Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ er að ganga frá endurnýj- un á samningi um framkvæmd Listasumars, umsjón með rekstri og útlánum vinnustofu og afnot af húsnæði í eigu Akureyrarbæjar í Kaupvangsstræti á milli Akureyr- arbæjar og Gilfélagsins. Að sögn Þórgnýs Dýrfjörðs, menningarfull- trúa Akureyrar, er helsta breyting frá síðasta samningi, sú að samn- ingurinn gildir aðeins til 30. sept- ember n.k. „Það eru fyrirhugaðar breyting- ar á skipulagi verkefna og hlut- verk Gilfélagsins breytist því Ak- ureyrarbær mun taka yfir húsnæðisverkefnin í gilinu. Samn- ingurinn er því hagstæðari fyrir Gilfélagið, því hann er til styttri tíma en um sömu fjárhæðir er að ræða. Meginverkefni samningsins er sama og áður eða framkvæmd Listasumars,“ sagði Þórgnýr. Áður en gildistími samningsins er á enda mun menningarmála- nefnd Akureyrarbæjar vinna að stefnumótun fyrir starfsemi Lista- miðstöðvar í Listagilinu og Gil- félagið móta hugmyndir um hlut- verk þess til framtíðar sem innlegg í þá vinnu. „Stefnt er á áframhaldandi samvinnu Gilfélags- ins og Akureyrarbæjar um öfluga menningarstarfsemi í Listagilinu og gera skal samning sem taka skal gildi eigi síðar en 1. október 2003. Með þeim samningi er stefnt að því að Gilfélaginu verði áfram tryggð vinnuaðstaða og fastur að- gangur að húsnæði fyrir menning- arviðburði á þess vegum. Þá er einnig gert ráð fyrir að félagið hafi umsjón með Gestavinnustofu, út- hlutun og leigu,“ sagði Þórgnýr. Samningur um Lista- sumar end- urnýjaður FYRSTU skóflustungurnar að við- byggingu við Brekkuskóla voru teknar á föstudaginn að viðstöddu fjölmenni. Fulltrúar allra bekkj- ardeilda skólans unnu verkið undir öruggri verkstjórn Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra. Strax á eftir var haldið í Íþróttahöllina þar sem skólaslit Brekkuskóla fóru fram. Framkvæmdir við 1. áfanga verksins hefjast um miðja næstu viku en um er að ræða jarðvinnu, sökkla, plötu og lagnir í grunn og skal verkinu lokið 1. september nk. SS Byggir átti lægsta tilboð í þenn- an fyrsta áfanga, sem hljóðaði upp á 39 milljónir króna, eða 78,8% af kostnaðaráætlun. Seinni áfangi verksins, sem lýtur að viðbyggingu og endurbótum á eldra skólahúsnæði, er mun stærri og verður boðinn út í lok þessa mánaðar. Það er jafnframt stærsta verkið sem boðið verður út á veg- um Fasteigna Akureyrarbæjar á árinu. Ráðgert er að verkinu verði að lokið fyrir skólasetningu haust- ið 2005. Áætlaður byggingarkostn- aður er um 530 milljónir króna og heildarkostnaður verksins um 700 milljónir króna. Framkvæmdir við Brekkuskóla að hefjast Fulltrúar allra bekkjardeilda Brekkuskóla taka fyrstu skóflustungurnar að nýrri viðbyggingu skólans. Morgunblaðið/Kristján Á AKUREYRI verður í fyrsta skipti á Íslandi haldin alþjóðleg brúðuleikhúshátið dagana 20.–23. júní. Það verða aðilar frá Svíþjóð, Danmörku, Reykjavík og úr Eyja- firði sem munu sýna brúðuleik og halda námskeið í brúðugerð. „Markmiðið er að koma á fastri leiklistarhátið á Akureyri og efla brúðuleikhús á Íslandi með því að skapa henni hátíðarvettvang. Há- tíðin beinist ekki síst að leikhús- áhuga barna og gæti orðið mik- ilvægur liður í þroskaleiklistar- uppeldi barna á svæðinu,“ segir Valdís Viðarsdóttir, framkvæmda- stjóri Listasumars 2003 og Gil- félagsins á Akureyri. Formleg byrjun Listasumarsins verður þann 19. júní en þá verður brúðuleikhúshátíðin sett í Ketilhús- inu. Fimm brúðuleikhússýningar verða sýndar yfir helgina og einnig verða haldin tvö námskeið í brúðu- gerð, annars vegar fyrir foreldra og yngri börn og hins vegar fyrir hin eldri. Þema námskeiðanna er íslensk skrímsli og ævintýri, en þau verða haldin í Punktinum. Á sunnudeginum verður upp- skeruhátíð í Minjasafnsgarðinum, þar verður brúðusýning og leikir fyrir börnin undir stjórn áhuga- leikhóps ungs fólks úr Kompaníinu. Á mánudagskvöldinu verður Jónsmessuganga eða svokölluð draugaganga í Kjarnaskógi en þá munu öll skrímslin sem búin hafa verið til á námskeiðunum dúkka upp til skemmtunar. „Það verða stöðvar út um allan skóg. Þar verða meðal annars sagðar drauga- sögur, sagt frá fornminjum, skóg- arverðir munu segja sniðugar sög- ur úr skóginum og margt fleira. Þegar fólk mætir í skóginn þá fær það kort sem vísar á ýmsa staði í skóginum þar sem eitthvað skemmtilegt og fróðlegt verður um að vera. Þetta er gert til að dreifa fólkinu, en kl. 23 safnast allir sam- an á einn stað þar sem fluttur verður fróðleikur um Jónsmessuna, dansað, sungið og velt sér upp úr dögginni. Í fyrra var haldin hátið áhugaleikhópa sem tókst mjög vel en þá mættu 500 manns í gönguna sem var í Kjarnaskógi,“ segir Val- dís. Halda fyrstu alþjóð- legu brúðuleikhús- hátíðina á Íslandi Námskeið um einhverfu og skyldar þroskaraskanir verður haldið á veg- um Símenntunar Háskólans á Ak- ureyri í samstarfi við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins dagana 11. og 12. júní. Fjallað verður um gagntækar þroskaraskanir, greiningu á ein- hverfu, helstu leiðir í meðferð, þjálfun og kennslu barna með ein- hverfu, eins og það er orðað í til- kynningu. Einnig verður Umsjón- arfélag einhverfra kynnt og fjallað um breytingar og álag sem fjöl- skyldur þurfa að takast á við. Bára Ingjaldsdóttir verður með út- skriftarsýningu frá Myndlistarskóla Arnar Inga að Klettagerði 6 mánu- daginn 9. júní, annan í hvítasunnu, frá kl. 14-18. Allir eru velkomnir. Skákfélag Akureyrar verður með hraðskákmót mánudagskvöldið 9. júní og hefst það kl. 20.00 í Íþrótta- höllinni. Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.