Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 C 5 Ísafjarðarbær Ísafjarðarbær varð til við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverð- um Vestfjörðum 1. júní 1996. Hér hefur myndast öflugt sveitarfélag með 4.200 íbúa þar sem lögð er áhersla á góða menntun og uppbygg- ingu skóla. Í bæjarfélaginu eru fjórir grunnskólar og eru þeir allir einsetnir. Einn af þessum skólum er staðsettur á Þingeyri við Dýra- fjörð. Dýrafjörðurinn þykir einn af fallegustu fjörðum á landinu. Auk þess að eiga nýlegt íþróttahús og sundlaug, býr bærinn að því að hafa í firðinum mjög góðan golfvöll. Stutt er að keyra yfir til Ísa- fjarðar þar sem eitt besta skíðasvæði landsins er staðsett. Í bæjar- félaginu er að auki öflugt og fjölbreytt menningarlíf, margháttuð þjónusta og atvinnustarfsemi. Hvernig væri að komast í burtu úr stressinu og komast í afslöppun í heillandi náttúru Vestfjarða og taka þátt í uppbyggingu eins blómlegasta svæði landsins? Grunnskólinn á Þingeyri Staða skólastjóra við Grunnskólann á Þing- eyri er laus til umsóknar. Í Grunnskólanum á Þingeyri eru um 60 nemendur í 1.—10. bekk. Skólasel í Mjólkárvirkjun heyrir undir grunn- skólann á Þingeyri. Við skólann er rekið mötu- neyti og félagsmiðstöð er til húsa í skólanum. Hluti nemenda kemur úr dreifbýli Dýrafjarðar og er umsjón með skólaakstri hluti af verkefn- um skólastjóra. Á Þingeyri bíður krefjandi verkefni við uppbyggingu skólans, hefur þú það sem þarf? Leitað er eftir stjórnanda sem hefur reynslu af skólastarfi, kennslu og helst stjórnun, hefur unnið innan grunnskóla sl. ár, og mótað sér ákveðna sýn á stefnu skólastarfs. Stjórnandinn þarf að vera lipur í samskiptum, en þó ákveð- inn og geta tekið á agamálum innan skóla. Einnig eru við skólann lausar 2 stöður kenn- ara í almennri kennslu, ein afleysinga- staða til eins árs og að auki stöður við kennslu í íþróttum, heimilisfræði, tækni- mennt og upplýsingatækni. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, netfang skolafjolsk@isafjordur.is, sími 450 8001. Grunnskólinn á Suðureyri Lausar stöður á Suðureyri eru við almenna kennslu á mið- og yngsta stigi. Í skólanum verður 51 nemandi í 1.—10. bekk. Einnig vantar kennara til að sinna sér- kennslu við skólann. Skólastjóri er Magnús S. Jónsson, sími 456 6129 (skóli), 456 6120 (fax) og 456 6119 (heima), gsm 863 1613, netfang: msj@snerpa.is, veffang skólans: http://www.isafjordur.is/is/ skoli/sugandi/ Grunnskólinn á Ísafirði Laus er staða sérkennara við Grunnskól- ann á Ísafirði. Í skólanum eru um 550 nem- endur í 1.—10. bekk og ein sérdeild. Skólastjóri er Skarphéðinn Jónsson. Sími skólans er: 450 3100, netfang: grisa@isafjordur.is og vef- fang: http://www.isafjordur.is/skoli/isa/grunn/ Leikskólinn Sólborg Þar er laus staða aðstoðarleikskólastjóra frá ágúst nk. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli sem staðsettur er miðsvæðis á Ísafirði. Einnig eru við skólann lausar tvær deildarstjórastöður á yngri deildum. Skólastjóri er Ingigerður Stefánsdóttir, s. 456 3185, netfang: solborg@isafjordur.is. Við bjóðum betur — hafðu samband sem fyrst! Flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga Umsóknarfrestur er til 7. júlí 2003. Nánari upplýsingar veita skólastjórar og forstöðumaður. Markaðsstjóri F í t o n / S Í A F I 0 0 7 2 5 6 Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Fax 520 4701 • www.hagvangur.is Vátryggingafélag Íslands hf. óskar að ráða markaðsstjóra VÍS er þjónustufyrirtæki í fremstu röð. Það er stefna okkar að hafa á hverjum tíma á að skipa vel menntuðu starfsfólki með afburða þekkingu á sínu sviði. Við leggjum áherslu á að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu til að veita fyrirmyndarþjónustu. Gildi okkar eru umhyggja, áreiðanleiki og frumkvæði. · Stýra auglýsingamálum og markaðsrannsóknum · Stjórna CRM (viðskiptatengslum) Menntun og hæfniskröfur: · Háskólamenntun á sviði viðskipta- eða markaðsfræði · Reynsla af störfum við sölu- og markaðsmál að námi loknu Starfssvið felst m.a. í því að: · Vinna að öflun nýrra viðskiptavina með sköpun nýrra viðskiptatækifæra · Skipuleggja sölu í samráði við sölurásir fyrirtækisins · Annast gerð sölu- og markaðsáætlana · Sjá um framkvæmd vöru- og þjónustukynninga Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 14. júní n.k. Númer starfs er 3335. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Baldur G. Jónsson. Netföng: thorir@hagvangur.is, baldur@hagvangur Úrbeining - lagerstörf Starfsmaður vanur kjöt eða fiskskurði óskast hjá framleiðslufyrirtæki á höfuðborgarsvæð- inu. Einnig vantar mann á lager og í útkeyrslustörf. Umsóknir sendist á box@mbl.is merktar A—13769.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.