Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 B 7HeimiliFasteignir NÝLENDUGATA Áhv. 3,3 millj. byggsj. Verð 18,5 millj. EINARSNES - SKERJAFJ. Áhv 8,3 millj. Verð 18,5 millj. LINDARSEL - EINBÝLI - Áhv. 6,7 millj. Verð 26 millj. SKÓGAR - BREIÐHOLTI Verð aðeins 33,8 millj. DALSEL - RAÐHÚS Verð 17,7 millj. SUÐURGATA - SÉRHÆÐ LAUS STRAX. Verð 17,3 millj. Áhv. 7,9 millj. MELHAGI - SÉRHÆÐ OG BÍLSKÚR Áhv. 6,9 millj. húsbr. Verð 16,3 millj. SILUNGAKVÍSL- LAUS FLJÓTLEGA Áhv. húsbr. og byggsj. 4,2 millj. Verð 20,3 millj. FROSTAFOLD - M. SÉRINNGANGI Verð 14,5 millj. HRAUNBÆR - M. AUKAHERBERGI Verð 13,6 millj. HRAUNBÆR - M. AUKAHERB. Áhv. ca 6,0 millj. Verð 12,2 millj GAUKSHÓLAR - GLÆSIL. ÚTSÝNI Áhv. 7,0 millj. húsbréf og 3,0 millj. viðbótar- lán. Verð 15,2 millj. KAMBASEL Áhv. 6,5 millj. Verð 14,2 millj. LINDASMÁRI Verð 17,0 millj. Áhv. lífssj.lán 5,2 millj. Skipti möguleg á minni eign í hverfinu. VESTURGATA - RISHÆÐ Áhv. 6,1 millj. Verð 11,9 millj. NJÖRVASUND - MIÐHÆÐ Verð 12,5 millj. Áhv. 4,8 millj. STÓRARGERÐI - LAUS STRAX Búið er að endurn. járn á þaki ásamt gleri í íbúð. Verð 12,9 millj. áhv. 4,5 millj. LYKLAR Á GIMLI BERJARIMI - NÝTT Á SKRÁ Áhv. ca, 9,0 millj. Verð 14,1 millj. VESTURBERG Áhv. 4,0 millj. byggsj. og 2.0 millj lífeyrisj. Verð 13,2 millj. GALTALIND - LAUS STRAX Lyklar á Gimli Áhv. 5 millj. húsbr. Verð 14,5 millj. SÓLVALLAGATA - RIS Laus fljót- lega. Verð 11,5 millj. Áhv. ca 3,5 millj. VITASTÍGUR Áhv. 4,2 millj. Verð 10,4 millj. EFSTASUND - LAUS STRAX Áhv. 8,2 millj. húsbr. og viðbóta- lán, Verð 10,6 millj. ESKIHLÍÐ Áhv. 5,7 millj. gr.b. á mán. 36 þús. Verð 9,8 millj. VEGGHAMRAR - Sérinngangur Verð 12,3 millj. STÍFLUSEL- LAUS STRAX Verð 10,2 millj. HAMRABORG Verð 10,3 millj. TRÖNUHJALLI Verð 11,3 millj. GULLENGI LAUS FLJÓT- LEGA. Verð 11,6 millj. LAUFENGI Verð 10,2 millj. 2JA HERB. FRAMNESVEGUR - RIS Snotur 2ja herbergja 44 fm risíbúð í góðu þríbýlisstein- húsi. Nýl. velux veltigl. og rafm endurn. Sér- hiti, Danfoss-kranar. Útsýni. Eignin er laus til afh. við kaupsamning. Áhv. húsbr. 3,5 millj. Verð 7,5 millj. LOKASTÍGUR Mjög falleg og mikið end- urnýjuð 47,7 fm íbúð í risi (gólffl. ca 61 fm) og útigeymsla 4,6 fm í fallegu steinhúsi byggt árið 1925 með suðursvölum. Áhv. 6,1 millj. Verð 10,3 millj. FREYJUGATA - LAUS STRAX Nýtt á skrá góð 2ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölb. Íbúðin er 34 fm ásamt 4 fm geymslu eða alls um 38 fm. Flísalagt baðherb. með sturtu. Verð 5,8 millj. ekkert áhv. Íbúðin er laus strax. LYKLAR Á GIMLI. HJALLAVEGUR - LAUS FLJÓT- LEGA Góð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýli á þessum eftirsótta stað. Íbúðin er björt og vel skipulögð. Endurnýjað parket og baðherb. Nýl. flísalagt ásamt nýl. eldhúsinn- réttingu. Verð 6,2 millj. áhv. húsbr. 1,9 millj. LANGHOLTSVEGUR - SÉRINN- GANGUR Stór og afar vel skipulögð 2ja herb. 66,3 fm íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi. Íbúðin er mikið endurn. s.s. raf- magnstafla + endurídregið rafm., gler, ofnar og ofnalagnir, nema í svefnherb. Járn á þaki og skolp að hluta til. Verð 9,6 millj. áhv. 4,2 millj. LANGHOLTSVEGUR Mjög snyrtileg, björt og rúmgóð 75 fm 2ja herb. íbúð í kjall- ara/jarðhæð í steinhúsi. Stór og rúmgóð stofa með mögul. á útg. í garð. Herb. stórt og rúmgott. Parket á gólfum, suðurgarður. Hús nýl. málað að utan. Áhv. 3,9 millj. hús- bréf. Verð 9,7 millj. SÖRLASKJÓL Vorum að fá í einkasölu glæsilega 70 fm 2ja herb. íbúð í kjallara á mjög vinsælum stað við sjávarsíðuna. Íbúð- in er mikið endurnýjuð. Fallegar innr. parket og flísar á gólfum. Að utan er hús í góðu standi. Áhv. 8,0 millj. byggsj. o.fl. Ekkert greiðslumat afb. ca 70 þús. á mán. Verð 10,6 millj. LAUS 1. FEB. 2003 HVERAFOLD Afar falleg og vel skipulögð 2ja herbergja 56 íbúð á jarðhæð með sér- verönd. Eikarparket á gólfum. Þvottahús innan íbúðar. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 4,8 húsbr. + 1,8 millj. viðb.lán Verð 8,9 millj. ÁSAR - BYGGSJ. Snyrtileg 56 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð, efstu, í góðu fjölbýli. Suðursvalir með frábæru útsýni, bílskýli fylgir. Áhv. 3,2 millj. KAMBASEL - SÉRGARÐUR Falleg 2ja herb. 57 fm íbúð á jarðhæð með útg. á hellulagða verönd í suð-vestur. Sérþvotta- hús (ekki í fm tölu) Parket á gólfum. Rúmgóð stofa og svefnherb. Áhv. 7,1 millj. Verð 8,9 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI ATVINNUHÚSNÆÐI - VANTAR Bráðvantar allt að 400-700 fm atvinnuhús- næði á Skemmu- eða Smiðjuvegi með loft- hæð yfir 4,50 m. Um er að ræða fjársterka aðila. Einnig vantar okkur ca 100-200 fm húsnæði á sama svæði til leigu til lengri tíma. Allar nánari uppl. gefur Sveinbjörn á skrifstofu Gimli eða í síma 693 2916. LAUFBREKKA- TIL SÖLU EÐA LEIGU Mjög gott húsnæði fyrir heildsölur eða aðra starfsemi semgetur sameinað, lager og skrifstofu. Húsnæðið skiptist í jarð- hæð sem er 229 fm. Milliloft er með skrif- stofu og kaffistofuaðstöðu sem er 116 fm og að auki 55 fm aukamillilofts. Samtals er hús- næðið ca 400 fm. HÚSNÆÐIÐ GETUR LOSNAÐ STRAX. Verð 22,1 millj. SKEMMUVEGUR Vorum að fá í sölu gott ca 700 fm atvinnuhúsnæði á þessum eftirsótta stað í Kópavogi. Húsnæðið er mik- ið endurnýjað. Fullkomið loftræstikerfi. Loft- hæð ca 3,60 m. Góðar innkeyrsludyr. Allar nánari uppl. gefur Sveinbjörn á skrifstofu Gimli eða í síma 693 2916. BAKKABRAUT Vorum að fá í sölu 211 fm bil á tveimur hæðum með tveimur stór- um innk.dyrum. Mögul. er að skipta eigninni í tvö 105 fm bil. Verð 16,8 millj. Verð 22,8 millj. áhv. 7,3 millj. húsbr. Áhv. 7,4 millj. Verð 23,5 millj. Verð 17,9 millj. Áhv. 2,8 millj. LAUS FLJÓTLEGA. Áhv. 7,0 millj. Verð 12,2 millj. LAUS FLJÓTLEGA. BREKKUTÚN - TVÆR ÍBÚÐIR Áhv. 8,8 millj. Verðtilboð. HLIÐSNES - BESSASTAÐAHREPPI Verð 16,5 millj. SKRAUTHÓLAR - KJALARNESI Áhv. 8,0 millj. Verð 16,5 millj. BAKKASMÁRI Áhv. 9,9 millj. Verð 25,5 millj. 570 4800 Grensásvegi 13, 2. hæð - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - Fax 570 4810 S igríður P. Sigfússon ekkjufrú lét byggja húsið árið 1912 á lóð sem hún keypti af Ingvari Páls- syni, Hverfisgötu 13. Árið 1913 var húsið brunavirt. Þar segir meðal annars að það sé einlyft með porti, 51⁄2 álna risi og kvisti og að grunn- fleti 16x14 álnir. Húsið er byggt af steinsteypu sementssléttaðri að utan og asfalt- aðri að innan. Þak er úr plægðri 1" borða súð, klætt járni og með pappa í milli. Milligólf er í tveimur bitalögum, fyllt með sagspónum í milli. Innan á útveggi er þiljað og klætt með striga og pappa á veggi og loft. Á hæðinni eru fjögur íbúðarher- bergi, í einu þeirra er brjóstþil. Þar eru fjórir ofnar og ein eldavél. Uppi eru fimm íbúðarherbergi, eldhús og gangur sem allt er með sama frá- gangi og á hæðinni. Þar eru þrír ofnar til upphitunar og ein eldavél. Efst uppi er hanabjálkaloft sem notað er fyrir þurrkloft. Í húsinu eru vatns- og gasleiðslur. Kjallari, 33⁄4 álnir á hæð, er undir öllu húsinu, en í honum er stein- steypugólf. Þar er þvottahús með þvottapotti, fjórir geymsluklefar, gangur og vatnssalerni. Timburgólf eru ofan á steingólfinu í geymslu- herbergjunum og í einu þeirra er vatnspottur og eldavél. Veggir kjallarans eru óvenjulega þykkir og til marks um það hvað kjallarinn var hlýr, er að frostaveturinn mikla árið 1918 frusu ekki kartöflur sem þar voru geymdar. Við vesturgafl hússins er inn- gönguskúr með þaksvölum, byggð- ur eins og húsið. Við norðurhlið hússins er inn- og uppgönguskúr, byggður af steinsteypu með kjall- ara. Í honum er kolaketill, búr og þrír gangar. Árið 1955 lét Sigríður byggja annan kvist á húsið, sem Einar Er- lendsson teiknaði. Sigríður Pétursdóttir Sigfússon var fædd 28. janúar 1877 í Hafn- arfirði. Hún var ekkja Sveins Sig- fússonar kaupmanns sem fæddur var 16. febrúar 1855 að Nesi á Norðfirði. Sveinn var mikill at- hafnamaður og stundaði bæði verslun og útgerð. Hann aflaði sér verslunarleyfis 1884 og var fyrsti Norðfirðingurinn sem fékk slíkt leyfi. Sveinn byggði nokkur hús í Reykjavík, þar á meðal húsið að Hverfisgötu 50 sem þekktast er fyrir verslunina Hjá Báru. Eftir lát Sveins, en hann lést 12. apríl 1911, réðst ekkja hans í að byggja húsið að Hverfisgötu 47. Þar bjó hún með börnum sínum og dóttir hennar, Friðrikka, bjó þar fram til ársins 1983. Maður Frið- rikku var Guðjón Hjörleifsson, fæddur 25. maí 1895. Guðjón var fyrsti stýrimaður á vitaskipinu MS Hermóði. Guðjón lést árið 1973. Selt Kvennaathvarfinu Húsið var í eigu afkomenda Sig- ríðar Pétursdóttur Sigfússonar og Sveins Sigfússonar þar til árið 1983 að það var selt Kvennaathvarfinu. Fjölskyldan var samheldin og með Friðrikku bjuggu í húsinu hjónin Sigurður Sívertsen úrsmiður og María Möller ásamt börnum sín- um. Sigurður Sívertsen var með úr- smíðavinnustofu í kjallara hússins en hann hafði um árabil verið með verslun og úrsmíðavinnustofu á Vesturgötu 6. Eftir að Kvennaathvarfið eign- aðist húsið var lóðin girt og komið fyrir leiktækjum fyrir börn sem í athvarfinu dvöldu með mæðrum sínum. Einnig var byggt við inn- og uppgönguskúr baka til, þar með fékkst meira rými. Rauði krossinn tók við húsinu 20. desember 1992. Þá var strax byrjað að mála og slípa gólfin á hæðinni sem eru með upprunalegum gólf- fjölum. Brjóstþil í fremri stofu voru máluð blá en þau eru með mörgum fulningum, eru vönduð smíði og setja virðulegan svip á stofuna. Upprunalegir skrautlistar eru í loftum og rósettur. Litlar breytingar hafa verið gerðar innandyra í húsinu og er herbergjaskipan að mestu sú sama og þegar það var nýbyggt. Uppi í risinu hefur baðinu verið breytt eft- ir þörfum íbúa hússins. Í kjallara er gufubað sem Kiwanisklúbburinn Ægir gaf Kvennaathvarfinu á með- an það var í húsinu. Hverfisgata 47 er fallegt og vel- umgengið hús. Bygging þess er vönduð og gott til þess að vita hvað forráðamenn Kvennaathvarfsins og Rauða krossins hafa haldið í allt sem er upphaflegt í húsinu. Þegar húsið er skoðað vekur það bæði undrun og virðingu hvað einstæð ekkja framkvæmdi í byrjun annars áratugarins á síðustu öld. Hverfisgata 47, Vinaminni Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsið var byggt 1912. Litlar breytingar hafa verið gerðar innandyra í húsinu og er herbergjaskipan að mestu sú sama og þegar það var nýbyggt. Þetta er fallegt og velumgengið hús, segir Freyja Jónsdóttir. Bygging þess er vönduð og gott til þess að vita, hve haldið hefur verið í allt sem er upphaflegt í húsinu. SUMIR hafa gaman af áberandi híbýlaskrauti. Hér má sjá flísalögn sem ekki er hægt að láta sér sjást yfir. Bæði kallar munstrið á athygli og eins litirnir. Áberandi flísalögn LISTAR og fulningar á veggjum þóttu ómissandi fyrr á tímum og sér þessa stað í gömlum húsum hér á landi, t.d. í Norska húsinu í Stykk- ishólmi, svo dæmi sé nefnt. Gjarnan voru þá listarnir og fulningarnar málaðar í öðrum lit en hinn hluti veggjarins. Dyraumbúnaður var þá í góðu samræmi við þetta hvað íburð snerti og jafnvel skrautlistar og ró- settur í lofti. Listar á veggjum ÞÓTT nú sé að fara í hönd bjartasti tími ársins á Íslandi þá er eigi að síður alltaf gott að eiga vasaljós. T.d. þegar feta þarf sig áfram eftir dimmum ranghölum í kjöllurum eða þegar kíkt er ofan í vélarrúm svo dæmi séu nefnd. Á vet- urna er vasaljós ómetanleg eign þar sem raf- magninu hættir til að fara, sem verður þó æ sjaldgæfari viðburður sem betur fer. Vasaljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.