Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í skugga styrjalda
Ljósmyndasýning
Þorkels Þorkelssonar
stendur yfir í Listasafni ASÍ
við Freyjugötu.
Á sýningunni eru myndir frá Palestínu og Ísrael
sem teknar voru síðastliðið vor ásamt myndum
frá ýmsum löndum. Sýningin er liður í verkefni
þar sem lýst er lífi fólks sem býr við erfiðar
að stæður víða um heim.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga
kl. 14-18. Sýningin stendur til 8. desember.
Eftirtöldum aðilum er þakkaður stuðningurinn:
Flugfélagið Atlanta, Rauði kross Íslands,
Hjálparstarf kirkjunnar, BECO Ljósmyndaverslun,
ASÍ, Efling, VR, Morgunblaðið.
MIKIÐ hefur verið fjallaðað undanförnu um nýjabreiðskífu Bubba
Morthens, Sól að morgni. Platan
hefur fengið góða dóma, verið
mikið spiluð og selst bráðvel, bet-
ur en síðustu plötur hans. Margur
hefur haft á orði að Bubbi sé að
snúa aftur í sviðsljósið og gleymir
þá að hann hefur aldrei farið þótt
kannski hafi borið meira á öðrum
um tíma.
Í umfjöllun um Sól að morgni
hafa ekki margir haft orð á því
sem þeir heyra vel sem gerst
þekkja Bubba og tónlistina sem
hann hefur hlustað á í gegnum ár-
in, þeir sem fóru kannski álíka
leið að mörgu leyti, ólust upp við
svipaða tónlist. Því má nefnilega
halda fram með nokkrum rökum
að platan hans Bubba sé drög að
tónlistarlegri sjálfsævisögu hans,
á henni er að finna alla þá
strauma sem mótuðu hann sem
tónlistarmann nema blúsinn, eins
og hann felst fúslega á þegar það
er borið upp við hann; hann hafi
vissulega verið að vísa í gamla
tíma á Sól að morgni, en blúsinn
fái sérskífu síðar.
Gömul minning
„Kveikjan að þessari plötu, eða
blænum á henni, er gömul minn-
ing af Heart of Gold,“ segir Bubbi
og verður dreyminn á svipinn er
hann hverfur aftur í tímann í hug-
anum. „Einn dag sumarið 1972
vaknaði ég heima í Vogunum við
að þeir Tolli og Hermann komu
inn í herbergi til mín í góðum gír,
báðir á leið til Kristjanníu. Ég
kveikti á útvarpinu áður en ég fór
á fætur en það var ég búinn að
festa á Radio Luxembourg með
tíeyringi, og heyrði byrjunina á
lagi, takt og svo munnhörpu og
hugsaði „Nei, nýtt Dylan lag“, en
þá kom þessi skrýtna rödd – og
viðlagið, „Keeps Me Searching for
a Heart of Gold“; frábært lag á
björtum sólardegi. Mig langaði að
fanga þá stemningu þegar ég fór
að hugsa um nýja plötu í vor.
Það má því segja að ég hafi
byrjað með Neil Young og svo
komu þeir hinir sem ég hlustaði á
á sínum tíma og höfðu afgerandi
áhrif á mig sem tónlistarmann,
Cat Stevens, Bob Dylan og fleiri
og allra þeirra minnist ég í lögum
á plötunni. En það voru fleiri, það
var meira sem hafði áhrif á mig,
eitt fyrsta lagið sem heillaði mig
fyrir það hve djöfulleg spenna var
í því var „Sympathy for the Dev-
il“, en það lag og „Paint it Black“
er það besta sem Stones gerðu. Í
hverju einasta lagi á Sól að
morgni er ég með eitthvað, tón
eða tilvísun. Þannig er lagið „Við
tveir“ með sterkan Cat Stevens-
blæ, Hún sefur er tilvitnun í
Revolver-plötu Bítlanna, „Fyrir
löngu síðan“ vitnar í Bob Dylan
og svo framvegis. Ég er ekki að
stæla eða stela, ég er bara að
votta virðingu mína og þakka fyr-
ir mig,“ segir Bubbi.
Fleira er nýstárlegt við Sól að
morgni en vísanir í aðra tónlist-
armenn, því Bubbi stýrði sjálfur
upptökum á henni, í fyrsta sinn
sem hann gerir slíkt, og það af
slíkum krafti að platan var tekin
upp og hljóðblönduð á 73 tímum
sem er óhemju skammur tími.
„Það var ekki síst tilvísun í gamla
tíma, því þetta gerðu menn á ár-
um áður, voru innan við viku að
taka upp og hljóðblanda plötu og
gáfu út tvær og þrjár plötur á
ári,“ segir Bubbi og hlær við.
„Það er búið að spila tónlistina
sem ég er að fást við 20.000 sinn-
um en ég spila hana á minn máta
og af heiðarleika. Ég vissi að ég
myndi aldrei ná þessum blæ,
nema með því að taka plötuna
upp á svo skömmum tíma; var
hræddur um að ef við færum að
liggja yfir henni myndum við fara
að hlaða ofan á og hæta við.“
Bubbi segist hafa byrjað með
fjörutíu laga bunka sem hann
tálgaði niður í tuttugu og níu lög,
þá í fimmtán sem hann tók upp
prufur af og valdi loks úr. „Ég
ákvað að geyma mikið af góðum
lögum, enda vildi ég ná fram
ákveðinni stemningu á plötunni,
sýna á henni þrjár hliðar. Fyrst
gleðina yfir að vera edrú, að eiga
börn og konu sem þraukað hefði í
sextán ár með mér í gegnum súrt
og sætt. Þá er tilvísun í neysluna
hjá mér í laginu „Þar sem gems-
arnir aldrei þagna“. Loks er það
svo fyrirgefningin í „Skjól hjá
mér þú átt“, sem er líka upphaf
að nýju lífi, og þótt „Sálmurinn“
sé um dauðann er hann óður til
lífsins og vonarinnar.“
Eitt lag sker sig svolítið úr
textalega, „Elliðaárþulan“, sem
Bubbi segir að hafi fengið að
fljóta með fyrir bítlakennda og
gamaldags laglínuna. „Textinn
passar kannski ekki inn í við
fyrstu sýn, en hann á þó heima á
plötunni fyrir það að hann segir
frá horfnum heimi, eða heimi sem
er að hverfa,“ segir Bubbi og
heldur áfram að spá í stök lög, nú
mótmælasöngvana; „Fyrir löngu
síðan“, „Hvað kemur mér það við“
og „Þá verður gaman að lifa“.
„Ég á nóg af predikunartextum
en valdi þessa þrjá vegna þess að
þeir eru allir lausir við reiði, laus-
ir við „Ég veit betur“ yfirlýs-
ingar. „Þá verður gaman að lifa“
er þannig írónískur fyrst og
fremst, en „Hvað kemur mér það
við“ hlutlaus skoðun á sjálfum
mér og samfélaginu. „Fyrir löngu
síðan“ finnst mér svo vera besti
mótmælatexti sem ég hef gert,
enda er ekki neinn einn litur í
gegnum textann, ég er að taka
fyrir þá hræðilegu
hugsun þegar leið-
togarnir segja „Við
erum að gera þetta í
þjóðarhag“. Stalín
drap þrjátíu millj-
ónir í þjóðarhag,
Hitler var að gera
það sama og Bush er
að fara í stríð í þjóð-
arhag.“
Óður til gleðinnar
Bubbi er jafnan
með mörg járn í eld-
inum, segist vera
með fleiri en eina
plötu í huga þó að
þessi sé rétt komin
út. „Fyrst er það
blúsplata, plata með
órafmögnuðum blús
sem mig langar að
gera með Guðmundi
Péturssyni. Svo er
það barnaplata, mig
langar til að fá fé-
laga mína í Stríði og
friði til að gera með
mér, plötu sem væri
góð fyrir börn, sem
horfir upp til
barnanna. Svo er
það jólaplata, plata
með gömlum viki-
vökum og skrímsla-
kvæðum sem hefur
verið lengi í smíð-
um. Síðan er það
platan með lögum
við ljóð eftir Matth-
ías Johannessen, ég er byrjaður
að semja við hana og langar til að
taka hana upp á næsta ári sem
eins konar hliðarverkefni. Það
eru nokkur ljóð eftir Matthías
sem ég losna ekki við úr höfðinu,
tíu eða tólf ljóð sem mig langar til
að semja lög við og taka upp.“
Aðalmálið er samt platan nýja,
sem Bubbi segist yfirmáta ánægð-
ur með, ekki síst hvernig honum
finnst sér hafa tekist að skipa lög-
um á hana þannig að hún vísi í
það sem hafði mest áhrif á hann
sem ungan mann, „en á sama tíma
get ég sagt: svona er líf mitt,
þetta er gleði mín, þetta er óður
til gleðinnar.“
Óður til gleðinnar
Langt er síðan breiðskífu með Bubba
Morthens hefur verið eins vel tekið
og Sól að morgni, sem kom út fyrir
stuttu. Árni Matthíasson ræddi við
Bubba um hinar fjölmörgu tilvísanir
sem er að finna á skífunni.
Því má halda fram með nokkrum rökum að platan
hans Bubba sé drög að tónlistarlegri sjálfsævisögu
hans, á henni er að finna alla þá strauma sem mót-
uðu hann sem tónlistarmann nema blúsinn.
Morgunblaðið/Golli
ATVINNA
mbl.is