverð kr. 1.500/1.200. Laugardagur 30. nóv. kl. 16 TÍBRÁ: Jólabarokk - útgáfutónl. Og þá var kátt í höllinni. Camilla Söderberg, Martial Nardeau, Guðrún S. Birgisdóttir, Peter Tompkins, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Snorri Örn Snorrason og Elín Guðmundsdóttir leika franska dans- og skemmtitónlist frá tímum Versalakonunganna. Miðaverð kr. 1.500/1.200. Sunnudagur 1. des. kl. 16 TÍBRÁ: Jórunn Viðar 1. desember ár hvert er helgaður söngvum eftir eitt íslenskt tónskáld í TÍBRÁ, tónleikaröð Salarins. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Lovísa Fjeldsted, Skólakór Kársness undir stjórn Þórunn- ar Björnsdóttur og Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar o.fl. flytja tónlist eftir Jórunni Viðar. Miðaverð kr. 1.500/1.200. Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Fös. 29/11 kl. 21 Uppselt Lau. 30/11 kl. 21 Nokkur sæti Fim. 5/12 kl. 21 Nokkur sæti Fös. 6/12 kl. 21 50. sýning - Uppselt Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti Munið gjafakortin Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Veisla í Vesturporti! ..ef ykkur langar til að eiga stund þar sem þið getið velst um af hlátri, ekki missa af þessari leiksýn- ingu... (SA, Mbl.) sun. 1. des. kl. 21.00 fös. 6. des. kl. 21.00 Örfáar sýningar eftir Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 loftkastalinn@simnet.is www.senan.is „VAKNAÐ í Brussel er fyrsta blogg- bókin, fyrsta brettabókin, fyrsta hiphop-bókin og fyrsta tekknó- bókin,“ segir útgefandi m.a. um fyrstu bók Elísbetar Ólafsdóttur. Bókin atarna hefur vakið sterk við- brögð; þeir sem íhaldssamir eru út- húða verkinu fyrir frjálslegt tungu- tak og óheflað á meðan aðrir, oftast póstmódernískt þenkjandi ung- fræðimenn, halda vart vatni yfir þessum „nýja“ stíl. Bara skemmtileg bók Beta sjálf lætur sér hins vegar fátt um finnast. „Ég var búin að geyma þessa hug- mynd hjá mér í nokkur ár – án þess að vita af því,“ segir Beta. „Þessi bók er byggð á rafbréfum sem ég sendi frá mér meðan ég bjó í Brussel. Einhverra hluta vegna hafði ég geymt þessa pósta og sett á diskettu. Þetta voru svona almennar fréttir og djammsögur. Síðan var ég í vorhreingerningu og rakst á disk- ettuna góðu. Ég hafði þá samband við Eddu – miðlun og sagðist vera með beinagrind að bók í mínum fór- um. Þau hvöttu mig til að byrja, bolt- inn fór að rúlla og nú er komin bók.“ Beta segir að bókin hafi verið auð- skrifuð, hún hafi byrjað á henni 1. júní og klárað hana áður en háskól- inn byrjaði, en Beta nemur nú bók- menntafræði við Háskóla Íslands. „Það erfiðasta var að þurfa að skrifa síðustu fimm kaflana alger- lega upp á nýtt því daginn sem ég skilaði þeim hrundi tölvukerfið hjá Eddu og öll vinnan glataðist.“ Elísabet tekur fjaðrafokinu, sem hefur verið í kringum bókina, fálega en hún hefur verið kölluð fulltrúi nýrrar kynslóðar, hún komi úr röð- um ungra almúgapenna sem hafa verið að ryðjast fram á ritvöll Nets- ins í sístækkandi magni, þar sem lít- ið er skeytt um reglur hins ritaða mál. „Kannski er þetta ekkert nýtt. Þetta er bara skemmtileg bók,“ vill Beta meina. „Það sem kann að vera nýtt er að þetta er talmál í bókinni. Hún er skrifuð á íslensku, ensku, frönsku, franskri ensku og svo bý ég líka til ný orð. Ég æddi bara áfram og það var lítið sem var lagfært af Forlaginu. Ég var mjög hissa með það en eftir á að hyggja mjög ánægð.“ Blogg-menningin frábær Vaknað í Brussel er mjög dæg- urtónlistartengd og eru tilvísanir í textabrot með Beach Boys, Björk og Jacques Brel tíð. „Stelpan í bókinni er alltaf syngj- andi,“ segir Beta. „Og það poppa upp textabrot í hausnum á henni daginn út og daginn inn. Ég læt þannig fylgja með í endann „sánd- trakk“ þar sem er listi yfir laganöfn, plötur og flytjendur. Lesendur geta þá kannað þetta betur ef þeir hafa áhuga á því.“ Eins og áður segir hefur hin svo- kallaða blogg-menning verið í örum vexti undanfarið. Fólk sem áður fyrr hefði skrifað í dagbækur opinberar sig nú öllum á netheimum á eigin heimasíðum og blogg-setrum. „Mér finnst blogg-menningin frá- bær,“ segir Beta sem rekur á blogg- síðu á www.betarokk.blogspot.com. „Ég held að margir sem lesa síð- una mína t.d. hugsi: „Hei, ég get al- veg gert þetta!“ Og það er alveg stórkostlegt, þarna eru kannski að fæðast hundruð rithöfunda sem hefðu kannski aldrei komist að því að þeir gætu þetta. Blogg-menn- ingin heldur fólki líka að skrifum og það þjálfast. Mér finnst frábært að það sé að opnast vettvangur fyrir fólk sem vill skrifa. Þetta er ekki eins erfitt og margir halda en auð- vitað verður fólk líka að hafa eitt- hvað til brunns að bera og kunna ís- lensku.“ Beta hlær hins vegar þegar hún er spurð hvort hún álíti sig vera „al- vöru“ rithöfund. „Nei. Ég var bara á réttum stað á réttri stundu. Ég veit það alveg.“ Morgunblaðið/Golli Rokkandi rithöfundur: Beta rokk „smælar“ framan í heiminn. Beta blogg! Elísabet Ólafsdóttir lítur ekki á sig sem rithöfund þrátt fyrir að vera búin að gefa út sína fyrstu skáldsögu. Arnar Eggert Thor- oddsen kannaði málið. TENGLAR ................................................ www.betarokk.blogspot.com Vaknað í Brussel er komin í versl- anir. Lagið „Vaknað í Brussel“ er m.a. hægt að nálgast á MP3-sniði á www.edda.is. Einnig verður það á safndiski frá Bumsquad-hópnum sem út kemur á miðvikudaginn. Elísabet Ólafsdóttir – Vaknað í Brussel Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.