Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 22
fjölbýlishúsa með tilheyrandi bíla- geymslum, bílastæðum og útivistar- svæðum.“ „Síðan var tekið til við að deiliskipuleggja einstaka klasa innan Flatahverfis og úthluta þeim og nú er farið að byggja í nokkrum þeirra,“ heldur Ólöf Guðný áfram. „Klasi 4 er að verða fullbyggður og í klasa 3 er verið að byggja tuttugu íbúðir í fjöl- býli, sem verða teknar í notkun mjög fljótlega. Til viðbótar kemur þar 35 íbúða blokk og allt er nú tilbúið til þess að hefja framkvæmdir við hana. Sama er að segja um klasa 9, en þar eru framkvæmdir einnig hafnar. Auk einbýlishúsa og raðhúsa verða þar þrjú fjölbýlishús með samtals 20 íbúðum.“ Lóðaúthlutunin, sem fram fór fyrir skömmu, var hins vegar í klösum nr. 1 og 2, en Kanon arkitekt- ar ehf. eru höfundar deiliskipulags- ins þar. Í þessum tveimur klösum verða í fyrsta lagi byggð fimmtán einbýlishús, um 200 ferm. að stærð en einnig er ráðgert að byggja þar fimm fjölbýlishús á tveimur hæðum með sex íbúðum hvert og síðan eitt stórt fjölbýlishús á þremur hæðum með 10–18 íbúðum. Til viðbótar koma þrjú parhús upp á tvær hæðir og svo einbýlishús, sem verða ýmist ein eða tvær hæðir. Á þessu svæði er einnig gamli bærinn Steinsstaðir, en það var bújörð og rekinn búskapur. Þar eru að auki tvö hús, sem verða felld inn í skipulagið.“ Að sögn Ólaf- ar Guðnýjar er búið að úthluta að kalla öllum lóðum í þessum tveimur klösum. Nú er unnið að gatna- og holræsagerð og að hönnun húsanna, en ætlunin er að 1. júlí nk. verði hægt að fara að byggja á þessum lóðum. Fyrstu húsin gætu því farið að rísa í sumar. Í klösum 7–8 er þegar búið að deiliskipuleggja lóðir fyrir 70 íbúðir og með þeim lóðum, sem getið var hér að framan, er því fyrir hendi deiliskipulag fyrir um 200 óbyggðar íbúðir og einbýlishús á Akranesi nú. Arkitektarnir Hjördís & Dennis ehf. hafa deiliskipulagt klasa 7–8. „Þá má ekki gleyma því, að það er töluvert af auðum lóðum inni í gamla bænum á Akranesi,“ bætir Ólöf Guðný við. „Nú er meiri áhugi á með- al bæjarbúa á að byggja á þeim, en það hamlar svolítið þeim áformum, að margar þessara lóða eru í einka- eign. En það er byrjað að taka að- alskipulag Akraness til endurskoð- unar og í tengslum við það hafa verið ræddar hugmyndir um að þétta byggðina í bænum og líka að leita að svæðum innan bæjarins, sem hægt væri að þétta.“ Ólöf Guðný telur ekki skort á góð- um byggingarfyrirtækjum til þess að ráða við vaxandi verkefni á Akra- nesi og segir: „Í bænum eru öflug, rótgróin byggingarfyrirtæki og enn- fremur eru byggingaraðilar á höfuð- borgarsvæðinu farnir að sækja í auknum mæli upp á Akranes.“ Herragarðslóðir í Vogahverfi Í svonefndu Vogahverfi fyrir norð- vestan Akranesbæ á að rísa óvenju- legt hverfi. Lóðir þar verða um 10.000 ferm. og því afar stórar miðað við venjulegar byggingarlóðir í íbúð- arhverfum. Þetta svæði er skipulagt af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt og er fyrir utan önnur íbúðarsvæði á Akranesi. Fyrir norðan það er fólk- vangur og fyrir sunnan það annað svæði, þar sem ekki er gert ráð fyrir byggð. „Þetta svæði er eingöngu ætlað fyrir íbúðarbyggð í tengslum við heimilisbúskap, smáiðnað, listiðnað og aðra starfsemi, sem hægt er að reka í tengslum við heimili svo og skógrækt og garðrækt,“ segir Ólöf Guðný. „Allar byggingar á hverri lóð skulu jafnframt vera í eigu sama að- ila.“ Á hverri lóð má byggja íbúðar- hús ásamt bílageymslu, sem er að lágmarki 180 ferm. á einni eða tveim- ur hæðum og hús fyrir skepnuhald, húsdýr, smáiðnað eða heimilisiðnað Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Horft yfir klasa 4 í Flatahverfi, en hann er næstum fullbyggður. Uppdráttur af klasa 7—8, en þar er gert ráð fyrir 70 íbúðum í parhúsum, raðhúsum og fjölbýlishúsum. Arkitektarnir Hjör- dís & Dennis ehf. hönnuðu deiliskipulagið. Mikil eftirspurn eftir lóðum á Akranesi Nýbyggingar á Akranesi tóku mikinn kipp í fyrra, en þá voru fullkláraðar þar 52 nýjar íbúðir en að- eins 5 árið þar á undan. Magnús Sigurðsson ræddi við Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, arkitekt og skipulagsfulltrúa á Akranesi, sem segir ekk- ert lát á þessu ári á upp- byggingunni. Í LOK marz sl. rann út frestur til að sækja um lausar bygging- arlóðir í Flatahverfi á Akra- nesi. Allt að átta umsóknir voru um hverja lóð og við úthlutun, sem fram fór í vikunni á eftir, var viðhafður útdráttur að viðstöddum sýslumanni til þess að réttlætinu væri fullnægt, en ljóst var, að færri myndu fá en vildu. Þetta sýnir glöggt þá miklu eft- irspurn, sem nú er eftir lóðum á Akranesi. Um leið er þetta skýr vitn- isburður um þær miklu væntingar, sem byggingaraðilarnir og aðrir hafa um framtíð og viðgang bæjar- ins. Þróunin hefur verið Akranesi hag- stæð og íbúunum hefur farið fjölg- andi, en þeir eru nú um 5.700. Atvinnulíf í bænum er stöðugt. Starfsemi Norðuráls og miklar framkvæmdir á þess vegum hafa orðið til þess að styrkja atvinnulíf í bænum. Þessi áhrif eru mikil og var- anleg og fram undan eru enn meiri framkvæmdir og umsvif með stækk- un álversins við Grundartanga. Fleiri stórfyrirtæki eru líka til stað- ar eins og Járnblendiverksmiðjan og Sementsverksmiðjan, bæði með fjölda starfsmanna. Lóðaskortur og hátt fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu kunna líka að hafa beint augum margra til Akra- ness, en lóðir þar eru t.d. mun ódýr- ari en hjá borginni. Akranes er heldur ekki eins langt í burtu frá höfuðborgarsvæðinu og eitt sinn var, hvorki í vitund fólks eða í reynd. Eftir að Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun, eru ekki nema tæplega 50 km frá Elliðaárbrú til Akraness, en það er styttra en til Keflavíkur. Sumum finnst því ekkert tiltöku- mál að búa á Akranesi og sækja vinnu þaðan á höfuðborgarsvæðið og svo öfugt, sér í lagi ef hægt er að koma kostnaði við að aka um Hval- fjarðargöngin yfir á vinnuveitand- ann. Bættar samgöngur hafa mikil áhrif á viðhorf fólks til búsetu og fjarlægðir skipta ekki eins miklu máli og áður. Þetta á ekki bara við um Akranes. Aukin ásókn fólks á höfuðborgarsvæðinu í byggðarlög eins og Hveragerði og Selfoss eru einnig skýr vísbending um þetta. Klasaskipulag í Flatahverfi En hvernig er lóðaframboði og ný- byggingum háttað á Akranesi nú? Fyrir svörum verður Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt og skipu- lagsfulltrúi á Akranesi. „Lóðaframboð er hér allgott og fer vaxandi,“ segir hún. „Nýjar lóðir eru fyrst og fremst í Flata- hverfi, en svo nefnist aðal ný- byggingarsvæði Akraness nú. Þetta er ónumið byggingarsvæði, en þar teygir bærinn sig í norður. Fyrir nokkrum árum var gert svo- kallað rammaskipulag að Flata- hverfi, en það verk önnuðust arki- tektarnir Ævar Harðarson og Albina Thordarson og samstarfs- menn þeirra. Samkvæmt þessu rammaskipulagi var Flatahverfi áfangaskipt í svokallaða klasa og gert ráð fyrir að teknir yrðu fyrir litlir afmarkaðir reitir, um einn til tveir hektarar að stærð, og þeir skipulagðir sem sjálfstæðar eining- ar. Á milli þeirra komi græn svæði með trjágróðri og göngustígum. Byggðin í hverjum klasa skyldi vera mismunandi að umfangi, 15–90 íbúðir í blandaðri byggð sérbýlis- og Tölvuteikning af klasa 1 og 2 í Flatahverfi. Nýbúið er að úthluta lóðum þar og svæðið verður væntanlega tilbúið til byggingarframkvæmda í júlí nk. Kanon- arkitektar ehf. hönnuðu deiliskipulagið. 22 B ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.